Fjallkonan


Fjallkonan - 26.07.1900, Side 1

Fjallkonan - 26.07.1900, Side 1
Keraur út einu sinni í Yiku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). UppBögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi bannþá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstræti 18. XVII. árg. Reykjavík, 26. júlí 1900. Xr. 29. Landsbankinn er opinn bvernvirkandagkl.il 2.Banka- Btjórnin við kl. 12—1. Landsbóhasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundulengur til kl. 3md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m. N&ttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á Bunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstn dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstiseti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Gabb. Eins og sjá tná af auglýsingu hér í blaðinu eru þeír Englendingarnir. Parker & Fraser, al- veg hættir við að kaupa fé hér á landi í haust, og að líkindum framvegis. Það er ekki í fyrsta sinni, sem lítið hefir orðið úr stórmenskulegum fyrirtækjum Eng- lendinga hér á landi. Hvernig hefir farið um námagröftinn sunuan lands og norðan, járnbrautarlagningar og margt fleira stórt, sem Engleudingar hafa ætlað að gera hér? Þar hefir aldrei orðið neitt úr neinu, því forgöngumennirnir hafa verið „humbugistar“ og „svindlarar“. Það var ekki lítið látið af þeim Parker & Fraser í sumar, t. d. í ísafold, þegar þeir lét- ust ætla að kaupa hér fé. — Þoir áttu að vera einir þeir stærstu kaupmenn lifandi fjár á Etig- landi. Ætli það sé nú satt? En hversu mikla verziua sem þeir félagar hafa, þá er það víst, að þeir eiu miður áreið- anlegir. . Því þegar menn þeirra fóru héðan í sumar, var það aíráðið, að þeir mundu. kaupa fé hér sunnanlands, og þeir höfðu meira að segja ráðið menn í þjónustu sína. Þá er að líkindum loku skotið fyrir allan útflutning fjár í haust, nema að því leyti, sem pöntunaríélögin seada fjárfarma til umboð3- manna sinna þeirra Zöllner & Vídalíns, og verður það líklega lítið meira en upp í skuld- irnar. Annaö farrúm á „Laura“. „Mál er at þylja Þularstóli at, Urðarbrunni at; Sá ek ok þagðak Sá ek ok hugðak, Hlýdda ek á manna mál“. (Bávamál). Það er ölium ljóst, að gufuskipið „Laura“ er aðallega notuð til utanferða hér úr höfuð- stað landsins, eins og eðlilegt er, því hún er skipið, sem gengur tíðast milli Reykjavíkur og útlauda. En úr höfuðstaðnum þykist margur eiga erindi út yfir pollinn, sumir til náms, há- skólamenn o. fl., og aðrir til kaupa, kaupmenn, og enn hinir þriðju til að bæta sig í verkieg- um iðnaði, iðnaðarmenn, og svo loks ungu stúlk- urnar til að sýna sig og sjá aðra og fá sér nýmóðins kjóla o. s. frv. Alt þetta fólk ferð- ast á öðru farrúmi, nema efnaðri kaupmenn. Það er engin lygi, að annað farrúm á „Laura“ er að öllum jafnaði alskipað utan og út. Þess- ir farþegar eru ekkert afhrak þjóðarinnar, svo ekki sé kostandi upp á þá góðu farrúmi með hæfilegum þægindum, sem bæru sig í hlutfalli við fargjaldið, og sem skipseigendum og not- endum væri samboðið og sómi að. En hér er nú öðru að heilsa. Annað farþegarúm á nLiura“ er skömm fyrir sameinaða gufuskipafélagið í því ástandi og með þeim útbúnaði, sem þar nú er, þegar litið er til þess, að þetta farrúm skuli vera notað milli landa og það lyrir afarhátt fargjald, og svo til hius langa tíma, sem far- þegar verða að eyða í slíkar ferðir með eins ganglítilli vörnsleif og „Laura“ er. Allir kann- ast við, hvað skemtiiegt er Færeyja-snöltrið, sem hún þarf að hafa bæði utan og út. Tim- inn, sem gengur í það að komast milli Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur, stendur yfir frá 10—20 daga. Þetta ferðalag með „Laura“ á öðru farrúmi er leiðinlegt, óþægilegt og dýrt; það þekkja allir sem með henni hafa farið milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Þegar farþeginn er orðinn þreyttur af því að standa á þilfari uppi og býst til niðurgöngu á annaðfarrúm, eru það hin fyrstu þægindin eða hitt þó heldur, sem hann verður var við, að á aóti honum leggur lítt þolandi salernis-óþef, frá salerni því, sem beint er móti stiganum þegar niður kemur. Salerni þetta er eitt hið óþrifalegasta, sem eg hefi komið inn á. Árum saman hefir dæian í því verið kraftlaus, og saurindi því staðið upp í skálinni; hafa mat- sveinarnir helt í hana skolpi og öðru drasli; hefir þá stundum runnið út af henni og ofan á gólfið. Sjóar skvettast oft niður um uppgang- inn og niður á gólfið fyrir neðan stigann, renna undir þröskuld salernisins og blandast þar ó- þrifnaðinum; sogast svo eftir slingri skipsins út og inn undir þröskuldinn. Svo mikil brögð hafa stundum verið að þessu, að farþegar hafa orðið að klæða sig í vatnsstígvél, til að komast á salernið erinda sinna. — Vindurinn og loftið ofau af þilfari flytur allan óþefinn inn í borðsalinn og svefnklefa farþega. Þegar farþeginn kemur inn í borðsalinn, sem er dimmskuggalegur og hálf-þefillur, þá er það hið fyrsta sero honum verður til, að dæBa og fussa frá sér loftinu í hálfgerðum andköfum, því að loftið finst honum ilt og óþol andi. Þessu næst fer hann að skygnast um eftir rúmi að liggja í og hvíla sig. Rúmin líta þá svo út, að sængin í þeim er stoppuð, bein- liörð hálmdýna og koddi af sama tagi. Fyrir rekkjuvoð er breitt ofan á háimdýnuna grá- krossubröndótt tvististaustykki, sem naumast fyrir ólit er hægt að sjá, hvort hreint er eða skitið, og ofan á sig fær hann tvö til þrjú „teppi“ alt eftir kringumstæðum. Á þessum Hagbarðshesti verður farþeginn að gera sér að góðu að veltast, þó að útlimir hans sé dofnir og hann þoli varla við fyrir síðu- og bakverk og köfuðverkjum; og þó hann sé svo illa útleik- inn eftir fletið, þá verður hann að gera sér þetta að góðu án þess og krympa sig. Þurfi hann að loSa sig við þvag á nóttu, þá verður hann eitt af tvennu, annaðhvort að staulast upp á þilfar, eða á þrifaaðar-salernið, því að næturgögn fyrirfinnast ekki á öðru farrúmi á „Laura“. Þegar „Laura“ byrjaði fyrst strandferðir hér heima við land, þá vóru vafhárs (,,krullhárs“) dýnur og eins koddar ofan á hálmdýnunum og hálmkoddunum. En svo þegar fram liðu stund- ir og sameinaða gufuskipafélagið þóttist orðið fastara í sessi, þá hirti það hárdýnurnar og koddana. Þá, á fyrstu árum „Laura“ hér heima, sáust hvítar rekkjuvoðir, en af því að það sást á þeim að þær óhreiukuðust, og þar afleiðandi þurfti að þvo þær og halda þoim nreinum, þá fundu snyrtimenuin það út, að bszt væri að hafa mislita Híkina, svo að síður þyrfti að þvo. Hreinlæti og umhirða á farþegum á öðru far- rúmi er orðin á svo lágu stigi, aðþaðerekömm fyrir farþega að þola slíkt. Hvar sem föt far- þega koma við, þá verða þau grútskitin. Það er hryllilegur sóðaskapur, sem ætti að vera vítaverður, að annað farrúm skuli ekki vera þvegið einusinni á ári hverju, já og jafnvel sótthreinsað. — Hálun á öðru farrúmi er mjög af sér gengin, og yfir höfuð öll áhöld þar orðin lítt brúkleg. í vetur sem leið urðu far- þegar fyrir þeim „extra“-þægindum á öðru far- rúmi „Laura“ að naumast var vært þar fyrir þilfarsleka, og maður lá allur votur og stamur í bæliuu, og þeir sem höfðu yfirsængur og kodda með sér, stórskemdu hvorttveggja fyrir sér. í sumum fletum sást fló, sem alist hafði upp í óþverranuro. Ef skór manns Jentu annaðhvort inn undir bekki eða rúœ, þá varð maður í leit sinni fljótt var við hið mesta rusl, samsafn og óþverra undir þeim. Hvað er eftir öðru, þrifn- aður og þægindi!! Öllum er kunnugt um það, að það er bann- að að reykja niðri á öðru farrúmi, en með því að ekkert framkvæmdarvald er þar, þá eru þær reglur mjög brotnar bæði af farþegum og mat- sveinum, sem sofa þar niðri. Það bætir ekki iítið á lasleika þeirra, sem ekki eru sjóhraustir, eða ekki reykja, að þurfa að lífa í sífaldu reykjarkafi, og þá þarf ekki að fara noinurn orðum um það, hvað það spillir andrúmsloftinu og eitrar. Ég hefi oft furðað mig á þvi, að enginn skuli hafa kvartsð undan vistarverunni á öðru far- rúmi á „Laura“, eins og farþegar eru jafn-óá- nægðir með það og finna til allra óþæginda þar, þegar þeir eru um borð. En það er nú til svona, að íslendingum er það svo gamal- tamt, að taka öllu með þögn og þolinmæði, sem Danir bjóða þeim upp á; það eldir enn þá eftir af gömln einokuniuni og fyrri alda ánauð- inni. — Það er eitt meðai annars, þó það komi ekki þessu máli við, að sá far^egi, sem fer til Leith með sameinuðu skipunum, verður að gjalda jafnhátt fargjald og sá sem fer til Khafnar. Allir sjá þó, að þetta er í hæsta lagi ósann- gjarnt og rangt. Eu yfir þyí kvartar enginn; allir þegja, og þinginu hefir ekki einu sinni dottið í hug né hjarta að fara fram á að fá því breytt. Mér virðist það vera skylda þingsins, að sjá um að binda sameinaða gufuskipafélagið svo föst- um samningum, að það sjái sér ekki fært, að láta annan eins óþrifnað eiga sér stað og að undan- förnu, og að það geti ekki leyft sér að taka úr rúmunum t. d. „krullhárs“-dýnurnar, kodd- ana og lökin o. s. frv., sem það hirti úr rúmunum um árið, og láta farþega liggja á bein- hörðum hálmdýnum. Þá ættu líka takmörk að vera fyrir því, að aldrei væri fleirum farþeg- um hrúgað á annað farrúm, en rúm eru fyrir, án þess að notaðir sé bekkirnir fyrir rúm. Eins ætti þingið að sjá um, að „félagið“ bætti við setusal, þar sem farþegar gætu setið, reykt, lesið og talað saman á daginn, svo þeir þyrftu «kúldast í bælunum, sér til stórleið- heilsuspillis. Yfir höfuð ætti þingið im, að aunað farrúm yrði bætt svo

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.