Fjallkonan


Fjallkonan - 26.07.1900, Page 3

Fjallkonan - 26.07.1900, Page 3
FJALI/KONAN. 3 hjörs við messu þjökuðum; gaf hún blessun berserkjum á blóðvaug þessum margsærðum. Glóðu blóm á brjóstum þar Börva skjóma um göturnar, er fyrir sóma fagurrar frúar Óma báru skar. Brestur hljóðin, enda’ eg óð.— Unga rjóða baugaslóð, syngdu ljóðiu sönn og fróð um Sjafnar glóð og stál og blóð. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) Pegar eg leit út um gluggann, sá eg að eg mundi hafa farið í ótal krókum og komist að norðurhlið hallarinnar. Glugginn var of lítill til þess að eg gæti séð langt til hægri handar eða vinstri, en eg sá þó, að veggir hallarinnar lágu hér að gljúfri og að hér var undir rjúk- andi fors. Hafði eg oft heyrt til hans í nætur- kyrðinni, en eg helt ekki að hann væri svo nærri. Frá porthvelfingunni lá brú yfir fors- inn, en nú var hún dregin upp, svo að ekki varð komist að höllinni þá leið. Eg sá nú til hvers járnfestin átti að vera, sem eg hafði séð við gluggana; hún var höfð til þess að draga upp brúna. Eg sá líka, að þó eg hefði getað komist út um fors&l hallarinnar, hefði eg ekki komist í burt að heldur. Eg fór í skyndi ofan stigann, og skygndist betur um. Þegar eg gætti betur að, sá ég að nýlega hafði verið gert við þau færi, sem höfð vó;u til að vinda upp brúna og leggja hana niður, og að nýgengiu spor vóru í rykinu á gólfiuu. Eg réð af því, að vindubrúin mundi vera hreyfð smámsaman og að þeir, sem það gerðu, hiytu að ganga um þetta herbergi. Það var ótrúlegt, að þeir færu gegnum öll þau göng og herbergi, sem eg hafði farið gegnum; það hlaut að vera útganga nær. Eg varð líka brátt var við, að dyr vóru gegnt þeim dyrum, sem eg hafði konuó inn um; en þær vóru miklu rainni og tæplega mannháar. Á þeirn var enginn lás, að eins einföld klinka, eins og sjá má í gömlum bændabæjum á Eng- landi. Það var hægt að Ijúka henni upp, þó hurðin væri þung og stirð. Fúlt loft blés á móti mér; eg sá fjórar eða 5 rimar af vindu- stiga, sem lá niður á við í kolsvarta myrkur. Hefði eg verið í rólegu skapi, hefði eg eflaust hikað við að fara þar ofan, en eg hugsaði ekki um annað en að komast áfrara. Eg rak hurð- ina upp á gátt, og setti við hana trédrumb, sem lá þar út í horni. Síðan fór eg ofan stigann með hægð. Eg hafði fyrst dálitla skímu úr dyrunum, en brátt tók við kolsvarta myrkur, svo að eg varð að þreifa fyrir mér. Það var langt á milli rim- anna, og stiginn var svo þröngur, að ekki gat nema einn maður gengið hann í einu. Það var likast niðurgöngu í djúpan brunn. Eg þreifaði með höndunum um vota veggina í kring, og fór varlega, og eg er viss um að eg hefi farið fim- tíu tröppur niður. Eg fór þá að hugsa um að snúa aítur, en forvitnin rak mig áfram; eg vildi komast að einhverju því, sem hulið mundi vera í þessari höll eins og greifinn hafði gefið mér í skyn — sem mig grunaði þó að vera mundi þeirrar tegundar, að enginn heiðarlegur maður ætti að koma þar nærri og að mér væri skylt að vara Hawkins húsbónda minn við greifan- um, sem eflaust væri bezt að væri kyrr þar sem hann er. Alt i einu fanst mér sem eitthvað væri á eftir mér í stiganum. Eg heyrði ekkert og sá ekkert, en mér fanst samt einhver vera í hæl- unum á mér; ég fann eins og ónot í hnakkan- um og mér fanst eins og kalt vatn rynni milli skinns og hörunds ofan bakið á mér. Eg gat ekki þol&ð það og hálfsneri mér við, studdi bakinu upp við vegginn og hafði annan fótinn á neðri riminni. í því réðist eitthvað á mig, dýr eða maður, eg veit ekki hvort heldur var; það var tekið tökum á mér, ekki að baki, því þá hefði verið úti um mig, heldur var ráðist framan að mér og á hliðina á mér, svo að eg átti hægra með að koma vörn fyrir mig. Eg fann að eitthvað feikna þungt lagðist á vinstri öxl mér og tók kverkataki á mér, eg fann fúlan andardrátt og gapandi kjaft og þykkvar varir, sem strukust við eyra mér og vanga og munn, og eg fann að fótur, eða eitthvað þvílíkt vafðist um hægri fót mér. Til allrar hamingju hafði eg báðar hendur lausar og gat spyrnt með fætinum í rimina. Eg gat ekki náð í marghleypuna, en þreif í handleggina, sem Iágu um hálsinn á mér, og fann að þeir vóru sem mannshandleggir, en vaxnir býsna miklu hári; gat eg ekki bifað þeim, þó eg tæki á af öllum kröftum. Eg fann að rifið var af hálsinum á mér og að þessi óvinur reyndi að komast með varirnar ofan á hálsinn á mér; eg tók um höfuð hans með báð- um höndum, en alt í einu slepti hann takinu og hratt mér frá sér svo eg hrapaði langar leiðir niður. — — — Eg veit ekki hvað langur tími leið þar til eg rakuaði úr rotinu og gat eg þá ekki áttað mig, fyrr en eftir stundarkorn. Eg lá þá á gólfi fyrir framan mjóar dyr og sá eg á stig- ann í myrkrinu á bak við þær. Fram undan mér vóru löng göng og var þar dálítil skíma úr gluggum upp við þakið. Þar var moldar- gólf, og því hafði eg ekki meitt mig. . Eg fór fyrst að hugsa um, hvort það væri imyndunin tóm eða veruleiki, sem fyrir mig hafði komið. Eg reyndi að gera mér í hugar- lund, að eg hefði orðið hræddur, fengið svima og dottið og hefði þá um leið rekist á hurðina sem eg lá nú innan við og lyft henni upp, Hitt hefði alt verið höfuðórar. En hvernig stóð á því að skyrtan og kraginn var rifinn upp, hálsklúturinn horfinn og talnabandið með járn- krossinum, sem eg bar til minningar um veit- ingakonuna, sem eg gisti hjá, hafði þrýst sér svo inn í hálsinn, að eg var marinn eftir? Eg fann þar að auki til sviða í hálsinum. Nú flaug mér í hug, að eg yrði að fara aft- ur sömu leið. Sú tilhugsun ætlaði alveg að gera út af við mig. Eg fann að eg var sera í gildru, og helt eg áfram ferð minni í hugsun- arleysi, hálfhaltur. Þegar eg kom út úr ganginum, tók við gluggalaus hveífing, sem var opin á báðar hliðar. Þegar eg kom út úr henui, tók við kring- lótt herbergi með moldargólfi, og vóru þrír eða fjórir gluggar hátt uppi. Veggirnir vóru úr afarstórum steinum, og þóttist eg vita, að eg muudi nú staddur í einhverju af neðstu her- bergjum hallarinnar, enda heyrði eg hér bezt forsniðinn. Út við vegginn lá gólfið niður á við og var þar eins og gryfja. Eg stóð við stundarkorn til þess að átta mig; ginggarnir vóru opnir, og vindurinn blés á köngulóarvefina uppi undir loftinu, en þó var þar fýla inni. Eg komst brátt að raun um, af hverju hún var. Mér kom fyrst til hugar, að eg mundi vera í matvælakjallara; mér sýndist eg sjá hrúgur af jarðarávöxtum meðfram veggjunum, og datt mér þá líka í hug, að hér mundi vera útgang- ur, sem heimilisfólkið ætti hægt með að ganga um. Eg tók þá eftir því, að í veggnum rétt hjá mér var hleri eða dyr. Eg reyndi að Ijúka þar upp og tókst það. Þegar ég sá, að ég gat fengið loft og birtu þar inn, fór eg að skygn- ast betur um, en rétt í því eg studdi hendinni við vegginn til að horfa út um gatið.á veggn- um ultu tvær mannshauskúpur þar ofan fyrir, önnur bleik og skinin en hin með hári og skinni. Mér fór nú ekki að verða um sel og versn- aði fyrir alvöru þegar eg sá, að Iægðin út við vegginn var að miklu leyti fnll af mannabein- um, mygluðum og hálfrotnuðum. Þar lágu rifjahylki áföst hryggnum, handleggir og fót- leggir, sem sinarnar vóru ekki rotnaðar af, og hauskúpur með holum augnatóftum, hvað innan um aDnað. Svo mikill ódaun fylgdi þessum ófagnaði, og magnaðist svo við rensli loftsins, að mér lá við að fleygja mér út um vindaugað. Eg hafði þó þá stillingu í mér, að eg gerði það ekki, því að annars hefði það orðið mitt síðasta fótmál. Því rétt neðan undir þessu vindauga á veggnum var hamragljúfur og ið- andi forsinn þar neðan undir. Eg gekk úr skugga um það, að þessi vegur var engum lifandi manni fær. Hann var eigin- lega handa hinum dauðu! Eg varð mjög óttasleginn þegar ég hugsaði til þess, að eg yrði líklega að reyna að fara sömu Ieið aftur. í gremju minni hljóp eg yfir beinahrúguna, sem glamraði undir fótunum, yfir í hinn enda herbergisins. Þar vóru dyr, og tókst mér að lúka þeim upp. Hvað skyldi nú taka við kinum megin þess- arar hurðar? Eg lauk upp með kálfum hug. Síðan læddist eg inn. Eg var þá kominn í einhvers konar kirkju eða musteri; þó var þar að kalla ekkert af þeim jarðtegnum, sem kristnir menn hafa í kirkjum sínum. Þar var hálfdimt inni. Bogagluggarnir vóru efst á veggjunum, en á veggjunum vóru hálf- villilegar myndir, og óþekkilegar myndir og táku vóru á gólfinu. Þar vóru steinlíkkistur, og fyrir gafli afarstór steinlikkista úr gulum og mislitum marmara. Alt í eiuu urðu fyrir mér dyr á veggnum, og sá eg að þar var uppganga. Eg hikaði við að fara þar upp, því mér var í fersku minni það sem fyrir mig hafði komið í kiuum stiganum. Eg réð þó af að fara upp stig- ann. Þegar eg kom upp úr stiganum, var eg stadd- ur á einskonar svölum, og þaðan sá eg ofan í gamla, hrörlega kirkju. Eg sá nú að kerbergi það sem eg hafði verið í mundi vera í sambandi við kirkjuna og vera kjallarakirkja. ,En enga leið gat eg fundið af svölum þessum ofan í kirkjuna. Hins vegar sá eg að stigi lá upp af svölunum, og réð eg af að fara hann upp. Það var auðséð á rimunum, að þessi stigi var fjöl- farinn og þegar eg kom upp í hann, sá eg sólargeisla á veggnum fyrir ofan mig og gladdi það mig mjög. Þar var gluggi. Eg varð svo fegiun, að eg gleymdi því i bráðina, að óvíst var að eg kæmist nokkuru tíma til herbergis míns. Eg teygði mig út að glugganum og skygndist út. Eg sá þá að eg var í suðvesturhorni hallar- innar og að eg gat séð þaðan yfir austurhlið hennar þar sem herbergi mitt var. Eg sá líka að gluggarnir þar vóru opnir, eins og til stóð. Hefði eg haft vængi þá hefði eg flogið þangað inn! [Frh.] Framför í læknislistinni. Dauður maður vakinn tii lífs 3 sinnum. Tveir franskir læknar, sem heita Tuffier og Hallion, hafa nýlega skýrt frá því í Aca- demie de Medicine í París, að þeim hafi tekist að vekja dauðan manu til Iifsius 3svar sinn- um. Það hefir áður tekist að lífga hunda, sem drepnir hafa verið á klóróformi eða kafnað. Lengur en 22 klukkutíma hefir þó ekki tekist að halda í þeim lífinu. Maður, sem var 24 ára gamall, hafði dáið eftir lækniskurð. Það var nákvæmlega sannað, að maðurinn var dauður áður en læknarnir gerðu tilraunirnar. Þær vóru fólgnar í því, að lífga við andardráttinn og hreyfa tunguna. Þessum tilraunum var haldið áfram í einn klukkutíma, og varð enginú árangur aí því. Síðan var ryfjahyjkið opuað viustra megin

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.