Fjallkonan


Fjallkonan - 08.09.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 08.09.1900, Blaðsíða 1
Kemnr út einu sinni í viku. Veið árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.eða l'/j doll.) borgiat fyrir 1. júlí (erlendiB fyrir- fram). UppBögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hanu þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ XVH. árg. Reykjavík, 8. september 1900. Nr. 35. Landsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- Btjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsnu, opið a uiámid., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og íöstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvera mán., kl. 11—1. FJALLKONAN. Nýir kaupendur að síðara helmingi þessa árgangs Fjallkon- unnar frá 1. júlí til ársloka geta fengið hann fyrir 2 krónur, og auk þess í kaupbæti: sérprentuð þrjú sögusöfn úr eldri árgöngum Maðsins yfir 200 Ws. Enn fremur einhvern eldri árgang Fjallk. eftir samkomulagi. Sögusöfnin fást hjá útsölu- mönnum út um landið og eru líka til sölu á 1 kr. (öll heftin). NB. Enginn getur fengið kaupbæti nema kaupin hafi áður farið fram, þ. e. and- virði blaðsins hafi verið borgað að fullu. Sumir hafi viljað fá kaupbæti áður en þeir borguðu, en þeir hafa þá venjulega gleymt að borga. Frá útlöndum. Ofriðurinn í Kína. Þau tíðindi er nu að segja frá Kína, að lið stórveldanna kom til Peking um miðjan ágúst og tók borgina. Var þar ekkert viðnám veitt, því Kínverjar vóru ekki viðbúnir og ugðu ekki að sér. Drap lið stórveldanna þar að sögn 3000 manna á göt- unum, en af liði þeirra féllu rúmir 60 manna og á annað hundrað urðu særðir. — AUir sendi- herrar stórveldanna voru á lífi, og þar með þýzki sendiherrann, sem fyrir löngu átti áð vera drepinn. Allar fregnirnar frá Peking um dráp þeirra hafa reynst tóm lygi, sem Evrópu- menn þar eystra hafa búið til i þeim tilgangi, að æsa stórveldin til ófriðar gegn Kína til þess að geta betur komið ár sinni fyrir borð þar eystra. Keisarinn og drotningin gamla hafa verið handtekin, en prins Tuan, sem kallaður var for- ingi uppreistarinnar, fanst hvergi. En lið stór- veldanna brendi upp hús hans að sögn. Nú ætti ófriðnum í Kína að vera lokið, en þó halda stórveldin áfram að senda lið þangað. Hafa bæði Englendingar og Þjóðverjar sett landher þar á Iand nýlega (í Shanghai), auðvit- að í þeim tilgangi að gera meiri spell og til landvinninga. Ameríkumenn hafa neitað með öllu að eiga í ófriði í Kína; kalla sinn her heim sem skjót- ast. Frá Búum er það að segja, að þeim hefir nú um hríð stöðugt veitt betur í smábardögum, sem þeir hafa átt við Breta, Kristján de Wet, hershófðingi Búa, hefir getið sér frægan orðstír fyrir framgöngu sína. Ætluða Bretar fyrst að loka hann inni í bænum Bethlehem í miðjum júlí; voru þeir með 25000, en Wet með 3000; svo fór þó, að Wet slapp úr greipum þeirra, og réðst á þá rétt á eftir og handtók nokkur hundr- uð manna. Nokkrum dögum síðar tók hann vagnlest af Bretum og 2000 manna, og eftir það réðust Bretar á hann og kreptu að honum á alla vega með ógrynni liðs, en svo fóru leik- ar að hann slapp undan þeim í versta hríðar- veðri rétt fyrir lok julímánaðar. En þeir náðu honum seinna við Vaalá og slógu þar hring um hann; fór þá svo, að hann komst norður yfir ána 7. ágúst, en Bretar urðu fyrir talsverðu manntjóni. Síðan gerðu Bretar enn atlögu að honum og sóttu þá að honum 5 hershöfðingjar, en þá fór en sem fyrr að hann komst undan með sína menn. Hefst hann enn við í Óraníu, og er Bretum mjög skeinuhættur, enda er það haft eftir honum, að hann muni aldrei gefast upp. Ýmsar smáborgir, sem Bretar höfðu tekið, eru nú aftur slopnar úr greipum þeim, ogeftirsíð- ustu fréttum eru Bretar hræddir um, að Búar muni aftur ná Mafeking á sitt vald. Roberts lætur illa af horfunum við ensku stjórniaa, og kvartar yfir því að Búar hlýðnist ekki herstjórn hans og leggi ekki niður vopn- in. Hann handtekur þá Búa, sem ekki hlýðn- ast, brennir bæi þeirra, en flytur konur og börn á vald hinna ensku hermanna. Mjög mikill kurr er meðal ensku þjóðarinn- ar yfir ófriðinum, og bæta ekki ófarir Englend- inga um. Segja blöðin, að Roberts liggi stöð- ugt í svívirðingunni. Veðrið hefir nú um nokkurn tíma verið ilt fyrir enska herinn, sem er illa útbúinn að klæð- um, en nú er vetur hjá Búum. Mjög er stjórninni ensku nú ámælt í hinum frjálslyndn blöðum fyrir afskifti sín af öðrum þjóðum, Búa-ófriðinn og innrásina í Kína. Cham- berlain er alvarlega mintur a það, að hann sagði á þingi 1896, að það væri bæði siðferði- lega rangt og í alla staðl óviturlegt, að fara í ófrið við Búa, þar sem enska stjórnin hefði lengi viðurkent þá sem sjálfstætt ríki. Svo er að sjá sem Asjanta-ófriðnum sé þeg- ar lokið. Hafa nú Englendingar náð tveimur konungum Asjanta á sitt vald og átti að flytja þá til Seyshelle-eyjanna austan við Afríku. Verkfall stórkostlegt byrjað meðal járnbrauta- manna og kolanámumanna á Englandi. — Vóru um 30 þús. kolagrafara atvinnulausir. Stjórn- in enska hefir nú gripið til þeirra óyndisúrræða að vilja banna útflutning af kolum úr Englandi, og verði Toryar með því, má búast við að því verði fr»mfylgt. En blöðin segja að þetta bann mundi verða til þess, að svelta til bana all- flesta námumenn bæði í Wales og á Norður- Englandi. Stjórnin þykist sjá það fyrir, að skortur muni verða á kolum á Englandi vegna þess að herskipin, sem send eru til Afriku og Asíu, eyða svo miklum kolura, og þar á ofan bætist, að Frakkar hafa um nokkurn tima að undan förnu keypt ógrynni kola af Englend- ingum, og hefir jafnvel leikið grunur á, að þeir mundu gera það til þess að koma Englending- um í vandræði. Nú fá bæði Þjóðverjar og Frakk- ar sér kol frá Ameríku, og hafa Frakkar pant- að þaðan 1 milj. tonna af kolum. — En kola- flutningurinn frá Ameríku mun aftur verða til þess, að kolin hljóta að lækka í verði í Evrópu. Horfurnar í Eína. Um þær stendur svo ritað í ensku blaði, Eeynolds Journal, 26. f. m.: Her bandalagsríkjanna allra hefir ruðst inn í Peking og látist ætla að bjarga sendiherrum sínum, sem sagt var &ð hefði verið slátrað, en voru auðvitað glaðlifandi og í bezta gengi. Vér höfum engar áreiðanlegar sannanir fyrir því, en svo þýtur í loftinu, að þetta áhlaup á Peking sé byrjun til þrætu, sem óhjákvæmilega leiði það af sér, að þessi bandalagsríki fari að skifta Kína að meira eða minna leyti milli sín, og að deilan um skiftinguna veki aftur ófrið á milli þessara ríkja. Það eru evrópsku auð- mennirnir í Kína, sem hafa Ieikið þenna ieik. Þeir hafa beitt blaðamönnunum eins og veik- færum til þess að flytja þær lygafregnir til Evrópu, að Kínverjar hafi drepið Evrópumenn hópum saman, og hefir þessu verið logið upp í þeim tilgangi að fá stórveldin í Evrópu til að vaða inn í Kina og til þess að afsaka jafnframt tilhlutun þeirra um þetta mál fyrir Evrópuþjóð- unum, sem ekki þekkja til þess. Þetta bragð hefir nú reynst jafn-vel og það reyndist í Suð- ur-Afríku þegar var að kveikja upp Búa-ófrið- inn. Hvað á nu að fara að gera ? Ætla stórveld- in nú að setja á stofn bráðabirgðastjórn í Kína — þangað til þau fleygja sér yfir her- fangið? Eða ætla þau sér að setja hinn unga keisara aftur til valda? Geri þau hvorugt, þá breyta þau gegn almenningsálitinu í Kína, sem vill hvorki lúta útlendu valdi né innlendri harðstjórn. En ef þeir setja nú drotninguna í hásætið, sem verst hefir verið borin sagan, til hvers fóru þeir þá að skerast í leikinn? Vér getum ekki séð, að þeir hafi átt annað erindi en að vekja óeirðir, og þó vér drögum alla ekki taum Kínverja, getum vér fullyrt, að þessar 6- eirðir eru ekki þeim að kenna, heldur Evrópu- mönnum og svo Japansmönnum, sem áttu rang- látan ófrið við Kína f'yrir sex árum. Nú hafa Englendingar sett Iandher á land í Shanghai til að kveikja nýtt ágreiningsefni. Þeir segjast ekki sækjast eftir löndum (aama viðkvæðið og í Suður-Afríku), en það er kunn- ugt, að Shanghai er lykillinn að mið-Kína. Fjársalan. Eins og sjá má af eiðfestri skýrslu þeirra Parker & Fraser, fjárkaupmanna í Liverpool, segjast þeir ekki hafa hætt við fjárkaup sín hér á landi í sumar af þeira ástæðum, að nokk- ur „óviðkomandi" maður hafi haft áhrif á þá, og sérstaklega taka þeir það fram, að þeir hafi ekki staðið í neinu sambandi, hvorki munnlegu

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.