Fjallkonan


Fjallkonan - 17.09.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 17.09.1900, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. eiginlega íslenzka stjórn í Kaupmannahöfn (ís- lenzka stjórnardeildin) hatar stjórnarskrárbreyt- inguna (valtýskuna) jafnt og pestina. Pessir ábyrgðarlausu skrifstoíumenn, sem hafa í hönd- um sér æðstu stjórn landsins, sjá það fullvel, að vald þeirra verður að engu, ef ísland fær sérstakan ráðgjafa, sem mætir á alþingi. Þeir gera því alt sem þeir geta til að sporna á móti þessu máli, og koma á undirróðri kringum alt landið. Þessi undirróður hefir baft talsverðan árangur, en hann sækist líklega miður framvegis. Einstakir embættismenn hér á landi hafa verið í samvinnu með þelm. Það hefir vakið mikla eftirtekt nú, að eitt- hvert óskiljanlegt írafár hefir hlaupið í allflesta sýslumenn hér á landi og vilja þeir nú fyrir hvern mun komast á þing. Það er eins og nú væri á dagskrá eitthvert mál, sem snerti þá sérstaklega, eða þeir hefðu áhuga á fremur öðr- um. En ekkert slíkt mál er nú fyrir höndum. Það er ekki annað en stjórnarskrármálið, sem dregur þá á þing. Þeir ætla sér að vinna fyrir hið útlenda og innlenda skrifstofuvald. Þeir mnnu hafa fengið bendingu um það frá æðri stöðum að koma nú og duga vel; að öðrum kosti mundu þeir fremur vilja sitja heima. Rúm- ur helmingur sýslumanna vorra er andvígur allri stjórnarbreytingu og hefir sérstaklega ímu- gust á ráðgjafanum. Þeir kæra sig svo sem ekkert um það, að eftirlitið með embættiafærslu þeirra verði meira, en meira hlýtur það að verða, ef ráðgjafinn kemur á þing, og jafnvel þótt hann yrði hér ekki nema að eins um þingtímann, en mikil likindi eru til, að hann dveldi hér meiri hlut sumarsins. Takist skrifstofuvaldinu nú að draga nógu marga sýslumenn á þing, hefir einn at liðs- mönnum þess trúað þeim sem línur þessar skrif- ar fyrir því, að það muni síðar haft að ástæðu fyrir því, að ráðgjafinn megi ekki vera áþingi, að þingið sé svo fjölskipað embættismönnum. Kænlega er að öllu farið. Mótflokkur stjórnarskrárbreytingarinnar er, svo sem nú hefir verið sýnt, skipaður þeim em- bættismönnum, sem ihaldsamastir eru, og svo nokkrum prestum, kaupmönnum og bændum, sem þeim fylgja. Það er þessi flokkur, sem stjórninni fylgir, eins og líka þegar hefir verið sýnt; því stjórn- in hjá oss er enn í eðli sinu íhaldssöm, eins og hún hefir ætíð verið, og fremur á móti breyt- ingum en með þeim, þó ráðgjafinn einn hafi látið leiðast til þess að fallast á þessa stjórn- arskrárbreytingu. Það stendur likt á flokkunum nú og í hinni fyrri stjórnarbaráttu; þá var líka stjórnardeild- in í Kaupmannahöfn mjög andvíg, og hinir æðstu innlendu embættismenn héldu hópinn móti meiri hluta þingsins. Sá er að eins mun- urinn, að nú hefir þessu íhaldsiiði tekist að villa meira en áður sjónir fyrir almenningi og telja fólkinu trú um, að þeir séu hinir sönnu föðurlandsvinir og séu á móti stjórninni sem vilji landinu illa. Þau blöð sem halda fram stjórnarskrárbreytingunni, eru kölluð blöð stjórn- arinnar, en hin blöðin, sem engu vilja breyta og halda öllu í gamla horfinu, kalla sig frjáls- lyndu blöðin. Þannig er öllu snúið öfugt. Svo ramt kveð- ur að þessum rangfærslum, að varla sést nokk- ur grein frá mótflokknum, þar sem ekki úi og grúi af þeim, annaðhvort af fáfræði, eða það er vísvitandi gert. — Þannig er sifelt veriðað stagast á því að samkv. stjórnarskrárfrumvarp- inu nýja eigi að fella í hurtu 61. gr. stjórnar- skrárinnar. Það hefir þó engum til hugar kom- ið, heldm hitt, að bæta inn í hana örfáum orð- um, sem stóðu í henni í frumvarpinu 1867, hinu fnllkomnasta stjórnarskrárfrumvarpi sem ráð- gjafarþingið hafði til meðferðar, en féllu úr frv. 1869, auðvitað af ógáti, því stjórnin telur sjálf þá grein óbreytta, nema þá að orðfæri, i at- hugasemdum við frumvarpið. Eu hér er um taisverða efnisbreyting að ræða. 1 stað þess nú að bæta inn í hana orðunum „og stjórnin styður málið“, er það tiltekið í 3. gr. frv., að ekki sé skylt að kveðja til auka- þings þegar alþingi er leyst upp, en almennar kosningar fara þá fram eigi að siður. Með þessu móti er ákvörðunin um aukaþingin nú rymri en í frv. 1867, sem Jón Sigurðsson og vorir helztu þingmenn fundu þó ekkert að. Og hvað en annars unnið við aukaþingin? Ekkert annað en að viðhalda æsingi og óeirð- um hjá þjóðinni, svo að menu geti síður íhug- að málin með ró og stillingu. — Okkur nægir fyrst um sinn að halda þing annaðhvort ár, og væri þá betra að lengja þing- tímann og helzt að nalda þingið á vetrum; það er ódýrara, en að fjölga þingunum. Hversu margir embættismenn sem verða kunna i mótflokkiaum á næsta þingi, mun mega treysta því, að stjórnbótarflokkurinn verði ekki skipaður lakara mannvali. Hvað vill mótflokkurinn? Þeir kalla sig heimastjórnarmenn. En hvern- ig sú heimastjórn á að vera, veit nú enginn, þvi alveg eru þeir hættir að halda fram land- stjórafrumvarpinu eða nokkru stjórnbreytingar- frumvarpi. Þeir hafa loks sannfærst um það, að landstjórafrumvarpið (benedikzkan) muni eng- an byr hafa hvorki hjá þjóð né stjórn. Enda er vafasamt, hvort það hefði orðið oss happa- sælt, þótt því hefði orðið framgengt. Hugmynd- ir manna um stjórnskipun breytast stöðugt, og sú stjórnskipun, sem þótti góð fyrir hálfri öld, verður bráðum álitin óhafandi. Hvað vilja þeir þá? Þeir vilja enga breytingu, vilja að alt standi í stað. Sá sem skrifar þessar línur áttifyrir skömmu tal við einn af helztu mótstöðumönnum stjórn- arbótarflokksins, og spurði hann að því, hvaða skoðun hann hefði á málinu. Hann sagðist ekkert annað vilja en status quo, það er að alt stæði i stað. „En það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið“. Það verður héðan af ekki hægt að leggja mál þetta á hilluna, og hin mikla mótstaða, sem það hefir mætt hjá skrifstofuvaldinu, hlýt- ur að verða til þess að knýja stjórnarbótar- flokkinn áfram meir og meir. Samkomulag milli flokkanna. Þetta blað hefir reynt að haida fram sam- komulagi milli beggja flokkanna. Það hefir reynt að sameina kraftana; hefir álitið, að það mundi vera heillavænlegra, en að tvístra þeim meir og meir með illyrða-eiturskeytum í garð mótstöðumannanna, sem sum blöð hafa tamið sér. Tii þess að miðia málum milli flokkanna ætti það að vera líklegasta ráðið, að bæta nýjum at- riðum inn í frumvarpið, sem gerðu það ennað- gengilegra fyrir báða flokka. Þetta hefir Fjall- konan lagt til fyrir löngu og nú síðast í vor. Nokkru siðar fréttist, að Rangár-fundurinn í Múlasýslu hefði komist að líkri niðurstöðu. Hér er líka breitt vað að fara, því landshöfðingi lýsti yfir því í nafni stjórnarinnar á síðasta þingi, að stjórnin væri fús að semja við þingið um hvers konar breytingar á stjórnarskránni sem væri, nema að eins þær, sem snertu sam- band beggja landanna. En þá var ejns og hundi væri boðin heil kaka; þá ruku mótstöðumenn frumvarpsins upp til handa og fóta og feldu undir eins frum- varpið. Það hefði þó þótt kostaboð íyrir nokkrum árúm, þegar verið var að endurskoða stjórnar- skrána, ef stjórnin hefði komið á móti þinginu og sagt: „Þið megið breyta öllum atriðum í stjórnarskránni eftir ykkar vild, nema að eins þeim sem snerta setu ráðgjafans í ríkisráðinu“. Nú þótti þingmönnum þetta einskisvert. Höfuðatriðin varða þó mestu, og ekkert virð- ist vera á móti því, að láta sér nægja í bráð að ganga að framvarpinu oins og það er. Frek- ari breytingar er miklu hægra að fá þegar ráð- gjafinn er fenginn til samvinnu, því ráðgjafinn hefir aldrei hugsað sér að stjórnskipunarmál vort væri að fullu og öllu á enda kljáð með þessu frumvarpi, þó mótstöðumenn vorir séu sífelt að stagast á því. Hann sagði að eins, að þetta frumvarp ætti að vera fullnaðarúrslit málsins í bráð (en for Tiden endelig Lov). Hið árangurslausa stjórnmálaþref síðan 1874 hefir kostað landið ekki tugi þúsunda króna, heldur hundruð þúsunda, þegar á alt er litið. En ekki er það minstur kostnaðurinn, sem þetta mál hefir Ieitt af sér með því að það hefir „sundur skift friðinum“ í landinu, eins og Þorgeir Ljósvetningagoði komst að orði. Nýjar bækur. Eimreiðin. Ritstjóri: dr. Yaltýr Q-uðmunds- son. VI. 3. Kh. 1900. Fremst í þessu hefti „Eimreiðarinnar“ er stutt ritgerð eftir Þorvald Thoroddsen um „móbergið á íslandi", og er hann þar aðmæla á móti skoðun Helga Péturssonar um myndun móbergsins, en um það efni geta ekki aðrir dæmt en jarðfræðingarnir sjálfir, og verður reynslan að skera úr því, hvor þar hefir róttara fyrir sér. — Þá eru fjögur kvæði um ísland og íslenzk efni eftir frú D. Leith frá Skotlandi, sem er orðin nokkuð kunnug hér á landi; tvö kvæðin eru ort til íslands, en hin tvö annað um Hluga bróður Grettis og hitt um dauða Þorláks biskups. Brynjólfur Jónsson á Minnanúpi hefir þýtt kvæðin og eru þau lagleg. — Þar næst er niðurlag á hinni löngu ritgerð Ben. Qröndals um Reykja- vík, og er hún skemtileg og fjörug, eins og vænta mátti. — Þá eru fjögur lög við ís- lenzk kvæði á nótum eftir danskt tónskáld, Holger Wiehe. — Þá kemur aðalritgerðin í þessu hefti, um „framfarir íslands á 19. öld- inni“ eftir ritstjórann. Ritgerð þessi er mjög fróðleg, og hefir höf. notað sór vandlega allar hagskýrslur, en af því hún er svo efnismikil, þykir betur fara, að tala um hana í sórstakri grein. Lögfrœðingur+ Útgef. Páll Briem. 4. árg. Akureyri 1900. 8. Þar er í: 1. „Hundraðatal á jörðum“ eftir útgefandann, mjög fróðleg ritgerð. Sannar hann, að hundraðatalið só að fornu alls ekki miðað við það, hve jörðin geti framfleytt miklu, eins og menn hafa haldið á síðari tímum, heldur við verð jarðárinnar, og að við það ætti líka að miða, ef jarðir hér á landi væru metnar af nýju. — 2. „Dagsverk til prests“, eftir útgef. — 8. „Mentun barna og unglinga“, eftir útgef. Það er mjög löng ritgerð, og er hún þó ekki komin öll út. En af því að það yrði oflangt mál að ræða um hana hór, verður hún síðar athuguð í sór- stakri grein. Þess skal að eins getið, að höf. álítur að alþýða á íslandi sé ver að sór en aðrar þjóðir í Norðurálfunni, að Tyrkjum einum undanskildum. — 3. „Dómstólar og róttarfar“, eftir Klemens sýslumann Jónsson, vel samin leiðbeinandi ritgerð handa almenn- ingi. — 4. getið um nokkrar nýjar lögfræðis- bækur útlendar. „Lögfræðingur“ er all-eigulegt rit, enda er hann gefinn út með styrk úr landssjóði. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) En víst er það, að eg mundi greinilega þeg- ar eg vaknaði alt sem hafði gerst daginn áður

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.