Fjallkonan


Fjallkonan - 29.09.1900, Qupperneq 1

Fjallkonan - 29.09.1900, Qupperneq 1
Kemur út einu sinni í viku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða ll/2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). UppBögn (Bkrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda bafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðala: Þing- holtsstrœti 18. XYII. árg. Reykjavík, 29. september 1900. Xr. 38. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnn- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. *'!''* *v4'" i *>s^* . *st/* *sL/* ’sl-'* m'7r,7r’zr,z-'sr'£mzmN 'A 2t' FmNmr'Fm sm z* Dr. Þorv. Thoroddsen og „nýjungar í jarð- fræði íslands". í „Einir.“ í vor sagði ég stuttlega frá nýrri uppgötvun í jarðfræði íslands, og var hún þess efnis, að móbergið á íslandi væri „að nokkru leyti, eða ef til vill að miklu leyti, fornar jök- ulurðir“ (Eimr. VI. s. 52.). Kom þessi „Eim- reiðar“-grein á prent um sama leyti og lengri og greinilegri ritgerð, er ég hafði samið á ensku um þetta efni1. í næsta hefti „Eimr.“ hefir svo dr. Thor- oddsen ritað grein „til skýringar“ við nýjung- ar mínar, en hefir þá auðsjáaalega ekki verið búinn að fá ensku ritgerðiua, þar sem skýrt er frá athugununum miklu nákvæmar en orðið gat í „Eimr.“ „Skýringargrein“ Dr. Thoroddsens er þess eðlis, að væri hún rétt, þá gæti varla verið að ræða um neina nýja uppgötvuní jarðfræði lands- ins; minn háttvirti andmælandi heldur því nefni- lega fram, að ég hafi að eins bætt nokkrum athugunum á hnullungabergi við þær sem áður voru til, og bregður mér svo í sambaudi við það um „skáldskap“ „hugmyndaflug, handa- hlaup“, og að ég gleymi „að geta um, hvað gert hefir verið í þessu efni“ áður en ég „kom til sögunnar“ (s. 163). Sannleikurinn er sá, að jökulurðir þær hinar fornu, sem ég hefi fund- ið, hefir alþýða manna — og eins Dr. Thor- oddsen - nefnt móberg og þussaberg, ekkert síður en eldfjallamóberg það, sem dr. Th. lýsir svo vel í „Eimr.“-grein sinni. Þrátt fyrir sinn mikla lærdóm, sem ég ber hina mestu virðingu fyrir, er Dr. Thoroddsen ekki sem bezt falliun til að vera dómari í þessu máli, og er það vegna þess, að hann hefir ekki tekið eftir móbergsjökulurðunum; hann hefir að vísu oftlega horft á þær, en hann hefir ekki séð þær, og skal eg nú færa sönnur á mitt mál. í yfirliti yfir rannsóknir sínar á íslandi 1881 —98 kemst Dr. Th. svo að orði: „í suðvestur- hluta landsins hefi ég fundið, að dóleríthraun, sem eru ísnúin, hafa runnið niður í dalina; hljóta dalirnir því að vera eldri en hraunin“. En ég hefi hvergi fundið jöklagrjbt (moraine débris) eða ísrákir undir hinum ísnúnu hraunum1 2; af öllu þessu neyddist ég til að álykta, að hraunin hefðu að öllum líkindum ruunið fyrir ísöld“ (The geogr. Journal f. March & May, 1899, p. 23). Orðin „undir hinum ísnúnu hraunum“ þýða 1) The glacialpalagonite-formation of Ieeland. The scott- ish geogr. Magazine,May 1900, p.265—93. í þessari ritg. hef ég tilfært orðrétt (í þýð.) „konglomerat“-lýsingu Keilhacks, þá er Dr. Th. kemur með í grein sinni; en þýðing hans erekkialveg nákvæm; vantar í hana orðin „im miocæn“. 2) Leturbreyt. eru eftir mig þegar ekki er annars getið. H. P. ekki einungis, að Dr. Th. hafi ekki fundið jökla- grjót eða ísrákir þar sem ísnúið hraun beinlín- is lá ofaná, heldur líka, að hann hafi ekki fund- ið slíkt, þar sem líkindi eða vissa væri fyrir að það væri eldra en doleríthraunin; hefði hanu, t. a. m., fundið jöklagrjötslng í fjallisem var eldra en hin ísnúnu dóleríthraun, þá var fótunum kipt undan þeirri ályktun, sem að of- an er nefnd. Nú mættiraunar af sumu i „Eimr.“- grein Dr. Th. ætla, að hann hefði gert athug- anir sem koma mjög í bága við þessa ályktun, en ég sleppi því fyrst um sinn, og held mér við hin önnur rit doktorsins, en þar finn ég ekki getið um slíkar athuganir. En eins og ég hefi bent á í áðurnefndum rit- gerðum, þá er til ákaflega mikið af jöklagrjóti sem er eldra en hin ísnúnu dóleríthraun, og má finna það bæði á Suður- og Norðurlandi og það á ýmsum stöðum, þar sem Dr. Th. hefir ekki getað komist hjá að horfa á það, þó að ekki hafi liatfu þekt það, af ritum hans að dæma. Vér skulum t. a. m. sjá hvað Dr. Th. segir um Strútinn hjá Kalmanstungu: „Ofan á basaltinu er móberg (grá breccia), og er það aðalefni fjallsins“ (Andv. XVII, s. 40) og s. st. s.42: „þá fann eg glöggar ísrákir...........á móbergsklöppum“ (í Strútnum). í dönsku rit- gerðinni um Snæfellsnes stendur líkt um Strút- inn; þar er að eins nefnd „breccia11, ekki jökla- grjót, ekki einu sinni hnullungaberg. En svo er þessu varið, að efsta strýtan á Strútnum er úr brúnu þussabergi, með hornóttum steinmol- um, og leyfi ég mér ekki að kalla það jökulurð, en undir þessu brúna bergi eru þykk Iög af gráleitri jökulurð (það sem ég nefni jöklamó- berg), og það er á þessu bergi, sem Dr. Th. fann ísrákirnar. í þessu gráa móbergi, — sem Dr. Th. hefir auðsjáanlega ekki dottið í hug að væri myndað í rennandi vatni — er hægt að finna vel ísrákaða steina, og á ég auðvitað ekki við þá steina, sem eru við yfirborðið á ísnúnu svæðunum og hafa rákast þegar jökull gekk siðast yfir fjallið; úin ísnúna jökulurð er eins og gefur að skilja eldri en Strúturinn í sinni núverandi mynd. Á einum stað íStrútnum má sjá, að grátt móberg með ísnúnum steinum hvíl- ir á ísrákuðum grundvelli, en sá grundvöllur er líka grátt móberg með rákuðum steinum. Af athugunnum hér er ekki hægt að álykta annað, en að þetta gráa móberg, sem um er að ræða sé, jökulurð, en það er í augum uppi, að af þeim athugunum, sem menn elcki gera, verð- ur varla mikið ályktað — nema kannske eitt- hvað um mennina1. Þá sný eg mér aðHreppunum; „jöklamóberg- ið“ er þar mjög algengt, og á veginum frá Stóranúpi og að Hruna t. a. m. er það víða á leið manns. Ásinn hjá Hrunalaug er úr því, og eins Högnastaðaás (rétt hjá G-rafarbakka-hver- um); þykk lög af jöklamóbergi með greinilega rákuðum steinum eru t. a. m. í Miðfellsfjalli og Berghylsfjalli, og í því fjalli má á einum stað sjá, að móbergið liggur á ísnúnum grundvelli." Móbergið er eldra en þær jökulurðir, sem menn höfðu vitneskjn af þegar Dr. Thoroddsen lauk ranusóknum sínum 1898, og eldra heldur enhin ísnúnu dóleríthraun á suðurlandsnndirlendinu; auk þess má sjá jökulurð með rákuðum stein- 3) Sb. Thoroddsen: „Hér er aðeins að ræða um athug- anirnar sjálfar, hvaða „theoríur“ hver hefir spunnið út úr athugnnum síuum er annað mál“, Eimr. s. 168. um beinlínis undir ísnúnu dóleríti, bæði austan Hvítár, skamt frá Gullfossi, í Stangarfjalli og víðar. Ég þykist vita, að það séu einhverjar þessar jökulurðir, sem Dr. Th. á við, þar sem hann talar um, að „molarnir í móberginu" séu sum- staðar „núnir af vatsrensli". „Þesskonar lög“ — segir hann — „af núnu grjóti innan um móbergið sjást hér og hvar í fjöllum og fellum á suðurlands-undirlendi, en eigi annarsstaðar“; (Andvari, XV. s. 59). Orðið „hugmyndafiug“ virðist hjá Dr. Th. tákna getgátur bygðar á ónógum athugunum, og er hér ekki slæmt dæmi uppá slíkt „hugmyndaflug11. Hefði Dr. Th. gáð betur að, þá hefði hann fundið, að þessir núnu steinar í móberginu hafa all-flestir hið einkenni- lega lag, sem steinar fá undir skriðjökli, ogeru jafnvel oft greiuilega rákaðir; enn-fremur hefði hann getað séð, að innan um núnu steinana er stundum eggjagrjót er brotnað hefir upp úr klöppinni sem jökullinn mjakaðist yfir, og hefði sú athugun verið ærin til að stöðva alt „hug- myndaflug“ um vatnsrensli1, en auk þessa hefði hann getað séð, að móbergið með núnu stein- unum hvílir sumstaðar á ísnúnum grundvelli. Ekki er heldur það rétt, að þetta móberg með núnum steinum sé ekki annarsstaðar en á Suð- urlandi. Ég hefi áður minst á Strútinn, en jöklamóberg með rákuðum steinum má auk þess finna t. a. m. í Sellandafjalli, í Laxárdal (Mývatn) (undir ísnúnu dóleríti), við Jökulsá nokkru fyrir neðan Svínadal, einnig undir ís- núnu dóleríti (Dr. Th. talar um „palagonit- breccíu“ undir dólerítiuu nálægt Svínadal) (Vulk. i d. nöl. Island s. 5). Sjávarbjörgin hjá Húsavík eru líka á löngu svæði gerð af jökla- móbergi með vel rákuðum steinum; heflr það verið hart berg, þegar jökull gekk þar síðast yfir, eins og sjá má á því, að það er mjög vel ísrákað; á jarðfræðisuppdráttum Thoroddsens er þetta nefnt „tuf og breccie“ (móberg og þussa- berg), og eins jökulurð sú,sem er undir ísnúnu dóleríti vestanvert við Skagafjörðinn nokkru sunnar en Keta. Jöklamóberg má líka sjá víða á Kjalvegi. Af því sem að íraman er Htað má þá sjá, að athuganir Dr. Th. á jöklamóberginu eru næsta ófullkomnar; í Hreppunum hefir hann ekki orðið var við neitt af því, er sérstaklega einkennir þetta móberg sem jökulurðir, og í Strútnum og norðanlands virðist hann jafnvel ekki hafa tekið eftir „núnum steinum" í mó- berginu, að minsta kosti er ekki eitt orð um slikar athuganir í ritgerðum hans. Að því er snertir hnullungabergið, þá segir Dr. Th. svo („Jarðskjálftar á Suðurl.“ s. 11): „í austustu fjöllunum kringum Tindfjallajökul og Eyjafjallajökul eru víða þykk lög af hnullunga- bergi (conglomærat) ofan á móberginu, en á því liggja aftur ísnúin dólerithraun. Hnull- ungaberg þetta með vel núnumsteinvölum, finst líka hér og hvar í Þjórsárdal; þessi jarðmynd- un hefir myndast af rennandi vatni, og er ekki ólíklegt, að hér á landi sem í öðrum löndum hafi úrkoma verið mjög mikil rétt á undan ís- öldinni........og þá hafa hnullungalög þessi orðið til“. Hnullungalögin í Þjórsárdal eru eftir því samskonar og þau austar, að því er Dr. Th. 1) Enginn misakilji petta þó bvo, að rennandi vatn eigi als engan þátt i œyndun jökulurða.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.