Fjallkonan


Fjallkonan - 13.10.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 13.10.1900, Blaðsíða 2
2 FJA'LLKONAN. slíkum ævintýrakveðskap. alt þar til er Auð- uu verður drengnum að bana. E>að segir höf- undurinn hefnd fyrir, að ást þeirra haíi verið í meinum, og er höfundurinn auðsjáaniega sam- dóma henni um það. En lesandanum verður það ekki Ijóst, hvers vegna þeim þarf að koma hefnd fyrir svo hreina og fölskvalausa ást. Þsð er ekkert tii í siðferðiskend mannanna, er banni þeim að ieggja ást á hafmeyjar, ef þær væru til, og kvæðið getur ekki um nein lög þeirra sæbúanna, er hún hafi brotið. Raunar er þar bent á, að hefndin komi fyrir það, að tvær verur svo ólíks eðlis leggja lag sitt saman. Eu kvæðið sýnir ekki, hver krafðist slíkrar hefnd- ar. Réttlætiskendin er það ekki. Það er ekki guð, og eftir kvæðinu eru engar líkur til að það hafi verið faðir hennar. Frá náttúrunnar hendi kemu>- hefndin ekki. Því að ef það er brot móti henni, að eðlisólíkar verur sameinast, þá verður hennar hefnd að stafa af þessum eðlismun. Öngull getur krækst í öll börn, en hefði ólíkt eðlisfar foreldranna blandast þannig saman í drengnum, að hann hefði hlotið ilt af, þá hefði það verið eðiileg hefnd fyrir þetta brot. Höfundur gefur þetta og í skyn, þar sem hann talar um landþrá sveinsins. En það er ekki hún, sem dregur hann til dauða. Þetta er galli á kvæðinu, því að á þessu byggist skilnaður þeirra. Lesandinn skilur ekki eða felst ekki á skilnaðarsökina. Yerður honum því örðugra að taka fallegan þátt í sorg þeirra og nýtur kvæðið sín ver fyrir þá sök. En það er skaði, því að kvæðið er ljómandi vel gert. Skáldið hagar frásögninni á þá leið, að hann segir stundum sjálfur frá, en stundum lætur hann elskhugana tala saman eða sinn í hverjn lagi. Málfæii og kveðandi eru víðast prýðisgóð og hvergi verulega aðfinningarverð. Mér þykir kvæðið fallegt í heild sinni, en langfallegust þykja mér þó sum af ástarkvæðum og saknað- arljóðum þeirra Auðuns og hafmeyjarinnar. Eg vildi óska, að höf. hefði látið báða elskhugana vera úr m&nnheimum, og valið eitthvert annað sorgarefni fyrir þau Auðun en þennan eðlismun. Þá hefði hann raunar ekki getað sýnt lesend- um sínum eins vel, hve auðugt ímyndarafl hans er, en þá hefði kvæðið gripið meir hug lesand- ans. En það á að vera hverju skáldi kærast, að hugmyndir þær og kendir, er kvæðið vekur hjá lesendunum, séu sem líkastar hans, þá er hann gerði kvæðið. (Framh.). Frá Austurríki. Ferðasögubrot eftir Helga Pétursson. I. Wien — sjálft nafnið er viðfeldnara en flest önnur borgaheiti, og á það vel við Vínar- borg eða Vín, sem stendur rétt fyrir norðan þann megin-múr — Alpafjöllin — sem skilur suð- ur-Evrópu og mið-Evrópu, og við aðra mestu vatnsæðina í álfunni — Doná — er víðfræg fyrir þá náttúrufegurð, sem alstaðar liggur að bænum, og þeger París líður, þá er ekki íEv- rópu neinn sá glaumbær eða glæsibær, er jafn- ist við hina kátu, kvenprúðu keisaraborg. í Wien eru um 1,600,000 íbúa, og dálitla hug- mynd um mannfjöldann fær sá, sem eitthvert fallegt sunnudagskveld á vorin er staddur í skemtigarðinum Prater, t. d., og finst hann vera eins og alda í útsænum, eða sandkorn á sjávar- ströndu, í öilurn þessum sæg af velbúnu karl- fólki og enn þá snyrtilegra kvenfóiki. En svona er fjöidinn á öllum skemtistöðum í bænum, eða kringum hann, og þó eru göturnar ekki auðar, eins og geta má nærri. Einkum er hringgatan (Ringstrasse) mjög fjölfarin úr því fer að líða að miðjum aftni á degi hverjum. Hringgatan er ákaflega breið og girt glæsilegustu bygg- ingum staðarins, og er hún eitt af því sem gerir Vín svo skemtilega; þar sem hún er voru áð- ur víggarðar og grafir, og lykur hún utan um gamla bæinn. Sá sem vill virða fyrir sér hiua „gíöðu Vínarbúa“, fleygir sér í fólksstraum- inn í Ringstrasse um k! 6. Þar má sjá hið fríðasta kvenfólk, sem til er í Vín, sýaa sig og búninga sína, og eru sumar af þeim fagrar eins og málverk, — ýmsar eru líka málaðar, þó sízt þær, sem mest líkjast málverkum. En utan til á götustéttunum standa liðsforingjar í glæsilegum einkennisbúningum, og spjátrungar með gler fyrir öðru auganu, og hyggja meðal- úð að kvenfólkinu, sem mjakast fram hjá hægt og hægt; því að sjaldnast verður farinn nema seinagangur vegna mannfjöldans. Svomástund- um lesa í einhverjum af blöðunum eitthvað á þessa leið t. d.: „Hin hrífandi fagra bláklædda „dama“, semsvo og svo útlitandi „herra“ heils- aði (á nánara tilteknum stað) er innilega beð- in um eitthvert lífsmark“ o. s. frv. í Vín er fjöldi af skrautbyggingum, og má nefna ráðhúsið (í gotneskum stíl), sem hefir kost- að um 23 milj. kr. Fyrir náttúrusöfnin og iista- söfnin hafa verið reistar tvær veglegar hallir, og kostuðu þær báðar um 18 milj. kr., og eru alveg eins að allri ytri gerð. Aðrar stórbyggingar eru háskólinn og ríkisráðsbyggingin, sem á að líkjast grísku musteri; fyrir framan þinghúsið eru marmaramyndir af ýmsum helztu sögurit- urum í fornöld. Á háskólanum eru yfir 5000 stúdentar, og njóta þeir tilsagnar hinna fræg- ustu kennara; einn af prófessorunum heitir Noth- nagel; hann þykir beztur „meðalalæknir“ í Vín, og hefir yfir 200,000 kr. í árstekjur; af land- fræðis- og jarðfræðiskennurunum má nefna þá Penck og Suess. og eru nöfn þeirra kunn hverj- um þeim, er nokkuð hefir fengist við þær vís- indagreinir. Frægust af öllum byggingum í borginni er Stefánsdómkirkja; og er sú kirkja yfir 600 ára gömul, það sem elzt er af henni; aðalturninner rúm 400 fet á hæð, og sést víða að; er sagt að Vínarbúar uni sér ekfei vel, nema þeir eigi hægt með að sjá „Stefán". Kapuziner-kirkjan er merkileg vegna þess, að í kjall&ranum undir henni eru geymd á annað hundrað konungleg og keisaraleg lík; mundi sögufróðum manni detta margt í hug, er liann stendur við þær kistur; flestar eru kisturnar mjög skreyttar með myndasmíði, gulli og silfri, en Josef II, mestur Austurríkiskeisara, hvílir í einföldum eirkassa; þar er drotning Napoleons mikla og sonur þeirra ’konungurinn af Róm’; þar er Maximilian bróðir hins núverandi Aust- urríkiskeisara; fór hanu til að vera keis- arií Mexiko og var þar drepinn; þar er drotning Franz Jósefs, sem talin var fegursta kona í Evrópu; var hún lögð rýtiugi til bana; við hlið- ina á henni er kista sonar þeirra Rudolfs, rík- iserfingjans, sfem átti að verða; var hann myrt- ur af viui sínum, þó að annað væri látið í veðri vaka. (Engin af þessum keisaralegu kistum gat jafnast við kistu hihs heilaga Nepóroúks í Prag; er hún gerð af mikilli list úr 3000 pundum af skíru silfri. Mig minnir að sagt væri, að hin heilögu bein hvíldu í kistunni, en til sýnis var einn af hinum heilögu fingurköglum, og er það talið til mikillar sálubótar fyrir trúaða). Einhver snotrasta bygging í Vín þótti mér Votiv-kirkjan, sem bygð var nokkru eftir miðja öldina til minnis um, að Franz Josef keisara sakaði ekki banatilræði, sem við hann var gert. Stíllinn er gotneskur. Á kirkjunni eru 2 turn- ar um 300 feta háir og svo víravirkislegir, að furðu gegnir um steinbyggiagu. Ég sá einhverju sinni hjón gefin saman í þessari kirkju; v&r þar allmikið fjölmenni sam- an komið, og sannaðist þar, að víðar en í Reykjavík hefir kvenfólkið gaman af að vera við þá guði þóknanleguhjónavígslu, því að lang- flestir voru áhorfendurnir hins snötrara kyns. Hjónavígslan fer nokkuð öðruvísi fram en með prótestöntum; var prestur í einkennilegum skrúða og með húfu á höfði, sem hann að eins tók of- an þsgar hann vék máli sínu beinlínis aðguði; fór hann fögrum og ákaflega mörgum orðum um hjónabandið, sem hann þó varia hefir get- að þekt öðruvísi en af umtali; því að katólsk- ir klerkar mega eftir trú sinni ekki líta kven- menn girndarauga, og því síður það sem meira er. Einn af brúðkaupsgestunum var líflæknir keisarans, og sat hann rétt við grindurnar sem ég stóð nálægt. Var karl að tauta fyrir munni sér svo vel mátti heyra: „Og hvaða bölvuð mærð er þetta! ætlar hann aldrei að verða bú- inn“, o. s. frv. Þegar fór að líða á ræðuna, tók klerkur band, sem hann lét utan um hjóna- efnin, og því næst var komið með hringina, sem hann smokkaði uppá fiugur þeim; að end- ingu kystust brúðhjónin kossi mjög löngum, og var þá þessari hátíðlegu athöfn lokið. Yfirleitt þótti mér margt eftirtektarvert við kirkjur og klerka, þar eð ég hefði aldrei verið í katólsku landi áður. Það er t. d. eitt, að kirkjurnar standa altaf opnar, og er þar jafn- an inni einhver.strjálingur af fólki (langflest kvenfólk) sem kiýpur fyrir krossmarkinu eða myndum af Maríu mey, og mænir vonar- og bænaraugum á málað léreft, eða mótað gull eða silfur, eða útskorið tré. Jafnan var svalt inn í kirkjunum, og gluggarnir eru tóm málverk úr helgum sögum, og verður þess vegna aldrei vel bjart; en rökkrið er holt allskonar hjátrú, ekki síður en bakteríunum. Makt myrkranna. Bftir Bram Stoker. (Framh.) Síðustu dagana hefir greifinn verið í bezta skapi og verið lengur heima en hanu er vanur. Hann hefir setið hjá mér alt kveldið, eins og fyrstu næturnar, sem ég var hjá honum, og reynt að skemta mér; líklega hefir hann með- fram gert þ&ð til þess að temja sér betur ensk- una. Hann hefir sagt mér margar sögur úr ætt sinni, og eru þær flestar svo klúrar og seyrðar, að þær eru ekki eftir hafandi í ræðu eða riti. Víst er um það, að við erum engir englar, Englendingar, en svo er þó haming- junni fyrir að þakka, að vér álítum ýmsar sið- gæðis-hugmyndir vorar náttúrulög, og aðsiðgæðis- hvötin styðst við velsæmi í ræðu, riti og fram- göngu. Siðspilling getur átt sér stað undir fögrum hjúpi, eins o| ryk og óhreinindi er hvarvetna að finna, en það er samt áríðandi fyrir mannfélagið, að þetta sé taiið ilt og skað- legt, og það mannfélag er sannlega heilbrigð- ara, sem blygðast sín fyrir óþverrana en hitt, þar sem menn eru svo ósvífnir, að fleygja hon- um á stræti og gatnamót, eins og ekkert væri. — — Siðferðishugmyndir vorar telur greifinn einskis virði, að mér skiist, og siðferði, sem vér köllum, er að hans áliti ekkert annað en líf- ernishyggindi, sem reynslan hefir kent mönnum. Það situr reyndar ekki á mér, að látast vera mjög strangur 1 siðferðinu, en ég get þó ekki felt mig við, að alt af sé verið að slá á streng taumlausra girnda. Mér býður við því.------- Það er eins og greifinn haldi, að kærleikar milli karls og konu á lægsta stigi sé hið eina í heiminum, sem nokkurs er vert. Ég sagði honum það í hálfgamni um daginn, og að ég gæti ekki fallist á þá skoðun. „Ó, mikill Jósep eruð þér, égdáist að yður“, sagði hann og hló óþægilega. „Ég virði iífs- reglur yðar; það er sannarlega fágæt dygð á vorum dögum. En trúið mér til, þér skuluð einhvern tíma sanna máltækið: „C’est I’amour, l’amour, l’amour, qui fait tourner la terre“ (þ. e. „kær- leikar kvenna kringsnúa jörðinni“). Þérskiljið mig — lítið á mig“. Hann sló á öxlina á mér, og ég fann hvern- ig blóðið steig mér til höfuðsins þegar hann horfði á mig.------- En ég skildi hann ekki eins og hann ætlað- ist til, því annars væri úti um----- Hinn 18. — Úti um mig — Já, það er það

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.