Fjallkonan


Fjallkonan - 13.10.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 13.10.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 sem ég get ekki losað úr hnga mÍBum — þó ég sitji við að lesa eða skrifa — því ég finn að hugurinn berst annað, finn að ég berst fyrir einhverjum straumi að barmi glötnnarinn- ar, og get ekki við því spornað. Kæra Vilma, ég ákalla þig eins og kaþólsk- ur maður kallar á Maríu mey á freistingar- stundinni-------En það er önnur mynd, sem ber alt af fyrir hugaraugu mín, svo að ég sé þig ekki lengur í anda, og þegar ég ieitast við að fá mér athvarf í endurminningum þeirra stunda, sem við vorum sælust og gátum þeg- jandi skilið hvort annað og horft vonglöð móti komandi tíma, sem við ætluðum að lifa og vinna saman í öllu góðu — þá rís upp í mér önnur minning, sem kæfir alt annað og hefir sömu ábrif á mig sem sótthiti eða eitrun eða ölvíma — og þegar ég rétti út íaðminn, þá er það ekki þú----------- Vakandi og sofandi eltir hún mig — þessi undarlega vera, sem ég er hræddur við, en dregur mig þó andlega til sín, fastara og fast- ara. Ég skil ekki, hvernig ég hefi breyzt, hvernig ég er orðinn ærður og tryltur.-------- Ég hefi séð hana aftur, þó eg hafi hvaðeftir anuað svarið og sárt við lagt, að eg skyldi aldrei gera það aftur — en hvað dugar það? Áður en minst varir er hún komin---------- Þegar eg sit hér og skrifa, og skrifa þó ekkert nema það sem mér hefir mætt, — þá stendur hún alt í einu að baki mér — eins og hún gerði þegar eg síðast lagði frá mér penn- ann og skildi &vo við dagbók mína. Ég heyri ekkert og verð einskis var fyrri enn eg finn eins og rafmagnsstraum leggi gegnum hverja mína taug, og eg hlýt að líta upp, og þá------ Eg ætla að reyna að segja það sem fyrir mig hefir borið; getur þá, ef til vili, verið hægra fyrir mig, að varast það. Eitt dæmi. Eg sat í iessalnum og var að skrifa, eftir það að greifinn haíði boðið mér góða nótt. Alt í einu, meðan eg var að skrifa þærlínur, sem eru á næstu blaðsíðu héráundan, fanst mér sem eg hlyti að fara upp á loftið — — í turnherbergið við hliðina á myndasalnum. Eitthvað dró mig þangað móti vilja mínum. Eg barðist móti því af öllum mætti, og hélt áfram að skrifa — en mér fanst sem stöðugt væri hvíslað að mér: „Af hverju kemurðu ekki upp? Eg héit þú mundir koma. — Eg þarf að tala svo margt við þig. Þú kemur víst. Mundu að það er vonast eftir þér“. Eg fór 'þö ekki upp þangað. — Þangað fer eg ekki framar, eða meðan eg hen nokkurt vald yfir mér. En eg er svo veikur fyrir, og þó hefi eg þózt vera sterkar á svellinu en flestir aðrir.------Eg get þó að minsta kosti ráðið líkama mínum, en mínum innra manni get eg ekki ráðið---------- Líkamlega fór eg ekki þangað. En eitthvað í mínum innra manni hiýddi henni og kallaði hana til mín. Eg hélt áfram að skrifa, en alt í einu fann eg á mér, að hún var komin.' Penn- inn datt úr hendinni á mér; eg leit við, og sá að hún stóð við stólbakið og horfði á mig með þessum angum, sem eru eins og geislar, sem þrýsta sér gegnum merg og bein.----------- (Framh.). Kaupfélög — Pöntunarfélög. Undarlegur mieskilningur er það, eem þrír skyneam- ir og ritfærir menn hafa lagí í ofangkráð orð. 1. Hr. Torft Bjarnason í Ólafgdal leggur það til í „Andv.“ 1893, að nefna þau félögin ein kaupfélög, sem borga vörurnar þegar er þær eru sendar af stað, en hin pöntunarfélög, gem gjaldfrest þurfa. 2. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandagýsln, að- hyllist nokkru seinna þeega skiftingu, „Tr. kaupfél." n. 3. Og loksins verður ekki betur eéð, en að þessi mein- loka sé komin undir doktorshattinn í „Eimreiðinni" VI árg. bls. 219: Þar segir svo: „Loks eru kaupfélögin, sem svo kalla sig, en reyndar eru að eins pöntunarfélög“. Dessi orð sýnast benda á það, að Dr. Valtýr Guðmundsson að- hyllist framanskráða skiftingu. Enginn þessara heiðruðu lithöfunda skýrir frá þvi, hvort nafnið það félag eigi, sem að vísu borgar seljend- um vörurnar þegar, en hefir fengið peningana til þess lánaða hjá bankanum eða öðrum. Líklega mundu þeir viija kalla slíkt félag, ef til væri, kaupfélag, af því að það „kaupir“ vörurnar en tekur þœr ekki að láni. — Þegar svo er háttað, verður munurinn á kaupfélagi og pöntunarfélagi höfundanna sá einn, að hið fyrr nefnda fær peningana að láni hjá Pétri bankastjóra eða ein- hverjum öðrum Pétri, en pöntunarfélagið fær þá lánaða hjá Páli stórkaupmanni, sem seldi vörurnar1. Þessir heiðr- uðu höfundar vita það eins vel og aðrir, að bæði félögin kaupa I raun og veru vörurnar, þótt annað þeirra þurfl að fá gjaldfrest. Bæði félögin hafa því sama rétt eða skyldu til að nefnast kaupfélag. Eugum dettur það í hug, að hann sé ekki eigandi að og ábyrgðarmaður fyrir þeim vörum, sem hann hefir pantað og fengið, jafnvel þótt seljandi hafi gert honum þann greiða, að líða hann um verðið einhvern ákveðinn tíma. „Pöntun“, sem síðara orð- ið er myndað af, er nafn á skrá yfir vörur, sem einn kaupaðili — einetakur maður eða félag — vill kaupa að öðrum. Slíka pöntunarskrá þurfa bæði félögin að senda seljandanum, hverir sem borgunarskilmálar kunna að vera. Bæði félögin hafa því einnig sama rétt eða skyldu til að nefnast pöntunarfélag. Þetta sýnir hezt, hver fjarstæða það er, að stritast við að leggja sína meiningu í hvort þetta orð; þau tákna bæði hið sama, nefnilega félagsskap þann er Danir nefna Brugaforening, en Englendingar Co- operative Societg. Það eina, sem óþægilegt er við þetta er það, að hafa þannig tvö orð yfir eina hugmynd; það vill- ir fitlendinga. En það ætti ekki að hneyksla íslendinga, sem skilja fullvel hvað við er átt, enda er slikt altítt að tvö eða fleiri nýyrði eru mynduð um hið sama. Orðið pöntunarfélag mun hafa myndazt heldur fyrr en kaupfé- lag. En þeim sem stofnuðu hið fyrsta félag — Kaupfé- lag Þingeyinga — þótti orðið „kaupfélag11 réttara og fall- egra en hitt, því að það, að kaupa vörurnar er aðalat- riðið, það að panta þær — semja og senda pöntunarskrá — er aðeins eitt af því, sem nauðsynlegt er að gera til þess að framkvæmd verði á kaupinu. Þess vegna nefndu Þing- eyingar samtök sín þessu nafni. Nfi virðist sem það Bé eins mikið skoðað sem eiginnafn félagsins, eins og teg- undarheiti, því að stafirnir K. Þ. eru fangamark þess og að vörur til þess eru merktar þessum stöfum. Líkt mun vera með önnur kaupfélög, hvað sem þau nefna sig. Ef þessir heiðruðu rithöfundar vilja vera sjálfum sér samkvæmir, þá hljóta þeir að gera sama mun á kaup- mönnum og pöntunarmönnum, eins og á kaupfélögnm og pöntunarfélögum. „Kaupmenn“ eru þá þeir einu, sem ekki nota annara fé til stuðnings við verzlun sína, eða taka lánið bjá e—m öðrum en þeim, sem selur þeim vörurnar. „Pöntunarmenn" eru þeir sem taka vörurnar að láni. Þann- ig getur svo farið, að sami maðurinn sé kaupmaður í góðu árunum, en pöntunarmaður þegar illa lætur í ári. Það er því siðferðisleg skylda þessara heiðruðu höfunda, að gefa skýrslur árlega um alla verzlara landsins, hverir þeirra séu.kaupmenn og hverir pöntunarmenn, svo að hver einn fái þann titil, sem honum ber. Geti þeir það ekki, sé ég ekki betur enn að greining þeirra á kaupfé- lögum og pöntunarfélögum sé failin. Félagamaður. Árnessýslu (ofanv.) 3 okt. „Tiðarfar hefir verið fremur erfitt í sumar, og einkum í haust, og hey því illa verkuð. Taða náðist hér um slóðir græn, en úthey bæði illa þurt og hrak- ið; nú eru allir í óða önn að hirða hey sín, og er sumt af því heyi orðið 5 vikna gamalt, og má nærri geta, hversu mikið fóður er í því. Síðan um höfuðdag og alt fram yfir réttir voru mjög stórfeldar rigningar, sem ó- nýttu alt, bæði eldivið og hey í görðum; hér lítur út fyrir sömu eldiviðarvandræði og í fyrra. — Matjurtagarðar hafa víðast hvar hepn- ast vel, og er það ágústmánuði að þakka, því þann mánuð vóru blíðviðri. — Fjárheimtur eru með versta móti, því búfjárhagar vóru illa smalaðir vegna illveðurs. Ár ófærar yfir- ferðar, svo millirekstur gat ekki gengið sína venjulegu leið og varð að sleppa úrgang á glæður. — Heilsufar fólks í meðalagi. Tauga- veiki á stöku bæjum. Margir hafa verið lasnir í alt sumar af völdum innfiúenzunnar. Skarlatssóttin hefir gert nú upp á síðkastið vart við sig í Hrunamannahrepp á nokkrum bæjum, þótt dult hafi farið. Nú er 3agt hún sé í Hruna, og sendi séra Steindór Briem þegar til héraðslæknisins, og hafði læknirinn sagt, að veikin væri skarlatssóttin, en á mjög lágu stigi. Eugir hér hafa dáið, síðan ég skrifaði 1) Hér er ekki verið að ræða um lánskjörin, því venju- lega mun vera ærinn munur á vöxtunum hjá bankanum og hjá stórkaupmanninum. Bitstj. siðast, sem ekki hefir verið getið í blöðum. J nema ekkjan Grróa Guðmundsdóttir á Háholti, komin að sextugu, dó úr lifrarveiki, mjög góð kona og hafði altaf staðið heiðarlega í sinni stöðu. — Mikið eru menn hér alment að aust- an og ofanverðu í sýslunni óánægðir með að | séra Magnú-i náði ekki kosninqu til alþingis, því það er eflaust, að Árnesingar áttu ekki völ á öðrum færari til þess starfa. Hér héldu mp.rkað á sauðum kaupmennirn- ir Ólafur Ámundason úr Reykjavík og Ólafur Árnason af Stokkseyri; gáfu þeir 16 krónur hæst fyrir vænstu sauði, og hafa þeir bætt mikið úr peningavandræðunum í bráðina“. Húnavatnssýslu (austanv.), 24. sept. „Yfirleitt hefir heyskapartíð mátt heita fremur hagstæð og grasspretta í góðu meðallagi, og hefir hey- fengur því orðið fremur góður alment. — Fiskafii verið fremur tregur, en síld næg, og þar sem tvö íshús eru á Blöudósi, svo aldrei hefir brostið beitu, og gæftirnar hafa verið ó- munalega góðar, hefir fiskveiði alls og alls orðið fremur góð á skip þau, sem gengið hafa ail- an tímann, frá vorvertiðar byrjun og til rétta, en vorvertíð byrjar hér ekki fyrr en um 8 vikur af sumri. — Ofsarok af suðri gerði hér aðfaranótt þess 20. þ. m., og fram yfir nón þann dag, og urðu víða allmiklir skaðar. Hey fuku viða, sem úti vóru, svo nálega sást ekki eftir af, og er sagt að sumir Yatnsdælingar hafi þannig mist alt að300hestum. Á Bergs- stöðum í Hallérdal tók hey úr tóft ofanað veggjum. — Fjártaka að eins byrjuð á Blönd- ósi, og er verð nú betra en menn hafa átt að venjast’ hingað til, 14—20 aura í 30—50 pd. skrokkum, ull 40 aura, pundið í gærum 25 a. og þykir mönnum þetta ærið gott“. Stórtjón fyrir kaupfélógin. Þess er getið í bréfi frá Skotlandi, dags. 29. f. mán., að gufuskipíð „Bear“ hafi verið ný- komið til Stornoway, og hafi það lagt út frá norður-íslandi með um 2600 fjár, en um 2000 hafi verið dautt, er það kom til Stornoway, sakir óveðurs,ka?\að að líkindum,því öllum hlerum befirþurft aðloka. Skip þetta mun hafa lagt ut 8tað frá Akureyri rétt fyrir ofsaveðrið 20. sept. og mun féð hafa verið úr Eyjatirði eða ef til vill frá Svalbarðseyrarfélaginu. Ofsaveðrið 20. f. mán. hefir gert enn meira tjón en getið var í síðasta blaði. Mest kvað að því í Eyjafjarðarsýslu. Þar stóð veðrið af af vestri, og hófst um kl. f. m., en slotaði um ki. 3. „Times“ (29. f. m.) segir, að etorin- hraðinn hafi ve?ið 120 mílur á klukkutíœan- um, og er það eins og hörðustu fellibyljir. — Það vóru kirkjurnar á Urðum og Upsum, sem fukumeðöllu, eu Vaila kirkja klofnaði og er ekki messufær.—Síldarveiðabátur fórst og síldarútgerð Snorra Jónssonar á Oddeyri. Mannalát. 7. þ. m. lézt hér í bænum Sig- urður Pétursson verkfræðingur þrítugur að aldri. Hann var fullnumi í verkfræðum (in- genieur-videnskab) frá fjöllista-skólanum i Kaupmannahöfn og hafði tekið þar burtfarar- próf í fyrra með bezta vitnisburði. Hann hafði verið settur til að stýra mannvirkjastörf- um í Danmörku síðustu árin og hafði ágæt- ustu meðmæli frá kennurum sínum fyrir lær- dóm og áhuga. — Alþingi veitti honum í fyrra 3000 kr. styrk til að rannsaka bygg- ingaefni landsins og leiðbeina almenningi i húsagerð. Hann hafði farið lítið eitt hér um land í þeim erindum og í sumar fór hann til Danmerkur og Noregs til þess að búa sig undir rannsóknirnar. Á þeirri ferð rannsak- aði hann íslenzkan tígulsteinsleir og kalkstein, sem reyndist hvorttveggja af beztu tegund. — Hann lá þrjár vikur í nýrnabólgu, sem varð banamein hans; hafði um mörg ár verið veik-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.