Fjallkonan


Fjallkonan - 13.10.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 13.10.1900, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni i yiku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða V/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefauda fyrir 1. októ- ber, enda hafl hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Reykjavík, 13. október 1900. Xr. 40. Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiöjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefaö hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði viö gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í D iktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. ^ Ókeypis lœkning á spitalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Lesið þetta. Undirskrifaður útvegar til allra héraða iandsins, vandaðar skilvindur og 811 áhöld smjör- gerðar með afslætti frá verkstæðisverði. Jafnframt útvegar hann fólkí hátt verð í peningum utanlands fyrir ágœtlega vandað smjör, leiðbeinir í smjör- verkun eftir nýjustu regium, og kennir verklega að með- höndla þau áhöld er hann útvegar. Sérstök kjör til umboðsmanna er panta mikið í einu. — Skrifið eftir verðlista og nánari skýringum, með næg- um fyrirvara fyrir næstu vetrarpöntun. Dunkárbakka l«Dalasýslu. S. 33. Jónsson. Búnaðarsýningin í ððinsvéum. II. Hjáleigubæadurnir eða „hásmennirnar“ hata koraist upp jafnframt hinum öðrum smærri bændum. Þegar hjáleigublndinn hefir séð, hvernig búnaðurinn hjá bændunum í kringum hann hefir blómgast, þá hefir honum skilist, að litli bletturinn hans hlyti að geta veitt honum tiltölulegan ágóða. Hann hefir því farið að dæmi nágranna sinna og reynt að sníða sér stakk eftir vexti. Og hanu hefir oft skarað fram úr hinum stærri bændum, endahefirhann líka oft fengið þekkingu sína í lýðháskólunum. Stjórn og löggjöf Dana styður landbúnaðinn meira en víðast gerist annarsstaðar. Hér getur hver duglegur maður, sftm getur unnið &ð jarð- rækt, eignast jarðarblett og hús, þegar hann er orðinn fullþroska. Víðast á hinum smærri heimilum hér eru úti- húsin áföst við íbúðarhúsið. Það sparar mikinn byggingarkostnað, og er mjög þægilegt, og engir ókostir fylgja því, ef nógu vel er búið um sam- skeyti íbúðarhússins og útihúsanna. Ég verð að tala hér fáein orð um eitt smá- býlið. Við komum fyrst inn í fénaðarhúsin. Það er ekki minst vert um þau. Öll er þau björt, rúmgóð og þrifaleg, og sérstaklega verð ég að nefna hæsnahúsin; mig furðaði mest á stærð þeirra. „Þaðer mjög nauðsynlegt", sagði húsbóadínn að hafarúmgóð hæsnahús. Því rýmrisemþaueru, því betur verpa þau. Og ekki er það síður nauðsynlegt, að þar sé bjart og þrifalegt, eink- um á sumrin". Frá fénaðarhúsunum lágn Iokaðar rennur ofan að sementeruðu safnkeri, sem geymdi lag- aráburðiun. Var búið sem vandlegast um renn- urnar og gryfjuna, svo að stækjuefnið (ammó- níakið) gæti ekki gufað burtu. íslendingar eru ekki svo hirðusamir, að þeir hirði lagaráburð- inn. — Áburðarhaugana meta þeir hér gulls ígildi — svo vel hirða þeir um þá. Yfir þá er bygt, og undirstaðan er vatnsheld, og frá haugunum llggja rennur í lagarsafnkerið. Lag- aráburðinum er ausið upp úr safnkerinu með dælu, og handhæg og ódýr áhöld eru höfð til að dreifa lagaráburðinum yfir land það sem á að rækta. „Heima hjá mér hirða menn ekki áburðinn svona vel“, sagði ég. „Þeir hafa hann þó víst undir þaki?“ „Nei, reyndar ekki“. „En þá verður ekkert eftir af honum. All- ur kiaftnrinn rýkur burt“. í fénaðarhúsunum vóru 3 kýr og 6 svín. Áður en við fórum að skoða akurteigana, sýndi húsfreyjan okkur íbúðarhúsið. Það var rúmgott og þrifalegt, og var þar í eldhús og búr, dagstofa og svefnherbergi. Békmentir. Guðmundur Giuðmundssou: LJÓÐMÆLI með mynd höfundarins, 192 bls. 8vo., prent- uð í Aldarprentsmiðju 1900. Nú er liðið missiri síðan bók þessi kom út. Ég hefi búist við að sjá hennar getið í hverju blaði, en aldrei hefir hún verið nefnd á nafn. Þess vegna er það, að ég ætla að minnast á hana fáum orðam. Því að íslenzkar bókmentir hafa ekki ráð á því nú á tímum, að hnekkja ungum og upprennandi mönnum með ísköldu hluttekningarleysi og þögn. Höfundurinn skiftir bókinni í þessa kafla: 1. Hafsins börn, 2. Sigrún í Hvammi, 3. Landið mitt ljósa, 4. Daggperlur, 5. Mislit blöð. Hafsins börn er langt sögukvæði, 46 ble. Efnið er þetta: Á tanga einum breiðnm stóð bær einn fram við sjó, en fyrir ofan var hátt fjall. Á bæ þessum bjó gamall sjómaður. Átti hann son einn barna, Auðun að naíni. Auð- un fór snemma einförum, og hélt sig mjög frammi við sjóinn. Eitt sinn kemur faðir hans að máli við hann og spyr, hví hann sitji svo oft frammi við sjó. Auðun svarar: „Ég heyri svo sætan söng utan af sjónum, að ’mér dvelst við þá unaðsóma". Faðir hans kveður þ&ð vera hafmeyjarhljóð, og biður hann gjalda var- huga við, að hún seiði hann ekki til sín og verði honum að bana. Kvað hann hafmeyjar sálarlausar og svikular. En ekki vildi Auðun trúa þessu um hina fögru mey, er hann hafði séð sitja á öldunum og slá hörpu og syngja um skínandi hallir niðri í sjávardjúpinu. Haf- mær þessi var dóttir hins volduga konungs sjávarins, og hafði lagt ást á Auðun. Fór svo að lokum, að hún gekk í land til hans og urðu þau hvort öðru unnandi. En hann gat ekki skilið við landið og hún ekki við sjóinn. Máttu þau því ei njótast til fulls. En jafnan kom hún til hans á land, og eins hitti hnn hann úti við Svörtusker, þar sem var fiskimið hans. Jafnau aflaði hann vel, og aldrei barst honum á, hvað sem á gekk, því að bárur all- ar hlýddu „hafsins dóttur“. En eitt sinn, er hannlá úti við Svörtusker, og hafði hlaðið bát sinn, þá finnur hann að eitthvað þungt kemur á öngnliun. Hyggst hann nú rnunu fá happa- drátt og dregur upp færið. En er öngullinu kemur að borði, sér hann að hann hefir dregið sveinbarn, og er öngulliun fastur í hjartastað. Yerður honum þá svo bilt, að hann fellur í óvit, því að hann kendi gerla son sinn og hafmoy- jarinnar, þar sem sveinninn var. En er hann lá í óvitinu, kemur báruskvetta á hann. Rikn- ar hann nú við og fer til lands og er mjög sorgbitinn. Litlu siðar kemur hafmærin til hans. Rekur hún þar raunir sínar og segir það verið hafa yfirsjón af sér, að leggja ást við menskan mann, er sé svo ólíks eðlis. Kveð- ur hún sonardauðann vera hefnd fyrir þotta brot sitt. Biður hún síðan Auðun að fara ekki oftar á sjó, svo að hann verði ekki dótt- ur þeirra kornungri að bana, og segist nú verða að skilja við hann, fyrst svo slysalega hefði til tekist. — Situr nú Auðun heima langa hríð og kemur eigi á sjó. En eitt kveld geng- ur hann til sjávar sem oftar. Heyrir hann þá að mikil sorg er í sjónum, því að drotning hafsins, unnusta hans, er þá dáin. Eftir það situr hann heima í átján ár og syrgir. Talar hann oft við sjálfan sig um hafsins böru og halda menn að hann sé geðveikur. Gerist hann nú gamall og hrumur. Eitt sinn gengur haun niður að sjó. Hafði hann þá ekki komið þang- að í átján ár. En sjóiun vill hann sjá áður en h8no deyr. En er hann stendur í flæðar- málinu, þá kemur hafmær ung og fríð og legg- ur hendur um háls honura. Er þar þá komin dóttir hans. Hnígur hann þá í sjóinn í faðm hennar og sást ekki síðan. íslenzk þjóðtrú þekkir h&fgúuua. Húu er meinvættur og reynir að tæla menn í sjóinn. í því einu á hún sammerkt við hafmeyna í kvæðinu, að hún syngur svo vel, að það heill- ar hugi manna, og fríð er hún hið efra en fiskur hið neðra. Þjóðtrúin hefir því að eins verið hvöt íyrir skáldið, en ekki gefið honum yrkisefnið. Höfundurinn hefir búið til úr haf- gúunni miklu betri og fullkomnari veru, en alls ólíka henni að eðlisfari. • Þráðurinn í sögunni er Ijós og eðlilegur, eftir því sem verið getur í

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.