Fjallkonan


Fjallkonan - 03.11.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 03.11.1900, Blaðsíða 2
FJALLKOfNAN. Sú mun reglan, þegar ráðgjafar eru settir í embætti sitt, að konungur lætur leita fyrir sér kjá ýmsum þeim, sem haun álítur hæfasta menn til að setjast í ráðgjafa uess þegar ráðgjafa skiíti verða, en ekki að sótt sé um þessi em- bætti. — Það má því búast við því, að fyrst um sinn verði ekki völ á mörgum Dönum til að gegna þessu embætti. Fari svo, að Danir taki að læra íslenzku meira en tíðkast hefir til þessa, geta smámsaman komið danskir menn, er yrðu færir um, að mæta á þingi, en þó mundi naumast verða úr því, að þeir yrðu ráðgjafar fýrir ísland, þegar þ&ð væri orðið að venju, að skipa íslecding í það embætti. Þó er ekki sagt, að það væri jafnan tjón fyrir oss, að íslandsráðgjafinn væri danskur maður. Það væri eada liklegt, að vér fengjum stundum mjög velviljaða ráðgjafa, ef það væru útlendir menn, sem sérstaklega hefðu lagt fyrir sig, að nema tungu vora og siðu. En samt sem áður má þó álíta réttast, að ráðgjafinn væri ís- lendingur, því að jafnaði mundi hann verða oss heilladrjúgastur, enda má óhætt búast við því, að það yrði aðalvenjan, að íslendingur yrði tii þess kjörinn. Mótbárurnar gegnnauðsyninni á því, að ákveðið sé berum orðum, að vér fáum sérstakan ráð- gjafa og að hann mæti á alþingi eru því þýð- ingarlausar, og svo framarlega sem vér viljum ekki að oss sé framvegís stjórnað i hjáverkum af allsendis ókunnum manni, sem hvorki kunni tungu vora, né þekki hagi vora, né hefir tíma tii að sinna málum vorum,—þá verður að setja þær breytingar í stjórnarskrána, sem frum- varpið frá 1899 fer fram á. Að öðrum kosti má reiða sig á, að alt stjórnar ástand vort stend- ur kyrt í sama faiinu og nú. lSLENZKUR SÖGUBÁLKDR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Bftir eiginkandr., Landsbókas. 189, 4to]. (Frh.). Hér við risn hreppstjórar og begerðu til fá- tækra venjulegan toll af jörðinni. En hann svaraði: „Eg er hingað sendur til að sækja eftir kóngsins gagni með réttu, en ekki að stela frá honum, og fær mig eng- inn yfirtalaðan til þess. Þó vil eg inn færa um hann til og frá, hvað um hann segist, og láta kóng sjálfan ráða hvað hann vill gera“. Var hann svo innfærðnr og eins og i siðara sinni, þá fóveti og lögmaður Björn riðu báðir hér á jarðir. Eg hélt enn þá áfram að útgjalda þennan toll, þar til eitthvað yrði útgert um hann, so þar sem bráðlega lá á einhverri sveitarbjálp, þá lét eg hann úti eða nokknð af honum, þó með einhvers hreppstjóra ráði, og átti enn að heita að gengi til í kærleika um hann vor á meðal. En nú bar svo til, að barnamaður, sem bjó á Sólheimum, er hét Bjarni Jónsson, hann lagðist veikur þá sláttur byrjaði og hlaut að taka kaupamann en gat honum þó ei goldið vegna fátæktar, nema hann flosnaði upp árið eftir með konu og börnum. En (til) að koma í veg fyrir þau þyngBli, lét eg úti þennan toll, nú 6 fjórðunga smjörs, til þess er eg fekk að slá upp tún hans, sem eg gerði með vitund og samþykki þeirra hrepp- Btjóra, sem vóru í út-Hýrdalnum, sem austurkjálka hrepp- stjórum misþóknaðiat. Þá að bausti leið, kallaði eg til mín landseta mína úr Reynishverfl, með gjöld sín, meðal hverra að var áðurnefnt höfuð-þrælmenni, Árni Oddsson, sem þá var í Árakoti.1 Hann kemur einasta með opið skjal, fult með skens og glúffur; segist ei geta goldið jarðargjaldið, en óskar eg hjálpi sér um Fells-tollinn upp í gjaldið, svo sem fátækum, heldur en ég af eigin mynd- ugleika fái hann fullríkum þar úti í sveitinni, hvað hann þó berlega laug. Vænist hann hér til ráðstöfunar austur- hreppstjóra sveitarinnar, hvað þó siðar reynist ósannindi, því skjal það var saman tekið af sýslumanni sjálfum, en skrifað af Einari Eirikssyni á Hellum;1 en þar eg sá hvaðan sú alda rann, að sýslumaður brúkaði einasta þetta satansverkfæri til að hefna sín á mér fyrir það, að hann hafði orðið svo smánarlega undir í máli á móti mér árið ') Þannig. 2) Við þessa linu: „en skrifað-Hellum" stendur NB á blaðröndinni. áður (í Tungu málinu), að honum lá við embættistöpun, ef eg hefði ekki fyrir góðra drengja milligöngu svíað til — Einar og orðinn sér tii skammar með alla sína frammistöðu og króka-lög — hvar fyrir eg segi áður- nefndum Árna: „Eigi verður þér bjargað með Fells-toll- inn i þetta sinn, en seg þú fjandmönnum mínum, sem þig hafa útbúið, að þeir hafl nú brúkað þig fyrir það meðal og satans erindreka, sveitinni til skaða, að eg ætla mér nú ekki að svara greindum tolli út án laga og réttar eður að kóngur sjálfur skipi það“. Fer hann með þetta til baka til sinna útsendara, en þeir fyllast enn af grimd og bræði, sýslumaður ríður út, setur af tvo hreppstjóra, en fær aftur aðra tvo, Mr. Gunnar Jónsson á Dyrhólnm, einn þann kappsamasta mann, og Einar Erlendsson, einn þann slóttugasta þræl, og þá þeir eru nú búnir að undir- gangast hreppstjórnarembættið, uppáleggur hann þeim að sækja eftir Fells-tollinum með harðasta kappi og fylgi; bar hann undir þá so mikið tóhak og brennivín sem þeir vildu. Þóttist hann nú eiga happi að hrósa. Hinir hreppstjórarnir hétu: Jón Sigurðsson, illhryssings- maður og drambsamur fram úr máta, Jón Guðmundsson á Ketilsstöðum og Hr. Jón Bunólfsson á Höfðabrekku. Þar eftir kom eg á hreppastefnu þeirra. Var nú geymt að tala um tollinn þar til síðast. Hefir þá Gunnar upp orð fyrir alla og begerir af mér tollinn. Eg segi honum, að eg sé búinn að svara honum út til annara, og þar með finni eg ei skyldu mína honum að svara meðan ei sé gert út um hann, með viðara. Hér við hleypur hann upp með stórum organdi hljóðum og segir: „Þér skuluð vera búinn innan hálfsmánaðar, að svara honum til okkar hreppstjóra, að þakkarlausu, eftir því sem í ykkur finst mannæra og ærlegt blóð. Nefndur Einar og Jón Sigurðsson eru í sömu hljóðum og ofsa með honum, en Jón Guðmundsson og Jón Runólfsson gengu frá og fengu so hjá hinum ámæli fyrir dugnaðar- leysi, er þeir létu ekki á sér festa. Eg svara þeim aftur og segi: „Eg hræðist ei ykkar hótyrði. Þið haldið áfram sem þið kunnið, en eg bíð átektanna“. Sleit so þessum samfundi. 37. Hvilíkur órói, rógburður, flokkadrættir nú upp komu af þessu vil eg ei um tala, því síður, sem góðir vinir mínir innfiæktust hér í með ýmsum hætti. Mr. Jón á Höfðabrekku þegar hann formerkti að eg vildi ei toll- inum góðfúslega svara, og eg hafði mikið til míns máls um það, hafði hann alla alvöru á því að gefa Big úr mínum mótstandara fiokki, og þá sýslumaður formerkti, að honum var alvara orðin, gerði haun sér reisu til hans, skammaði hann út og svívirti með mestu storkunar og blygðunar orðum, ef hann gæfi frá sér sÍDa embættis- skyldu, því að Gunnar hafði heitið að gefa frá sér alt klatur1 móti mér, ef Mr. Jón gengi úr liði og flóði þeirra. Þeir voru annars ágætir vinir sín á milli og þó Mr. Jón að sögn legðist fyrir sjúkur í þönkum um nokkra daga hvað afráða skyldi, og þó hann lengi vel dansaði nauðigur,2 mæddi hann svo þeirra langvarandi nudd, umtöíur og brigslyrði, að hann varð í fullu áhlaupi móti mér með þeim, og so var mikil sinnissterkja komin í hann við mig, að hann ætlaði að taka í burtu frá mér Runólf son sinn, sem þá var að læra hjá mér, og svifta hann so öllum manndóm og frama, en drengurinn, í hverjum að var gott mannsefni, sem nú er fram komið, setti Big allan í móti því moð þeim orðum og hætti sem eg nefni ei. Fór og einninn betur, að það rasandi ráð varð að engu. Þar ef'tir urðum við einninn nærfelt eins gððir vinir eins og áður höfðum verið. Jón Guðmunds- son hélt við mig sömu trygð og trúskap í gegnum alt þetta vastur, og lét mig oft vita ráðabrugg þeirra heimul- lega fyrir fram, so mér var oft því auðveldara að slá þá á sjálfs síns brögðum. hersing af kierkum og kirkjuþjónum; var geug- in skrúðganga inui í kirkjunni, seœ kvað öll við af dýrðlegum organsöng. Mikið snildár-bragð hefir katólska kirkjan gert, er hún tók sönglistina í þjónustu sína; enginn prédikari mundi geta „talað til hjartn- anna“ eins og t. a. m. Haydn, Sebastian Bach eða Mozart, en nokkuð af þeirri dýrð og hú- tign, nem er yfir hinum ódanðlegu tónsmíðum þessara manna, færist yfir á kirkjuna, þar sem þær eru látnar hljóma. Það sem fyrir augun bar var ekki eins hríf- andi og sönglistin. í einni kirkjunni var stór mynd af Kristi á krossinum skorin út úr eik af mikiili list. Ristin á þessari mynd var miklu dekkri en viðurinn var annarsstaðar, nærri því eins og hún væri tjörguð. Ekki þurfti lengi að hugleiða, hvernig á þessu mundi standa, því að margir etruku þrem fingrum eftir rist- inni á Kriats myndinni, og kystu svo á gómana á sér á eftir; leit út fyrir, að þessi mynd hefði einhverja sérlega helgi á sér fremur ýinsum öðrum af sama tagi. En ég hugleiddi hvað mörg þúsund fingur mundi hafa strokið eftir þessnm bletti áður hann yrði svona svartur og furðaði mig á hvernig óhreinindin geta borist á ótal munna fyrir kraft trúarinnar. Mest v&r um að vera í Stefánskirkju; átti skrúðgangau að fara fram ekki einungis inni í kirkjunni, heldur einnig í kringum hana; áhorf- endafjöldinn var svo mikill, að einungis lítill hluti hans komst fyrir í kirkjunni, en hinir söfnuðust fyrir framan kirkjuna og biðu þess að klerkaliðið kæmi út. Urðu nú þrengsli mikil, en fjöldi af lögreglumönnum var þar, og gengu þeir vel fram, svo að engar meiðingar urðu. Loksins kom höfuðpresturinn út úr kirkjunni og lið hans; auk klerka var þar borgarmeistar- inn í Vín, Dr. Lueger (lú-eger) og ýmsir af hinum kristilegu ráðherrum með honnm; gengu þeir allir niðurlútir mjög og berhöfðaðir meðstóreflis kertaljós í höndum. Dr. Lueger, eiunig nefndur der schöne Karl (þ. e. Karl fagri) kvað vera guðsvinur mikill en Gyðingafjandi. — 30 af hinum frjálslyndari ráðherrum voru nýbúnir að segja sigúrbæjar- stjórninni, og voru margir eða flestir þeirra Gyðingaættar. Er óheillavænlegt fyrir Vín, ef Gyðingar verða minna ráðandi um málefni borgarinnar en áður hefir verið, því að Gyðing- ar eru mjög oft vitrir og frjálslyndir, eins og raunar er kranngra en frá þurfi að segja. Þeir menn sem ég kyntist í Vín höfðu flestir megna óbeit á Gyðingum og kváðu íslendinga farsæla er þeir heyrðn að hér á landi væru engir Gyðingar. . Sumir trúðu eða létust trúa því, að Gyðingar myrtu menn á pásk- unum, af því að trúarbrögð þeiria byði þeim að gera svo. Var mikið ritað um þetta í blöðun- um nokkrn fyrir páskana og einn svarinn Gyðinga óvinur skoraði á stjórnina, að láta hafa nákvæmar gætur á Gyðingum um páskaleytið, til þess að þeir fremdu ekki þetta fyrirskipaða morð. Gyðingar voru eins og vænta mátti af- arreiðir út af, þessum aðdróttunum, og þeir standa vel að vígi, þar sem peninga valdið og blöðin eru að miklu ieyti í þeirra höndnm. (Hisprentast hefir i fyrsta kafla þessarar ritgerðar: fleygir sér í fólksstrauminn, á að vera: blandar sér í fólk- strauminn). Frá Austurríki- Ferdasögubrot eftir Helga Pétursson. II. Laugardaginn fyrir páska var mikið um dýrð- ir í Vín. Fór ég í nokkurar kirkjur til aðsjá og heyra. Æðsti presturinn við kirkjuna v&r búinn sínum fínasta skrúða, og v&r haldið yfir honum himni á stöngum, en fyrir honum fóru drengir sem veifuðu reykelsiskerum, og á eftir ') Þannig. 2) Þannig. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) Hinn 21. Eg er ekki lengur í efa um það, — þessi höll er heimkynni illra anda, en ekki menskra manna treð hjörtum og samvizkum. Eg skaí nú í fám orðum gera grein fyrir því, sera ég hefi orðið vís. Hvað eftir annað hefi eg rannsakað áttstrenda herbergið til þess að leita að útgangi þeim er eg var sannfærður um, að hlyti að vera þar, þótt mér tækist ekki að finna hann.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.