Fjallkonan


Fjallkonan - 23.11.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 23.11.1900, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða 1'/» doll.) borgist fyrir 1. juli (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (akrifleg)bund- in við áramöt, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Atgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAD XVII. árg. Reykjavík, 23.;nóvember 1900. Nr. 46. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- Btjórnin við kl. 12—1. Landsbóhasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á apítalanum á þriðjudbgum og íöstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Þjóðin í Bandaríkjunum. n. (Niðurlag). Þá kemur það til greina, hvað af öliu því fólki verður, sem til Ameriku fiytur, hvar það tekur sér bóifestu og hvaö það hefst að, þegar þangað er komið. Þess skal þegar getið, að mestur hluti New Englands og að kalla öll hin gömlu suðurlönd norður-Ameríku hafa til þessa tíma verið nær því ósnert af inníiytjend- um. Það eru einkum miðríkin á Atlantshafs- ströndinni, sléttulöndin og Kyrrahafsströndin, sem hafa verið aðsetursiönd innflytjendanna. Og þó ekki verði dregin nein merkjalína, sem sýni, hvar innflytjendur eigi eingöngu heima, má benda á marga bæi og nýbygðir, þar sem ýmsar þjóðir hafa sezt að í stórhóp- um, og fá því þessir bæir eða bygðir sérstakan blæ af þjóðerni þeirra. Þó verður varla bent á sérstaka staði, sem írar búi á. Þeir eru alstaðar furðu fjölæennir, alia leið frá Atlantshafsríkjunum til Kyrrahafe- strandarinnar. Það kemur hér í Ijós, að hinir írskn innflytjendur, sem flestir eru sveitamenn, taka varla á þeim störfum, sem þeir eru upp- aldir við, þegar til Ameríku kemur, heldur fara þeir í borgirnar og verða þar daglaunamenn, eða þeir reka þar einhverja litla iðnaðargrein, einkum vínsölu, en í eiuu skara þeir fram úr öðrum: þeir eru fremri öllum öðrum í því að fást við sveita og héraða mál. í þeirri grein geta aðrir innflytjendur alls ekki komist í hálf- kvisti við íra. írinn vinnur sigur í 9 fyrir- kvæmum (tilfellum) af 10, þegar hann vill ná í einhverja sýslun fyrir aimenning, sem mikið er til af í stórborgum, eins og t. d. New York, og hrökkva Þjóðverjar ekkert við þeim í þeirri samkeppni, þó þeir Ieggi alla stund á hana. Þjóðverjar hafa einkum sezt að í Pennsyl- vaníu, Ohio, Indiana og Missouri, og í bæjunum New York, Cincinnati, St. Louis, Chicago og Milwaukee. Þeir hætta ekki við landbúnaðar- störf, eins og írar, þegar til Ameríku kemur, og hafa því átt mikinn þátt í því að rækta upp slétturnar vestur í rikjunum. Þeir taka og mikinn þátt í verzlun og iðnaði í borgun- um, og eru ekki fáir þeirra meðeigendur í hinum stærstu iðnaðar eða verzlunarsýslunum í Banda- ríkjunum. Með því þeir eru synir „das grosse Vaterland" og hafa hina þýzku menningu til að bera, er þeim venjulega ant um þjóðerni sitt og halda fast við móðurmál sitt og siðu. Þeim veitist það hægra fyrir þá sök, að þeir eru svo fjölmennir, einkum í New York, St. Louis og Milwaukee, enda styðja þeir að viðhaldi þjóðernis síns með þýzkum dagblððum. Þeir innræta líka börnum sínum ást og virðingu á öllu því sem Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburöi við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. þýzkt er, og byggja þeir því bæði fjölda af barnaskólum og æðri mentaskóla og verklega skóla. Iunflytjendur frá Norðurlöndum, Danmörk, Svíþjóð og Noregi flytja fiestir að tiltölu til Wisconsin, Mianesota, Iowa, Nebraska og bsggja Dakóta ríkjanna, og margir Norðurlandamenn hafa „brotið" slétturnar í Nebraska og gert þær að hveitiökrum. Þeir hafa orðið að leggja hart á, sig framan af, hafa bygt sér í fyrstu bjálkahús, en síðar falleg ibúðarhús. í engum bæ í Bandaríkjunum eru jafnmargir Norður- landamenn að tiltölu og í Minneapolis í Minne- sota. Þar eru t. d. Danir, svo nokkrum þús- undum skiftir og reka þar ýmsar atvinnugrein- ir og hafa þar margar kirkjur og skóla. Þó er ef til vill meira vert um annan bæ, Des Moines í Iowa, vegna skóia þess sem danskir kirkju- söfnuðir í Ameríku hafa komið þar á fót raeð að- stoð kirkjunnar heima i Danmörku. Hin grundt- vígska kirkjustefna í Ameríku leitast ekki ein- ungis við að vernda danska tungu og siði, held- ur og að vekja hjá hinum ungu velvild til lands og þjóðernis og danskra bðkmenta jafnt hinum amerísku. Hið mesta verk, sem unnið hefir verið í þessa átt, er þó stofnun dansks háskóla (universitets) í Des Moines. Hinir frönsku innflytjendur, sem á 17. og 18. óld vóru dreifðir frá ósum Missisippi-fljótsins alla leið vestur að hinum stóru votnum, eru fyrir Iöngu runnir saman við amerísku þjóðina. í seinustu átthögum sínum, New Orleans, eru franskir innflytjendur meira og meira að hverfa úr sögunni, og veiður sú borg bráðum amerísk stórborg; hefir verið svo lítill innflutningur af Frökkum á þessari öld, að þjóðerni þeirra hefir ekki getað haidist við í Ameríku. Það mun fara eins fyrir Spánverjum í Texas, New Mexíkó, Arizona og Kaliforníu eins og far- ið hefir fyrir frönsku innflytjendunum. Síðan lönd þessi gengu inn í Bandaríkin með friðin- um í Hidalgo (1848), hefir fjóldi af enskum (amerískum) inuflytjendum flutt inn í lönd þeirra, og hlýtur spánska kynið að hverfa þar smám saman. Sá grúi af fátæklingum, sem nú á síðustu ár- um kemur frá Póllandi, Ungarn og ítaiíu, kem- ur í góðar þarfir námueigendunum og járn- brautafélögunum, sem fá þar ódýra verkamenn. Þegar mannflutningaskipin koma til New York, hlaðin fólki úr þessum löndum, tekur á móti þeim einhver samiandi, sem er orðinn landvan- ur í Ameríku og gerður út af einhverju íélagi, og sendir þá í kolanámurnar í Pennsylvaníu og vestur-Virginiu, eða í einhvern afkyma sambandsríkisins, til þess að vinna að moldar- verkum við járnbrautalagningu. Þar sem þeir setjast að í borgunum, hafa þeir ofan af fyrir sér sem daglaunamenn; ítalir eru þó mjóg oft götusóparar eða skóburstarar. Þeir búa venjulega í hverfi út af fyrir sig, sem er eymd- arlegt í alla staði, kynnast engum öðrum en þeim sem eru í hópi þeirra, og eru venjulega illa þokkaðir, einkum af því að þeir vinna fyr- ir hngt um Iægri daglaun en innlendir menn, af því þeir hafa svo fáum þörfum að fullnægja. ítalir eru líka óvinsælir af öðrura ástæðum. Mestur þorri þeirra kemur til Ameríku í þeim tilgangi, að dvelja þar að eins um stundarsak- ir. Þegar þeir hafa grætt nokkur hundruð dollara á fáum árum með sparsemi og jafnvel nirfilshætti, því þeir lifa oft hundalífi í öllum greinum, kveðja þeir Ameríku alls hugar fegn- ir og eyða því sem eftir er æfinnar í sinni kæru sólskinsbjörtu ítalíu. Þeir gera líka yfirvöld- unum í Ameríku mikið ónæði, því þeir liggja þar altaf í illdeilum sín á milli, eins og þeir gera heima á ítalíu, og ef ítalskt verkmanna- fólk hittir fyrir pólskt eða ungarskt verkafólk, lendir oftast í ilideilum og blóðugum áflogum. Þeir álíta hverir aðra keppinauta, og er líka ástæða til þess, því eius og þeir keppa við a- meríska verkmenn og færa niður kaup þeirra, ehis keppa þeir hverir við aðra sín á rnilli, og spilla hver fyrir öðrum. Þvi hefir líka verið farið fram á það hvað eftir annað, að reisa skorður við innflutningi þessara þjóða til A- meríku. Fjöldi af Gyðingum frá Bússlandi og suður- Þýzkalandi hefir flutt til Ameríku á síðari ár- um, en þeir fara hvorki í kolauámur né í járn- brautavinnu, og fást heldur ekki við það, að breyta sléttunum í hveitiakra. Þeir eru allir í kaupskapnum. Gyðingurinn er ekki lengi í Ameríku, áður hann fær sér vagn og dróg og fer fram og aftur um landið og verzlar með aila hluti, jafnt tuskur og bein sem ekta frönsk gullúr. Og ef honum sýnist, getur hann fengið sér skrín með allra handa vörum, sem hann fær með litlu verði og rcynir að troða upp á menn á götunum í stórbæjunum. Kínverjar eru alveg út af fyrir sig. Af þeim er rúmur fjórðungur miljónar í Banda- ríkjunum. Þeir hafa oían af fyrir sér í stór- bæjunum með því að vaska og strjúka fyrir heimilin, og hafa þeir flestir farið til Kalifow-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.