Fjallkonan


Fjallkonan - 29.11.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 29.11.1900, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/j doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendiB fyrir- fram). UppBögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda íyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Atgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Reykjavík, 29. nóvember 1900. Xr. 47. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- Btjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið cr í Landsbankahúsnu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á Bunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjudögum og töstu dögum kl. 11—1. Óktypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Biðjið ætið um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjtígt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Þannig stöndum vér. eftir Örn. IV. (Síð. kafli). Mótstöðumena stjórnsrskrárbreytingarinnar bera móti því, að nokkuit gagn muni vera í því, að fá ráðgjafann á þingið sökum þess, að þar sem hann sitji í ríkisráðinu sé málum vor- um ekkert að borgnara en áður. Eg hefi sýnt fram á, að það er þýðingariaust að fárast yfir ríkissráðsetunni að svostöddu, og verður að bíða betra færi3 að gera tilraunir til að fá hana afnumda í sérmálum vorum. Sú er líka bótin í máli, að ráðgjafinn getur neitað tiihiutunar annara ráðgjafa af öllum sérmálum landsins, enda mun sú hafa orðið raunin á, að lagafrumvörp frá alþingi hafi því að eins ekki hlotið staðfesting, að einmitt íslands ráðgjafinn hefir verið á móti þeim. „Eu hinir ráðgjafarnir geta haft áhrif á skoð- un hans, þegar hann situr i ríkisráðinu“, mun verða sagt af mótstöðumönnum. Þessu viljum vér einmitt reyna að draga úr, og þess vegna viljum vér fá hann á þingið til þess hann bindi þar hendur sinar með því að lof« þar að fylgja fram áhugamálum vorum. Yér ætlum þinginu einmitt að hafa áhrif á hann, og erum sanníærðir um að svo muni verða. Vér viljum hafa hann sérstakan, en ekki jafn- framt dómsmálaráðgjafa Danmerkur, tii þess að hann miði síður alla löggjöf vora og Iandsstjórn á mælikvarða dansks réttarfars, og vér ætlum alþingi að kenna honum, að einmitt í réttarfari voru, hinu forua, séu gullkorn, sem ekki sé vert að ganga fram hjá, og &ð það muni einmitt verða heppilegri undirstaða undir löggjöf vora og samkvæm&ri hugsunarhætti vorum, en lög- gjöf Danmerkur. Við komu ráðgjafans á þing hlýtur ábyrgð alþingis að aukast, því þegar það getur haft per- sónuieg kynni af ráðgjafanum, verður það að láta sér ant um, að koma honum í réttan skiln- ing um þarfir vorar og nauðsynjamál, hugsun- hátt vorn og eðli frumeinkuúnir réttarfars vors, og þetta ætti að verða því hæg&ra, þar sem vænta má &ð ráðgjafinn verði ísiendingur. „En úr því að mál vor eiga eftir sem áður að berast upp í ríkisráðinu, stendur á sama, hvort ráðgjafinn er íslendingur eða ekki, hvort hann mætir á aiþingi eða ekki“, segja mót- stöðumennirnir. Auðvitað dregur það úr, að ráðgjafinu á ekki við konung einan, er hér hlýtur að ráða mestu hvað íslands ráðgjafinn sjálfur gerir. Dönsku ráðgjafarnir hafa naumasttíma til að „grúska“ mikið í íslenzk lagafrumvörp, sem þeir hafa venjulega litla eða enga þekkingu á, og svo framarlega sem íslands ráðgjafinn vill skrifa undir þau með konungi, hlýtur framgangur hvers einasta frumvarps að vera vis, svo fram- arlega sem ekki er að ræða um þau lög, sem hægt er að telja undir sameiginleg mál, og með sérstöðu ísiands ráðgjafans í ríkisráðinu er líka vegurinn opnaður fyrir því, að hann reyni smámsaman að losna úr því, þegarhann fer að finna, að hann á þar ekki heima i raun og veru. Hitt er annað mál, að slíkt getur tekið nokkurn tíma. Því burtför íslands ráðgjaf- ans úr ríkisráðinu er svo mikil breyting í stjórn- arvenjum ríkisins, að ekki er að búast við, að fá slíkar breytingar á augabragði. Annað mál er að vinna að því, að húu leiði af sjálfu sér þegar stundir líða fram. Skipun efri deildar. Nú í ár hefir komið upp ný krafa í stjórn- arskrárbreytingunni til tryggingar, nfl. sú, að breytt væri hlutföllunum í tölu þingmann- anna í efri og neðri deild. Þannig helzt, að 2 mönnum væri bætt í efri deild, en fækkað að sama skapi í neðri deild. Nú sem stendur er helmingur þingmanna efri deildar konung- kjörinn, og má ekki mikið út af bera, að þeir hafi ráð allrar deildarinnar og jafnvel alls þings- ins í hendi sér, og það gæti komið svo fyrir, að þeir eyddu hverju lagafrumvarpi, sem kæmi frá neðri deild. Fyrir þetta á að girða með því, að breyta tölu þjóðkjörinna þingmanna í efri deild. Því úr því 8 þjóðkjörnir þingmenn væru í deildinni, geta konungkjörnu þingmennirnir aldrei borið hina ofurráðum með atkvæðamagni. Þespa breyt- ing á skipun þingdeiidanna má gera með sér- stökum lögum, og vonum vér, að hún fylgi flokk hinna nauðsynlegustu stjórnarskrárbreytinga á næstkomanda þingi. Samhliða þ.;ssari tillögu hefir komið tillaga um, að breyting sé gerð á ákvæðinu um, að 2/s þingmanna skuli mæta í sameinuðu þingi, þeg- ar um fjáriögin er að ræða, og þá sé látið nægja, að helmingur þingmanna sé mættur á þingi. Þetta er auðsjáanlega gert til þess að tryggja fjárráð þingsins, og ætti sízt að mæla móti því, en þetta kemur því að eins að liði, að samhliða því, að þessi breyting sé gerð á skil- yrðinu fyrir þvi, að fundarfært sé í sameinuðu þingi við meðferð fjárlaganna, þá sé sama á- kvæði sett um fjárlögin í báðum deildum. Yrði þessum breytingum komið á, má telja vist, að aldrei þurfi að þvi að reka, að þingið hafi ekk* lokið’ fjárlögunum, en trygging fyrir því, að þ; gið hafi full völd í fjármálum landsins, er á hinn bóginn trygging fyrir þingræði. Niðurlagsorð. Eg þykist hata sýnt fram á, að stjórnar- skrárbreyting sú, sem felst í frumvarpiuu 1897 og 1899, hafi í sér vísi til frjálsrar landstjórn- ar. Það er oss sjálfum að kenna, ef vér not- um hana ekki í þá stefnu, og spilum öllum hamingju-„tromfunum“ úr höndum vorum. En það sem fyrst og síðast ríður á, er, að allir góðir drengir taki höndum saman og vinni að því, að koma á friði og sáttum milli þeirra er æstast ganga fram hvorir gegn öðrum. - Öllsú úlfúð og allar þær ilideilur geta ekki valdið öðru en illu einu, og hver sá sem olíu hefir verður að stökkva henni yfir öldur þær, sem annars geta orðið oss að stórgrandi. Án frið- samlegrar samvinnu geta allar tilraunir vorar til að ávinna oss frekara frelsi farið forgörðum, en með góðu samlynd’ og samvinnu hlýtur oss fyrr eða síðar að verða mikið ágengt. Sérstak- lega ef vér notum þá aðferðina, að heimta ekki frekara í einu, en vér getum gert oss nokk- urnveginn von um að fá og vér sjáum að þjóðinni er ekki ofvaxið eftir þroskastigi sínu. Eg skora á yður, allir, sem unnið landi voru og viljið heill þess og hamingju, yður, alla góða drengi, að gera nú alt, sem í yðar valdi stend- ur til þess, að frelsa land vort frá þeim ófögn- uði, sem ósamlyndið hefir í för með sér, skora á yður, að styðja að friði og samkomulagi hjá þjóð vorri innbyrðis, og heiti á yður til full- tingis með að ávinna þjóðinni smámsaman það frelsi, sem geti leitt hana til blómgunar og farsældar. Bendingar í hendingum. pér ógnar hvað framtíðin færi,' hvað framundan dyrunum stendur og sérhvað, sem ökomið er, en minstu þess, kunningi kæri, að kröftugar, þrautseigar hendur til vinnunnar veittust þér. Þú hyggir það land, sem er brunnið og kalið, að bæta það land er þér skylt; það dáð hefir alið, það dáð getur alið til dómsdags — og margsinnis launað það alt, sem þú afreka vilt.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.