Fjallkonan - 29.11.1900, Qupperneq 3
FJALLKON'AN.;
3
maður sá, sem virtist vera höfðiugi Tataranna
fekk bændunum peniuga, og tóku þeir þá hesta
sína og fóru á burt. Þegar eg varð þess vís, að
það mundi verða árangurslaust íyiir mig, hætti
eg að gera frekari tilraunir.
Hinn 10. júní. Yistin hér verður æ ískyggi-
legri.
Við greifinn sátum saman að kveldinu og
vórum að tala um póiitiskar fréttir utan úr
heiminum, sem komnar vóru í cýjum blöðum,
sem höfðu komið um daginn (þó hafði eg ekk-
ert bréf fengið). Greifinn kann góða grein á
öilum viðburðum, sem að stjómmáium lúta, en
en ekki get eg ímyndað mér, hvaða stjórnmála-
flokki hann fylgir. Hann virðist vera mjög
frjálslyndur í sumum greinum, jafnvel hreiun og
beinn byltingamaður; í öðrum greinum eru
skoðanir hans svo afgamlar og úreldar, að það
er líkast sem hann sé langt fyrir neðan alla
aðra aíturhaldsmenn. Hann hugsar mikið um
sósíalista og anarkista, og hefir hann oft látið í
ijós undarlegar skoðanir um báða þá flokka.
„Það er tilvalið fólk, dugandi fólk“, sagði
hann fyrir skömmu, þegar okkur varð tilrætt
um eitt uppþot stjórnleysingja, sem allur hinn
mentaði heimur hafði látið mjög illa yfir og
lýst yfir andstygð sinni. Hann neri saman
lófunum og eldur brann úr augum hans.
„Eg veit ekki hvað þér eigið við, herra
greifi“, sagði eg. „Vald múgsins getur aldrei
verið yður að sk»pi“. — —
„Múgurinn, þessi sauðsv^rta alþýða, fær aid-
rei nein völd“, sagði hanu, „og verður aidrei
annað en verkfæri í höndum hinna sterku, sem
drotna með lýðnum og yfir lýðnum. En fæstir
skilja vísdóm þann er fólginn er í þessum sann-
leika — æ, þið Englendiugar stærið ykkur af
stjórnfrelsi yðar og framförnm, sem þið kallið,
en það eru að eins tveir ða þrír menn meðal
yðar, sem fyllilega skilja hvað framfarir eruog
vita, að skrílfrelsi yðar er versti fjandi fram-
faranna“.-----------
Á þessa leið hefi eg oft heyrt hann tala, og
hefir það vakið atbygli mína, þó eg haít ekki
getað gert mér grein fyrii því, hver mergurinn
væri málsins — því þegar eg hefi int lengra í
þá átt — hefir hann æfinlega farið undan í
flæmingi og svarað mér út í hött, svo að eg
hefi verið engu nær en áður.
Við sátum lengi saman og að skilnaði bauð
hann mér góða nótt. Eg átti mjög erfitt með
að sofa og fór á fætur í afturelding, lauk upp
glugganum og reyndi að iesa mig í svefn.
Um morguninn var hér þoka uppi í fjölluu-
um, og sá eg því ekki ofan í dalinn fyrir neð-
an. Sólin roðaði turnatoppana á höllinni, en
þokan lá eins og þunn slæða á veggjunum þar
fyrir neðan og varð því þéttari er neðar dró.
Eg fór að virða þetta fyrir mér, og vatð þá
aftur fyrir mér sama sjónin, sem eg sá þar
nóttina sem unga stúlkan mun hafa verið myrt
þar. Eg gat þó ekki greint þetta ferlíki í þok-
unni, né séð glögglega veggjarbrúnina, sem
gengið var eftir.
Litlu síðar sá eg annan koma á veggjarbrún-
inni. Hann var sýnu minni, og sá eg þegar
nær kom, að það var maður, sem fetaði sig á-
fram hægt og hægt á stéttinni, þar sem hengi-
flugið var undir.
Eg færði mig undan glugganum og reyndi að
gæta betur að honum.
Maðurinn var í ferðafötunum mínum, og var
að öðru leyti, að mér sýndbt, svo nauðalíkur
mér á vöxt og hæð og manngildi alt, að mér
var sem eg sæi minn eiginn feigðarsvip. Hann
var niðurlútur, og gat eg þó ekki glögt séð
framan í hann, en eg sá að hann var ungur
og dökkur á brún og brá, og að hann væri
einhuga og taugasterkur, gat eg séð af því, að
hann fór þetta hættulega einstigi.
Eg horfði á eftir honum þangað til eg sá að
hann skreið inn um glugga á höllinni við vestra
turninn.
Eg þykist nú sjá, að þoir sem hafa stolið frá
mér fötunum munn. hafa ætlað sér eitthvað með
þau, og eg er að veita því fyrir mér, hvað það geti
verið. Það er auðséð, að það hefír átt að varna
mér að komast brott héðan, en þar hlýtur fleira
að búa undir. Þessi maður, sem klæddur er i
föt mín, á að líkindum að koma i minn stað,
eða eg að koma í hans stað, til þess að villa
sjónir. Síðan verður látið svo sem eg hafi ver-
ið staddnr á öðrum stað en eg er á, á þeirn
eða þeim tíma. Veggjarstéttin, sem uaumast er
álnar breið, hlýtur að liggja að riði, þar sem
ganga megi oían hallarvegginn. Á þann háit
má því komast frá höllinni að baki hennar og
fara heim í hana aftur, þó allar dyr séu lokað-
ar og vindubrúin dregin upp.
Eg get nú skilið, af hverju greifiun hefir
ekki viljað hafa gluggana opna eftir dagsetur.
Hann hefir ekki viljað eiga undir því, að eg
yrði margs vísari um háttu hans. Hefði eg
hlýtt honum, hefði eg ekki heldur h aft neina
vitneskju um neitt sf þessu.
Það sem eg hefi nú komist á snoðir um er frem-
ur Í8kyggiíegt fyrir mig — því ekki er að vita
hvaða glæpir mér kunna að verða kendir, þeg-
ar einhver annar hefir tekið á sig gervi mitt.
Ef greifanum kynni nú að detta í hug, að
Iáta mig hverfa skyndilega — og mig grunar,
að eg hafi séð og heyrt alt of mikið til þess að
hann vilji sleppa mér héðan iifahdi — þá hef-
ir hann með þessu móti fundið ráð tit þess að
verja sig gegn hvers konar grun og ákærum.
Segjum nú svo, að Hawkins eða Wilma létu
utanríkisstjórnina og sendiherrann í Vín gera
rannsóknir, eða segjum svo, að menn yrðu sendir
hingað til rannsóknar — hver yrði þá niður-
staðan ?
Það kæmi þá upp úr kafinu, að ungur Eng-
lendingur, um þrjár álnir á hæð, mjög dökkur
á yflrlit og klæddur í gráleit ferðaföt, hefði ver-
ið hér á ferð fyrstu dagana í maí og farið með
vagni til Borgoskarðsins, en þangað hefði greif-
inn látið sækja hann. Bréf sem síðar hefðu
komið frá Tomas Harker sýndu, að hann hefði
komið til hallarinnar og fengið þar beztu við-
tökur. Greifinn kveður þetta satt vera. Nokkru
síðar skrifar Harker, að hann hafi ráðið að
leggja á stað tiltekinn dag, og loks skrifar
hann frá Bistritz, að hann sé komio;! á stað —
og síðan hefir ekki írézt af honum. Greifinn
veit ekki neitt. Rannsóknir í sveitinni í nánd
við höllina Ieiða í Ijós, að Harker hefir sézt.
Svo veit enginn neitt- framar.
Eina ráðið fyrir mig er að flýja, en það eru
litiar líkur til að mér takist það.-------
(Framh.).
Brögð Búa við Breta,
Fregnriti blaðsins „le Hatin“ í París segir
nú fyrir skömmu frá viðureign deWets Búa
heishöfðingja við hershöfðÍDgja Breta, Methuen,
Hunter og Roberts sjálfan.
Einn góðan veðurdag, þá er Methuen lávarð-
ur sem oftar hugði sér til hreyfings, að nú
hefði hann ráð de Wets í hendi sér og gæti
handtekið hann, kom hana með liði sínu að
tjöldum Búa, og sáu þeir þar einn mann á verði,
en þóttust vita, að inni í tjöldunum mundi
Kristján de Wet vera með liði sínu. Bretar
fóru nú mjög varlega, og stóð þeim mikill geig-
ur af þessari herdeild Búa. Þegar hershöfð-
ingin í broddi fylkingar var kominn að tjöld-
unum, og þó með hálfum hug, sáu þcir að þar
var ekkert mannsbarn inni. Þeir sneru sér
þá að þeim manni er stóð á verði og létu nú
allvígamannlega. Ea maðurinn var af tré.
Þessi trémaður hélt á skjali í hendinni og stóð
á því þessi kveðja til Methuens hershöfðingja:
„Leyfið mér að biðja yður að gera mér þá
ánægju, að geyma fyrir mig þessi gömlu tjöld,
sem eru nú orðin fornfáleg. Ég hefi nú í vik-
unni fengið mér ný tjöld, sem enski nerinn
átti að fá, og hefi ég því nægar birgðir af á-
gætum tjöldum, sem ég þakka yður ástsamlega
fyrir. Því miður verð ég að biðja yður að af-
saka, að ég hafði ekki ástæður til að biða yð-
ar, svo ég gæti talað við yður persónulega, en
það getur verið, að við finnumst hérna aftur þó
það verði ekki fyrr en að ári um þetta leyti.
Kristján de Wet“.
Easku hcrmeanirnir gátu ekki að sér gert
að skeliihlæja, og Iögðu síðan á stað í þeim
erindum, að handtaka KrÍ3tján de Wet og fórst
það eins og vant var.
Versta grikkinn gerði Kristján de Wet yfir-
hershöfðingja Breta, Roberts. Kristjáu de Wet
hefir sífelt sætt lagi að taka járnbrautalestir,
sem hafa flutt Englendingum hergögn og vist-
ir, og fer haan því oft með flokk siun meðfram
járnbrautunum. Þá kemur honum einn góðau
veðurdag til hugar að skera sundur fréttaþráð-
inn, sem lá með fram Heidelbergs brautinni og
skeyta þráðinn saman við móttökuvél (Morse-
apparat). Hann fékk þá íreguskeyti eftir stutta
stund. Það var frá Huuter hershöíðingja og
stílað tii Roberts og hljóðaði svo:
„Ég er í hælunum á de Wet. Gerið svo vel
að senda mér liðsauka
Hunter“.
„Rétt er það“, hugsaði Kristján með sér; ég
verð þó að minsta kosti að vera svo kurteis,
að svara þeim. Hann símritaði því til Hunters
hershöfðingja:
„Þér fáið Iiðsauka samstundis. — Roberts“.
Til Roberts sendi hann þetta skeyti:
„Það er óþarfi að senda mér nokkurt lið í
viðbót. Eg hefi nú handtekið Kristján de Wet
og 5000 manna með honum.
Hunter“.
Þegar þessi fregn kom til yfirhershöfðingjans
og aðal-herstöðva Breta í Pretoríu, réð herinn
sér ekki fyrir fögnuði og var slegið upp veizlu;
streymdi þar kampavín og whiskí alia liðlanga
nóttina. Þóttust herforingjarnir ekki geta lof-
að sem vert væri framgöngu hins enska sigur-
vegara. En um sólaruppkomu urðu þau gleði-
brigði, að símrit kom frá Bloemfontein þess
efnis, að Hunter væri í hættu staddur og þyrfti
liðs við. Liðstyrkur hefði honum verið sendur,
en það lið hefði vilzt til Kristjáns de Wets, en
ekki farið til Huaters, og ætlaði de Wet nú að
nota það til að ráðast á Englendinga. Það
var ekki alveg samkvæmt tilætlun herstjórnar-
innar. Mörg lík brögð hefir Kristján de Wet
og aðrir hershofðingjar Búa gert Englendiug-
um og gera enn í dag.
Max Miiller prófessor í Oxford frægastur
trúbragðafræðingnr í heimi og jafnframt einhver
hinn mesti málfræðingur sem uppi hefir verið,
dó í lok f. m. 77 ára. Eftir hann liggja ó-
grynni rita ura saraanburð tungumála og trú-
bragða og þýðingar af helztu trúbragðabókum
heimsins.
Hann var þýzkur að ætt og uppruna; faðir
hans Vilh. Múller málfræðingur og skáld.
Loftfar. Zeppelin greifi gerði tilraunarferð
á loftfari sínu fyrir skömmu og hepnaðist vel.
Tókst vel að stýra farinu, og eru nú allar líkur
til að úr þessum vanda sé ratað eða því nær,
eftir meir enn 100 ára tilraunir.
Fiskiskip. Hr. Björn Kristjánsson kaupm.
hér í bænum hefir keypt 4 fiskiskip (kuttera) í
Yarmouth á Englandi handa útgerðarmönnam
hér: 1 handa Thorsteinsen konsúl, 1 handa Þ.
Thóroddsen lækni o. fl.. 1 handa Nic. faktori
Bjarnasen og bróður hans C. Bjarnasen, Kristni
Magnússyni skipstjóra og Þórði útvegsb. Pét-
urssyni, og hið 4. handa Birni kaupm.Guðmunds-
syni, Þorsteini verzlunarm. bróður hans og
verzlunarmanni Jes Zimsen. — Tveir af þessum
kútterum eru komnir: skipB.G. og félaga hans,