Fjallkonan


Fjallkonan - 19.12.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 19.12.1900, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. í mesta vinfengi við Pýzkal&cds keisara, og það var í Potsdam, sem drotningin í fyrra kyntist mannsefni sínu, Hinrik kertoga af Mekl- enburg-Schwerin. Brúðkaup þeirra verður í febrúarlok í vetur. Keisari og prédikari. Vilhjálmur annar Þýzkalands keisari heldur sjálfur einatt guðsþjóuustu á sjóferðum sínum og er þá sjálfur skipsprestur. Nýlega var í þýzkum blöðum prentuð sjöunda prédikun hans, haldin á lystiskipi hans Hohen- zollern við Helgoland. Eæðan er um hina kelgu skyldu að biðjast fyrir, og um kraft bænarinn- ar. Svona fór keisarinn á stað: „Sjöunda sunnudag eftir trinitatis: Náðin vors drottins og herra Jesú Kristí, elska guðs og einiug heilags anda sé með oss öllum. Atnen. Textinn er í 2. Mósebók, 17. kap., 11. v.: „Alla þá stund, er Móses hélt upp hendi sinni biðjandi, höfðu ísraelsmenn betur, en þegar er hann lét síga hendina, þá veitti Amalekítum betnr“. Ræðan virtist í aðalefninu lúta að bænagerð til guðs um sigur á óvinum, og trúir keisarinn því fastlega, að bænin sé ekki síður öflug til sigurs nú en á Móse dögum. Ræðan var að öðru leyt-i andheit og mælskurík, eins og eftir bezta prest, nema hvað púðurlykt er af henni í meira lagi og glóir á byssustingina. Svíum er nú farinn að standa svo mikill stuggur af Rússum, að þeir eru farnir að hugsa um allsherjar landvörn eftir svissneskri íyrir- mynd, og verða ný herlög lögð fyrir ríkisþing- ið í vetur. 200 ára minning orrustunnar við Narva, þar sem Karl 12. barðist við 80,000 Rússa, var 20. nóv. og minst á hana í blöðum Svía. I svikamylnu. Fjallkonan hefir sýnt fram á: að ráðgjafinn getur eigi samkvæmt núgild- andi stjórnarskrá átt sæti á þingi, ad eigi er hægt að rýmka ábyrgð ráðgjafans nema með breytingu á stjórnarskránni, að frumvörp þau at hendi stjórnbótarmanna, sem fram hafa komið á þingunum 1897 og 1899, snerta hvorki beinlínis né óbeinlínis sam- bandið milli íslands og Danmerkur, að oss væri mikil bót í því, að losna við aukaþingin, sem stjórnin setur sem skilyrði af sinni hálfu, og loks að engar minni líkur eru til, að stjórnin sam- þykki að ráðgjafinn sé laus við ríkisráðið en önnur helztu ákvæðin, er feiast í hinni endur- skoðuðu stjórnarskrá og stjórnleysingjar sjálfir hafa enga von um &ð nái samþykki stjóruar- innar fyrstu áradugina. Með öðrum orðum: allar grýlurnar, sem stjórn- leysingjar hafa vakið gegn stjórnarbótinni, eru kveðnar niður. Af þeim er augljóst, að stjórnleysingjar geta ekki varið sitt mái með öðru en að sýna fram á, að umbætur þær, sem stjórnarbótar- menn vilja koma í framkvæmd, séu í sjálfu sér skaðlegar eða að minsta kosti gagnslausar. Þeir þurfa að færa sönnur á, að það sé skaðlegt að fá sér slíkan ráðgjafa, að það sé skaðlegt að hann mæti á þingi og að það sé skaðlegt, að hann beri ábyrgð fyrir þinginu á öllum sínum gerðum. Reyna stjórnleysingjar að sýna fram á þetta? Nei, sussu! Helzta blað þeirra hefir nú i haust haldið því fram í grein, sem vel mætti kalla kjörsöng þess, að þeir vilji nú fá án stjórnarskrárbreyt- ingar það, sem stjórnarbótarmenn vilja og verða að fá með breytingu. Af þessu er lýðum ljóst, að stjórnleysingjar játa, að umbætur frumvarpanna 1897 og 1899 séu ekki að eins óskaðlegar, heldur mjög svo gagnlegar. Ritjum nú svo upp fyrir oss, að stjórnleys- ingjar hafa til skamms tíma talið þessar hinar sömu umbætur, sem þeir nú viðurkenna gagn- legar fyrir oss, óalandi og óferjandi! Yerður því þá mótmælt að þeir eru komn- ir í margfalda svikamylnu? n. Alþingisrímur. Tíunda ríma. Síðasta ríma í br&ð. [Af rímnnum verður gefln flt sérprentuð fltgáfa, og verða þær þar fleiri og fyllri. Enn fremur eru í vændnm rím- ur um alþingiskosningarnar]. Þar skal hróður hefjast minn, hilrair góður þetta sinn, Rínar eldi reifaður, réð fyrir veldi Danmerkur. Afar-tiginn öðling sá aldur-hniginn mundi þá. Kóngrinn get eg kynsæli Christian hét hinn níundi. Ástsæld hljóta af ýtum vann, enginn skjóta vildi hann; efldi frið og frelsi jók fylkir við er ríki lok. Beitti forðum brandi sá buðlung storðum Mistar á, hjörs i róti harðskeyttum herjaði móti Þjóðverjum. Atti að lubbum eggjum þá „AIs“ og „Dybbols“-hæðum á; vals á slóðum hristi hrein hetjan góða Mistiltein. Yar að etja ofjarl við álmahret frá Dana hlið, enda fóru ófarir álma-Þórar tröllefldir. Bismarck, Fjandans fulltrúi, fúlum anda blásandi, Dönum kaidan klaka á kom þar galdra-hundur sá. Talsverð misti lönd og lýð lofðung Christian stáls við hríð; nræddist siðan sjóli mest sverðahríð og vopna brest. Sat i Höfn með hirð í frið, — há er dröfn sú borgin við, sóma-hl&ðinn, heimsfrægur höfuðstaður Danmerkur. ■ Tvo ráð-gjafa get eg um, gylfi að hafi í meðráðum, hrannar ljósi hlaðnir með, hétu Goos1 og Sehested*. ísland iýtur öðling þeim, öld er býtir rauðum seim — þar sem aldrei sumarsól sezt við kaldan norðurpól. Þ&r eru háir herkóngar — herma frá þeim rímurnar. — Hilmis gagns þar geyma þeir Goos og Magnús prúði tveir. Svo bar við einn suncudag, saddur friði og auðnuhag yfir borðum öðling sat, átu korða runnar mat. Þar var dísætt þrennslags vín, þar var nýsteikt keldusvín; baunir ýtar átu og graut, ákavíti um borðin flaut. Borð fyrir gylfa gengur snar 1) íslandsráðgjafinn. — 2) B,áðaneytisforsetinn. Goos með ylfings brugðið skar; ekki frýnn var á að sjá, ylgdust brýrnar gráar þá. Augum hvolfdi ákaft þar, ísafold í hendi bar; brann sem gneisti’ und brúnunum, blaðið kreisti í höndunum. Enginn brosti, öðlings þjóð eins og lostin þrumu stóð. Mælti hraður hilmir þá: „Hvað er það, sem gengur á ?“ Inti í skyndi aftur hinn: „Ill-tíðindi, herra minn, „hreyfa snarir herskildi „herkóngar á íslandi. „Alt í brandi’ og báli’ er þar, „blóði randir litaðar, „bragna fall og brandshviður; „berst þar allur þingheimur. „Út úr ríkisráði mér „rammir víkja ætla sér „runnar þorna þjóðfrægir, — „þeir eru’ orðnir vitlausir. „Skortir Yaltý vopn og lið, „varla er talið þar um frið. „Býsna hnellinn brands við el „Benzi féll, og það fór vel! * „Æða slyngar áfram þar „Isfirðinga kempurnar ; „skjóma’ á þingi skerpir sinn „Skaftfellinga jötuninn. „Þetta lygi engin er „eftir því sem stendur hér: „skammagrein, sem skilst mér von, „skrifaði Einar Hjörleifsson. „Líkur bola biksvartur „blæs að kolum Þjóðólfur; „út þar fossar eitur-tjörn, „en Einar krossar sig og Björn“. „Hvaða fjandi?“ hilmir kvað, „höndum vandi kemur að, „eyðist ríkið, yndi þver, „illa líkar stríðið mér. „Grein mér rétt um hersins heild,— „hvað er að frétta’ úr efri deild ?“ Goos þá svarar: „Illa er aftur farið kóngsins her“. i „Árni dugar ekki hót, „elli bugar Þorkel ljót, „Júlíus gefur jafninga, „Jónas hefir ginklofa. „Bagals hristir Hallgrímur „hirðir Kristí sauðkindur, ,,(pillur’ hnoðar himneskar „úr bjómi’ og froðu mælskunnar“. Borðum hrindir hilmir fram, hverfur yndi frægum gram, saman kallar ríkisráð ræsir snjall og svo fekk tjáð: „Ellin ljóta amar mér, „annars skjótur byggi eg her; „brands með hviðum blóðugan „bældi eg niður ófrið þann. „Hefði ungan hlegið mig „hjörva þungan troða stig, „hrista nakinn hjör og sax, „en hvað skal taka nú til bragðs?“ „Herra“, sagði Sehested „sé eg bragð, er förum með : „Finn einn aldinn eigum vér, „ýmsa galdra er temur sér. „Gorms frá tíð er gamla sá, „gengur skíðum hafið á, „um himin þýtur, haf og grund „og heljar-Yíti á klukkustund.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.