Fjallkonan


Fjallkonan - 19.12.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 19.12.1900, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni í yiku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/s doll.) borgist fyrir 1. júlí (eriendiB fyrir- fram). JL/ BÆNDABLAD TJppsögn (skriflag)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgiið blaðið. Afgreiðnla: Þing- holtsstrœti 18. VERZLUNARBLAD XVII. árg. Reykjavík, 19. desember 1900 Nr. 51. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mrd. og ld. til útJána. Forngripasafnið er i LsudBbankahúsnu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. (lokað í deB. og jan.) Ókeypis lœlcning á spítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Getur ráðgjafinn mætt á þingi? Eg hefi með sérstakri ánægju lesið hinar einkar skilmerkilegu og hógværu greinir „Arnar" í 41.—43. tbl. „Fjallk.", er væntanlega verða til þess að koma almenningi í skilning um, að það er reykur einn og villa, er blöð stjórnleysingja* halda því fram, að ráðgjafinu geti mætt á þingi samkvæmt ákvæðunum í 34. gr. stjórnarskrárinnar. En af því við má búast, að tré falli ekki við fyrsta högg, og suoair láti enn ekki sannfærast, ætla eg hér að taka íram fáein atriði máli okkar til stuð- nings, svo sem til áherzlu og áréttingar grein „Arnar". í fyrnefndri grein er það réttilega tekið fram, að stjórnin getur eigi veitt ráðgjafanum (o: sjálfri sór) umboð til að mæta á alþingi. En ýmislegt er fleira, sem móti því mælir. Af 34. gr. er auðséð, að landshöfðingi á að vera aðalfulltrúi, sjálfkjörinn fulltrúi stjórnar- innár. Mætti ráðgjafinn á þingi, mundi að sjálfsögðu alt snúast um hann, en vera alveg gengið frtm hjá landshöfðingja. Að senda ráðgjafanu á þing hlyti því að hafa stjórnar- skrárbrot í för með sér, ef ekki beinlínis að fbrmi til, þá því fremur að efni. Auk þess er næsta óliklegt, að landshöfðingi gerði sér það að góðu, að veglegasta starfið hans yrði þannig dregið úr höndum hans og hann gerð- ur að undri framan í þingmönnum. í því, að landshöfðingi er sjálfkjörinn fuil- trúi stjórnarinnar, liggur enn fremur, aðhann stendur feti framar en aukafulltrúinn. Hann á t. d. að setja þingið og slíta því, færa því boðskap konungs o. s. frv. Með því yrðiráð- gjafi, sem mætti á alþingi, settur skör lægra en landshöfðingi, en geta má nærri, hvort hann mundi kunna við að standa að baki sinni eigin undirtyllu, og er þegar af þeirri ástæðu einiii loku skotið fyrir, að hann mæti á þingi eftir núgildandi stjórnarskrá. Að hugsunin hafi líka verið, að þessi auka- fulltrúi ætti að standa að baki landshöfðingja, sést enn betur á því, að bera saman 1. og 2. málsgrein 34. gr. Málsgreinirnar byrja báðar með þvi að heimila landshöfðingj a og auka- fulltrúanum setu á þingi, en þar í liggur ekki, að þeir hafi málfrelsi. Að svo sé, má ráða *) Stjórnleysingja kalla eg alla þá, sem eru á mðti umbótum þeim á stjórnarskránni, sem nú eru í boði, af því ómögulegt er að tákna allan þann sundurleita fiokk með öðru en einhverju -leysi. Þetta orð á líka vel við, að því leyti sem Btjórnleyaingjar hafa enga stefnuskrá í sjálfstjðrnarmálinu, og að við megum heita stjórnlausir á meðan þeir, sem vö'ldin hafa í raun og veru, þurfa eigi að ábyrgjast gerðir sínar, en í því horfi vilja þeir halda öllu. Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og srajör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefad hina beztu vöru og ódýrustu í samanburöi við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. af því, að 1. málsgrein heimilar landshöfð- ingja með berum orðum, að taka þátt í um- ræðunum eins oft og hann vill; því væri mal- frelsið falið í þingsetunni, hefði verið óþarfi að taka það sérstaklega fram. Um aukafull- trúann er aftur í 2. málsgrein farið þeim orðum, að honum skuli heimilt að láta í té skýrslur, er virðast nauðsynlegar. Þessi orð eru miklu þrengri en samsvarandi setoing um landshöfðingjann, og víst er um það, að harla eru þau klaufaleg, ef þau eiga að tákna al- ment málfrelsi, en að slíkum klaufaskap má varla ætla að stjórnin hafi gert sig seka í sjálfri stjórnarskránni, sem búið var áð lappa upp a þing eftir þing. Að orðin eigi heldur ekki að tákna fullkomið málfrelsi, skal nú reyat til að taka fram. Það er auðsætt, að aukafulltrúinn á að hafa eitthvert sérstakt erindi á þing, því án þess er engin ástæða til að hafa stjórnarfull- trúana tvo. Sérstakar éstæður til að stjórnin telji eigi landshöfðingja einfæran umaðmæta á þinginu geta margoft komið fyrir. Það getur t. d. komið fyrir, að stjórninm tækist svo illa valið á landshöfðingjanum, að hann væri eigi talinn einfær að gegna fulltrúa- stsrfinu, og hann gæti hsfa mist traust þings eða stjórnar. Þegar svo stendur á, getur verið full ástæða til fyrir stjórnina, að senda mann á þingið fulltrúa sínum til aðstoðar eða tii höfuðs honum. Og það liggur einmitt í orðunum við h 1 i ð landshöfðingja. Sé, sem settur er við hlið einhverjum, á að vera hon- um til aðstoðar eða til að gæta hans. Og lengra þarf umboð aukafulltrúans ekki að ná. Sláum við þessum skilningi föstum, verða og orðin „að láta í tó skýrslur" eðlileg. Þau eiga þá við það, að aukafulltrúinn á að koma þinginu i skilniug um vandamál, sem lands- höfðingi hefir ekki sérkuunáttu til að vóla um. En hvert sem erindi aukafulltrúans er, þarf hann ekki á málfrelsi að halda. Má líka búast við, að hann yrði stundum útlendingur, og kæmi honum þá málfrelsið að engu haldi. Aldrei hefir verið fremur ástæða fyrir stjórn- ina til að senda aukafulltrúa á þing en að sumri. Landshöfðingi er svo settur í stjórnar- skrármálinu, að hvorugur flokkurian trúir honum. Að vísu virtist hann á þingi 1699 fylla flokk stjórnbótarmanna, en stjórnleys- ingjar munu enn telja hann sín megin. Má það og til sanns vegar færast, þvi vinir og skyldulið landshöfðingja, er fastast hafa fylgt honum að málum, berjast nú manna ósleiti- Iegast gegn allri stjórnarbót— Leggí stjórnin fram frumvarp um banka, mundi ekki veita af bnnkafróðurc manni. Hér að framan hefir verið sýnt fram á, að aukafulltrúinn i 34. gr. stjórnarskrárinnar er settur skör lægra en landshöfðingi, að beinast liggur við að skoða hann sem aðstoðarmann landshöfðingja eða sendan til höfuðs honum, og að hann á ekki malfrelsi á þingi. Á með- an svo stendur, þarf enginn að vænta þess, að ráðgjafinn mæti á þingi, auk heldur þegar hann gæti búist við mélssókn fyrir brot 4 stjórnarskránni. H. Vilhelmína Hollandsdrotning er að allra domj kve^skörungnr mikill, svo nng sem hún er. Hún hefir fengið ágætt uppe'di og talf>r ágætlega frönsku, þýzku og ensku, og ehda fleiri mál. Hún hefir járnvllja og þrek og er hin starfösmasta, kynnir sér ríkismál út í æsar og dæmir skaíp'eg.i um þau, svo ráð- herrunum þykir undtum sæt?. Hún hefir sjálf- stæðar skoðanir, hatar sktiífinbku og vill hafa alt sem einfaldast. Hún er rammhollenzk í anda, og full föðurlindsístar, og um Búa (Transwaal- iiiga) er henui svo ant, og tekur svo sárt til þeirra, sem væru þeir hennar eigin þegnar, onda eru Búar af hollenzku bergi brotnir eins og kunnugt er. Það var af hennar toga spunnið, að hollenzkt herakip var gertúttil aðfrytjaKiiiger til Evrópu, enda ber hún mikla lotningu fyrir honum og dáist að hor.um. Lítið er henni gefið um skemtanir, sera. kvenfólki á tvítugsaldri eru kærantar ; í dansi tekur hún ekki þátt, nema fyrir hirðsiða sakir, þegar hún má til; hún sogist enga ánægju hafa af dausi. Ekki hefir hún heldur ánægju af sönglist og ekki leikur hún á neitt hljóðtæri. Eu fyrir málverk er hún mikið gfifin. og rnálar enda sjálf. Móðir sinni er hún hin ástríkasta dóttir. Glaðlynder hún og fjörug í viðræðum. Af líkamsíímning- um hefir hún tamið úg mest við reiðlist, og ríðar húu út stundarkorn á hverjum morgni áður en hún fer á fund við ráðherrana. Bæði af hálfn Englands og Frakklands hafði verið rey;it að telja um fyrir henni um ráða- haginn, en hún sló þær tilraunir allar af lag- inu, og lýsti yfir því, að hún mundi þeim ein- um giftast, sem hún fengi ást á, og svo hefir orðið. Þær mæðgur, drotningin og móðir hennar, eru

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.