Fjallkonan


Fjallkonan - 19.01.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 19.01.1901, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni í yiku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða IV2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrirj 1. októ- ber, enda hafi hannþá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. Reykjavík, 19. janúar 1901. Xr. 2. Biðjiö ætíð um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjugt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. XVIII. árg. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbökasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. (lokað í des. og jan.) Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Hugleiðingar undir nSesta þing. Eftir öli þau ósköp, sem á gengu í haust meðtn kosningarnar fóru fram, skyldum vér ætla, að mikið stæði til á næsta þingi, og að ekki skorti áhuga á undirbúningi nauðsynja- mála til næsta þings. En svo er að sjá, sem logn og ládeyða sé nú yfir öllu, og mætti ráða af því, að undir- straumurinn hafi í rauninni verið lítill. Það bólaði líka varla á nokkru máli á kjör- fundunum, nema þessu eina máli, sem skifti Iandsmönnum í tvo flokka og vakti miklu meiri sundrungu, en áður hefir nokkurn tíma átt sér stað í landsmálum vorum. Varla heyrð- ist um það leyti minst á nokkur önnur áhuga- mál. Þá var eins og ekkert annað þyrfti að taka á stefnuskrána. Ekki var þá að heyra, að atvinnuvegum vorum væri mjög ábótavant, eða að þingið þyrfti að skifta sér mikið af þeim. Alt hvarf þá í iðu stjórnarskrármáls- ins, og eftir því fóru kosningarnar — kosnir 17 embættismenn á þing, auk hinna konung- kjörnu, menn sem vegna stöðu sinnar þekkja miklu síður atvinnuveguna og hvers þjóðin þarfnast en bændurnir. Það er einkum tvent, sem almenningur kvartar nú sáran um, peningaskorturinn og verkafólksskorturinn. Þetta hvorttveggja ætlar að gera út af við iandbúnaðinn. Það hlýtur því að verða eitt helzta verk alþingis næst, að gera tilraunir til að ráða bætur á þessu tvennu. En búast má við því, aðýms- ir örðugleikar verði á því fyrir þingið, ekki sízt af því, hvernig það er skipað. -- Það er mjög óvíst, að nokkurt tilboð komi til næsta þings um bankastofnun, og þurfa menn þá ekki lengur að óttast auðvald það, sem slík bankastofnun átti að hafa í för með sór, eða að landið yrði fyrir það fjárhagslega innlimað í Danmörku, og eins og hinir sömu menn hafa haldið fram, að stjórnarskrárbreyt- ingin, sérstakur íslenzkur ráðgjafi, væri ekki annað en pólitísk innlimun í Danmörku. Mót- stöðumenn nýrrar bankastofnunar hafa álitið að betra væri að landið tæki lán, svo sem 2 miljónir króna. Yér sjáum ekkertá móti því, ef lánið fengist með viðunanlegum kostum, en hætt er við, að Islendingar yrðu að sæta líkum kostum og smáriki, sem tekið hafa lán á síðari árum, t. d. Montenegro, sem borgar 8°/0 af rikisláni, en fengi ekki lánið með öðr- um eins vildarkjörum og t. d. Eússar, sem fyrir skömmu fengu stórt ríkislán og greiða af því að eins 4°/0, En peninga þurfum vér að fá, og verðum að fá þá frá útlöndum. Það mundi að líkindum örðugt að fá verzluninni breytt þannig með lagasetning, að peninga- viðskiftin jykust að mun, þvi þótt það ráð væri tekið, að leggja álögur á vöruskiftaverzl- unina, er hætt við að á því yrðu ýmsir ann- markar. Þingið verður eitthvað að gera í þessu máli. — Þótt einstakir kaupmenn hafi nú síðustu árin flutt allmikið af peningum inn í landið, verður ekki sóð, að greiðst hafi að mun úr viðskiftavandræðunum, sízt norðan lands og austan. — Þar eru menn nú líka farnir að verða langeygðir eftir útibúum landsbankans, sem bankalögin gera ráð fyrir. — Eitf allir treysta á þingið, og það er eðlilegt. Þing- mönnum sumum þykir almenningur heimta of mikið af þinginu, en vér ætlum það væn- legast til framfara, að gera sem mestar.kröfur til þess. Svo er að sjá sem Páll amtmaður Briem ætli „Búnaðarfóiagi íslands“ að reisa við landbúnaðinn, sem nú er á fallanda fæti. Öllum bændum kemur nú saman um það, að vinnufólksskorturinn só mesta mein landbún- aðarins. í einstökum hóruðum landsins hefir þó vinnufólksskorturinn ekki orðið tilfinnan- legur fyrr enn á síðustu árum, en nú er að heyra sömu kvartanir úr öllum hóruðum lands- ins. — Vinnufólkið er stöðugt að verða færra og dýrara. Að líkindum mætti sumstaðar bæta nokkuð úr vinnufólksskortinum að sumrinu með því, að fá sláttuvélar, en því er miður, að fremur óvíða mun vera hægt að nota þær, en í þessu blaði verður bráðum skýrt frá því, hvernig þær hafa reynst hór og hvar þær verða notaðar.— Þá væri líka mesta nauðsyn, að gerðar væru tilraunir með fyrirhafnarminni þurkun og hirðing á heyi en nú gerist, því oft er miklu af heyskapartímanum eytt til ónýtis við hirðing á heyi, og heyið verður oft hálf-ónýtt eða al-ónýtt til fóðurs vegna illrar hirðingar. — Að þessu hvorutveggja ætti Búnaðarfólag landsins að vinna. En hið eina ráð, sem dugir til að bæta úr vinnufólksskortinum, er það, að fara að dæmi nágrannaþjóðanna og fá vinnufólk frá útlönd- um, eins og Svíar fá vinnufólk frá Eúss- landi, Norðmenn frá Svíþjóð og Danir frá Sviþjóð og Póllandi o. s. frv. Með þessu móti hefir algerlega verið bætt úr vinnufólks- eklunni í þessum löndum, sem annars mundi vera tilfinnanleg; að minsta kosti þykjast nú Svíar og Norðmenn hafa nóg af verka- fólki og vilja stöðva innflutninginn. Hvað ætli væri á móti því, að íslendingar reyndu að fá hingað útlent verkafólk, t. d. frá Sví- þjóð? Og þingið ætti að sjálfsögðu að stuðla til þess að koma innflutningunum á. Þetta fólk er ekki kaupdýrt, líklega heldur ódýrara en innlent verkafólk, og mundi geta unnið algengustu sumarvinnu hér. Þingið verður framvegis að vera stórtæk- ara og áræðnara en það hefir verið, ef alt á ekki að lenda í sama farinu og áður. Búast má þó við því, að nokkur þurð verði á ein- stökum tekjugreinum landssjóðs, svo semtoll- unum; tekjurnar af áfengistollinum hljóta að minka talsvert við það, að fleiri og fleiri verzlanir hætta að verzla með áfengi; munar t. d. mikið um það, ef 0rum & Wulff, sem hafa svo víða verzlun á Norðurlandi ogAust- urlandi, hætta allri áfengisverzlun. En var- lega verður þingið að fara í því, að þyngja gjaldabyrði almennings, því þótt einn af æðstu embættismönnum vorum hafi fyrir skömmu sagt í blaði, að hér á landi væru ekki þung gjöld til landsþarfa i samanburði við önnur lönd, mun annað koma í ljós, ef litið er á efnahaginn. Yór þykjumst sjá, að nú um aldamótin geri menn sór miklar vonir um náttúrukrafta lands- ins. Skáldin yrkja öll um fossana. Þetta blað hefir vakið máls á því fyrir mörgum ár- um, fyrst allra íslenzkra blaða, að íslandætti mikla auðlind 1 fossum og vindi framar mörg- um löndum. — Nú ætti hið fyrsta þing hinn- ar 20. aldar að stíga fyrsta sporið í þá átt, að gera tilraun til að sýna þjóðinni, hvaða auðæfi hún á þar fólgin. Telegraf-málið mun vera lagst í dá í bráð- ina. Yér ættum ekki að þurfa styrk margra þjóða til að leggja telegraf til landsins beint frá Hjaltlandi, sem mundi ekki kosta 2 milj. króna. — A það var eitt sinn bent í Fjallk., að vér gætum sjálfir lagt þennan telegraf, ef Danir vildu greiða í einu það tillag, sem þeir greiða nú til Islands á hverju ári samkvæmt stöðulögunum. Okkur kæmi það einmittbezt nú, að fá það greitt í einu, á þeim tima, er vór höfum lært að fara með það og þörfn- umst þess mest. Liklegt er að Dönum væri það jafnkært og okkur, að fá þessu atriði breytt í stöðulögunum. Þegar höfuðstóll til- lagsins væri greiddur, en ekki fyrri, er full- nægt tilgangi 5. gr. stöðulaganna, semtekinn er fram í enda greinarinnar, að öll skulda- skifti, sem verið hafa milli ríkissjóðs og ís- lands, sóu alveg á enda kljáð.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.