Fjallkonan


Fjallkonan - 19.01.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 19.01.1901, Blaðsíða 3
FJ'ALLKON'AN. 3 hagi manna, að gott verð varð á sauðfé í haust, sem er að þakka samuingum, sem for- menn pöntunarfélags Stokkseyrar og Árnes- inga gerðu við konsúl Jón Yidalín. Eg ætlaði að minnast lítið eitt á framtíðar- horfur bænda. Því verður ekki neitað, að bústofn þeirra hefir fremur gengið til þurðar síðustu árin, sem kemur af rýrum heyskap, vegna sumarrigninga, og af hinu lága verði, sem verið hefir á sauðfé undaufarin ár, og í þriðja lagi af algerðu aflaleysi með öllum Rangársandi, sem margir hafa haft mikið bjargræði af. En þó bústofninn hafi rýrnað, hefði hann, eins og hann nú er hjá allflest- um, verið mjög viðuuaniegur fyrir 20— 30 árum. Það er því ekki aðalatriðið, hve bú- stofninn er litill, heldur hve dýrt og ómögu- legt er að framleiða hann og halda honum við. Hugsunarhátturinn hjá mörgum af yngri kynslóðinni er orðinn svo áttaviltur af ein- hverju mentunarhringli, að fólkið sópast til kaupstaðanna, svo að til vandræða horfir. Bændur eru eftir vinnufólkslausir, en þeir sem ekki setjast að í Reykjavík eða öðrum kauptúnum fara á þilskipin frá marzbyrjun til ágústloka og liggja svo á meltunni hinn tímann ársins, eða flakka sem áður var kall- að en nú er kallað að ferðast um landið og finna kunningjana. Það er orðið nálega ómögulegt að fá menn til að hirða fénað að vetrinum; menn vilja ekki gera það, eða kunna það ekki, þó t. d. væri hægt að ná í einhvern þilskipamanninn framan af vertíð; sama er að segja um stúlk- ur til að vera í eldhúsi eða fara með mjólk og matreiðslu; þær vilja allar fara til íteykja- vikur til að læra. Ef þetta fólk yrði síðan nýtir limir þjóðfélagsins, væri minni ástæða til að kvarta, en því miður er lítii reynsla fengin fyrir því enn, fen fremur fyrir þvi að það hafi við talsvert að styðjast, sem Bene- dikt Gröndal segir í lýsingu Reykjavíkur, að það flykkist til Reykjavíkur til að læra að gera ekki neitt. — Ritstj. Dagskrár heitinnar, Einar Benediktsson, sagði i því blaði, að Reykjavík gæti tekið á móti öllu landsfólk- inu; þetta hefir vist biessað kvenfólkið heyrt. Skúli Thoroddsen sagði á þingi 1893, að allir verkfærir karlmenn ættu helzt að vera á sjónum — að embættismönnum og kaup- mönnum undanskildum —. Þessi orð hafa líka gengið tii eyrna vinnumanna í sveit- unum. Nú virðast allar horfur á því, að landbænd- urnir hverfi úr sveitunum og að þær verði að eins handa útlendum ferðamönnum og kaupstaðafólki til að gera þangað útreiðir og liggja þar í grasinu og æja hestum sínum. Sumir halda að alþingi geti kipt þessu í lag, en það mun reynast örðugt að breyta hugsunarhætti þorrans. Þingið á sjálft mik- inn þátt í því, að búnaðurinn er kominn í þetta vandræðahorf, og mun það reynast því miklu örðugra að lagfæra það. Áður var það álitið holt og gott fyrir vinnufólk, að dvelja sem lengst á góðum heimilum, og þá skoðun hafa menn enn í öðrum löndum.-------- Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) Eg vissi ekki hverju eg átti að trúa. G-at það verdð, að eg kæmist í burt héðan? Yar þá allur grunur minn ástæðulaus? Ef nokkuð væri að marka það sem greifinn sagði, átti eg að verða á ferð á næturlestinni til Buda-Pesth annað kvöld, en alt sem eg hefi orðið hér var við ætti þá að vera óskiljanlegur draum- ur.------ Eg settist við borðið og þakkaði guði fyr- ir, að eg væri nú sloppinn úr allri hættu. Síðan fór eg að tína saman farangur minn og búast til ferðar. Hringurinn lá á borðinu; mér fanst eg þurfa að reyna hvort hann væri mér mátulegur, og það var eins og einhver ósýnilegur kraftur drægi mig að honum. Eg tók hann upp, og um leíð fann eg einhvern brennandi straum leggja um æðar mínar; eg datt hálf-meðvit- undarlaus ofan á stólinn — eg fleygði hringn- um á borðið. Og þá raknaði eg brátt við aft- ur. Eg lá í stólnum langt fram á nótt, en að síðustu stóð eg upp og gekk inn í svefnher- bergið og sofnaði fast. Þegar eg vaknaði sá eg með skelfingu að klukkan var eitt.----- Eg hafði sofið yfir mig. Eg flýtti mér á fætur í ofboði og stökk út að borðstofúglugganum. Enga hreyfing var nú að sjá í hallargarð- inum. Tataramir vóru allir á burt, og allur farangurinn sem þar hafði verið. Yagn greif- ans var þar ekki heldur. Eg hljóp ofan i forstofuna og ætlaði að reyna að ná í ökumanninn og segja honum að eg væri ferðbúinn. Hliðið var læst, og slagbröndum skotið fyr- ir það, svo að engin von var til að komast út. Þegar eg kom aftur inn í borðsalinn, tók eg eftir því, að enginn matur hafði verið bor- inn á borð. — Eg flýtti mér nú inn í átt- strenda herbergið, þrýsti á dyrahnappinn og ætlaði að reyna að komast þá» leið út úr höll- inni, en þar var alt harðlæst. Nú sá eg að eg var lokaður aleinn inni í þessari höll sem mús í gildru.------ Alt var eyðilegt í hölliuni. Skrifborðgreif- ans var autt og bókaskáparnir vóru að mestu tómir; ritföngin höfðu verið tekin burtu; þar var ekkert nema hringurinn. Klukkan varð sex — sjö — átta; það fór að rökkva. Grafarþögn var í höliinni. Eg var orðinn máttlaus af hungri. Eg reyndi til að brjóta leynidyrahurðina, en tókst það ekki. Eg var nú ekki lengur í neinum vafa um það, að greifinn hafði lokað mig inni með vilja og ætlast til að eg sylti í hel í þessari ógurlegu gröf, eða fengi enn verri afdrif. Eftir því sem dimma tók urðu hugaraugu mín hvassari, og mér kom margt í hug, eem eg skrifa ekki hér. Maktir myrkranua hafa tekið saman ráð sín gegn mér — eg veit ekki í hvaða tilgangi, en eg sé og þekki hættuna -----Mér er sem eg heyri hvíslað i eyra mér — eg veit að hún er ekki langt frá mér. — — Hvitir handleggir, inndælar varir-------- „Þegar eg er farinn getur þú haft hann“, sagði greifinn, eða var það draumur? Nei eg vil ekki selja sál mína. Eg hlýði ekki þessum falsröddum — eg vil vera mað- ur. Ef þú læsir einhvern tíma þessar línur, Yilma, þá veiztu, að eg er dáinn og að eg hefi ætíð elskað þig og verið þér trúr. Eg hefi nú afráðið það sem eg ætla að gera. Eg hefi rist sundur lökin úr rúminu mínuog flóttað úr þeim reipi, sem eg vona að haldi. í því ætla eg að síga niður úr glugganum, þegar bjart er orðið, og reyna að komast of- an á stéttina. Það er hættuför, en getur tek- ist. Ef mér mistekst, þá tekur þó ekkert ann- að verra við en dauðinn. — Það birtir meir og meir. Eg hefi fest reipið. Eg er nú tiibúinn. Yertu nú sæl í seinasta sinni, kæra Vilma, fyrirgefðu mór alt sem eg kynni að hafa gert á hluta þinn, og þú mátt trúa því, að eg hefi altaf elskað þig og enga nema þig. (Frh.). Húsbruni og fénaöartjón. Aðfaranótt 3. nóv. í vetur brann bærinn á Hámundarstöðum í Vopnafirði hjá Birni bónda Jónassyni til kaldra kola. Fólkið, húsbóndinn með konu og börnum, gat með naumindum bjargað sér nndan eldinum klæðlaust að kalla. Bærinn og innanhúss munir vóru vá- trygðir fyrir 5000 kr., en skaðinn er samt met- inn 2000 kr., með því engu varð bjargað og þar brunnu meðal annars allar vetrarbirgðir heimilisins. Bóndinn fór þegar til Yopnafjarðarkaupstað- ar að sækja við til að þilja innan fjárhúskofa, þar sem hann ætlaði að láta fyrir berast f vet- ur með konuna og börnin. En þegar hann var á heimleið úr kaupstaðnum á skipi með viðar- farm, gerði á hann norðanbyl, svo að hann varð að suúa aftur og gat með naumindum náð sftur til kaupstaðarins. í þessum sama byl misti hann 30 fjár í sjóinn, þvi enginn var heima til að gæta fjárins. Bóndinn er Húnvetningur, en konan er sunnl. Áldamóta-minningar. Eyrbekkinqar heldu aldamótin hátíðleg með glugga-uppljómunum og samkomu, þar sem haldnar voru ræður (sóra Ólafur í Arnarbæli o. fl.) og sungin kvæði eftir Brynjólf Jónsson frá Minnanúpi. Grindvikingar höfðu samkomu á nýársdags- kveld á Járngerðarstöðum, og heldu þar ræður séra Brynjólfur Jónsson, Einar G. Einarsson í Garðhúsum og Erlendur Oddsson barna- kennari. Isfirðingar höfðu brennu mikla á nýárs- dagskveld og blysför; 40—50 verkmenn úr bænum gengu með blysin og þótti það góð skemtun. Helztu kaupmenn bæjarins stóðu fyrir brennunni. ísfirðiugar héldu samsæti og voru þar sam- au komnir 150 manna úr kaupstaðnum. Þar vóru ræður haldnar og ýmsar skemtanir. Þar var sungið þetta kvæði eftir Hannes Havstein: Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna, farsæld og manndáð vek oss endurborna. Strjúk oss af augum nðtt og harm þess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna. Dagur er risinn, öld af öld er borin, aldarsðl ný er Bend að skapa vorin. Árdegið kallar, áfram stefna sporin. Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn. Aldar á morgni vöknum til að vinna, vöknum og týgjumst, nðg er til að sinna. Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna. Fjallkonan unga, yngst af Norðurlöndum, ðminn fær heyrt af dáð frá systra ströndum; bíður með þrá, sem ástmey örmum þöndum, eftir þeim svein, er leysi’ hana’ af böndum. Sólgeisla hár um herðar bjartar íellur, hátt móti röðli fannhvítt brjóstið svellur. Eldheitt í barmi æskublóðið vellur, aldanna hrönn að fótum henni skellur. Dróttinn hún fínnur: Öfl í æðum funa, ólgandi íossa kynjamögnin duna. Auðlindir sævar ótæmandi bruna. Ónotuð frjógnótt beiskju vekur muna. Yeit ’ún að hún er ei,af kotungskyní, kann og að fóstra marga vaska syni. Mænir nú hljóð gegn ungrar aldar skini — — Á hún þar von á lengi þráðum vini? Sú kemur tíð, er upp úr alda hvaríi upp rís þú, Frón, og gengur frjálst að arfl. Öflin þín huldu geysast sterk að starfi, steinurðir skreytir aftur gróðrarfarfl. Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Sé eg í anda knör og vagna knúða krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða’ og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða. íslenzkir menn! Hvað öldin ber í skildi enginn fær séð, hve feginn sem hanu vildi. Eitt er þó vist, hún geymir Hel og Hildi. Hlífl þér, ættjörð, guð í sinni mildi. Hitt er og víst, að áfram, áfram miðar. Upp, fram til Ijóssins! Tímans lúður kliðar,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.