Fjallkonan


Fjallkonan - 19.01.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 19.01.1901, Blaðsíða 2
FJALLKO'NAN. Yér getum nú vænzt samkoraulags á næsta þingi, þó óvænlega hafi. horfzt á það. Ekki þyrfti annað en stjórnin sendi umboðsmann til að semja við þingið. Hann mundi þó ekki taka þátt i þingræðum, eins og Fjallk. hefir áður bent á, þar sem hún sýndi fram á það með ljósum rökum, að ráðgjafinn gæti ekki mætt á þingi samkvæmt stjórnarskránni. Ekk- ert er því samt til fyrirstöðu, að stjórnin geti skipað sérstakan ráðgjafa fyrir ísland ánstjórn- arskrárbreytingar, en vér getum ekki fengið hann á þing nema með stjórnarskrárbreyt- ingu, því stjórnin getur ekki ætlast til að ráð- gjafinn sé aðstoðarmaður eða undirtylla lands- höfðingja. Til ritstj. „Bjarkau. „Som man raaber i Skoven, faar man Svar“. í „Bjarka", 15. desember 1900, standa þessi orð um mig út af kvæðabókinni minni: „Nær alt, sem hann hefir ritað nú í mörg ár, er ein endalaus ádeila gegn öilu því, sem yngra er en hann sjálfur, ollu því nyja sem frarn hefir komið í hugsunum manna og fram- kvæmdum síðan sjálfur hann varð fullþroska, eða síðan hann fór að eldast. Hann getur ekkert af því litið réttu auga. í formálanum fyrir þessari bók gleymir hann ekki heldur að taka yngri tímann og yngri mennina til bæna. Ýms kvæði hans frá fyrri árum eru einuig um sama efni. Honum finst auðvitað megn aftur- för í skáldskapnum nú á dögum eins og í öllu öðru“. Minna mátti það ekki vera; og þá má það heldur ekki minna vera en eg lýsi öll þessi orð haugalygi. Enginn er fúsari en eg að viðurkenna það sem mér finst gott eða fallegt, __ hvort heldur það er skáldskapur eða annað __ en Þ. ö. (og hans fylgifiskar) ætlast til að eg og allir viðurkenni alt, einungis ef það er „ungt“, og náttúrlega fyrirdæmi alt, ef það er „gamalt“. Þetta „unga ísland“ er nú raunar sjálft komið til ára sinna og komin á það elli- glöp. Það er komið yfir tvítugt, og það er hár aldur nú á dögum. En eg fer ekkerteftir þessu; eg hugsa aldrei um það, hvort einn hlutur er ungur eða gamall, eins og þeir sem alt af eru að hrósa sér at því að þeir séu ungir, en eru orðnir gamlir þegar minst varir. Það er ekki satt, að eg lítilsvirði eða fyrirlíti alt sem er eftir hina „yngri menn“; eg skal hér meðal margs annars nefna kvæði Einars Benediktssonar, sem heitir „Grettisbæli“, kvæði Þorsteins Erlingssonar, „Þórsmörk“ og „Skil- málarnir“ — allir mættu biðja Apollon á hnján- um um að geta gert önnur eins kvæði. Þau eru bæði hárómantisk, því án Romantik er enginn skáldskapur hugsanlegur. Eða hvar hefi eg komið fram sem fjandmaður allra hugs- ana og framkvæmda? Sýni Þ. G. það. Það er enginn vandi að segja það um mig sem Þ. G. hefir sagt, þar sem hann nefnir ekkert rit né kvæði eftir mig því til sönnunar, enda er ekk- ert slíkt til, nema honum sárni að eg hefi haft á móti agentum og Vesturheimsflutningum. Þá ergir hann sig ekki lítið yfir kvæðunum um ísland — eitthvert íslenzkt ungmenni á ParÍ8ar-sýuingunni (eg veit ekki hvort hann var sjálfur til sýnis eða tii annars) var líka að ergja sig yfir „föðurlands-jarminu“ (sem hann kallaði svo) — hann hefir víst aldrei heyrt Frakka syngja „Amour sacré de la pa- trie“, sem þeir syngja hvert einasta sinn eem farið er með „MarseiIIaisen“ — þarna kastar Þ. G. ellibe'lgnum og verður ungur í annað sinn með eldfjöri — „lad rulie Marie!“ og ham- ast nú á móti „föðurlands-jarminu“ — sem hann raunar aidrei getur þaggað niður, það rís alt af upp og núna seinast um aldamótin (en liklega ekki á „kontórmum“ hjá Bjarka). — Þessi fjöruga penna-orrusta er háð í Bjarka með eftirfylgjandi orðum: „Aðalkjarninn í skáldskapnum varð þáföður- lands- og þjóðernis-ástin í sambandi við forn- aldar- og forfeðra-dýrkunina, og svo náttúru- tilbeiðslan. Kærasta yrkisefni skáidanaa varð „gullöidin forna“, og svo „Fjallkonan fríð“, hin „eldgamla ísafo!d“ — föðurlandið. Og fannafargið á fjöllunum varð í hugmynd þeirra að hvítum, tignarlegum skrautfaldi, kolgráar jökulárnar að silfur- og krystals-leggingum á þessari tilbeðna fornaldarmey. í kvæðum Bjarna og Jónasar og svo allra skálda okkar fram á síðnstu tíma hefir landinu verið þulið óþrot- legt lof fyrir klakann og kuldann, illviðra- sprænunum sungair hátónaðir lofsöngvar. Það er heimur fegurðarinnar, sem þessi skáld opna, og þau tilbiðja hana án tillits til alls annars. Eg er ekki að lasta þeirra verk“. Á, herr Redaktör! Kvæðið um „volaða landið“ á sjálfsagt bezt við herra ritstjórann; „Lögberg“ mundi taka á móti nonum báðum höndum og hann gleður meun sjálfsagt einhvern tíma með kvæðum um rafmagn, eimvélar, skilvindur, ostagerð og mjólkurbú. Þá heldur Þ. G. áfram rausinu: „En fornaldar dýrkunin frá fyrra hluta ald- arinnar hefir nú á síðari áratugunum alstaðar vikið sæti fyrir framtíðardýrkuninni, sem kem- ur fram í hugsjónum manna um nýtt mannfé- lags-skipulag“. Öldungis rétt, á „framtíðardýrknninni“, dýrk- un á einhverju, sem enginn veit hvað er eða hvernig verður. Og svo „nýtt mannfélagsskipu- lag“, jú víst! Þegar við flytjum allir úr sveit- unum og byggjum borgir — margar borgir með 70,000 hræðum — „þá ísraels lýður ‘(íslend- ingar) einka fríður af Egyptó (nefnilega úr sveit- unum) út réð ganga eyðimörk langa (nefnilega Sprengisand eða Holtavörðuheiði) yfir dró, á Móabsvöllum (nefnilega Möðruvöllum eða Húsa- vik) þreyttur þó þar um síðir landtjöldum sló“ (til að byggja borgir). Enn fremur: „Og hin háværa föðurlands tilbeiðsla fer með tímanum 8ömu,i'leiðina — hún hverfar. Yngri bynslóðin lítur nú yfir höfuð alt öðrum augum á þetta mál en hin eldri gerði, fyrir 30—40 árum“. Það er merkilegt, hvað Steini garmurinn, sem annars er góðkunningi minn, er á eftir tímanum. Hann veit ekki, að þetta uppþot, sem kom upp í hinu „unga íslandi“ fyrir svo sem rúmum 20 árum, er dottið niður oghjaðn- að attur eins og vatnsbóla. Rómantíkin hefir sigrað aftur og sezt í sitt gamla sæti, og beztu kvæðin yngri ogyngstu skáldanna, Einars Bene- diktssonar, Þorsteian Erliagssonar og fleiri, þau eru einmitt rómantisk. Og ekki er það síður n:erkilegt, kvernig tím- inn endurfæðist og sömu atburðirnir enduruý- jast, lagaðir í anuað form eftir tímanum. Þor- steinn uxafótur hamaðist á Orminum langa og barði með ás, þangað til Ólafur Tryggvason skipaði honum að hætta og berjast eins og mað- ur; Þorsteinn Gíslason hamast á Bjarka og berst með pennanum þsngRð til Þorsteinn Er- língsson skipar honum að ixætta og fylgja tím- anum betur. Annars er það merkilegt, hversu óþreytandi þessir skálddómarar eru í því að ætlast til að allir yrki eins og þeim þóknast. Eins og menn hafi ekki rétt til að vera sjálfstæðir; þetta hefi eg einmitt tekið fram í formálanum og sagt orð Goethes um þetta: að skáldin eigi ekkert að hirða um hvað öðrum þóknist, og sizt hugsa um blaðamanua dóma (sem annars hafa verið mjög vingjarnlegir um bókiua); en svo virðist sem Þ. G. hafi lesið formálann einungis laus- lega, því eg hefi þar gert ráð fyrir öllu þessu sem hann finnur að. Því ef þessi aðfinning hans, sem eg hefi nú tekið hér fram, væri rétt, þá væri ekki einungis öll kvæðabókin ónýt, heldur væri einnig allur okkar skáldskapur ó- nýtur og einskis virði. En þá þekki eg illa íslendinga, ef hróp Þ. G. ekki er orð hrópand- ans á eyðimörku. Og þá er nú Þingvallaferð- in! Þessir skálddómendur eru orðnir of gamlir til þess að geta haft gaman af henni. Eg hefi annars alls ekki ætlast til að hún væri hláturs- efui eða fyndni; hún er blátt áfram frásaga um ferðina, en þeir eru að leita í henni að því sem þar er ekki. Þar að anki eru þeir svo latir, að þeir nenna ekki að Iasa hundrað vers; þeir eru orðnir dauðþreyttir af fimtíu. Dæma það ólesið, eða með óbeit, eins ogrímurnar. Annars er það ekki tímans andi nú, að hafa tilfinningu fyrir gamankvæðum; allir eru í framförum og verklegum tilraunum, og þetta befir áhrif á þá sem yrkja. Hefði eg gert „Heljarslóðarorrust- una“ nú, þá skyldnm við sjá hvernig henni hefði verið tekið, hún hefði verið dæmd „vitleysa“, „á eftir tímanum“, en ekki sem skáld- verk. En þá voru þeir ungir og gátu tekið á móti henni og notið hennar, og þessi gömlu á- hrif vara enn og hafa ekki dofnað. Það sem þeir sjá nýtt, það vinnur ekki á þeim, þótt það sé eins gott, því ellin hefir hert á þeim húðina og deyft í þeim heilann. En þetta gildir eiginlega ekki nema um „lærða“ flokkinn, alþýða manna er miklu síður snortin af því, og ég veit að hún finnur margt sem „lærðu“ möununum er hulið. Og það er einmitt alþýðan, óskólagengna og ólærða fólkið, sem eg treysti. Hvað það snertir, sem Þ. G. ritar um sjálf kvæðin, þá er eg vei ánægður með það, og þegar eg las það, þá sagði eg við sjálfan mig: „H.... stíiar hann nú vel!“ Það gleður mig líka, að eg hefi getað hleypt fjöri í Steina, því hann er feitur og værugjarn, og ekki mikið fyrir ákafar hreyfingar eða áreynslu, en þarna fer hann ailur á loft og verður fjörugur eins og foli, sem er nýhleypt út úr hesthúsi eftir langan og leiðinlegan vetur. Og það sem gleð- ur mig mest, er það, að á þriðja dálki er h&nn mér alveg samdóma um skáldskap yfirleitt, svo hann getur sagt eins og Goethe lætur Fást segja: „Vernuft fángt wieder an zu sprechen“. Svo bið eg að heilsa Steina með þakklæti fyrir „skrifið". Ben. Or. Búnaðarhorfur. Bréf úr Rangárvallasýslu. Síðasta ár aldarÍBnar hefir verið gott; vet- urinn í fyrra mjög vægur, vorið að vísu hálf- kalt og vætusamt, grasvöxtur í mjög góðu Iagi og nýting á heyjum vandræðalaus fram að september, ill úr því. Heyskapur í betra meðallagi alment. Veturinn fram að nýári mjög góður og fénaður í haustholdum. Kálgarða-ávöxtur hefir sprottið fremur vel, en sá vandræða galli hefir orðið víða á görð- um, að kartöflur hafa skemst af kartöflusýki og kveður svo mikið að því, að sumir hafa orðið að fleygja allri uppskeru sinni. Þetta er stórtjón, því allir hinir efnaminni lifa að miklu leyti á garða-ávexti með mjólkurdrop- anum. — Gulrófar spruttu vel, en sá ókostur fylgdi þeim, að alt það fræ, sem hér var feng- ið frá „Garðyrkjufélaginu“ spíraði venju fremur, en rófur þær sem spruttu af íslenzku fræi lánuðust mjög misjafnlega eftir rigninga sumar. Óskandi væri að gróðrarstöðin í Reykjavík legði kapp á að rækta sem mest af gulrófnafræi, því þó Þrándheims fræið reynist hér vel vanalega, þykja rófur af því ekki eins góðar og af íslenzku fræi. — Það væri og nauðsynlegt, að garðyrkjufróðir menn gæfu góð ráð til að stemma stigu fyrir kar- töflusýkinni, því kartöfiuræktin er arðsamasta jarðrækt hér á Suðurlandi, þar sem reynsla er fyrir því, að af 14 □ föðmum fáist 1 tunna af bartöflum (og ætti eftir því að fást yfir 60 tunnur af dagsláttunni, ef vel er á haldið), en hverja tunnu má virða á 8 kr. Það eru þá 480 kr., eða alt að 500 kr., sem dagsláttan getur þannig gefið af sér. En reynslan hefir sýnt, að af vel ræktuðu túni gefur dagsláttan af sér 15—18 töðuhesta. Hér um slóðir hefir það nú bætt nokkuð

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.