Fjallkonan


Fjallkonan - 25.01.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 25.01.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 víkjandi, og svo til þess að fá upplýsingar um gripina sjálfa, kyn þeirra, vöxt, lit og vœnleik. Eg tek það fram enn, að sýnirgar i smá- um stíl, hreppa- og héraða-sýningar, eiu það fyi-s,ta að mínu áliti, er gert verður til þess að rannsaka nautpeningsræktina hér á landi á búfræðislegan hátt. Þær eru nauðsynlegar til þess að fá upplýsingar um kyn nautpen- ingsins, útlit og eiginleika. Um leið og þær upplýsingar eru fengDar, má fyrst fyrir al- vöru fara að framkvæma reglubundnar kyn- bætur, sem miða að því, að framleiða hið bezta, er finst hjá íslenzka nautgripakyninu. Þetta gildir bæði um mjólkurmagn, eða nyt- hæðina, smjörgæðin, vöxtinn og vaxtarlagið, litinn o. s. frv. Þá munu raenn fara að ala upp stofna með vissum einkennum innan kynsins, og yfir höfuð að leggja stund á að eiga sem fallegastar og beztar kýr. Sigurður Sigurðsson. ISLENZKUR SÖGUBÁLKUR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, próíasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandr., Landsbókas. 189, 4to]. (Prb). Þegar kóngnr og yfirvöld skipa það, er bóandi sýkn saka, en þetta hefi eg ei enn séð. En mig nggir landfógeti hafi ei knnngert þetta. Og þó klausturhald- ari kvitteri þfisund sinnum fyrir það-kemur alt í sama Btað niður svo lengi sem hann (tollurinn) er ei af- skaffaður, af æðri mönnum, eður hér með lempni niður talaður, hvað þau mjög so ólempin og óviðfeldin milli gangandi skrif fyrirbjóða; mig furðar aldeilis, hvernig fólk ber sig að, og hvernig rógburður vondra manna hefir so samlagað sig trfigirni, að orðin eru eitt í því að innvikla mig í þeBsa folks veseni, að merkja má eg sé hafður fyr- ir forgöngumann um stundir, jafnvel þó þau þar í tekin examína hafi lítið styrkt þar til; þó grunar mig stjörnu- kíkirinn í Gröf hafi ei lítið contribuerað1 2 3) við sína retour- reisu, hvað ei lítið gleður suma landa vora, ef þeir kynnu að umbylta vorri vináttu i óvináttu, hvað ef nfi tekst í þriðja sinn, meinast að af því kucni að gerast eitt bencke* nærverendum til minkunar, fjarverendum til aðhláturs, guði til stygðar, djöflinum til þjónustu og mörgum til ills. ’Aftur gengur lygi þá sönnu mætir’. Nfi mun nokk- uð djarft fram i farið. Ei þarf hygnum ráð að kenna, en þó er mitt ráð þetta, að sérhver giftur láti ei konu stjórna sér eða ráða so, að ei rannsaki áður hvað tilhlýð- ir, því ’köld eru oft kvenna ráð’ og of fljótt grunduð; hafa því þar fyrir oft að óþægu komið. Eg bið forláts á feilum mínum; mér lízt bezt menn tali saman, en ali ei hatur innbyrðis. Að síðustu næst hvers kyns velstands- óskum og ástar heilsan til Herr Præposito etc Vík 4. Martií 1774. L. Ouðmundsson. 39. Eðla velvísi hr. Præses Exoptata salus! Hans eðla göfugheita nýmeðtekið tilskrif þakka eg kærlega. Það er alt þar inn fært, sem til góðs vegar og forlíkunar má hverfa. Eg er ei maður fyrir ófrið, og ei sæki eg eftir honum; þó fær friðinn8) enginn lengur en hans nábfii vill, og vill það máltæki hér sannast. Sann- mæli eru það, að ’svo fyrnast ástir sem fundir’; hefi eg nfi frá honum í umliðin 17 ár ei fengið soleiðis stílaðan seðil, að eg voga ei annað en gjalda í sömu mynt, og svara honum aftur með þriðju persónu stíleringu. Víst hefir mér i þanka verið að ávarpa hann með fáum linum, en eg hefi gefið þeim þönkum svigrfim, meðan nokkuð doðnaði bráðaBta uppþot skarnbasBa alþýðunnar, sem ætíð em uppvægir og rasandi þá þeir hafa fyrir stafni að sverta sína yfirboðara. Hvernig slæðir hann að mór sendi- för Ólafs Ingvarssonar? Sé hún höfð hér í Mýrdalnum fyrir borðsögu, þá uggir mig hún sé höfð víðar. En hvað kemur hón þessu máli við? Því vík eg þar frá tilsjálfs efnisins. Án allrar hræsni að segja, fell mér bæði þungt og iHa. »ð hann skyldi nfi bregðast mér og komast í lið með mótpörtum mínum í þessu Pells tolls veseni. Af því sem undan var farið og von mín stóð upp á, höfðum 1) styrkt til. 2) lílel. málaferli, dómar. 3) tg. f. hann. við ei contraherað1) enn í sumar til ævarandi trfi- skapar og samlyndis í öllu geranlegu alt til dauðans. Guð sé mitt dýrasta vitni, að eg hefi ei viljað eins og hann hefir á þreifað og skal aldrei vilja stunda til nokk- urra áreytinga við hann að fyrra bragði, og vonaði eg þess sama eiufaldlega til hans; þó djöfullinn með sinum verkfærum hafi smeygt sér upp á milli okkar, þá hefir það þó hingað til fyrir guðs náð samist niðnr vingjarn- lega okkar í milli, og er so tró mín að enn fari. So sem hann hrærir við yfirsjónum þeim er honum sýnast af minni hálfu, so hræri eg nfi við hans aftur, án ailrar flatteringar. Er þar þá á að minnast í þessu tolls ves- eni, að í haust fyrir hreppastefnuna nefnda eg við hann í einrfimi, hvort eg ætti að gjalda þennan toll eður ei, þar til sfi nýja jarðabók inn kæmi, samþykt af kammer- herrunum, sem nfi fiti lukti hann frá jarðargjaldi, en hann ei einasta sagði mér óhætt, heldur áfýsti mig það að gera alt svo lengi. Nfi þegar kom á hreppastefnuna, var hann af mér heimtaður með soddan rembilátum og hótyrðum, sem eg veit hann sjálfur man, að varla kom nokkurum orðum eða forsvari fyrir mig; hefði eg þó kannske látið leiðast til, ef mér hefði ekki verið í fersku minni okkar fyrra samtal; þar var og enginn sá.semmig vildi vingjarnlega lagfæra ef eg rangt fór, hvað meira var ei virða mig viðtals, heldur tæ eg frá hreppstjórum eitt opið bréf eftir annað, greindan toll áhrærandi, hver- jum eg svaraði sem vit á hafði og við lá, sem þeir færðu út meir og meir á verra veg; gáfu greindum skyrtolli kristfjár-nafn mér til storkunar, og so framvegis, Nfi fekk eg bréf frá honum, í hverju hann sagði að hrepp- stjórar ætti að hefja prósessa) við mig um tollinn, en að eg skyldi ei vera einráður og láta skap mitt ráða ofmjög fyrir mig. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. II. kafli. 1. kap. Lúsía Western. Meðan Tómas Harker kvaldist milli vonar og ótta í höll Drakulitz greifa, dvaidi festar- mær hans Yilma við baðstöð í Whitby á aust- urströnd Englands. Vilma var kensiukona við einn af hinum stærri alþýðuskólum, en dvaldi þetta ár í sumarlausninni hjá æskuvinstúlku sinni Lúsiu Western. Það var venja Vilmu, að skrifa dagbók, eins og mannsefni hennar gerði, og mest af því sem síðari hluti þessarar sögu segir frá er tekið úr dagbók hennar. Vinstúika Vilmu, Lúsía Western, var indæl stúlka og þótti öllum vænt um hana, ekki sízt karlmönnunum. Hún var mjög þýð og skemti- leg í viðmóti, en þó dálítið hégómagjörn og vildi láta mönnum lítast vel á sig. Móðir hennar var ekkja og vel efnuð, en heilsulítil og þjáðist af þungum hjartasjúkdómi, svo að hún varð að forðast allar geðshræringar og ó- kyrð. Lúsía var líka fremur heilsutæp; hún hafði óvenjulega viðkvæmar tilfinningar, og hafði átt vanda fyrir það, að ganga í svefni þegar hún var barn; var því um kent, að faðir henn- ar hefði verið mjög laus á kostunum. Lúsía var föstnuð fyrir fám vikum ungum manni, Arthur Holmwood, sem var elzti sonur og erfingi Godalmings lávarðar. En hennar höfðu áður beðið vinir hans, John Seward, frægur læknir, forstöðumaður geðveikispítala í Parfleet, einu úthverfi Lundúna, og miljóungur frá Ameríku, Qvincey Morris; þeir vóru báðir bráðelskir að stúlkunni, en hún hafði neitað þeim báðum. Þeim þótti þó vænt um hana fyrir því, og vóru jafngóðir vinir Arthurs eítir sem áður. Þær vinstúlkurnar lásu saman, unnu saman og gengu saman sér til skemtunar. Þeim varð tíðförlast í kirkjugarðinn; hann var uppi á hæð, og var þaðan bezta víðsýni út 4 haf, og sátu þær þar oft um sólsetrin og nutu fegurðar þeirra. 1) samið. 2) málsókn. Vilma var þó oft áhyggjufull og óróleg; hún var hrædd um Tómas; hún hafði ekki fengið nema eitt bréf frá honum eftir það hann kom til Drakulitz. Hún hafði sktifað húsbónda Tómasar, Hawkius málaflutningsmanni, og beð- ið hann að spyrjast fyrir um Tómas hjá kon- súlunum i Vín og Budapest. 2. kap. Stormurinn í Withby. Hiun 4. ágúst gerði svo mikinn ofsastorm i Whitby að enginn mundi þvílíkt veður. Veðrið brast á úr miðnætti, og sjórinn vsrð allur sem sjóðandi hver. í bjarmanum frá vitanum við Whitby varð vart við stóra skonnortu, sem hafði öll segl uppi. Menn þóttust vita, að það væri sama skipið, sem sést hafði dagana á nndan; hafði mönnum orðið starsýnt á það fyrir það, að stjórnin á því þótti furðuleg. Sker var á leið- inni inn á höfnina, og hafði það orðið mörgum skiputn að grandi; vindurinn stóð beint á skerið af skipiuu, og var því bersýnilegt, að það mundi rekast á það, en alt í einu sneri vindurinu sér, og skipið rendi inu á höfniua, eins og því væri stýrt, og rak upp á þurt land. Fólkið þyrptist ofan að sjónurn, og þá sáu menn í glampanum frá vitanum, að dauður maður var buudinn við stýrið og reri höfuðið á honum til og frá eftir þvi sem skipið ruggaði. 3 kap. Ur skipsdagbókinni. Þegar farið var að ranusaka skipið, kom það í Ijós, að þetta var rússneskt skip frá Varna og hét „Deraeter“. Það var hlaðið köáftfm, sem vóru fullir af mold, og samkvæmt farmseð- linum áttu þeir að verasendir til verkfræðilegra þarfa. Eugin mannleg vera var á skipinu, nema hinn dauði maður við stýrið. Hann var bund- inn á báðum höndum, og krossmark hafði hann bundið um hendurnar. í vasa hans var flaska með miða i, sem var viðauki við skipsdagbók- ina. Skipsdagbókin skýrði svo frá: Undir eius og skipið varlagt á stað, varðvart við að skipshöfnin var óvenjulega tálát. Skip- stjóri og stýrimaður reyudu að komast eftir, hvað til þess kæmi, en skipverjar svöruðu engu: þó létu þeir skilja á sér, að eitthvað væri ó- hreint á skipinu og signdu sig. Skipið var komið skamt áleiðis, er vökumaðurinn hvarf eina nótt. Daginn eftir sagði einu af skipverjum skip- stjóranum, að einhver ókunnugur maður væri á skipinu, og væri hann líklega falinn í farm- rúminu. Höfðu floiri at skipverjum líka þózt verða varir við eiuhvern ókunnan mann. Skipstjóri lét því leita vaudlega um skipið, en enginn varð neins vísari. Skipið fór nú fram hjá Gibraltar, og nokkra daga farnaðist þvi vel. Þá hvarf annar stýrimaðnr eina nótt, er hann var á vöku sinni. Daginn eftir var skipið komið inn í Bret- landssund; þá vóru enn tveir horfnir af skip- verjum. Eina nótt vakuaði skipstjóri við óttalegt hljóð. Hann þaut upp á þilfarið og hitti þar stýrimanniun, sem líka hafði heyrt hljóðið. Vökumaðurinn var horfinn. Næstu nótt var skipið komið út í Englands- haf. Þá hvarf enn einn af skipverjum. Skip- stjóii kallaði á stýrimann, og hann kom upp á þilfarið náfölur af hræðslu. Hann hvíslaði að skipstjóranum: „Djöfullinn sjálfur er á skipinn; eg hefl séð hann; hann er hár og horaður, föl- ur sem nár og með glóðaraugu. Hann stóð og horfði út á sjóinn. Eg læddist að baki hans og rak hníf í gegnum hann — en hnífurinn gekk í gegnnm hann eins og búkurinn væri ekkert annað en Ioft“. Stýriraaðurinn kvaðst þó ekki hætta fyrr en hann fyndi hann, og fór síðan með ljós og verk- færi ofan í lestarrúmið til að rannsaka kassana sem þar vóru. Alt í einu heyrði skipstjóri voðahljóð neðan

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.