Fjallkonan


Fjallkonan - 25.01.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 25.01.1901, Blaðsíða 2
2 F J ALLKCTNAN. milli Ásmundarstaða safnaðar og séra Halldórs og að samkotsulagið hafi farið hatnandi í Presthólasókn. Þessa yfirlýsing bera að kaila allir heimilis- feður i söfnuðinum. En prófastur, stiftsyfirvöld, landshöfðingi og ráðgjafi segja einum rómi: „Samkomulsgið fer versnandi“. * * * Eftir síðustu fregnum, sem eru frá áreiðan- legum mönnum, verða það að líkindum að eins ein tvó heimili í Presthólasókn, sem ekki mundu taka Haildór prófast í fulla sátt við sig, ef hann væri aftur tekinn við embættum sínum. Þetta er hið óþolandi samkomulag, sem ó- mögulegt gerir „ávaxtasamt kristiiegt líf“ milii prófastsins og safnaðanna. Kirkjustjórnin á að láta Halldór prófast taka aftur við báðum embættum sínum. Hún ætti ekki að stuðla til þess með aðgerðum sínum, að vekja sundrung í söfnuðunum og neyða menn til þess að stofna frikirkjueöfnuði. Verði ekki Halldór prófastur Bjarnarson S8ttur aftur inn í bæði embætti sín á næsta vori, má búast við, að alþingi að sumri taki mál þetta til meðferðar, og að niðurstaðan verði kirkjustjórninni til óvirðingar, er það verður ljóst, að sú ásökun er á engum sannindum bygð, sem höfð var til að víkja Halldóri prófasti úr embætti. Auðvitað hefir kirkjnstjórnin það sér til af- sökuuar, að hún hefir farið eftir óáreiðaulegum skýrsium, sem hún hafði ástæðu til að treysta. — Vér munum síðar í ritgerð þessari segja í fám orðum sögu óeiíðanna í Presthólasóku^sem nú eru hjaðnaðar niður sem betur fer. NAUTGRIPARÆKT. I. Fyrir nokkru las eg grein í „Þjóðv.“ (tölubl. 32—83 f. á.) með yfirskriftinni „Meiri hagfræði" eftir Guðm. Bergsson. Minnist höf. þar á ritgerð mína „Um nautpenings- ræktina í Danmörku“, sem prentuð er í „Búnaðarritinu“ síðastliðið ár, og í sambandi við það farast honum þannig orð, að betur hefði verið gert af mér, „að gefa yfirlit yfir nautpeningsræktina hjá oss íslendingum11 o. s. frv. Því skal eigi neitað, að stór nauð- syn væri að fá slíkt „yfirlit“, en það er hægra ort en gert. Meðan ekkert er rannsakað, að því er nautpeninginn snertir, hvorki kyn- ferði eða eiginleikar hans, þá er allerfitt að gefa nokkurt fullnægjandi yfirlit í því efni. Hið eina er opinberar skýrslur bera með sér viðvíkjandi nautgriparæktinni hér, er tala nautpenings, og er naumast þó, að sú tala verði álitin óyggjandi. Auk þess, og þó mjög af' skornum skamti, eru til nokkurar töflur yfir nythæð eða ársmjólk úr fáeinum kúm, sem prentaðar eru í eidri árgöngum „Búuaðar- ritsins“ og á við og dreif annarsstaðar. Enn fremur veit eg til, að ýmsir menn hafa haft það fyrir reglu, að rita töflur yfir arð og til- kostnað við nautpeninginn, sem ekki hafa verið prentaðar, en þeir eru því miður til- tölulega fáir. Ea þetta er alt enn þá svo ófullkomið og í svo smáum stíl, að varlega verður að byggja á því, þegar um nautpen- ingsræktina í heild sinni er að ræða. Um kyn nautpeningsins, eða einstaka stofna innan þess, verður fátt sagt; það er alt órannsakað. Og á meðan þannig er ástatt, verður það ljóst, að mér var eigi auðið að gefa neitt yfir- lit yfir ástandið hér á landi, hvað þessa grein búskaparins snertir. Það verður að sjálfsögðu að bíða fyrst um sinn, eða þar til einhver frekari gangskör er gerð að því, að rannsaka nautpeninginn, kyuferði hans, kosti og eigin- leika. En annað mál er það, hvort ekki er kominn timi til að þetta sé gert. Mér þykír því vænt um, að höf. áðurnefndrar greinar í „Þjóðv.“ minnir óbeinlínis á þetta, og gefur mér þannig ástæðu til að hreyfa þessu máli hér. Það er öllum ljóst, að alt til þessa hefir ekki næsta mikið verið gert til þess að bæta nautgriparæktina hér á landi. Eigi skal því þó neitað, að meðferð á kúm og fóðrun þeirra hefir þó farið batnandi í seinni tið. Það er tíðast reynt, sem verður, að koma í veg fyrir að þær líði fyrir fóðurskort. Þetta mun þó eins mikið að kenna eða þakka eigingirni manna, eins og hinu, að það sé af tómri vel- vild við kýrnar. En hvað sem um það er, þá er hitt víst, að flestir reyna til að’haldakún- um óskemdum, og það er aðalatriðið. Geri skepnan gott gagn, fer eigandanum að þykja vænt um hana, og sameinast þá þetta tvent, hugsunin um að láta hana gera sem mest gagn og velvild til henuar. Þegar þessu er slept, betri meðferð á kúnum, þá er einnig upp talið það, er gert er til umbóta naut- peningsræktinni. Eitt hið fyrsta er gera þarf, ef ekki á undan öðru, þá samt jafnhliða því, svo sem betri meðferð, það er rannsókn á kynferði og eiginleikum nautpeningsins. Þessa rannsókn verður að hefja sem fyrst, og jafnhliða henni er gott að gefa almenningi bendingar um, hvers er að gæta og hvað er að varast í þessu efni. Slík rannsókn verður að gerast eftir föstum reglum, og hlýtur hið opinbera að annast hana og kosta. Þegar þessi rannsókn er hafin, og henni komið svo, að eitthvað er til, sem bygt verður á, að því er snertir kyn og eiginleika nautpeningsins, þá verðurundir eins að byrja á alvarlegum kynbótum, stofna kynbótafélög o. s. frv. Eins og nú er, mun fátt gert í þessu efni. Mér vitanlega erekki til hér á landi eitt einasta kynbótafélag fyrir nautgripi. Kynbætur nautgripa hér á landi, ef kynbætur geta heitið, hafa verið og eru aðallega í því fólgnar, að velja kvígukálfa til ásetnings eða til lífs undan betri mjólkur- kúnum. En þó þetta sé gott, og ekki í sjálfu sér lastandi, þá er hitt auðsætt, að ekki riður minna á vali nautsins. En það er einmitt þetta, sem hefir gleymst og enginn gaumur verið gefinn, og því er það, að þessar kvígu- kálfa-kynbætur hafa eigi orðið nema að hálf- um notum. Þótt mjög ríði á að vanda til mæðra kvígukálfa, er ætlaðir eru til lífs, þá er enn meira áríðandi að velja þarfanautið, að það sé undan góðri kú af góðu kyni. Erlendis er lögð mikil stund á að bæta kyn nautpeningsins, og miklu fé til þess kostað. í Noregi t. d. voru við árslok 1898 um 600 kynbótafélög fyrir nautgripi, ernutu styrks af opinberu fé. Það ár veitti lands- sjóður Norðmanna 80,000 kr. til þessara fé- laga. Danir verja einnig árlega stórfé til endurbóta og viðhalds nautpeningsræktinni o. s. frv., og vil eg í þvi efni vísa til áður- nefndrar ritgerðar í „Búnaðarritinu“ og til hinnar ágætu ritgerðar amtmanns Páls Briems í „ísafold“ síðastliðið ár með yfirskriftinni „Nokkur orð um landbúnað“. II. Eg sagði fyrir stuttu, að það væri brýn nauðsyn, að nautpeningurinn hér á landi væri rannsakaður, kyn hans, kostir og gallar. Það þarf að rannsaka, hvar beztar býr eru á land- inu, vöxt þeirra og þrek, lit og önnur ein- kenni. En hvernig verður því komið við ? Hvernig verður það gert ? Um þ a ð geta eðlilega orðið deildar meiningar. En þá er því næst að grenslast eftir þvi, hvernig t. d. nágrannaþjóðirnar hafa farið að, þegar líkt stóð á fyrir þeim. Eftir þvi sem mér er kunnugt, þá hafa þær rannsakað nautpening- inn, eiginleiba hans og kyn, með því að halda sýningar á nautgripum og framkvæma skoðanir. í öllum nærliggjandi löndum, svosemDan- mörku, Noregi, S'. í’pjóð og Englandi, hafa verið um langí éraskeið og eru enn haldnar sýningar, stærri og minni, á nautgripum og öðrum skepnum. Þessar sýiiingar hafa lagt undirstöðuna undir þekkingu manna á naut- peningnum og nautpeningsræktinni í þessum löndum. Þessar sýningar eru ýmist haldnar fyrir land alt, eða þá, sem oftar er, að eins fyrir vissa hluta þess, í hvert sinn. Þarsem strjálbygt er og erfitt um samgöngur, einsog á sér stað sumstaðar í Noregi, eru þessar sýningar oft haldnar fyrir lítilsvæði, Þessar minni sýningar á lifandi fénaði, héraða- og sveita-sýningar, nefna Norðmenn „Dyreskue“. — Sýningarnar, bæði hinar stærri og minni, hafa haft og hafa ósegjanlega mikla þýðingu fyrir þessi lönd, er eg nefndi. Þær auka þekkingu manna á búnaðinum og hinura ein- stöku greinum hans, og sýna áþreifanlega, einkum hinar minni, hvernig ástandið er. En þær gera meira; þær auka samkepni, eðli- lega og frjálsa samkepni, og efla félagsskap og samtöb. Á sýningum gefst mönnum kostur á aðsjá gripi frá ýmsum stöðum, ólika að lit og ein- kennum. Þegar það eru nú sömu mennirnir, sem skoða gripina á mörgum sýningum, þá fæst með því eins konar yfirlit yfir það, hvernig ástandið er. Á þennan hátt læra menn að þekkja nautpening3ræktina, kyn nautpeningsins, ko3ti hans og galla. Þegar þetta er fengið, er hægra að taka beinar og ákveðnar stefnur, þegar um umbætur er að ræða, einkum hvað kynbæturnar snertir. Þar sem ekki er verið að gera tilraunir til bynbóta með útlendum gripum eða innleiða útlent kyn, þar leitast menn við að velja það bezta úr heimaalda kyninu og nota þá gripi til kynbóta. Auk sýninganna, bæði hinna stærri og minni, hafa verið framkvæmdar í Noregi svo nefndar „fjósskoðanir“. Menn þeir, sem valdir eru til að gera þessar skoð- anir — en það eru oftast amtsbúfræðingarn- ir — fara um að vetrinum og skoða í hvert fjós. Þessar s' oðanir hafa tvennan tilgang. Þær eru bæði gerðj,r til þess að líta eftir meðferð og hirðingn á skepnunum og gefa bendingar þar að iútandi, og um leið til þess að athuga kyniö, kosti þess og galla. Að þessu athuguðu, sem hér er tekið fram, vil ég nú leyfa mér að spyrja, hvort hugs- anlegt sé, að hér á landi verði haldnar sýningar á nautpeningi, svo í lagi fari. Margir munu þeir, er litla trú hafa á sýningum í stórum stíl, enda er margt, sem mælir á móti þeim, eins og nú er ástatt hér á landi. En þótt svo sé, þá er eigi þar með sagt, að allarsýn- ingar séu ómögulegar. Eg hygg, að smáar sýningar geti átt hér við, þrifist og gert gagn. Til að byrja með, er þvi rétt að hafa sýningarsvæðin eigi stór. Sýningarnar geta því að eins verið fyrir einn hrepp á þessum stað, fyrir tvo eða þrjá á öðrum stað o. s. frv. Sýningarnar færu fram vor og haust og á ýmsum stöðum. Eitt árið væru þær haldnar sunnanlands, annað árið norðanlands o. s. frv. Stundum mætti einnig halda héraða- eða sýslu- sýningar, t. d. fimta hvert ár eða tíunda hvert ár í hverri sýslu. Amts- eða fjórðungasýn- ingar væru svo haldnar stöku sinnum, og sýning fyrir land alt á lifandi peningi gæti verið einu sinni á margra ára fresti. En fyrst er að byrja á hinum minni sýningum, og það þarf að gerast svo brátt sem auðið er, og ætti næsta alþingi að veita fé til þeirra. Þessar sýningar, sem hér hefir verið minst á, geta verið jafnhliða fyrir nautgripi, fé, hesta, hunda og alifugla. Yitaskuld hefi eg í þessari grein einkum miðað við nautgripi, en það sem sagt er um sýningar yfir höfuð, getur átt jafnt við allan búpening. En jafn- framt sýningunum er mjög gott að fram- kvæma vetrarskoðanir, bæði til þess að kynn- ast meðferðinni og gefa bendingar henni við-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.