Fjallkonan


Fjallkonan - 04.02.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 04.02.1901, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/s doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Aígreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVIII. árg. Reykjavík, 4. febrúar 1901. Xr. 4. Biðjið ætið um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjtígt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. PÍT Fæst hjá kaupmönnunum. ' Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag ki. 12—2 og einni stundulengur til kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankabúsnu, opið á mið- vikudögum og langardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. (lokað í des. og jan.) Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstn dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jðns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Sagt er að ráðgjaflan æt!i nú að leggja fyrir alþingi lagafrumvfirp um stofnun hlutafélaga- bankiihérílandi, sem er þá árangur sístarflsíðasta slþingis í bankamálinu, og að hinir sömumenn, sem vóru hvaatmenn þessa fyrirtækis í fyrstu, bjóði enn að leggja fram fé til þess. Stjórn- in hefir gert nokkurar breytingar á frumvarpi alþingis, og er sagt að hinir dönsku forgöngu- menn muni fallast á þær, Þá kemur að eins til kasta alþingis, og er þá mest undir, „að við séum sem vitrastir“, eins og Björn í Mörk sagði við Kára. Við sknlum nú ætla, að þingið setji öll skilyrði til þess að tryggja sér og jauds- mönnum nauðsynleg yfirráð yfir bankanum að öliu leyti, þótt allflesta þingmenn skorti því miður æskilega þekkingu á bankamáium. Ekki mun stjórnia láta landslýðinn hér vita neitt um bankafrumvarp þetta fyrr en komið er á þing. Það hefir verið venja, að þingmenn og aliur almeaningur hefir ekkert vitað um stjórnarfrumvörpia fyrr en landshöfðingi hefir lagt þau fram á þingi. Meinfangalaust ætti það þó að vera stjórninni, &ð senda frumvörp sín nokkuru fyrri og ieyfa að birta þau, svo að almenniugi gæfist kostur á að íhuga þau nokkuð áður en á þing er komið. Dönskum blöðum verður nú mjög tíðrætt um ísland, og eru það eftirköst stúdenta fararinn- ar í snmar. En flest af því sem þessi döasku blöð flytja um ísland er fremur samið af viija en mætti, og svo er að sjá sem stúdentarnir hafi ekki orðið miklu fróðari um ísland eftir enn áður, því þar keanir víða fnrðulegrar van- þekkingar. En þó greinir þessar sé meinhæg- ar og fremur hlýlegar í garð íslendinga, eru þær skrifaðar í líkum anda og það sem Danir rita um Eskimóa. Helzt er bent á það, sern afkáralegt þykir og verður því fremar til ó frægðar. Þat er allmikið af myndum frá íslandi og eru þær af sama tægi. Þar er t. d. mynd af fornfálegustu kirkju landsins, Fiugamýrar kirkju, sem þeir kalla „Fiygmare Kirke“, og vera mun því nær eina torfkirkjan á landinu, ef þær eru nú ekki allar við velii lagðar. — Aunars ganga íslands myndir kapt. D. Bruuns aftur og aftur, t. d: til að sýna yfirreið yfir ár á ísiandi flýgur nú blað úr blaði mynd af áttræð- um bónda í Sksgafirði, sem er að ríða yfir á með hursd að baki sér, og þó hann sé furðu vasklegur eftir aldri, hefði farið miklu betur, að myndin hefði verið af ungum röskam ferða- manni. Mynd af dóttur Guðm. Ingimundssonar hér í hænum, sem Daniel Bruun tók tii að sýna peysubúninginn, er nú orðin veraidfræg. Það sem sagt er frá atvinnuvegum hér á laadi er yfirleitt réttara en margt annað; þó er sagt að bændur láti 'kýrnar ganga á túnun- um á sumrin (líklega af því ekki sé annar hagi fyrir þær), og að íslendingar hafi alment mykju til eldsneytis, beinarusl, fiskúrgang og þang, en þess ekki getið, að mór sé hér notaður. Algeng venja er það sögð, að menn kveðjist með kossi. Enn þó margt sé rangt í frásögaum þessum frá ísiandi, er auðséð, að Dauir gefa ísiending- um nú miklu meiri gaum en venja er til, og gæti þessi hreyfing þeirra orðið til þess, að auka þekkingu þeirra og velvild til íslendinga. Frá útlöndum. Bxíar. Þar syðra sýnast glæðurnar vera að glaðna til á ný og getur vel orðið úr því bál óðar en iýkur. Það er því nauðsynlegt, að líta dálítið yfir ástandið og hvað orðið hefir til tíðinda seirmstu mánuðina. í miðjum nóvember töldu Bretar ófriðnum lokið og sendu eitthrað heim af sjálfboða- lýðnum, en þó varla nema það sem þeir gátu ekki notað til neins eða höfðu ekki fé til að ala. Og það var satt, að her Búa í Trans- vaal og óraníu var þá fáliðaður og mjög tvístraður. En í lok nóv. fara Búar að gera vart við sig í löndum Breta, bæði fyrir austan og vestan, og eru þar æði, nærgöngulir. Bretar töldu það þó lítilsvert og þóttust brátt mundu kenna þeim að hafa sig hæga. En svo eins og í einni svipan er alt komið á ferð og flug um endilöng lýðveiain. Bretar eru ónáðaðir nær allstaðar, og tveir flokkar Búa halda suður að Óraníufijóti og stefna inn á Kap- land. Það er, eins og menn muna, eign Breta, og tekur þvert yfir syðsta hlut Afríku. Meginhluti allra landsbúa eru hollenzkir að ætt og frændur Búa. Þeir leita því þangað vopna, vista og ekki sízt liðs, því á öllu þessu var víst orðinn hörgull heima fyrir, sem von er til. De Wet fór austantil og stefndi á Óraníu- fljót með nál. 1500 manna. Bretar sendu á hann Knox general og þykist hann þá nm mánaðamótin vera búinn að króa De Wet milli Óraníufljóts og Caladonár, báðar þær skarpófærar, en liðsgrúi báðumegin. En svo fór þar samt, að 15 dögum síðar er De Wet kominn 10 milur inn á Kap og búinn að fá sór 3000 liðs og tekur þar hvern bæinn á fætur öðrum. Á meðan Knox var að elta De Wet hafði anrar flokkur Búa farið suður yfir Óraníu- fijót vestar. Þann fiokk sögðu Bretar 700 manna. Yið báða þessa flokka áttu Bretar margar smáorustur, en mistu bæði lið og for- ingja, og gátu við ekkert ráðið. Nú fór Bretum að hitna í haldinu, og það því fremur sem Búar sýndust nú vera al- staðar. Austur á Natal róðst Búaflokkur á lítinn bæ með brezku setuliði og tók bæði bæinn og Bretana. Vestur að Kimberley, demantsborginni, sem Búar sátu lengst um í fyrra, voru þeir líka komnir um miðjan des. og töluvert liðmargir, því Bretar sögðu borg- ina vera í hættu. Og jafnvel norðaustan við landamæri Portúgals sögðu Bretar mikiis- varðandi j árnbrautarstöð í voða fyrir Búa- sveit, sem þar var risin upp. Verst leit þó út í Kaplandinu. Þar gengu landsbúar hóp- um saman í lið Búa, og þar eyddu þeir brýr og járnbrautir og feldu og handtóku Breta drjúgum, þar á meðal 150 riddara. Á Engl&ndi vakti þetta megnan óhug og óróa, og guðsþjónustan, sem átti að halda í London til þakklætis fyrir hjálp skaparans við eyðingu Búa og fyrir sigurinn, varð að engu. Stjórnin varð að auglýsa, að við hana yrði að hætta um sinn. Chamberiain var þó ekki á því að hætta. Hann bað um 900 miljónir kr. á fjárlögunum fyrir 1901, ofan á þær 1800 milj., sem búið er að eyða hingað til. En nú sýnist frjáls- lynda flokknum vera farinn að snúast hugur og er jafnvel ekki ófáanlegur til að láta Oanadajarl, eða annan góðan mann, gera um málið og gera þar með frið við Búa. í sama streng hefir þing Kaplendinga tekið og heimtar það einum rómi, að lýðveldin haldi frelsi sínu. Annars verði aldrei óeirðalaust í Afríku. Árangur af þessum friðarleitunum er þó mjög óvís, og fyrst um sinn heimtar Chamber- lain 280 milj. til að vlnna að Búum með. Síðustu viðburðir þar syðra eru þessir. Um jólaleytið voru 5 flokkar Búa komnir inn á Kap og víða þrengt mjög að Bretum. Lið þeirra margt norður á Óraníu og Transvaal, en járnbrautirnar þaðan í Búa höndum, svo ilt er að senda lið suður eftir. Búar taka menn og vagna, en kveikja í sumum lest- unum.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.