Fjallkonan


Fjallkonan - 04.02.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 04.02.1901, Blaðsíða 2
FJALLKONAN. í Síðast, nú í janúar, var lið Búa að safna sér saman í hálfhring norðan og austan að Kapbænum sjálfum og voru næstu sveitirnar að eins 16 eða 17 mílur frá borginni. Bretar voru farnir að víggirða bæinn í óðaönn, og tóku i land eitthvað af sjóliðinu, sem þarvar á skipunum á höfninni, en sendu beinlínis neyðaróp heim til Englands eftir liðshjálp. Ekki var þó kölluð almenn upproist onn þá í Kaplandi, en á öllu sóst, að Bretar óttast það nú mjög að svo verði. Búar spjara sig því þar syðra framan öll- um vonum, enda fá þeir víst að búa að sinu, því að dæma eftir viðtektunum, sem Krúger gamli hefir fengið í Evrópu, er þeim þaðan lítil hjálparvon. Yinur hans, Þýzkalands- keisari, lét hann vita svona kurteislega, að hann vildi heizt vera laus við að sjá karlinn. Eins hafa þeir gert bandamenn, Ítalíukóngur og Austurríkiskeisari. „Friðarkeisarinn“ á Kússlandi vildi nú hvorki styðja að friðnum né sjá Kriiger. Hann lá nú veikur í Haag á Hollandi, þegar síðast fréttist, en þó á bata- vegi. Kína. Þar sýnist þessi sóðastyrjöld loks vera farin að dasast og bandaveídin loks vera búin að koma sér saman um blóðtökurnar á Kínverjanum. En svo svívirðilegur hefir þessi hernaður allur verið og svo ræningja- legir eru friðarkostirnir við Kina, að jafnvel sumum kristnu blóðhundunum ofbýður sjálf- nm Kína á meðal annars að vinna sér til friðar: 1. að senda einhvern af keisaraættinni til Þýzkalands til að biðja Vilhjáim fyrir- gefningar; 2. taka af lífi ýms stórmenni, sum konungborin; 3. reisa minnismerki á öllum kirkjugörðum á þeim gröfum, sem eitthvað hefir verið hreyft við; 4. engin vopn má flytja inn í ríkið og enginn bú^ til 1 landinu sjálfu. Þetta gerir Kínverja með öllu varnar- lausa um tíma og eilífð. 5. Of fjár í skaða- bætur og herkostnað. 6. Lífvörð um alla sendiherra útlanda í Kína, og margt og margt fleira, sem oflangt er að telja. Að öllu þessu eru Kínverjar neyddir til að ganga, og sið- ustu fregnir segja, að stjórn þeirra hafi gefið umboðsmönnum sínum leyfi til að skrifa undir alt þetta. Aftur á móti fá Kínverjar ekki einskilding fyrir allar þær miljónir, sem fyrir þeim hafa verið eyðilagðar, nó fyrir þau glæpaverk, sem hafa verið unnin á þeim, og þó eru þau svo ótrúlega dýrsleg, að þýzku blöðin hafa vel- sæmis vegna ekki getað prentað sumt úr bréfum liðsmanna þaðan að austan; svo hrylli- leg eru morðin á mönnum og konum, brenn- urnar og dýrsæðið. Stjórnin þýzka hefir nú og bannað allar bréfassndingar þaðan að austan. Svona er menning Norðurálfunnar í framkvæmdinni. Eina uppreisnin, s@m Kínverjar fá, sýnist verða sú, að stjórn Frakka hefir skipað að taka allar þær kistur og skrinur, sem for- ingjar og liðsmenn franskir senda heim með stolnum og rændum munum frá Kína, og skila þeim aftur. Þó þessir stolnu og rændu munir séu mesta ógrynni, þá er þetta þó lítils virði hjá hinu, sem brent hefir verið og spilt, þó morð og svívirðingar só ótaldar. Þetta er alt á eina bókina lært. Bretar þverbönnuðu líka að prenta bréfin að sunnan um meðferð þeirra á Búum. Danmörk. Þar nefir nú á síðustu tímum borið til sú nýlunda, að Friðrik konungsefni hefir sjálfur tekið vopn í hönd og gengið í pólitiska bardagann. * Hér á árunum gengu þau munnmæli að Friðrik væri frjálsiyndur og. menn hugðu því gott til frelsins þegar hann settist að riki. Nú hefir hann svo rækilega hnekt þessum alranga orðasveim, að hann mun varla rísa upp aftur. Hann hélt tvær tölur í sumar og mælti þar með herbúnaði og öðru hægrimanna athæfi og skoraði sérstaklega á þjóðina, að styðja hina nýju stjórn og rkattaiög þau er hún ætlaði að bora íram. Þesai skittalög eru nú komin á þing, og eru svo hófleysislega ranglát við smá- bændur og smáborgara stóreignamönnuin í hag, og svo rammófrjálsleg í alla staði, að jafnvel 9 af stóreignaraönnnm efri deildar liefir ofboð- ið og hafa neitað að fylgja stjórninni og sagt skilið við hægri flokkinn og eru þeir þó römm- ustu hægri menn sjálfir og foringi þeirra Frijs lénsgreifi Frijsenborg. Ráðaneytið og hægri- mena urðu æfir og Frijs var núið þvi um nasir, að faðir hans hefði eitt sinn sagt: „Ég ætla að þjóna konunginum og mitt hús“. Þetta leiðrétti Frijs greifi í Berlinga Tíðindum og sagði að faðir sinn hefði ekki sagt „kon- nnginum“, heldur: „gömlu Danmörk“. Þessu svarar svo Friðrik konungsefni i saroa blaði, og gefur í skyn að þetta sé hártogun á orðum gamla mannsins, því hjá honum sé konungur og ættjörð eitt og bið sama. Eins segir hann að gamli Frijs hafi ekki smeygt sér undan ábyrgðinni þegar á reið, og sveigir með því að syninum. Friðrik skrifar ekki með nafni, en bæði er meðferð blaðins á greininni svo, og eins hefir eitt nákunnugt hægrimannablað sagt að haun væri höfundurinn, svo að slíkterekki ástæða til að efa. Sama blað segir og að konungur muni segja af sér og láta Friðrik taka við, ef skattalögin misfarist. Þau eru nú sama sem strönduð og ætti þá að verða konungaskifti í Danmörku núna um apríllokin. Og nú vita menn á hverju þeir eiga von með nýja koaunginum. Lög um leynda atkvæðasmölun til þings eru nú á bezta vegi í danska þinginu og fagua allir þeirri rétíarbót. Sofus Schandorf, eitt af fremstu skáldum Dana, dó á nýársdag. Mesti mannvinur og á- gætiamaður, hreinn og beinn, og hataði alla hræsni og hálfvelgju. Barðist sérstaklega móti hræsni kirkjnnnar og siðspillandi áhrifnm henn- ar og var þó guðfræðingur útskrifaður af há- skólanum. Hann mælti svo fyrir, að lík hans yrði brent og var það gert. Pölfarar. Tveir vesturheimsmenn ætlaísumar að leyta norðurskauts. Annar, Bernierfrá Oanada, fer meðstyrk Canadastjórnar. Ætla sömuleiðog Nansen, en ætla að stefna austar og láta sig svo reka yfir sjálft skautið. Hinn, Edvin Bfld- win fer með styrk auðmanna eins í New York, Z.eglers að nafni. Ziegler segir að Baldwin megl fá þá peninga sem hann þurfi. en hann megi ekki koma til Now York fyrr en hann hafi sett upp stjörnumerki Bandaríkjanna á skautinu sjálfu. Að þessu hefir Baldwin gengið. Gneisenau, heræfingaskipið þýzka, sem hing- að kom í fyrra, rak á land og brotnaði nú í deaember við Malaga á Spáni. 100 manna fórst og yfir 100 limlestist. Yatnsöflin. Nefnd franskra vísindamanna hefir rannsakað, hve mikið vinnuafl muni fáan- legt úr ám þeim sera reuna úr Alpafjöllum. Þeim hefir talist svo til, að ár sem renna Frakklands megin háfi í sér fólgnar 10 mil- jónir hestafla; þær eem renna um Ítalíu 2 */g miljón og þær sem renna um Sviss */, miljón. Talið er víst, að farið verði að nota öll þessi vatnsöfl. ítalir hafa þegar notað sér mikið af fossum í norðurhluta landsiaa, og Svisslend- ingar eru komnir vel áleiðis. Það fer eftir kostnaðinum, hvort betur má í samkepninni, vatnsafiið eða gufuaflið. Mestur kostnaður við notkun vatnsafisins er fólginn í útbúnaðinum og leiðslunni. Þessi kostnaður er talinn 70—700 kr. fyrir hvert hestafl í frönsku Alpafjöllunum. Vextir af höfuðstól, vélaslit og vínnufólk er 10°/0 af fyrnefndum kostnaði eða 7—70 kr. fyrir hestaflið. Hér við bætist kraft- eyðsla á leiðinni til notkunarstaðarins, sem fer eftir vegalengdinui. — í Kristj&níu er álitið, að fá megi hestaflið á þennan liátt fyrir 100 kr. nm árið. Sífeit er verið að umbæta gnfuvélarnar, en þó er það sannreynt, sð þær geta aldrei orðið jafnódýrar og ódýrasta vatnsafi, þótt kolanám- ur séu við hendina. Við kolanámur fæst hesta- aflið fyrir 70 kr. um árið eða miuna. Menn þykjast sjá það fyrir, að þau lönd sem hafa annaðhvort vatnsöfl eða kolanámur, muni áður langt líður skiftast á um að drotua yfir iðnaði heimsins, og hlýtur fleira að verða þeim yfhburðum samfara. Um íslenzka hesta hafa verið góðar grein- ir í dönskum blöðum. Þar er tekið fram, að tilrauuir þær hafi mistekist, að nokkru leyti, sem gerðar hafa verið til að flytja íslenzka hesta til Danmerkur í stað rússneskra hesta, eins og getið hefir verið áður í Fjallk. En reynslau hafi þó sýnt, að íslenzku hestarnir komast fyllilega til jafns við rússneska hesta, bæði til búnaðarvinnu og aksturs í kaupstöðun- um. Þar við bætist, að íslenzkn hestarnir sé hvergi nærri eins fóðurvandir, og því miklu ó- dýrara að fóðra þá, og enn fremur, að íslenzkir hestar séu heiisubetri en rúsoaeskir hestar, því þeir flytja hrossakvef („hrossasótt") iun í landið. Loks er þess getið, að ísienzkir hestar séu miklu endingarbetri en rússueskir, verði miklu eldri. Þegar gætt er að því, að rússneskir hestar eiu líka miklu dýrari eu íslenzkir Iiestar, virð- ist auðsætt, að allgóður markaður muni geta orðið í Danmörku fyrir íslenzka hesta. Kolaverð á Englandi fer nú sílækkandi og að öllu forfallalausu verður verðið við næstu áramót orðið líkt og það var nú fyrir ári. Smálest af almennum ofnkolum er þar nú 10 kr. 80 au. Öleitrun. 100 manna í Manchester á Eng- landi hefir veikst af því að drekka enskan bjór, og það svo ákaft að 56 menn dóu af. Til ölgerðarinnar höfðu verið brúkuð arseník- kend efni. Kænd járnbrautarlest í Ameríku. Nóttina milii 26. og 27. de3. síðastl. réðust ræningjar á fólksflutningslestina milli Ohicago og New- Orleans. Þeir gáfu lestarstjóra teikn til að stöðva lestina ein3 og hætta væri fyrir hönd- um. Þegar lestin staðnaði, hlupu menn, með grímur fyrir andliti, upp á gufuvagninn, bundu umsjónarmann, en skutu lestarstjóra til bana. Því næst brutu þeir upp póstvagn- inn, spreugdu upp peningaskápinn með dyna- miti og rændu öllu af lestinni, sem þeir vildu og gátu með komist, og höfðu sig því næst á burt. Björgunardýna. Skólakennari einn dansk- ur hefir búið til sæng, sem bæði má liggja á á skipum og bjarga sér á ef í háska rekur. Neðan á henni eru gjarðir, sem spenna má hana á sig með. Hún er full afkorkspónum og fleytir manni vel, og svo gerð að hún lykst um brjóst og hol og hlífir höfBi, en bendur fríar og fætur til sundtaka. Dýnan hefir verið reynd og gefist prýðilega. nringum nnottinn uuguiu. Verne lætur sögu hetju sína fara kringum hnöttinn á 80 dögum, en nú verður hægt að fara þá för á 33 dögum, þegar Síberíu-brautin er fullgerð. Þá má fara frá Brimum til Pétursborgar á l1/^ degi — Pétursborg — Valdivostok - 10 dögum — Vladivostok — Sanfracisko - 10 dögum — Sanfranciko — Newyork - 41/, degi — Newyork — Brima - 7 dögum

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.