Fjallkonan


Fjallkonan - 04.02.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 04.02.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 Póstskipið „Laura“ kom hér 27. þ. m. á áætlunardegi. og hsfði þó hrept versta veður á ieiðinni. — Von á „Skálholti“ þessa dagana með vörur, sera ekki gátu komist með „Lauru“ Farþegar voru örfáir með Laura: Kristján Bjarnason skipstjóri er keypt liefir 6 skip á Englandi fyrir verzlun Ásgeirs Sigurðssonar (Copland & Berrie), Þorkell Hreinsson trsmiður Jón Reykdal. Dáinn er hér í bænum 25. j&núar skósmíð- ameistari Bafn Sigurðsson á 49. aldursári. Foreldrar hans vóru Sigurður Jónsson snikkari og Margrét Ólafsdóttir Stepheusens, Björnssonar sekretera á Lágafelli, Ólafssonar stiftamtmanns. Kona Rafns sál. var G-uðleif Stefánsdóttir frá Kalmanstungu og vóru þau hjónin systkina börn. — 8 börn þairra eru á lífi, Stefanía og Sigríður og Haraldnr. Hann var einn af hinum duglegustn iðnaðar- mönnum hér í bæ, starfsamur og reglusamur, tryggur og vinfastur. Stærstu skip í heimi eru enska skipið „Oceanic“, 26000 tons, jiýzka skipið „Deuts- chland 23000 tons og þýzka skipið „Kaiser Wilholm“ 21500 tons. En á þeasu ári verða bygð 3 skip f Banda- rikjunum handa einum útgerðarmanni í Sanfran- cisco, sem verða hiu langstærstu í heimi, og kostar hvert 18 milj. kr. eða öll 54 milj. kr. Þau verða 33, 34, 35 þús. tons á stærð, 630— 650 fet álengdog 75—80 fet á breidd með 6 þilförum og 5 siglum. Þsssi skip verða þó ekki hin hraðskroiðustu í heimi, því þau hafa að eins 14 knúta hraða. Hvalveiðar í Færeyum. Það vita menn fullvel, að hvalaveiðar Norðmanna hér á landi hafa gefið þeim stórfé í aðra hönd. Afkotung- legri smámunasemi hafa menn viljaðiátasérnægja þá mola, sem dottið hafa af borðum þessara útlendu auðmanna, en helzt viijað hlífa þeim sem mest við sköttum og skyldum, þvi síður sð mönnum hafi komið til hugar, að reyna að vera í félagi með þeim, og hefir það líklega meðfram komið af hinni algengu hræðslu við útlent fé. — Færeyingar fara öðruvísi að. Eitt af norsku hvalaveiðafélögunum sem hafa þar verstöðvar, græddi svo vel á aflanum í fyrra, að hreinn ágóði varð 55%, auk 33%, sem látið var í varasjóð. Færeyingar hafa nú þegar stofnað féiag til stunda hvalaveiði og heitir „hvalaveiðafélag Suðreyinga". Helming- ur framlagsfjársins er frá Færeyingum, og er N. J. Mortensen í Trangisvogi helztur forgöngu- maður. Hinn heimingur fjársins er frá Noregi. Eitt eimskip á að hafa tii veiðanna fyrst um sinn, og er skipstjórinn norskur, en til er ætl- ast, að skipshöfnin verði öll færeysk þegar fram í sækir. Drátturinn á útkomu þessa blaðs er ekki ritstjóranum að kenna. ííæsta blað í þessari viku. FJALLKONAN 1901, Nýir kaupendur að Fjallkonunni 1901 fá í kaupbæti: skrautbindi með gyltu nafni blað sins bæði á kili og framspjald- inu. Mjög lik bindunnm á kvæð- um Gröndals. Bindin eru á 2 ár- Þrjú sérprentuð sögusöfn blaðsins í allstóru broti yfir 200 bls., meðan þau hrökkva, með mjög mörg- um skemtisögum. Enn fremur einhvern eltlri árgang blaðsins eftir samkomulagi. Ekkert íslenzkt blað býður þvílíka kosti. Framhald verður á innlendum sögum, sem ekkert annað blað getur boðið, með því að þær eru hvergi til nema hjá útgefanda blaðsins. Lýsing ileykjavíkur um aldamótin („Reykjavík í krók og kring“) byrjar í þessum mánuði. Útlendar sögur verða og stöðugt í blaðinu. Framhald verður af Alþingisríniunum eða kveð- skap í svipuðum anda, og byrjar líklega í þessum mánuði. gauga af Kvennablaðinu, avo þeir 8em eig* það frá upphafi þurfa þrjú bindi, ef þeir vilja binda þá alia uinn. Hvert bindi á hvort þessar blaða kostar 50 aura. Nýir kaup- endur að Kveunablaðínu, sem vilja kaupa sér 2 af eldri árgöngunum (þó ekki þann fyrsta) geta fengið þá innbundna í skrautbsnd fyrir að elus þrjár krónur og B*.rnab!. frá upphati innb. íyrir tvær krónur Bæði Kvennablaðið og Bsrnablað- ið í skrautbandi eru einkar hentug- ar afraæiiegjafir og sumargjafir og eru nokkur eintök innbundin handa kaupendum, en þeir verða að sæta færi, af því ekki hefir verið fengið af þeim nema svo lítið í bráðina, Verður pantað meira síðar ef menn vilja. Fyrir 1 kr. Bríet Bjarnhéðiusdóttir. geta kaupendur nú fengið blaðið um hvern ársfjórð- ung, með ýmsum hlunnindum, eftir samkomulagi. Nýkomið með „Laura“ í verzlun H. Th. A. ThomsenSo í GÖ3ILU BÚÐINA: Netagaru. Skóflur. Export. Lím. Chocolade. Euameline. Nef- tóbak. Munntók. Rúsínur. Blommur. Eldspýtur. Skonrog. Kaffibrauð. Sóda. Vanille. Pipar. Nellikur. Blákka. Uppkveikja. Appelsínur o. m. fl. í FATASÖLUBÚÐINA: Fatefni. Klæði. Hattar o, m. m. fl. í VEFNAÐARVÖRUBÚÐINA: Vetrarsjöl. Vetrarkjólatau. Gardínutau. Sirz. Java. Tuil. Hálsklútar. Millumfóður. Skófóður. Bóraullarfóður. Pluschkantabönd. Bendlar. Hanzkar. Silkibönd. Ilekkjuvoðir. Kragamillufóður. Mosgarn. Siriusgarn. Heklugarn. Fiskagarn. Vat (svart og hvítt). Blúndur. Kykþurkur. Brodermaskínur. Heklusköft. Heklunálar. Strammai- nálar. Lífstykkisteinar. Sokkabönd. Gjarðarbotnar. Mæiibönd o. m. m. fl. 1 PAKKHÚSDEILDINA : Púðursykur. Línur. Margarine. Hvítasykur. Grænsápa. Olíu- föt. Hrátjara. Hafrar. Bygg. Kúgmjöl. Þakpappi. Rúðugler. Fernis. Krít. Steinolía. Kartöflur. Kandís o. m. m. fl. Kveniniblaðið Barnablaðið. Af því að ég veit að mjög marg- ir kaupendur Kvbl. og Barnabl. halda blöðunnm samau og binda þau inn, þá hefi ég til reynsiu fengið mér fáein bindi á blöðin. Það eru Vottorð. Eftir að ég í mörg ár hafði þjáðst af hjartsiætti, taugaveik- ian, höfuðþyng8lum og svefn- leysi fór ég að reyna Kína- lífs-elixír hr. Valdemars Peter- sens, og varð ég þá þegar vör svo mikils bata, að ég er nú fyllilega sannfærð um að ég hefi hitt hið rétta meðal við veiki minni. Haukadal, Quðrún Eyjólfsdóttir ekkja. Kína lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokkurrar tollhækkunar svo að verðið er ekki nema eins og áður 1 kr. 50 a,.flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ektaKína-lifs-elixír,6ru kaupendur beðnir að líta vel eftir því, að %• standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið:Valdemar Petersen Nyv. 16. Kjöbenhavn. Danmark. ÁAAÁ JLJL Jk. Á. Á. ■ Öllum þelm, bæði stéttarhræðrum og- öðrum, sem véru viðstaddir jarðarRir okkar elskaða eiginmanns og föður, skósmiðameistara Bafns Sigurðssonar, eða á annan liátt hafa sýnt okkur hlut- tekningu í sorg okkar vottum við okkar inniiegasta þakklæti. Guðlaug Stefánsdðttir. Stefanía Rafnsdóttir. Earaldur Rafnsson. Tilbúnir líkkranzar 40—80 tegundir. Verð frá 50 aurum upp í 10 kr. stykkið, einnig allskonar Blóm og Lukkuóskakort. Kranzarnir eru óvenju- lega fallegir. Fæst á Skólavörðustíg 11. Tízka sumarið 1901. Nú hef ég fengið sýnishorn af allskonar fataefnum fyrir vorið 1901, sömuleiðis af allskonar efnum í sportSÍÖt og Regukáp- uröiiu vatnsHeldu 1400 tegundir úr að velja. Munið eftir að athuga þetta, áður en „Laura fer, svo það geti komið sem fyrst. Virðingarfyíist Guöm. Sigurösson ________klæðskeri. Gamlar bækur, Ég kaupi: Allar gamlar bækur, bæði inn- lendar og útlendar, sem eru prent- aðar fyrir 1601 (að undanskildri Guð- brands-biblíu) fyrir afarhátt verð. Allar ísienzkar bækur frá tíma- qiliuu 1601—1700 fyrir hátt verð. Ailflestar bækur frá tímabilinu 1700—1800. Þó kaupi ég ekki sum- ar „guðsorðabækur" frá Hólum frá síðari hlut 18. aldar. Aliflestar bækur frá Hrappsey. Nálega allar prentaðar rímur (og rímnr frá Hrappsey fyrir hátt verð). Allflestar bækur sem Páll Sveins- son gaf út í Kapmannahöfn. Flestar bækur veraldlegs efnis sem prentaðar eru á Akureyri fram að 1862. Valdimar Ásmundsson.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.