Fjallkonan


Fjallkonan - 09.02.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 09.02.1901, Blaðsíða 2
fi FJAI/LKONAN. fyrir þeim ummælixm, sem enginn almennilegur maður getur verið þekt^r fyrir að svara. Jóni Sigurðssyni var talið það til gildis, og það er hans mesti heiður, að hann vakti íslendinga fyrst til sjálfskoðunar og sjálfstæðis með verulegum rökum (því ekki gerði Fjöinir það, hann var ofmikill Idealisti til þess, þó hann hafi hjálpað nokkuð til þess); og hefði „þjóðdrambiuu" ekki verið troðið í okkur þá, þá mundu ekki þær framfarir hafa orðið, sem orðið hafa á hinni liðnu öld, eins og Eiríkur Briem hefir sýnt ljósast fram á í Þjóðvinafélags-almanakinu af öilnm þeim sem um þetta hafa ritað. Þar er sýnt svart á hvítu, að manni getur farið fram án rafmagns, gutumagns og ritsíma og stórvéia. Þjóðvinafélags-almanakið 1901 er „biblía“, sem ætti að vera lesin á hvers manns heimili. Þar er yfirlit yfir allan hag landsmanua hér, stutt og öilum skiljanlegt. Þ?ir eru myndir, sem sýna tekjur og útgjöid — manni ægir við útgjöldun- um til fátækraframfærsiu, 400,000 kr. á tveggja ára tímabili; það sýnir hvernig stjórnin er; það yfirgeugur öll önuur útgjöld, Á annari hringmynd er sýnt hversu mikið hvert manns- barn kostar, og nemendur, en það gefur nokk- uð skakka hugmynd, með því engiun árafjöldi er tiltekinn; til dæmis: læknaskólakandidat þarf 12 ár til námsins, en skipstjóraefni ein- ungis 2; má því nærri geta, að því meiri sem árafjöldinn er, því meiri hlýtnr kostnaðurinn að verða; eins og líka þess er gætandi, að þessi kostnaður er ails ekki allur tekinn af al- mannafé. Það er ekki unt að nefna hér alt, sem þessi litla bók hefir inni að halda. Meðal annars er þar yfirlit yfir jarðabætur hér á árunum 1896—98, og má af því sjá, að íslendingar hafa ekki alveg legið á liði sínu á þeim tíma, hvað sem verða kann ef bændur verða að gef- ast upp við landbúnaðinn, af því enginn vili vera í sveitinni, og þetta er ekki mjög fram- faralegt. Árbók ársins og upptalning merkilegra atburða er mjög fróðleg. Ea ekki er minst varið í ritgerð Tryggva G-unnarssonar um sjáv- ar hitann og þilskipin, og hefir ekkert verið ritað um það jafn-greinilega í nokkurri íslenzkri bók; þetta er ritað eítir athugunum og reynslu Tryggva sjálfs, og mundu sjómenn hafa meira gagn af þessu riti en af nokkrum fiskiveiða- skýrslum. Alt þetta getur maður fengið að vita fyrir eina 60 aura, og er engum vorkennandi að komast yfir það. B. Or. Grimdarverk Rússa í Mandschúriu. í landi þessu, norðurhiuta Kínaríkis, sem nú er komið undir yfirráð Rússa, höfðu þeir að sögn í sumar framið grimdarverk á Kínverjum, sem fyllilega jafnast víð það sem Tyrkir hafa gert í Armeníu, og er nokkuð skýrt frá þeim af fregnrita blaðs eins í Chicago (Chicago Secord), og segist honum þannig frá: „Áður en ég fór um þessar slóðir, var sagt að hér væri stríð, en seinna varð ég þe38 vís, bæði hér (í Blagovesjensk í Mandschúríi) og í Japan, að fráskýringar Evrópublaðanna um þetta voru alveg ósannar og rangar, — það var ekki stríð milli tveggja stríðheyjandi ríkja, sem hér átti sér stað, heldur múga-manndráp, framin með köldu blóði á óvopnuðu landsfólki og gersamleg eyðing heimila þess. í Blago- vesjensk voru um 6,000 Kínverjar, smákaup- menn, verzlunarþjónar, verkmenn o. fl., en 1000 voru komnir burt áður en ófriðurinu hófst. Gribski hershöfðingi kvaðst vera hræddur við uppþot, af því fyrirliðar boxaranna höfðu breitt út æsingamiða meðal fólksins, en öllum ber saman um, að það mundi alls ekki hreyfa sig til neinna óspekta. En af því að „boxarar“ í sömu mund hófu árásir nokkrar, sem þó litið kvað að, þá lét Batarevitsí lögreglustjóri setja alla Kínverja í hald, karia og konur og börn, og lét i veðri vaka að það væri gert þeim til verndar, og þeir, sem höíðu Kinverja í þjón- ustu sinni, sleptu þeim í því tr&usti í hendur lögregluanar. Þetta fólk v&r 5000 talsins, og var það innibyrgt í ýmsum fangahúsum. 6. dag júlím. brá möunum i brún, að sjá Amúrfljótið alþakið líkum, sem rak ofan eftir fljótinu og skolaði að bakkanum, þar sem bygð Kínverja var fyrir. Lögroglan rússneska hafði sem sé látið Kósakkana fara með alla Kínver- jana úr Blagovesjensk upp á blett nokkurn 7 verstum ofar við fljótið og fleygja þeim þar út. Af því þeir vóru svo margir, var þeim varpað út í hnöppum, en ræudir áður vandlega öllu. Á þessum skelfilegu manndrápum gekk þangað til seinast í júlí, og engin grátbeiðni, hvorki karia, kvenna né barna hafði minstu áhrif á þessa blóðþyrstu böðla. Af þeim 6000 Kín- verjum, sem verið höfðu í Blagovesjensk, lifðu einir 60 eftir, sem tekist hafði að fela sig með- an gekk á ósköpunum. Það var að allra ætlun Gribski hershöfðiagi, sem skipaði Batarevitsí að vinna þetta níðings- verk. Eftir dráp þessi rænti lögreglan í sölubúðum og íveruhúsum Kínverja. Stórt þorp, Sakhalína, var jafnað við jörðu, en íbúarnir fengu flúið burt áður þeir yrðn drepnir. Frá borginni Aigun komust flestir (íbúatalan þar 20,000) undan liðsmönnum Rússa á flótta, en allir, sem eftir urðu, vóru drepnir. Eg sá rústirnar og rofhrúgurnar, sem eftir stóðu, og ekki sást þar kvikt nema einstöku Kósakkar á verði og hóp- ur ýlfrandi eigandalausra hunda. Á endilöng- um landamærunum frá Pokrovsk tii Kabarovsk sá eg ekki nokkurt kínverskt þorp, sem ekki hafði verið brent til kaldra kola. Að íbúum bæjarins Moxó komu Kósakkar óvörum og drápuþar 2000 af verjulausu fólki, karla, kon- ur og börn. í Rade, þar sem eru gullnámur, murkuðu 400 Kósakkar hvert einasta manns- barn, enda hafa þeir jafnan haft fyrir reglu þar eystra, að gefa aldrei grið, heldur drepa ait vægðarlaust niðar“. í annari fréttagrein til sama biaðs stendur: „Kínverjarnir, sem búa á bökkum Ámúrfljóts, hafa aldrei óskað eftir stríði, hvernig sem Kó- sakkarnir hafa reynt til að espa þá tíl ófriðar með ránum sínum og yfirgangi", og ennfremur er fréttabréf í blaðinu „Globe“ (13. nóv. f. á.); i þvi kemst bréfritarinn þannig að orði: „Atburðir þeir, er ég hefi verið sjónarvottur að 3 seinustu dagana, eru greypilegri en svo, að ég geti lýst þeim. 2000 Kínverjum var drekt í Morsó, 2000 í Rade og 8000 í grend við Blagovesjensk og alls og alls rak um 12000 lík eftir fljótinu, og þar á meðai svo þúsundum skifti af konum og börnum. Sigiiug eftir fljótinu var nálega óœöguleg. Síðustu vikuna varð eitt af eimskipunnm að brjóstast gegnum samflækta stýflu af líkura, er buadin vóru saman á hárpískunum. Líkin iágu unnvörpum á fljótsbökkunum. í hringiðum fljótsins og lygnunum við bakkana morruðu dökkar, rotnar og daunillar hrannir af manna- holdi, sem hófust við og komust í dúandi hreyfingu af Ö3li eimskipsins. Eimskipstjórinn skipaði að skynda áfram fuilum krafti, en kom fyrir lítið. Sú sjón og sá ódaunn mun oss aldrei fyrnast. Frá Blagóvesjensk til Aigun eru hér um bil 45 kílómetrar, og á öllu því svæði var þorp við þorp með fljótinu, og bjó í þeim iðið og at- orkusamt kínverskt fólk, rúmlega 100,000 að tölu. í Aigun einni bjuggu 20,000. En aldrei mun nokkur fróðari verða um það, hversu margir þeirra hafi verið skotnir, höggair niður eða drekt. Ekkert af þorpunum stóð uppi. Dauðaþögn hvíldi hvarvetna umhverfis oss, á hægri hönd rústir Aiguns, brunatóftir, þaklaus hús og brotnir múrar, öllum eigum gersamlega burt sópað.“ Þetta ætti að geta gefið þeim, 'sem eru að klifa á framförum kristilegrar mannúðar á vor- um tímum, efni til ýmsra hugleiðinga. Sér- staklega hlýtur að vera mjög fróðlegt og „upp- byggilegt11 fyrir Rússakeisara að lesa aðrar eins fréttir og bera þær saman við hinn heimsfræga boðskap hans til friðarstefnunnar í Haag. Makt myrkranna. Bftir Bram Stoker. 4. Jcap. Barón Székély. Morguninn eftir skipbrotið fanst gamall skip- stjóri dauður á bekk við kirkjugarðinn. Ásvip hans var að sjá sem hann hefði dáið af hræðslu. Hann var málkunnugur þeim Vilmu og Lúsíu. Þetta fekk mjög á Lúsíu. Hún varð nú enn taugaveikari en áður og fór að g&nga í svefni. Vilma gekk mað henni eitt kvöid meðfram sjónum, og gengu þær þá inn í kirkjugarðinn, eins og þær vóru vanar Þar hittu þær frænda Lúsíu, sem Morton hét, og var með honum útlendur maður, miðaldra að sjá og mjög ein- kennilegur útlits. Morton sagði þeim að hann héti baron Szé- kély. Hann var stór vexti og þreklegur, með svart hár, en farinn að hærast, og meðsvartan kamp, svarteygður og hvasseygður. Hann fór undir eins að tala við Lúsíu, og virtist hafa gaman af að tala við hana. Nóttina eftir vaknaði Viima við það, að Lúsía hafði farið ofan úr rúminu, og var kom- in út að giugganum. Hún hafði dtegið giugg- tjaldið frá, og stóð í nærfötunum og með flaks- andi hárið út við glugg&nn og sagði: „Ég kem, ég kem, en dyrnar eru lokaðar“. í sama bili gerði hún tilraun til að fleygja sér út um gluggann. Eu þá var Vilma komin að glugg- anum, tók utan um hana og dró hana aftur að rúminu. Lúsía varð ekki róleg fyrr en eftir langan tíma. Hún gst ekki sofnað, og tautaði hvað eftir ann&ð: „Hv&ð ætli hann hafi viijaðmér?“ Vilmagaf henni eitt staup af víni, og þá sofn- aði hún og svaf vel það sem eftir var næt- urinnar. Daginn eftir fundu þær vinstúlkurnar barón Székély í kirkjugaiðinum. Hann var mjög máihreifur við þær. Hópur Tatara (sígauna) var þá rýkominn til bæjarins, og sagði barón- inn þeim ýmislegt af háttum þessarar flökku- þjóðar í keimlandi hans. Hann sagði að þeir kynnu ýms hulin fræði, og að til væru ótel- jandi náttúru kraftar og lög, sem örfáir bæru kensl á. Hann kvað kvenfólkið vera gætt einna bezt- um og mestum kröftum, og Tatara kvenfólkið kynni Iíka að nota þá. „Eg er Iíka sannfærð- ur um“, sagði hann við Lúsíu, „að þér hafið þessa hæfileika til að bera, og að það er að eins undir yður sjálfri komið að beita þeim.“ Vilma tók eftir því að þetta fekk mikið á Lúsíu. 5. kap. Tatararnir. Þeim vinstúlkunum fór að detta margt í hug, og urðu mjög forvituar eftir viðtal þeirra við baróuinn. Þær fóru því daginn eftir að heimsækja flökkuþjóðina, sem slegið hafði tjöldum sínum utanbæjar. Vilma þóttist þegar sjá, að þar hefði verið búist við komu þeirra. Þeim var tekið með kostum og kynjum, en þó var rnest haft við Lúsíu. Fyrirmaður flokksias kysti klæðafald hennar. Hann lét síðan túlk sinn spyrja hana að því, hvort hún vildi að hennar auðmjúki þjónn gerði eitthvað fyrir hana. Hún svaraði: „Mér hefir verið sagt, að þjóðflokkur yðar sé fróðari en aðrar þjóðir í ýmsum greinum. Ég hefði gam- an að forvitnast um það.“ Höfðinginn gekk síðan inn í tjald sitt og kom aftur út með unga stúlku. Hún vafði sig í gullsaumuðu silkisjali gulu. Hún rétti Lúsíu glerkúlu, og bað hana að horfa í hana. Henni þótti þá

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.