Fjallkonan


Fjallkonan - 09.02.1901, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 09.02.1901, Blaðsíða 4
4 FJAI/LKONAIN. dottinn fyrir þetta. Hann sagði, að fundar- mönnum bæri að gæta þess, að þetta yrði í síðasta sinni, sem að sér bryti frá félaginu, og annað það, að þó bann fengi þetta skitna hálft annað þúsund krónur, þá kæmi þó 1000 krónur til skifta handa félagsmönnum. Enda mundu dómstólarnir verða sín megin í því máli. Hann Skúli þarf ekki að verða sköll- óttur fyrir það, sem ísfirðingar hafa staðið uppi i hárinu á honum um dagana, og svo fór nú, að alla setti hljóða og mæltu ekki orð, enda var víst flestum farið að þykja fullheitt inni. En þá skrifaði Skúli tekju- megin hjá sér þessar 1500 kr. án þess gengið væri til atkvæða um þær. Afdrif þeirra 1000 kr., sem fyrverandi félagsmenn báru úr být- um, urðu þau, að fundarmenn stofnuðu sjóð, sem styrkja skyldi formenn, sem reynst hefðu sjógarpar, hepnir, handlægnir og ötulir. Svo fór það. *— En af hjartans einlægni talað, þá ann ég þér samt, Skúli minn, allrar þeirrar virðingar, sem þér ber að lögum fyrir afskifti þín af „Kaupfélagi ísfirðinga11 frá því er það stóð í blóma sínum og þar til í fyrra að höfuð þess vissi að jörðu, en fætur til himins, í þínum eigin húsum.-------------- Isfirðingur. Ofsaveður vestra. Morgun 6. jaD. (þrett- ánda) gerði svo mikið ofsaveður á Yesturlandi, að elztu menn þykjast ekki muna þvílíkt. Ranf þar víða hús og hey, skip brotnuðn og fleiri skemdir urðu. Mest varð skipatjónið í Hnífsdal, og fóru þar alls 12 skip, sum í spón og sum alveg. í Bolungarvík urðu og miklar skemd- ir á húsum og heyjum; samkunduhúsTemplara jafnaðist við jörðu. — Skaðinn í báðum þessum veiðistöðum skiftir þúsundum. — Víða urðu skaðar, svo sem að bryggjur brotnuðu i öllum hvalveiðistöðunum vestaníands, og fleira tjón varð þar, sem skiftir mörgum þúsundum króna. — Á Kleifum í Seyðisfirði brotnuðu tvö fjögra manna för og !á við að bæjarhúsin fykju. Hlaða og hjallur fauk í Hjarðardal í Dýrafirði hjá Benedikt bónda Oddssyni, og skemdust þar flest hús. — Á Bíldudal fauk hús, sem var í smíð- um, og fleiri hús skemdust þar. Efra loftið á verkafólkshúsi á Bíldudal sviftist burt og sóp- uðust burt rúm fólksins og alt sem þar var inni. Þar fór líka skúr, sem Jón Sigurðsson verkstjóri notaði fyrir skrifstofu, og er sagt að hann hafi mist þar minst 300 kr. í bókum og öðru. ___________ Aflabrögð. Fyrir skömmu varð fiskvart á Stokkseyri og Eyrarbakka, en mjög lítið. — Fyrir sunnan Skaga hefir verið nokkur afli, þegar reynt hefir verið. Aflalaust að mestu í Faxaflóa, og aflalítið vestanlands síðan á þrett- ánda. Skarlatssótt, væg þó, er nú komin upp á Þingeyri við Dýrafjörð. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að hefta útbreiðslu hennar. Barn brann nýlega til bana á Folafæti í ísafjarðareýslu. Datt í sjóðandi pott, sem lát- inn hafði verið á gólfið, eins og því miður er algengur siður. Dáinn hér í bænum 3. febr. Guðmundur Otteeen, kaupmaður af Akranesi, úr sullaveiki, eftir stutta Iegu á spítalanum. Póstskipið „Laura“ kom í fyrra kveld af Vestfjörðum. Geirfuglinn. í þýzka blaðinu „Illustrirte Zeitung“ f. á. er grein um geirfuglinn, sem kaliaður er a utlendum malum alca impennis, og risaálka og gleraugnaálka, og er undan- ari þeiirar áJku, sem nú lifir. Geirfuglinn var á stærð við gæs, hvítur á bringu og kvið, en bakið og höfuöið svart. Hann hafði tvo hvíta bletti milli augnanna, og því var hann kallaður gleraugnaá'ka. Eu einkennilegastur var hann fyrir þá sök, að hann gat ekki flogið; vængirnir voru ofstuttir til þess. Þeg- ar hann kom á land, mátti kenna í brjósti um þennan fallegu, meinlausa fugl, sem var ekki fær um að forða sér undan árásum manna og dýra. Ásjónum var aðalheimkynni hans. En hann var líkur öðrum frændum sínum í því, að hann var hneigður til félags- lífs og það var ógæfa hans. Það tókst þó ekki fyrri en undir miðja öldina sem leið að uppræta svo geirfuglinn, að hann var aldauða, og finst nú ekki lengur í víðri veröld. Seinustu fuglana, sem veiddir voru, drápu Hafnamenn, Ketill í Kotvogi o. fl., 3. júní 1844. Sagt hefir verið að 20 árum síðar, eða um 1864, hafi átt að sjást einn geirfugl í Eldey, en það er óvíst. Af því mjög fátt er til af geirfuglahömum, geirfuglaeggjum og geirfuglabeinum er það alt í afarháu verði, og þó ekki sé nema ein- stök bein. Fyrir nokkurum árum var eitt geirfuglsegg (skurnin) selt fyrir um 6000 kr. Framhald af íitgj. „Liðskönnun“ og „Presthólamálin“ hefir orðið að bíða næsta blaðs. wæ Skófatnaðarverzlun Rafns Sigurðssonar fékk nú með „Laura“ miklar birgðir af útlendum skófatnaði; einnig er til nóg af innlendum skófatnaði af ýmsum tegundum, er selst með niðursettu verði nú fyrst um sinn, gegn peningaborgun út í hönd. Á vinnustofunni verður tekið á móti vinnu með mjög vægum kjörum. Menn snúi sér í þessu efni til hr. Stefáns Gunnarssonar. ----------------------------------- í sambandi við þessa auglýsingu vil eg mælast til þess að heiðraðir bæjarbúar sýni mér sömu velvild og tiltrú, sem þeir sýndu manninum mínum. Guðleií' Stefánsdóttir. Verzlun J. P. T. BRYDESI Reykjavík. Nýkomið með „Laura“ : Stór vetrarsjöl, Lífstykki, Rúmteppi, Hv. léreft, Pique, Flonel. Stálbik, Hrátjara, Skeifnajárn, Bátasaumur, Olíufatnaður, Tré- skóstigvél, Klossar. Alls konar matvara, Kaffi og sykur, Kartöflur. J. P. T. Brydes verzlun í Reykjavík hefir skemdar ERTUR, ágætt skepnufóður, á 7 aura pundið gegn pen- ingaborgun. fyrstu árgangana af Kvenna- blaði og einstök blöð úr þeim kaupi eg fyrir upphaflegt verð, ef þeir eru í góðu útliti. Bríet Bjarnhéðinsdóttlr. Ný sniö af allskonar kvenfatnaði og barnafatnaði eftir allra nýj- ustu tízku fást nú hjá mér, eins og stöðugt að undan- fórnu, og kosta frá 40—80 aura. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. EsrsisrsisjsisisrsrsjsJsiH Vottorð. Eg hefi lengst æfi minnar ver- ið rnjög veikur af sjósótt, en hefi oft orðið að vera á sjó í misjöfnu sjóveðri; kom mér því til hugar, að brúka Kína-lífs- elixír herra Vaídemars Petersens í Friðrikshöfn, sem hafði þau áhrif, að ég gat varla sagt. að eg fyndi til sjósóttar, þegar eg brúkaði þennan heilsusaœlega bitter. Vil eg því ráðleggja öllum, sem eru þjáðir af veiki þossari, að brúka Kína-lífs-elixír þennan, því hann er að minni reynslu áreiðanlegt sjósóttar- meðal. Sóleyjarbakka. Brynjolfur Einarsson. Kína-iífs.elixírinn íæst bjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar tollhækknnar, svo að verðið er ekki nema eins og áður, 1 kr. 50 au. flaskan. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eftir þvi, &ð Týf' standi á tíöskuaum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskn- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. Til auglýsenda. Þeir sem aug- lýsa í „Fjallk.“ verða að tiltaka það um leið og þeir auglýsa, hve of auglýsingin á að standa í blaðinu. tíeri þeir það ekki, verður hún látin standg. á þeirra kostnað þar til þeir segja til. Tilbúnir líkkranzar 40—80 tegundir. Verð frá 50 aurum upp í 10 kr. stykkið, eianig aliskonar Blóm og Lukkuóskakort. Wfgr Kranzarnir eru óvenju- lega fallegir. Fæst á Skólavörðustíg 11. Tízka sumarið 1901. Nú hef ég fengið sýnishorn af allskonar fataefnum fyrir vorið 1901, sömuleiðis af allskonar efnum í SportSÍÖt og Regnkáp- urðiiu vatns3ield.u 1-4:00 tegundir úr að velja. Munið eftir að athuga þetta, áður en „Laura fer, svo það geti komið sem fyrst. Virðingarfyllst Guöm. Sigurðson klæðskeri. Verzlun Yilhjálms Þorvaldssonar á Akranesi kaupir rjúpur hæsta verði. F jármark Sigurjöns Árnasonar í Mið mörk undir Eyjafjöllum er: sneitt framan hægra; sneitt apt. vinstra og biti framan. Verzlun Vilhjálms Þorvaldssonar á Akranesi Smjör og aðrar innlendar vörur borgaðar hæsta verði. Birgðir af ýmsum nauðsynjavörum. Útgefandi: Vald. Ásmundsson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.