Fjallkonan


Fjallkonan - 09.02.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 09.02.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 sem liún sæi Arthur vera að kys9a ungan kven- mann seœ sat hjá honnm. En daginn eítir fékk hún bréf frá honum, og sagði henni þar frá því, að María systir hans hafði komið til hans kvöldið áður. Hún var gift rúmenskum manui, sem var aðstoðarmaður austurríska sendiherrans í Lundúnum, Koromezzo fursta. Ættingjar Maríu höfðu gert alt sem þeir gátu til þess að koma í veg fyrir giftingu þeirra, af þyí furstinn var ill& kyntur. Pau höfðu farið til Konstantinopei uadir eius eftir giftinguna. 6. kap. Sjúkleiki og dauði Lúsíu. Eftir þetta ágerðist meir og meir sjúkleiki Lúsíu. Hún fór einförum og var ekki mönn- um sinnandi. Hún fór þá til Lundúna og fór að búa sig ur.dír giftingu sína. Þangað var þá baróninn kominn, og talaði ott við kana. Húngat ekki sofið á nóttunni, og varð fölari með degi kverjum. Þegar Arthur kom að heimsækja hana, brá honum í brún að sjá útlit hennar. Hann lét senda eftir lækni, Dr. Seward, eu hann gat ekki hjálpað henni, og skrifaði því prófessor í Amsterd&m, Yan Hels- ing, sem var frægur um allan heim tyrir rannsóknir sínar á taugasjúkdómura. Hann gaf henni ráð við sjúkdómi hennar og virtist henni batna um tíma. Eu henni versnaði aftur, og var þá hinn hollenzki læknir fenginn af nýju. Hann kvað haua vera þjáða af blóð- leysi, og að úr því yrði ekki bætt nema með því, að taka blóð úr heilbrigðum manni og veita þvi inn í æðar hennar. Þetta gerðu læknarnir, og batuaði henni nokkuð við það. Hinn hollenzki iæknir varð að fara heim til sín. En daginn eftir, þegar Seward læknir ók þangað sem Lúsía átti heima, vsr hús hennar karðlokað, bæðifordyrum og bakdyrum, og var þó komið fram yfir nón. Eu rétt um sama leyti heyrði hann að einhverir komu hlaupandi garðmegin, og var það garðmaðurinn og eina af verkmönnum hans. Þeir stóðu á öndinni af skelfingu, og gátu varla komið upp nokkuru orði. Loks gat læknirinn skilið á þeim, að stofustúlkan hefði verið drepin og að blóðugt líkið lægi úti í garðinum. Þegar hann fór að gæta bstur að, sá hann að glugginn var brotinn á svefnherbergi Lúsíu. Hann bjóst þá við öliu illu. Hann leit inn um gluggann, og sá að alt var í sömu skorðum og áður í herberginu. En í rúminu sá hann Lúsíu og móður hennar, og virtust þær báðar vera dauðar. Hann rétti höndina inn um gluggann, lauk honum upp og vatt sér inn, en bað mennina að bíða sín úti fyrir. Þegar hann kom að rúminn, sá hann að móðir Lúsíu var dauð og virtist hafa dáið af hræðslu, en Lúsía lá hreyf- ingarlaus fyrir ofan hana í rúminu, og gat hann ekki séð, hvort hún var dauð eða lifandi. Hann vissi þá ekki hvað til bragðs skyldi taka. En rétt í því heyrði hann að vagni var ekið að húsinu. Hanu bað mennina, sem stóðu úti fyrir, að taka á móti aðkomumö inuuum og var þar kominn Yan Helsing prófessor. Þeir fóru nú báðir að skoða Lúsíu og urðu þá varir við, að hún var með lífi. Réð prófessorinn að láta láta gera henni volgt bað, og fóru þeir nú að leita að vinnukonunum, en þær vóru allar í fasta svefni, og urðu ekki vaktar, hvernig sem ýtt var við þeim. Þá var fengin kona garðmannsins og dóttir hans, og bjuggu þær til baðið. Eftir nokkrar tilraunir tókst lækuunum að vekja svo Lúsíu til lífsins, að þeir þóttust geta sett blóð inu í hana. En þá var um það að ræða, úr hver- jum þeirra blóðið ætti að taka. Báðir höfðu þeir orðið að sæta mikium blóðmissi við hinar fyrri tilraunir. En í því bar að Quincey Morris, hinn unga Ameríkumann, sem áður hafði beðið Lúsíu. Hann bar kveðju Arthurs, og kvaðst fús á, &ð láta blóð úr sér. Það tókst um siðir ?ð vekja Lúsíu til lífsins, svo að hjarta og luogu tóku til starfa. Þegar læknárnir þóttust geta gengið burt frá sjúklingraim stundarkorn, fóru þeir að vitja um hitt fólkið í búsinu. Lögreglumennirnir voru farnir að leita morð- ingjans. Vinnukonurnar vóru nývaknaðír; þær höfðn farið að sofa í sama mund og vant var, en var sízt að skilja hve seint þær hefðu vakn- að. Þær vissu ekkert um morð stofumeyjar- innar, en sögðu að hún hefði verið vön að fara sinna ferða og verið kveldgöngul. Lögreglumennirnir þóttust sjá, að morðiðhefði verið með ráðum gert og mundi stofustúlkan hafa verið í vitorðí með ódáðamönnunum og mundi hafa gefið vinnukonunum svefnlyf. Síðan hefðu þeir drepið bana til þess að enginn væri til frásagna. Það þótti þeim mest furðan, að engu hafði verið stolið. Tatsrahópur hafði ver- ið þar í grendinni undanfarna daga, og þótti líklegt, að þeir ættu þátt í þessum glæp, eink- um fyrir þá sök, að þeir höfðu haft sig á burt daginn eftir morðið. Læknarnir skoðuðu líkið vandlega, og virtist þeim ekki betur, en að stúlkan hefði verið bit- in á barkann. Loks fundu þeir seðil, sem Lúsía hafði skrif- að á það sem fyrir hana hafði borið um nótt- ina. Henni virtist vera barið á gluggann hvað eftir annað, og loks svo fast að rúðan brotnaði. Síðan þóttist hún sjá illilegt mannsandlit í glugganum. Þær mæðguruar féllu þá í öngvit. En þegar hún raknaði við aftur, sá hún að móðir hennar var dáin, og gat þá með naum- indum skrifað þetta á seðil, ásamt kveðju til vina sinna og kunningja, því hún bjóst við dauða sínum. Að afliðnu miðnætti næstu nótt varð Seward læknir var við að barið var hægt á gluggann, en hann varð einkis vísari. Um morguninn var hún svo veik, að lækn- arnir vóru örkola vonar um hana, og þann dag dó hún að viðstöddum lækuunum og Arthur. Síð- ast sagði hún við prófessorinn: „Vernaðu hann og gefðu mér frið“. Nú var búist við jarðarförinni. Kvöldið fyr- ir jarðarförina gengu þeir Seward læknir og Arthur inn í berbergið, þar sem lík mæðgnanna vóru, með blómum í kring og háum kertastjaka með logandi vaxljósum. Lækirinn lyfti upp líkblæjunni, og varð þeim þá mjög hverft við. Það var eins -og Lúsía væri lifandi. Hún var jafnvel unglegri en hún hafði verið síðasta kastið. Engin merki dauða eða rotnunar sáust á líkinu. Um nóttina svaf Arthur í herbergi Lúsiu og læknirinn í næsta herbergi. Um nóttina vakn- aði læknirinn við eitthvert hljóð; hann stökk á fætur og tók sér ljós í hönd, sá að myrk- ur var í herbergi Arthurs, en hurðin á herberg- inu, þar sem líkin vóru, stóð í hálfa gátt. Hana gekk þar inn. Þá sá hann að lokinu á kistu Lúsíu hafði verið lyft upp og að blómstrin vóru í hrúgu. Arthur lá i öngviti við hiið kistunnar Læknirinn tók hann og bar hann inn í rúm, og þegar hanu r&knaði við, stóð hann fast á því> að Lúsía væri lifandi, og að húa hefði risið upp brosandi í kistunni. Hann hefði orðið and- vaka, og þá hefði hann langað svo mikið til að sjá líkið, að hann fór á fætur. Hann hélt því svo fast fram, að hún væri ekki dáin, að læknarnir gerðu alt sem þeir gátu til að lífga hana, en það varð árangurslaust. Arthur lét sér þó ekki nægja það, og Iét aldrei skrúfa lokið á kistuna. Kistan var iátin standa í grafhvelfingu, þar sem nægilegt Ioft gat leik- ið um, og hjá kistunni vóru Iagðar ábreiður og nesti handa líkinu, ef það kynni að rakna við. (Frh.). Séra Arnljótur og kirkjugaröurinn, Til þess að almenningur geti séð, hvað séra Arnljótur á Sauðanesi er vandur að meðulum til að koma sér undan ábyrgð fyrir grafreits- grindabrotið í Sauðaness kirkjugarði, sem eg hefi farið í mál útaf og tapað fyrir báðum rétt- unj, þá ætla ég að birta hér tvo kafla úr varn- arskjali hans. Þar segir hann svo: „Sökum naumleika tímans skal eg fyrst og nálega eingöngu snúa mér &ð þeim greinum í framhaldssókiiinni, sem eitthvað snerta málefnið, en eru eigi tómur uppspunninn óhróður um mig út í loítið, og sem einungis er vottur um að enn eymir eftir hjá sækjanda af rógi þeim, er hann áður bar milli mín og sóknarmanna minna, en sem honum er nú ekki til neins að endurtaka framar"............. „Það er satt, að mér hefir enn ekki tekist að fá kirkjugarðinn bygðan upp fremur en formönnum mínum. Ber tvent til þess: það fyrst, er sækjanda má vera kunnugast allra manna, að árið 1892 var rógur kveiktur úr þeirri átt, sem hann þekkir grant, milli mín og sóknarmaena, er hafði um 2 -3 ár óheppiieg áhrif á góða samvinnu milli mín og safuaðarins. Hitt annað, að siðan hefir sóknarnefndin haldið því fram, þar til á safn- aðarfundinum síðast-liðið sumar, að flytja yrði kirkjugarðinn upp á holtið hjá nýju kirkjunni. Eg hefi gætt eftir megui skyldu minnar í því að áminna sóknarnefndina um bygging garðs- ins og málið er komið svo áleiðis, að eg get talið víst að hann verði uppbygður í haust. . . .“ Þetta leyfir séra Arnljótur sér að leggja fram fyrir dómstóla landsins. Eg skora á sóknarnefndir þær sem hafa verið í Sauðnes- sókn á þessu tímabili, frá 1892—1898, að hreinsa sig af því, ef þær geta, að vanræksla á við- gerð kirkjugarðsins sé þeim að kenna, og sömu- leiðis segja sannleikann um rógburð þann er séra Arnljótur tilnefnir. Eg hefi munnlega skýrt Friðriki Guðmunds- syni frá þessum köflum úr varnarskjalinu, og brást hann reiður við, og sagði mér að Páll bróðir minn hefði engan róg kveikt. Séra Arnljótur kom tii Sauðanesbrauðs 1890. Samsumars voru grindurnar settar í garðinn. Þetta voru einu járngrindurnar sem þar voru. Því sá hann ekki um að sóknarnefndin gerði við garðinn áður en „rógurinn" var kveiktur? 1891 vísiterar Halldór bróðir minn og áminnir prestinn um að gera við garðinn, og þá eru ekki nema^ tveir staðir, sem viðgerðar þarf á, en þeir eru látnir eiga sig. Séra Arnljótur finnur ekki til þess að garðurinn þurfi við- gerðar fyrr en sóknarnefndin er orðin honum svo erfið, að hún gegnir ekki til þess. Reykjavík, 7. febr. 1901. Guðrún Bjarnardóttir. f Kaupfélag ísfiröinga. Útfararminning. Laugardaginn 2. febrúar var ausið moldu „Kaupfélag ísfirðinga", að viðstöddum öllum fulltrúum þess, ásamt mörgum öðrum. Lík- ræðuna hólt fósturbarn og brjóstbarn þess, Skúli Thoroddsen, og mæltist vel að vanda. Hann gat þess meðal annars, að þegar nú búið væri að borga bæði sér og öðrum gæð- ingum þess, þá væru eftir 2500 krónur, sem væri nú aðalhlutverk fundarmanna að skifta, svo að hver fengi sinn pening. Sjálfur ætl- aði hann að skifta aflanum þannig, að 1600 krónur af nefndu fó kæmu í sinn hlut, sem þóknun fyrir eftirlit meðan félagið lá á lík- börunum. Stöku fulltrúi mótmælti þessu harðlega, og sögðu að slikt gæti ekki komið til mála, því fólagið hefði sálast fyrir ári og Skúla verið skyit að gera þá reikningsskil, en þau hefði ekki komið fyrr en í sumar. Annað það, að Skúli hefði verið ráðinn upp á 4 af hundraði í kaup af „umsetningu“ fé- lagsins árlega, og haft 4—7000 kr. árlega fyrir verk, sem hægt var að hafa í hjáverk- um að miklu leyti (en í sumar hafði ekkert fólag verið til). En Skúli var ekki af baki

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.