Fjallkonan - 14.02.1901, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni
i yiku-iVerð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr. eða 1 Va
doll.) borgist fyrir 1.
júlí (erlendis fyrir-
fram).
Uppsögn (skrifleg)bund-
in við áramöt, ðgild
nema komin sé til út-
gefanda íyrir 1. októ-
ber, enda hafi hann þá
borgað blaðið.
Atgreiðsla: Þing-
holtsstrœti 18.
Reykjavík, 14. febrúar 1901.
Xr. G.
Biöjiö ætíö um:
OTTO MONSTEDS
danska smjörlíki,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott
og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefad
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
XVIII. árg.
Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka-
stjórnin við kl. 12—1.
Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12 2 og
einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána.
Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mið-
vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m.
Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu-
dögum kl. 2—3 e. m. (lokað í des. og jan.)
Ókeypis lœlcning á spítalanum 4 þriðjudögum og töstu
dögum kl. 11—1.
Ókeypis tannlœkning í húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni
1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1.
IJm sláttuvelar.
Eftir beiðni hins beiðraða ritstjóra „Fjall-
konunnar", vil eg með fáum orðum skýra frá
því, sem er kunnugt um notkun sláttuvéla hér
á laudi og hvemig þær hafa reynst.
Þeir eru eigi margir, er hafa fengið sérþess-
ar vélar; þeir sem eg veit um eruþessir: Bún-
aðarskóiinn á Hvanneyri, Magnús Sígurðsson
kaupmaður á Gfrund í Eyjafirði, Albert Krist-
jánsson búfr. og bóndi á Pávastöðum í Skaga-
firði, og nokkrir bændur þar í féiagi rneð hon-
um. Enn fremur hafa nokkrir bændur í Vatns-
dal fengið sér sláttuvél, ásamt Hermanni á
Þingeyrum, Ólafur prestur Óiafsson í Arnar-
bæli og Jakob Ámason hreppstjóri í Auðsholti.
Um þessa veit eg, en ekki fleiri; getur verið,
að einhverir aéu ean, er eignast hafa sláttuvél,
þó eg ekki viti það.
Öllum ber saman um. er reynt hafa þessar
vélar, að eigi verður siegið með þeim nema á
sléttri jörðu. Þær siá ekki vei á harðvelli,
hvorki túni né hörðum árbökkum. Þar á móti
slá þær vel á óleirrunnum, sléttum engjura,
sérstaklega fiæðiecgjum, „með gljúpum, mosa-
kendum jarðvegi". Fáir eða ef til vill enginn
af þeim, sem mér er knnnugt um, hafa notað
vélarnsr til eð slá með þeim tún. Þess er
líka að gæta, að flest tún eru að eins slegin
einu sinni, og vilja þá allir, að þau sén slegin sem
bezt, og betur en hægt er að gera með vélinni.
Mörg tún eru einnig svo illa slétt, eða ójöfn, að
erfitt er að s!á þau með sláttuvél. Beðasléttur
hryggmynd&ðar er ilt að siá með þeim, enda
ættu þær helzt eigi að eiga sér stað. En þar
sem tún annars eru slétt og tvíslegin, mætti
slá fyrri sláttinn með siáttuvél. Eg vil í þessu
samb mdi taka það fram, sem reyadar hefir oft
áður verið minst á, að margir gera sér skaða
með því, hvað þeir byrja seint að slá. Eu þótt
raönnum sé bent á það nú, að byrja slátt, eink-
um á túni, fyrr ea þeir að jafnaði eru vanir,
og yfir höfuð heldur fyrr en seinna, þá er hætt
við, að þvi verði gleymt, er sumarið kemur.
Þá eru margir er telja, að nauðsynlegt sé að
slá vel. Það er að vísu rétt, að skaði er að
því, að slá mjög iila; en að ganga mjög nærri
rótinni, „blóðskafa“ jörðina, eem kallað er, er
minni hagur en margur hyggur. Það er sjald-
nast mikiil ábati að slá mjög vel, eða nærri
rótinni, sízt á útjörð. Og tún má heldur eigi
slá mjög snögt, ef þau eru tvíslegiu. — Eg
tok það því aftur fram, að ef túnið er slétt
og slegið tvisvar, þá mundi hagur að því að
nota sláttuvél við fyrri sláttinn.
Eigi verður það talin mikill vandi að siá
með sláttuvélum. Það geta gert ungling-
ar og eidri menn, ef þeir hafa lært það og
hestarnir eru vanir. Hve fljótt vélin slær, eða
hvað hún afkastar miklu, er að mestu komið
undir hestunnm. Því er áríðandi, að þeir séu
vel tamdir, eigi pratalegir, en þó hvatir i gangi.
Yana hesta má nota í 10—12 stundir á dag,
raeð dálitlum hvíldum. En séu þeir óvanir,
þarf að skifta oftar um, einkum fyrst í stað.
Má þá eigi nota þá lengur í senn en 4—6
stundir. Hvað hestarnir halda vel út að draga
vélina, fer að öðru ieyti eftir því, hvað hún
er þung í drætti, og hvernig jarðvegurinn er,
sem slegið er á. Á blautri jörð, t. d., eru vél-
arnar þungar, og er því erfitt að koma þeim
þar við.
í Noregi eru sláttuvélar mikið notaðar, og
sló eg með þeim þar. Það er eitthvert hið
skemtilegasta verk, sem hægt er að fá, þegar
vel gengur, hestarnir þægir, og jörðin slétt og
vel sprottin.
Sláttuvélar eru til bæöi fyrir einn hest og
fleiri hesta. Einhesta vélar slá, þegar alt er í
lagi, á við 3—4 meðalmenn. En tveggja hesta
vél slœr á við 5—6, og ef til vili meir, ef
jörðin er vel slétt og hestarnir vanir. Magnús
á Grund telur, að þá megi slá með henni á
við 7—8 menn.
Þær beztu sláttuvélar er eg þekki og
mumi vera einna hentugastar hér, eru þessar:
Walter A. Woods sláttuvél, fæst 'í verksmiðju
S. H. Lundh í Kristiania. Þessi vél kostar
eftir stærð 200—250 kr.; Deerivgs sláttuvél
fæst í Heimdals verkfæraverzíun í Krlstiania.
Yerð á henni er: 200—230 kr. eftir stærr. —
Þessar eru hinar beztu er eg þekki, og nefni
eg því eigi aðrar, enda þótt margar fleiri teg-
uudir séu til af sláttuvélum. Öll verkfæri frá
verksmiðju S. H. Lundh eru viðurkend fyrir
sterkleika og haldsemi. Þessi sláttuvél, Walt-
er A. Woods, hefir á flestum sýningum, er
hún hefir verið sýnd á, hlotið hæstu verðlaun.
Þar næst kemur Deerings sláttuvél. Hún er
eigi alveg eins sterk og hin, en svo hefir hún
einn kost frara yfir; hún er létt í drætti.
Loks vii eg benda þeim, er þetta mál vilja
kynna sér betur, á tvær blaðagreinir, er eg
mau eftir. Öunur þeirra er í ísafold 1896,
eftir skólastjóra Hjört Snorrason; en hin er í
Stefni tölubl. 7 1900, og er með yfirskrift-
inni: „Til athugunar fyrir bændur“. Þessi
grein er eftir Jón Þ. Kristjánsson, stud. reai.,
frá Birningsstöðum í Fnjóskadal. Báðir þessir
menn byggja umsögn sína á reynslu, og er
þeim trúandi til að fara rétt með, og má því
óhætt treysta því er þeir segja.
Sigurður Sigurclsson.
Verða dauðir menn lífgaðir?
í Spítalatíðindunum dönsku, blaði hinnar
dönsku læknastóttar, stóð í vetur frásögn um
lífgunartilraun læknis á manni, sem klóróform
hafði drepið við svæfingu. Tilraunin hepn-
aðist ekki, en hún sýndi þó að slík lífgunar-
aðferð er engan vegin ólikleg til góðs ár-
angurs með tímanum. Tilraunin var gerð i
bænum Næstved í Danmörku, og læknirinn
heitir Maag og er spítalalæknir þar.
Þó klóróformsvæfingin hafi nú verið notuð
í hálfa öld og hafi reynst að kalla máhættu-
laus, þá hefir þó hizt einn og einn maður,
sem svo var gerður að hann þoldi hana ekki.
Hættan er þá fólgin i því, að klóróformið
lamar hjarta og taugakerfi þessara manna, svo
hjartað hættir að slá og andardrátturinn stans-
ar. Úr þessu er þá reynt að bæta með með-
ulum, sem örva hjartað, og eins með öndunar-
hreyfingum á sjúklingnum eða þá að blása
lofti inn í lungun. Þetta hefir oft góðan ár-
angnr, en stundum dugar ekkert.
Á síðustu árum hafa menn reynt að núa
sjálft hjartað. Þ.á er stykki tekið úr brjóst-
beininu og hjartað núið svo með hendinni, að
sem líkast só náttúrlegum hreyfingum þess
sjáifs. Þetta hefir verið reynt á dýrum og
hefir lánast að lífga með því hunda, sem dauð-
ir höfðu verið eða líflausir alt að klukku-
stund.
Sjúklingur Maags læknis var fúllþroska
maður, og átti að eins að skera hann lítið eitt,
og hann var mjög lítið þjáður. En þegar
hann var nýlega sofnaður stansaði hjartað og
andardrátturinn alt í einu, og allar vanalegar
lífgunartilraunir komu fyrir ekki. Sem síð-
asta úrræði opnaði læknirinn brjóstið og neri
hjartað á þann hátt, sem áður er sagt. Þetta
lánaðist, því hjartað fór á stað aftur, sló sterk-
ara og sterkara og sló að lokum eðlilega og
hjálparlaust. Önduninni gekk ver, en þó var
hún eftir 2 stundir orðin eðlileg, svo sauma
mátti saman sárin og binda um, og leggja
sjúklinginn i sæng sina. Þó hann væri enn-
þá ekki kominn til miðvitundar þá sá engan
mun á honum og öðrum svæfðum mönnum, og