Fjallkonan


Fjallkonan - 14.02.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 14.02.1901, Blaðsíða 2
2 F JAL'LKONAN. engum datt annað í hug en hann væri úr allri hættu. En hálfri stundu síðar hætti and- ardrátturinn aftur og nú tókst með engu móti að fá hann á stað í annað sinn. Hjart- að hélt þó áfram reglulega í 8 stundir og þá fyrst verður sagt að dauðann hafi að borið. Hér sýnist með fullum rétti mega tala um endurlífgun, þvi það er vafaiaust með öllu, að maðurinn hefði þegar dáið hið fyrra sinn, sem hjartað og andardrátturinn hætti, ef ekki hefði verið að gert. Þetta bendir til þess, að þó líkaminn sé hættur að lifa sem heild, þá sé partarnir í rauninni lifandi, en deyi svo smám saman ef sambandið kemst ekki á aftur, en komist það á innan víss tíma, þá vakni heild- arlífið aftur. Það er kunnugt, að frumlur ein- stakra líkamshluta deyja ekki undir einsþó þeir sé 3kildir frá .heildinni. Þannig má græða afhöggvin nef og eyru á aftur, ef það er gert strax og farið rétt að. Blaðamaður einn spurði Maag lækni, hvort hann héldi að sjúklingurinn hefði lifnað, ef nauðsynleg tæki og undirbúningur hefði ver- ið fyrir hendi. „Já, á því er enginn efi“, svaraði Maag, „maðurinn var glaðlifandi heila klukkustund. Orsökin til þess, að lífgunin lánaðist ekki að fullu var eingöngu sú, að ég var með öllu ó- viðbúinn. Meðal annars var pípa sú of rúm sem ég lét leiða loftið inn í lungun, svo nokk- uð af lofti fór inn í magasekkinn, svo kvið- arholið þembdist mjög, þrýsti á þyndina og gerði andardráttinn mjög erfiðan. Hefðum við haft öll nauðsynleg tæki væri maðurinn nú áreiðanlega á lífi“. Maag kveðst ótrauður halda áfram þessum tilraunum og vænti að þær gæti við reynslu og æfingu orðið læknisfræðinui að góðu liði. Helvítis-vandræðin í Danmörku. Menn muna líklega eftir róstunni, sem stóð fyrir nokkurum árum um þú prestana Moe og Madsen í Harbóeyri og útskúfunar- fargan þeirra, þar sem Moe sagði það ekkjum og vandamönnum við greftrun tveggjadrukn- aðra skipshafna, að þær væri nú báðar í hel- víti. Heimatrúboðið danska (Indre Missionen), hinir svonefndu helvítis-prestar, með sóra Yil- helm Beck í fararbroddi, höfðu það lag, og hafa enn, að læsa sig utan um fáfróðustu bygðirnar og gera þær svo afarhræddar við helvíti og eilífa útskúfun, að fólkið loksins í dauðans angist fleygi sér í þeirra faðm eins og viljalaus börn, og geri hvað sem þeir vilja, bannsyngi allar mentandi bækur og blöð, og gefi trúboðshúsunum og prestum þeirrahvern þann lagð, sem fólkið getur af sér rúið. Þessar helvítis-hræður höfðu nú skelft svo þetta fátæka og fáfróða fiskiþorp vestan á Jótlandi, að þeir menn, sem ekki sóttu trú- boðshúsið, áttu nær ómögulegt með að fá há- seta á skip sín, og það eins þó þeir væri að allra dómi beztu og guðhræddustu sálir og sækti kirkjuna hvern dag. Þeir Moe og Madsen fengu að sönnu ein- hverja áminningu frá biskupi fyrir líkræðurn- ar, en svo er helvítis-trúboðið voldugt, að þeir neituðu að taka á móti áminningu, enda sagði Beck, að þetta væri hrein og ómeinguð Lúterstrú og sannur kristindómur, og varð víst kennivaldinu erfitt að neita því, og við það loknaðist* málið út af. Þetta varð þó til þess, að grúi manna viðsvegar um iand, eink- um upplýstari flokkurinn, lýsti andstygð sinni og viðbjóði á heimatrúboðinu og sama gerði fjöldi presta, einkum hinna eldri. Yngri prestarnir margir nota þar á móti helviti og útskúfunina ótæpt til þess að skelfa lýðinn með og gera hann að þrælum sinum. Um þetta skeið kom til Harbóeyrar ungur *) „lognaðist" á, að yera „loknaðist“ af lok. Ritstj. prestur, Jenseu að nafni, og hefir verið þar síðan. Hann hefir varið öllum sínum kröftum til að menta og fræða sóknarbörn sin og glæða hjá þeim bjartari og göfugri trú oglífsskoðun, og gert það með svo brennandi ást og áhuga, að helvítis-sortanum sýnist þar nú mikið til létt af. Hann hefir komið þar á fót bóka- safni, og fleira hefir bann gert, enda hata heimatrúboðsmenn hann eins og Satan sjálfan og svartadauða, og þegar elding kveikti í húsi sóra Jensens í fyrra, svo að nokkuð af bókasafninu brann, þá pródikaði Yilh. Beck það, og allur hans svartiskóli, að þetta væri bending frá drotni og refsing hans fyrir at- hæfi Jensens. Jensen lét þetta ekki á sig bíta, enda styrktu hann margir bæði með bókagjöfum og öðru til þess að bæta þann skaða. Eu nú er komin ný snurða á þráðinn, og að þvi leyti kátleg, að hún hefir homið liirhju- málaráðherranum, Bjerre, í hrappasta hohha, svo að hann hröklast nú bjargarlaus milli helvítis-prestanna og andstæSinga þeirra. Sagan er í stuttu máli þessi: Sóra Jensen sagði i fyrra vetur í ræðu, að hann væri mjög ef&ður um, að eilífar kvalirí helvíti væri eða gæti verið til. Biskup hans, hr. Götsche í Rípum, sendi honum skriflega áminningu fyrir orðin, og heimtaði að hann læsi hana upp á stólnum. Sóra Jensen sendi Götsche áminninguna aftur óupplesna. Herra Götsche fór í ráðgjafa, Bjerre, en ráðgjafi svaraði svo: „Þegar tillit er tekið til hinnar erfiðu að- stöðu, sem sóra Jensen á við að búa, þá þykir ráðaneytinu sem það geti slept því að gera frekari gangskör að þessumáli“. Nú hamaðist Beck og sagði í blaði sínu, að þó þessir prestar, sem hann til tók, þar á meðal Jensen, misþyrmdu kristindóminum fyrir allra augum, þá væri þeim ekki einu sinni gefið „langt nef“, hvað þá heldur meira. „Vill þjóðkirkjan þola þetta?“ Nú sýnist Bjerre hafa orðið skelkaður, tekur málið upp aftur og sendir það biskups- ráðinu til umsagnar. í því ráði eru biskupar Dana og tveir prófessorar að auki. Álitsskjal þessa ráðs kalla Danir eitthvert það skoplegasta og viðrinislegasta dókúment, sem sést hefir þar í manna minnum. Aðal- mergur þess er þetta: 1) Biblían kennir með ótviræðam orðum eilífa fyrirdæmingu og þvi byggir Augsborgar-trúarjátningin og kirkja vor róttilega útskúfunarkenningu sína á henni. Útskúfuuarkenningin er þvi sannur og réttur lærdómur. 2) En vel kristnir kennimenn í kirkju vorri hafa neitað þessari kenningu og stuðst ekki eingöngu við eigin hugmyndir sínar, heldur líka við ýmsa staði í heil&gri ritningu. 3) Menn geta þvi verið prestar dönsku þjóðkirkjunnar án þess að kenna eða trúa á eilífar kvalir i helvíti. En svo kemur rúsínan hjá þeim, blessuðura. „Samt sem áður“, segja þeir, „ber að áminna sóra Jensen og setja hann frá embætti, ef hann óhlýðnast, af þvi hann hefir „agíterað“ móti trúnni á eilífa glötun og hefir auk þess gart það í ótæku formi, með því að kalla út- skúfunarkenninguua viðhjöðslega11. Undir alt þetta skrifar svo Bjerre ráðherra, þvert ofan í fyrri úrskurð sinn, því nú hótar hann Jensen afsetningu, ef hann hætti ekki árásum sínum á útskúfunarlærdóminn. Allir sjá í hverjum nauðum herra Bjerre er stadd- ur þar inni í klömbrunni milli helvítÍ3-prest- anna og útskúfunarneitendanna, og er ekki búinn að bíta úr nálinni enn þá, því sóra Jensen heldur sínu stryki ódeigur, og hefir aldrei verið sárbeittari en eftir þessadembu. Bjerre verður þó varla svo lengi í ráðgjafa- sætinu, að hann komi mikið við þessa sögu, því hans dagar þar munu þegar vera taldir, enda sýnast flestar stjórnir deigar í bardaganum móti helvítis-prestunum, því þeir kunnatökin á alþýðunni og halda henni í andlegri ánauð, og skapasór þar hlýðna og ístöðulausa hjörð, og það komur flostum stjórnum vel. En mannúðar- og menningarvinir Dana munu ekki þola það. að sjá þjóð sína gerða að and- legurn ræflum, og vandræðafát Bjerres sýnir það bezt, að fylking mannúðarmannanna stendur engu lausari fyrir nú heldur en Vilhelm Beck og djöflaprédikarar hans. „Lauslætið í Reykjavík“ nefuist grein nokkur í blaði, sem hér er ný- iega hlaupið af stokkunum. Það er ailrar virð- ingar vert, að segja okkur til siðanna, en þægilegra mundi flestum virðast, ef sá sem tekst á heudur að aga oss gerði það aí viti. Lík- legaer þessi greinarhöfundur kominn af Farise- um, og sjálfsagt sjálfur einhver hinn ákafasti kvennabósi, sem hefir gengið eins og grenjandi ijón á stúlknaveiðum og verið margrekiun aft- ur, eins og aikunnugt er að þess háttar mönn- um vill til. „Satan vitt veður títt um verald- ar frón, harður eins og hungrað ljón“ — þessi sáima-orð eru ort út af orðum Péturs postula í fyrra bréfl hans, 5. k&p., 8. versi: „Yðar mót- standari, djöfuliinn, gengur um kring sem öskr- sndi ijón, leitandi að þeim sem hann getur gleypl“, og hvar skyldu orð postuh.ns betur eiga heima en hjá þessum höfundi sjálfum, þar sem postulinn segir í síðari pistlinum, 2. kap. 22. versi: „Huadurínn snýr aftur til siunar spýju“ — hvar eftir vér viljam minna hér á þau orð postulans, sem sjálfsagt hafa æst þenna höfund upp til froðufellandi vandlætingasemi við þðssa aumu syndara, karla og konur, sem honum finst standa á bakka giötunarinnar, og nú ætlar hann að verða freísari þeirra og iausn- ari, fá líklega sem „præmíu“ Markúsarguðspjall, sem kostar 10 aura, jafnt og eitt brennivíns- staup — eða hvort eigum við nú heldur að þiggja, Markúsarguðspjall eða dramminn? En þessi orð Péturs postula, sem hafa hleypt grein- arhöfundinum í þessa æsingu, hljóða þaanig: „Eins og skynlaus dýr, er fylgja girndum sín- um, sem fædd eru til að eyðast og fyriríarast, lasta þessir það sem þeir ekki þekkja, og munu því tortímast vegna þeirra spiliingar og rang- lætis verðlaun úr býtum bera“. „Þeir hafa yndi af dagiega að lifa í óhófi, eru svívirðileg- ir blettii og vansi, lifa svallsamlega af prettum sínum þegar þeir sitja í veizlum með yður“. „Þeir hafa augu ful! saurlifnaðar, þeim verður eigi frá syndinni haldið, og fleka óstyrkar sálir; hjarta þeirra er í ágirnd æft, þeir eru bölvun- arinnar börn“. „Sem hafa yfirgefið réttan veg, villast og fylgja vegi Baiaams, sonar Bósors, sem elskaði laun rangíætisias“. Þarna kemur „Bósa“ nafnið — varla mun Pétri postula hafa dottið í hug. að það mundi eftir tvö þúsund ár minna á kvennabósa. Og þarna er nú sú vand- lætinga prédikuu, sem hlýtur að hafa æst þennan heilaga greinarhöfund til þess að ham- ast á öliu kveiiíólki hér í Reykjavík undan- tekningarlaust, því þó haim segi „sumar af þessum drósum“, þá gengur þessi þrumandi siðferðisræða jafnt yfir alla, svo hana hefir ætlað að líkjast drotni, sem lætur rigna jafnt yfir réttláta sem rangláta. Öll ræðan ber með sér, að hann sjálfur er hundkunnugur allri spillingu, en í óðagotinu fer hann fram hjá takmarkiuu og hittir ekki það sem haun ætlar. Það eru víst fáir mðun, sem hafa orðið þeirrar reynslu aðnjótandi sem hann prédikar ; og fáum mun það klotnast, að komast í annan eins lostatroðning eins og hann hefir verið í, enda ber öll greinin það með sér, að hún er rituð af manni, sem er dauðuppgefinn af ástarbar- dögum, og líkiega margknosaður og „demóralí- séraður“. Sjálfsagt er hann fjarska kirkjuræk- inn, þar sem hann getur dæmt um alt augna- ráð pilta og stúíkna í kirkjunni, og sjáífaagt er hann alvanur götudrífari, þar sem hann þekkír alt kvenfólk sem gengur á götunni. Það er líka auðséð á greininni, að hann er ákaflega

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.