Fjallkonan


Fjallkonan - 14.02.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 14.02.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 trúaður og hrifinn af hinum helgu messum, og niá óska honum til lukku af því. Það er og auðséð, að honum er nákunnng öil aðferð kven- fólks í ástarefnum, og að hann er margreyndur í þeim sjálfur. En minna mætti hsnn á það, að þó að nokkur breyskleiki sé hér í Reykja- vík, þá mun víðar vera pottur brotiun, og mnn eitthvað svipað finnast aistaðar út um land, því vér ísiendingar höfum aldrei fengið orð íyrir óaðfinnanlegt skírlífi, fremur en allar aðrar þjóðir; væri þið og til iítils, að æíla að banna manai að líta við stúlku, eða stúlku við manui. Sá virðulegi höfundur gleymir því sem drottinn sjálfur hefir sagt: „Það er ekkí gott að mað- urinn sé einsamall“, eu þetta mun höfundurínn skoða sem tóma vitleysu, því eftir hans lífs- reglum er nú ekki komandi út á götuna og ekki í neitt samkvæmi þar sem kvenfólk er. En n&nn hefði átt að mínna fremur á, að það eru einmttt karlmenniruii, og þá oftaet fuilir, sem elta kvenfólkið og ráðast á það á götunum þegar kvölddimman breiðir sína skýlu yfir alla Farísea og kvennabósa. jÞorJcell. Eyrnatrumbu tálbeitan. Þrjfi blöð hér hafa látið sér sæma, að flytja auglýsing- ar á dönsku um þetta alþýðu-agn, og af þvi blöð þessi hafa ekki haft vilja eða þ9kkingu á, að vara menn við tálinu, þá vil ég gefa mönnum nokkrar upplýsingar um þetta, í þeirri von, að þær geti að nokkru afstýrt því tjðni, sem blöðin kynnu annars að vinna þjððinni með auglýsingum sínum. Auglýsingum þessum hefir verið dreift út víðsvegar um heim, en samtímis hafa sum blöð verið svo samvizku- söm að rannsaka þetta mál, svo þau drægi ekki alþýðu á tálar. Eg hefi hér í höndum eitt slíkt blað, og segir það svo frá rannsðknum síuum og árangri þeirra: „Það virðist nokkurnveginn ljóst, að alt þetta eyrna- trumbuathæfi sé hnmbug og rammasta svikabrall. Þð einhver hefðl í raun og veru gefið þessum dr. Nicholson 20,000 kr., þá myndi þetta fé ekki einu sinni borga aug- lýsingar hans um ðkeypis eyrnatrumbur, sem hann hefir sett í Evrðpu og Ameríku blöð, þar sem þetta hum- bug er líka auglýst. Verð eyrnatrumbnanna er sett á 26 til 30 kr., og hann þyríti því ekki að auglýsa mikið né víða til þess að losa sig við þessar 20,000 kr. Einn af starfsmönnunum við blað vort lét stúlku senda bréf með þessari auglýstu utanáskrift og bað hún um að verða hluttakandi í þessum 20,000 kr. með því hún væri með öllu heyrnarlaus og öreigi. Hún fékk svar um hæl ogfylgduþví stðrefiis lofritgerð- ir á þýzku um ágæti eyrnatrumbnanna og urmull af eldheitum meðmælúm, sem þær áttu að hafa fengið. Flestar voru þær nafnlausar. Enn fremur fylgdi verðskrá. Þær fengust þrenns kon- ar, og kostuðu 30 mörk (þýzk = 27 kr.), 37Va mark og 42'/2i eftir gæðum. Til þess að æsa lystína var, eins og vant er, strengi- lega varað við fölsuðum eftirlíkingum. Þá fylgdi og upplýsingaskjal, sem læknir átti að fylla út, og sagði þar, að trumburnar væri engum sendar, nema því að eins, að dr. Nicholson eæi, að þær gæti orðið hverjum einstökum að fullu gagni, en bæri læknisvottorðið það með sér, þá væri heyrnin líka jafnvís og amen í kirk- junni. Þetta var nú alt gott og blessað, en með fylgdi bréf, sem í stððu nokkrar auðráðnar setningar. Þar var spurt, hvert stúlkan gæti ekki borgað að minsta kosti eitthvað af verðinu, „til þess að sem ftestir fátæklingar gæti not- ið góðs af gjöfinní. Auk þess var beðið um nöfn og utanáskriftir allra vina stúlkunnar og kunningja og annara sem hún þekti, erþjáistaf heyrnarleysi eða eyrna- sjúkleik, og efni hefðu á að kaupa trumburnar. í rauninni þurfti nú ekki meira tíl þessa að sjá að þetta var lymskulega úthugsað glæfraprang. Yér rökt- um þetta þó lengra til þess að ná í trumbukrílin, ef unt væri. Samvinnumaður vor fðr því til heyrnarveiks manns og lét hans lýsa íyrir sér á hvern hátt veiki hans kæmi fram, og eftir því' var svo lýsingarseðillinn rækilega fyltur út. Hefðí nú lærður læknir náð í þessa sjúkdðmslýsingu þá hefði hann vafalaust svarað því, að aldrei á æfi sinni hefði hann rekist á heyrnarleysi líkt þessu. En herra Nicholson kunni fræðin betur. Hann svaraði þegar um hæl, að þetta tilfelli væri sem skapað fyrir hans eyrna- trumbur, og hann var svo náðugur að gefa loforð um tvær ókeypis. En jafnframt væri ðhjákvæmilegt, að fá hjá sér vökva til að halda trumbunum rökum með. Það kostaði 4 kr. 50 au. Jafnlífsnauðsynlegt var anuað með- al, sem sjúga átti upp í nefið tvisvar á dag. Það kost- aði lika 4 kr. 50 au., og ennþá eitt, sem átti að taka inn af 2 teskeiðar á dag, öldungis ðhjákvæmilegt, líka á 4 kr. 50 au. Yæri svo send 1 kr. og 90 au. í burðar- gjald, eða samtals 15 kr., þá skyldi eyrnatrumbornar sendar þegar í stað og alt sem fylgja ætti, og skyldu þær þá með öllu ðkeypis. Lengra fnndum vér ekki ástæðu til að fara, því vér væntum að þessar upplýsingar nægi mönnum til að sjá vélabrögðin. Maðurinn ætlar sér auðsjáanlega að veiða auðtrúa menn, sem þjást af heyrnarleysi, til þess að krækja í aura þeirra og setur svo þesBa 20,000 krðna gjöf út eins og agn fyrir þá. Vér vörum því hvern mann við, að láta lokkast af þessari eyrnatrumbuauglýsingu11. Drengilegt væri það af þeim blöðum, sem láta sem sér sé ant um heill alþýðu, að þau rannsökuðu lítið eitt þessar glæfraauglýsingar áður en þau breiddu þær út. Leikmaður. Frá útlöudum. Síðusta fréttir ná til janútrloka. Mestu tíðindin eru: Höfðingjaskifti í Ibrezka reldinu. Viktor- ía Engladrotning lézt 22. janúar. Hún var komin hátt á 82 ár, fædd 1819. Hún hafði nú verið laain oftast frá því síðara hlut sumars; komst með naumindum suður til vetrarhallar sinnar O3borne í haust norðan frá sumarbústað sínum Balmoral á Skotlandi. Hefir síðan dreg- ið meir og meir af henni, heilinn var bilaður, sem eðlilegt var sakir elli og ýmissa rauna og þjáðist húu löngum af svefnleysi og auk þess aí köldu og var orðin sljó og sinnulítil síðast, en rænu sína hafði hún fram í audlátið. Búastríðið var henni frá öndverðu mjög móti skapi og tók húa sér mjög nærri lát ýmsra manna þar og blóðbaðið í heiid sinni. Að ríkjum sat Viktoría 63x/2 ár, síðan i júní 1837 að hún tók 18 ára við konungdómi, eftir frænda sinn Vilhjálm IV. Sjálf var hún sonar- dóttir G-eorgs III. Englakonungs. 1840 giftist hún 21 árs gömul Albert prinsi af Sachsen- Coburg en varð ekkja 1861. Af börnum þeirra 7 eru kunnust: Viktoria, nú ekkja Friðriks Þjóðverjakeisara, móðir ViJ- hjálms keisara sem nú er og Albert Játvarður prins af Wales, sem til ríkis er kominn eftir hana. Viktoria var ákaflega ástsæl drotning, frjáls- lynd, réttlát og góðhjörtuð og varaðist eins og heitan eld að skerða í nokkru réttindi þings síes eða þjóðar. Á hennar dögum hefir og Bretaveldi efist og magnast á allar lundir. Priusinn af Wales, sem ríki tók nú eftir har.a, kallar sig Játvarð (Edward) VII. Vildi ekki keita Albert I. Hann. er nær 60 að aldri, f. 1841 9. nóv. og giftur Alexöndru dóttur Kristjáns IX. Sorgarhátíð átti að halda nm alt land með mikilli viðhöfn eftir iát drotningat. Búar vaða um Kaplandið og ráða, Bretar þar við ekkert enxi sem komið er, eiga við Búa smáorustur og verða oft að hörfa fyrir þeim. Langt eru þó Búar enn frá Kapborg- inni og svo er að sjá á hraðskeytunum, sem mjög eru vitiaus og óljós, að Da Wet sé enn þá fyrir norðan Vaalá, eða hafi snúið þangað aftur, ef það er satt sem áður var sagt að hann hefði fylgt eystri sveitunum og ver- ið kominn langt inn í Kap þá fyrir 15 dög- um. Bretar og Þjóðverjar eru ákaflega mikið að viðra sig nú upp hvo-ir við aðra. Hafa Bretar gefið Vilhjálmi keisara nafnbót sem háyfirforingja í landliði Breta, og er Vilhjálm- ur og Þjóðverjar hans ékaflega hróðugir yf- ir þeirri tign. Búist við að Játvarður VII verði bráðum eitthvað líkt stórmenni í liði Þjóðvorja og jafnvel talað um her-bandalag milli þeirra og Breta. 011 þessi dýrð hefir nú skinið yfir Vilhjálm fyrir það að hann vildi ekki sjá né tala við fornvin sinn Krúger gamla Búaforseta, þegar hann kom að léita bjargar landi sínu, til þess vinarins sem mest hafði stappað í hann stálinu áður, og hann hafði átt mestu vináttu- málin við. Kína. Kínverjar eru nú að streitast við að fylla upp nauðungarskilmálana sem stór- veldin hafa sett þeim fyrir friðinum. Þeir hafa nú látið taka af lífi ýmsa menn sem veldin höfðu heimtað, þar á meðal Chung prins. Það er merkilegt að siðuðum lýð, eins og Evrópuþjóðirnar þó eru kallaðar, skuli vera ánægja t. d. í aftöku þessa manns sem þau vita sjálf og allir, að ekki réði hætishóti í einu né neinu og var að eins þjónn og und- irtylla Tu&ns prins, og gerði alt eftir hans boði, sem og var skylda hans. Þennan mann heimta þau liflátinn, en Tuan þora þau ekki eða sjá sér ekki hyggilegt að hreyfa við. Er ekki von þó Kínverjum og öðrum austur þjóð- um þyki ógott bragðið að réttlæti, kristin- dómi og menningu hinna siðuðu og kristnu Breta, Þjóðverja, Frakka og Rússa? Embættispróf við læknaskólann tóku 11. febr. þessir nemendur, aílir með 1. einkunn: Jónas Kristjánsson . . . 193 stig Audrés Fjeldsteð . . . 191 — Ingólfur Gíslason . . . 182 — Þorbjörn Þórðarson . . 160^/g— Þeir fóru allir til Kaupmannahafnar (á fæðing- arstofnunina) með póstskipinu, „Laura“ og „Skálliolt“ fóru héðan 12. febr. Með þeim fóru auk læknaskólakandídatanna all- margir kaupmenn: Björn Guðmundsson, Br. H. Bjarnsson, Friðrik Jónsson, Guðjón Sigurðsson, J. G. Halberg, Jes Zimsen, Jón Þórðarson, Pét- ur Hjaltesteð, Sigfús Eymundsson, W. Ó. Breið- fjörð. Etm fremur Þór&riun Þorláksson, mál- ari, frk. Ragnh. Björrsdóttir og um 50 þilskipa- menn til Englands til að sækja 9—10 þilskip nýkeypt. Tvíkvæni. Maður á Kjalarnesi hefir Iátið sóknarprest sinn gifta sig og talið honum trú um, að kona sín væri dáin, en síðar hefir það komist upp að kona hans er á lífi. Veðrið. Sama veðurblíðan daglega. Snjór sá sem kom á dögunum er nú allur horfinn og snjólaust í sveitum. Aílabrögð. Bezti afli í Höfnum að sögn og landburður á Akranesi. — Hefir lítið verið reynt hér annarstaðar. — í garr lagði út fyrsta þil- skipið, Swift, skipstjóri Hjalti Jónsson (eigandi skipstj. sjálfnr, Jes Zirnsen og Björn og Þor- steinn Guðmundssynir. Druknun. Bit frá Straumfirði barst á 6. febr. og druknaði þar Bergþór bóndi Bergþórs- son, 71 árs að aldri. Hinir mennirnir komust af. Nýtt gulland. Fræðimenn amerískir gerð- ir út af Harward-háskóla (í Baudaríkjunum) til að kanna Labrador, hafa skýrt svo frá, að þeir hafi fundið þar bæði blýantsnámur (graphit) og gull víða hvar. Segja þeir að Labrador muni vera enda guli- augðára en Klondyke eða Cape Nome; gull- svæðin í Labrador eru víðáttumeiri. í vor fara þeir þangað í nýja rannsóknarför með meiri og betri áhöld til námakönnunar en þeir höfðu í fyxra sumar. Landið er mjög svo ilt aðkomu, sakir ísreks fyrir strönduunm, og ógreitt yfir- ferðar af klungrum og klettum. Ýmislegt ann- að fundu landkennendurnir og, svo sem beina- grindur áður óþektra dýra. llæða Kriigers í Marseille (Marsilíu). „Eg þakka múg og margmenni borgar þessarar, sem hingaðhefir skundað til að heilsa mér. Eg hefi sett upp sorg vegna ógæfu þeirrar, sem þyrmt hefir yfir ættjörð rnína. Eg er ekki kominn hingað til þess að vera við gleðihátíðir, en fúslega tek eg móti velfagnaðar vottun yðar, því eg veit, að hún er sprottin af þeim meðhug, sem vorar þungu raunir. og málstaður frelsisins hafa vak- ið í brjóstum yðar. Og sannast að segja er

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.