Fjallkonan - 01.03.1901, Qupperneq 2
a
FJALLKOtfAN.
er því afar mismanandi, lengri að því er sncrt-
ir limafallssjúka en líkþráa.
Af sjúklingum þeim, sem komu á spítalann,
voru 7 giftir og köfðu átt 29 börn. Tmr hinna
8 ðgiftu áttu sitt barnið hvor. Ekkert þessara
31 barna eru talin holdsveik enn sem komið er.
Einn sjúklingurinn, drengur fyrir innan ferm-
ingu, átti holdsveikamóður, sem dð 1899 hér á
spítalanum.
Faðir eins sjúklingsins var holdsveikur.
Aðrir frændur þriggja sjúklinga höfðu og
sama sjúkdðm.
Þannig hafa aðeins 5 afþessum 15 holdsveiklinfum
áttholdsveika í œttsinni. Afþeim 94 holdsveikl-
ingum, sem komið hafa á spítalann síðan hann
tók til starfa, hafa að eins 39 átt holdsveika
ættingja. Hinir, 55 að tölu, hafa því orðið að
fá sjúkdóminn af óskyldum, þótt ýrasir þeirra
viti eigi neitt til að þeir hafi nokkuru tíma átt
nokkuð saman að sælda við hoidsveika. Á sama
hátt munu hinir 39 hafa fengið sjúkdóminn,
annaðhvort af hinum holdsveiku ættingjum sín
um, eða öðrum holdsveiklingura, sem þeir hafa
verið með.
Það er fult útlit fyrir, að spítalian verði nú
á þessu ári (1901) eins vel skipaður og að
undanförnu. Nú þegar (í febr.) eru 7 umsókn-
ir komnar, og ein, sem eg veit um, er á leiðinni.
Eg, hefi heyrt ýmsa tala um það, að holds-
veiklingum mundi sjálfsagt hafa fækkað tals-
vert síðan spítalinn kom. Þetta er misskiln-
ingur.
Að vísu hafa allmargir dáið á spítalanum,
en ennfleiri væru dánir afþeim sjúklingum,
sem komið hafa þangað, ef þeir hefðu verið
í hirðuleysi uppi í sveitum. Þrir sjúklingar
hafa t. a. m. nú á annað ár verið með barka-
pípur sínar, orðið að anda um þær eingöngu.
Allír vóru þeir í dauðans greipn.m, voru að
kafna, þegar pípurnar voru settar í barka
þeirra. - Ýmsir sjúklingar mundu nú vera
dánlr vegna sára sinna, ef þau hefðu eigi
verið eins vel hirt og þau hafa verið.
Að holdsveiklingum uppi í sveitum hafi fækk-
að enn þá nokkuð sýnilega af því, að þeir
sem komnir eru í spítalann hafi eigi getað
breitt sjúkdóminn út, er og misikilningur.
Fækkunin kemur efalaust — síðar — af þess-
ari ástæðu, en enn þá væri of snemt að bú-
ast við nokkrum verulegum mun.
Holdsveikin er svo lengi að búa um sig,
2—3—4 ár og stundum lengur. Ef sjúkling-
ar spítalans hefðu verið heima hjá sór þann
tima, sem þeir hafa búið i spítalanum, má
auðvitað búast við því, að einhverir hefðu
fengið holdsveiki af þeim á því timabili, en
holdsveikiseinkennin væru naumast enn þá
komin greinilega í ljós. Aftur á móti má
telja það vist, að ýmsir hafi fengið sjúkdóm-
inn af þeim sjúklingum, sem nú eru á spí-
talanum, áður en þeir komu þangað, og eins
af þeim sem heima sitja. Nógir hafa því sjálf-
sagt komið í skarðið fyrir þá sem hafa dáið
hér á landi síðan spítalinn byrjaði starf sitt.
Það sem að hefir verið hingað til er með-
al annars það, að nákvæmar skýrslur hafa
vantað um tölu holdsveiklinga. Tala sú sem
fékst af skýrslunum 1896 er vafalaust of lág.
Það eru ekki svo fáir af þeim, sem nú eru
komnir á spítalann, er ekki vóru i þeim skýrsl-
um, en vóru þá orðnir greinilega veikir. Þetta
var svo eðlilegt, þar sem skýrslur þessar vóru
samdar af ólæknisfróðum mönnum. Sórstak-
lega sluppu ýmsir limafallssjúkir. Enda get-
ur stundum verið erfitt að þekkja limafalla-
sýki á lágu stigi, jafnvel fyrir lækna,
Samkvæmt einangrunarlögunum eiga nú
læknar sjálfir að gefa árlegar skýrslur um
alla holdsveika í sínum héruðum, og er ástæða
til að vænta að þær skýrslur verði nákvæm-
ari en skýrslur þær sem hingað til hafa kom-
ið frá ólæknisfróðum mönnum.
Fyrsta skilyrðið fyrir því, að spítalinn komi
að tilætluðum notum, útrými smámsaman
koldsveikinni úr þessti landi, er það, að menn
viti hverir séu holdsveikir, og vottur um það
eiga holdsveikisskýrslurnar að vera.
Læknar sjá manna bezt, hve afarmikið böl
holdsveikin er fyrir þá, sem fá hana. Þeir
vita líka, að húa er næmur sjúkdómur, sem
verður að sporna við. Það er því svo sem
auðvitað, að 'oeir muuu gjöra sór alt far um
að grenslast eftir sjúkdómnum og sjá um, að
lögunum verði hlýtt, en almenningur verður
að aðstoða þá eftir megni, og benda þeim á, ef
grunur leikur á að einhver só holdsveikur,
sem Iæknir hefir ekki sóð. Læknar hafa svo
mikið að starfa hór á landi, að það verður
varla ætlast til þess, að þeir þekki persónu-
lega hvern mann i sínum hóruðum og heilsu-
far þeirra. Fólkið alment, og sjúkiingarnir
sórstakloga verða að skilja, hve afarmikill
ábyrgðarhiuti það er, að sýaa hirðuleysi þegar
um þennan sjúkdóm er að ræðe, sem að vísu
er ekki eins aimennur og sumir aðrir sjúk-
dóx. ar, t. a. m. berklaveiki, en holdsveikin er
þannig eftir eðli sínu, að hún má teljast ein-
hver sá hörmulegasti og viðbjóðslegasti sjúk-
dómur allra sjúkdóma.
Sœm. Bjarnhéðinsson.
Að hundrað árum liðnum.
Biað í Ameríku hefir spurt sig fyrir hjá
fjölda vísindamanna í ýmsum greinum til
þess að heyra skoðanir þeirra um það, hvern-
ig ýmsu verði háttað að 100 árum liðnum.
Þeir spá mörgum og miklum breytingum.
Mannfjöldinn í Ameríku á þá að vera
orðinn 500 milj., og af því heilsufræðinni og
læknivisindunum hefir þá farið svo fram,
verður meðalmannsaldurinn þá 50 ár, í stað
þess sem hann nú er 35 ár, og með&lhæð
karlmanns verður þá 1—2 þuml. rneiri en nú.
Meiri hluti mannkynsins mun þá tala
ensku; næst verður þá rússneska.
Þá munu reykhófar ekki verða á húsum,
heldur munu öli hús hituð með miðstöðv&r-
hitun. Ekki þarf annað en snúa krana, þá
streymir hitinn inn.
Heimilin fá tilbúinn matinn frá stórum
matgerðarhúsum, eins og menn fá nú brauð
frá baksturhúsum. Þessi matreiðsluhús kaupa
matvælin í stórkaupum, og tilbúningurinn
verður svo ódýr, fyrir aðstoð rafmagns og
ýmsra véla, að maturinn verður þannig langt-
um ódýrari en væri hann búinn til á heim-
ilunum. Maturian er sendur í loftreyrum
(loftpípum) eða sjálfhreyfivögnum á heimilin,
og borðbún&ðurinn er siðan sóttur og hreinsaður
með vélum. Það þykir ókleifur kostnaður,
að hafa eldhús heima hjá sér.
Kol verða ekki höfð til suðu eða hitunar.
Kol&námur verða nálega tæmdar, og það sem
til verður af kolum verður afardýrt. Kaf-
kraftur, sem fenginn verður með vatnsafli,
verður langtum ódýrari. Allar ár og lækir,
sem hafa nægan haila, munu ganga í þjón-
ustu mannanna. Með ströndum fram verða
safnvélar, sem safna flóðöldunum, og verða
þær á þann hátt notaðar til að hreyfa hjól.
Á j&rnbrautum má þá fara 200 kílómetra á
klukkustundinni (yfir 26 mílur). Þá má fara
á sólarhring þvert yfir Ameríku frá New-
York tii San Franoisoo. Eimvagnarnir verða
eins og tóbaksvindlar í laginu, til þess að
loftið veiti þeim sem minsta mótstöðu.
Hestar verða ekki hafðir til aksturs, en í
stað þeirra koma sjálfhreyfivagnar. Á þeim
verða bæði fluttir menn og vörur. Jafnt
plógurinn sem líkvagninn verður knúðurmeð
sj álf hreyfivélum.
Úthafsskipin verða knúð áfram af rafskrúf-
um, sem vinna bæði í sjónum og loftinu.
Skipin liggja á eins konar hreyfilegum hlunn-
um, eða meiðum, á sjónum, sem valda því,
að núningsfyrirstaðan verður mjög litil. Þá
má fara milli Englands og Ameríku á tveim-
ur dögum.
Loftíkipin verða þá algeng, og verða þau
mjög hættuleg, ef til ófriðar kemur landa í
milli. Þau byrgja sig í reyk, ef þörf þykir,
svo að þau verða ósýnileg og koma að öllum
óvörum, og geta þá steypt stórhrið af sprengi-
kúlum yfir heri og borgir.
Telefónar og telegrafar verða um allan
heim og þráðlausir. Þá getur sá sem stadd-
ur er á miðju Atlantshafinu talað við konu
sína heima hjá sór, hvar sem er í Evrópu eða
Ameríku.
Villidýr munu þá verða útdauð og ekki
finnast annarsstaðar en i dýragörðum. Búfén-
aður verður alinn á vísindalegan hátt og allur
fónaður verður þá kollóttur, því menn munu
sjá s?o um, að skepnurnar framleiði ekki neitt
að óþörfu.
Garðávextir verða ræktaðir með rafmagni
og verða afarstórir. — Menn hætta að „taka
inn“ læknislyf á þann hátt, sem nú er gert.
Menn eiga ekki að láta í magann annað en
matinn, eða það sem eingöngu er til aðstyrkja
magann. Ef önnur hin innri liffæri eru veik,
verður lyfinu veitt gegnum skinnið og vöð-
vana með rafstraumum.
Makt myrkranna.
Eftir
B r a m Stoker.
(Framh.)
10. kap. Fundur Tómasar og Vilmu.
Einhvern dag spurði systir Agatha Vilmu:
„Þér sem kunnið svo raörg mál, getið þér ekki
sagt mér, hvað „œæ lövv“ þýðir?“
Hún kvaðst ekki skilja það, og spurði hana
af hverju húa vildi vita það.
Nunnan sagði, að sjúklingurinn væri stund-
um að tala um „raæ lövv“. Það væri leiðinlegt
að geta ekki skilið hann.
Kveldið eitir fór Vilma að hugsa um þessi
orð. Það vaktist þá upp fyrir henni, að „mæ
lövv" mundi vera ensku orðin „ray love“ og
mundi sjúklingurinn vera að tala um heitmey
sínaeðakonn. Þcttasagði hún nunnunni ummorg-
uninn og kom þeim báðum saman um, að ganga
til sjúklingsins og komast eftir því, hvort hann
væri samlandi Vilmu.
Abbadísin taldi það úr, af því Vilraa var
veik í fætinum, og var það afráðið, að hún
skyidi heidur skrifa honum. Hún skrifaði á
seðil og spurði hann, hvort hann væri Englend-
ingur. Hann var svo veikur í höfðinu, að hann
gat naumast lesið, og stafaði eins og barn.
Eftir nokkra umhugsun skrifaði hann aftur með
skjálfandi hendi: „Jú, eg er Englendingur;
guð blessi hjálp yðar“.
Nú skrifnðust þau á á hverjum degi. Hann
gat framan af ekki skrif&ð nema ósamstæðar
setningar. Hann hafði algeilega gleymt öllu
sem á daga hans hafði drifið, og ef hann var
spurður að einhverju, sagðihann stöðugt: „Man
ekki, alt gleymt“.
Loks fór Vilma með nunnunum að finna hann.
Vilma heilsaði honum á ensku, en henni brá
svo þeg&r hún sá hann, að hún rak upp hljóð
og hneig í ómegin.
Hún þekti þar unnusta sinn Tómas Harker.
Hann hafði líka þekt hana, en varð líka svo
mikið um það, að hann féll í ómegin.
Þegar hann raknaði viðkallaðihaun: „Vilma,
hvar ertu? Eg sá þig, en nú hafa þeir tekið
þig aftur frá mér“.
Vilma sá að Tómas var með öllu ráði, þó
hann væri mjög veikur. Hún sat nú hjá hon-
um á hverjum degi og hrestist hann skjótt.
Smámsaman fekk hann aftur minnið, þ. e. hann
raundi alt sem hann hafði lifað áður en hann
fór heiman að í þessa löngu ferð, en það sem
síðar hafði drifið á daga hans var sem óskrif-
að blað.