Fjallkonan


Fjallkonan - 01.03.1901, Page 3

Fjallkonan - 01.03.1901, Page 3
FJALLKONAN. 3 Vilma lét nú húsbóuda Harkers vita þessi gleðitíðindi og eftir nokkra daga var hann kominn í klaustrið og Barrington með honum. Barrington kvaðst hafa komist að ýmsum leyndarmáluro; sig vantaði að eins nokkra smá- þætti í flókna vélabendu, sem hann hefði nú að mestu getað greitt úr, og mundi Tómas Harker geta leyst úrþvísemá vantaði. Honum varð því hverft við, er hann heyrði, að Harker hatði mist alt minni frá þeim tíma sem hann dvaldi hjá greifanum, og að það var því til einkis að spyrja hann. Hawkins gamli, húsbóndi Harkers, talaði iengi við hann. Hann áleit að hanu væri orð- inn heill heilsu, og héit að minnisbrestur hans mundi bætast, af þvi um svo stutt tímabil væri að ræða. Hann sagði Vilmu, að hann hefði arfleitt Tómas og hana að öllum eigum sínum, og yonaði að þau reistu bú í húsi sínu. En fyrir alla muni vildi hann að þau frestuðu ekki hjúskapnuro, og hafði hann því í för sinniensk- an prest frá Budapest og lögfræðing frá enska konsúlatinu þar í borginni, sem átti að vera vígsluvottur með Barrington. Vígslan fór fram daginn eftir, og síðan kvöddu hjónin nunnurnar, sem þótti fyrir að skilja við þau. Þær glöðnuðu þó í bragði við það, að Hawkins gamli gaf klaustrinu talsverða peninga. Þau héldu svo heimleiðis í hægðum sínum. í Vín Ieitaði Vilma til frægs taugalæknis, og kvaðst hann vona að manni hennar mundi smámsaman batna. Þó þótti honum ólíklegt að hann fengi aftur minni sitt um síðasta tíma- bilið áður en hann varð sjúkur. Læknirinn af- réð að spyrja Tómas nokkurs frá því tímabili. 11. kap. Heimkoman. Eftir langa ferð komu þau Ioks heim til Englands. Þar frétti Vilma lát Lúsíu vin- konu sinnar, og fekk sköniuiu síðar bréf frá hollenzka lækninum Van Heísing, sem hafði stundað hana. Arthur hafði veiið veikur frá því hún dó, og átti hann að bera Vilmu kveðju hans. Læknirinn kvaðst viija finna hana og kvaðst þá mundu segja henni fleira.sHún svaraði hon- um aftur og bauð hann velkominn til sín. Hann kom skömmu síðar og spurði margs um háttu Lúsíu þann tíma, sem þær hefðu síðast verið saman. Hann færði Vilmu dýrindis de- mantshring, sem hann sagði að Lúsía hefði borið, en hann bað hana að gera það samt fyrir sín orð, að bera hann ekki. Hann fýsti mjög að vita um, hvernig Harker iiði, og sagði að sig langaði til að vita um heilsufar hans. Viku síðar en hér var komið dó fyrverandi húsbóndi Harkers, Hawkins gamli, af hjarta- sjúkdómi. Hann hafði verið búinn við dauða sínum og hafði ráðstafað eigum sínum. Hann hafði arfleitt ungu hjónin eins og hann hafði ráð fyrir gert. Hawkins var graflnn tveimur dögum síðar í Lundúnum eins og hann hafði ákveðið í erfða- skrá sinui. Ungu hjónin vóru við jarðarförina. En þegar þau vóru á ieiðinni frá jarðarförinni gengu þau sér til hressingar í Hyde-park. Á heimleiðinni til hótellsins, sem þau gistu í, lá leið þeirra um Piccadilly, og mætti þeim þar ung dama, mjög fríð. Hún var í Ijómandi vagni með gráum hesturn fyrir og með henni þjónar í einkennisbúningi. Hún var óvenjulega íríð og glæsileg, en klæðnaðuriun var nokkuð yfir- lætislegur. Vilmu varð starsýnt á hana, en rétt í því fann hún að Tómas kleip í handlegg hennar og rak upp iágt hljóð. Hún leit við og sá &ð hann var náfölur og að hann hvesti augun í einhverju óeðlilegu æði fram undan sér. Hún sá að hann horfði á mann sem var að tala við dömuna. Hann var hár vexti og tígulegur að sjá, en nokkuð einkennilegur útlits. Vilmu varð hverft við, því hún sá að þar var kominn baron Székély, sem hún hafði kynzt í Whitby. Henni varð þó fyrst fyrir að hugsa um Tómas, og náði sér því samstundis í létti- vagn handa þeim, og óku þau svo sem hraðast til hótelsins. Tómas var sve utaa við sig, að hann vissi varla hvað gerðist. Smámsaman hailaði hann höfðinu að öxl Vilmu og sofnaði. Hann vakn- aði aftur rétt áður en þau hjónin komu heim til hótelsins, og hafði þá gleymt því sem síðast hafði fyrir hanu borið. Daginn eftir fór Vilma að raða ýmsu ciður heima hjá sér, sem ekki hafði verið komið í lag þegar þau fluttu í húsið. Meðal annars fór hún að skoða í ferðatösku þeirra, sem þau höfðu komið með frá Sjöborgalandi. í botnin- um á töskunni fann hún böggul, sem var vaf- inn innan í kirkjutíðindi klaustursins. Það vaktrót þá upp fyrir henni, að systir Agatha hafði sagt þegar þær kvöddust, að hún hefði lagt dótið í töskuna, en hún hafði sagt henni í annað skifti, að Tómas hetði haft á sér eitt- hvað smávegis og einskisvirði, þegar hann var fluttur til klaustursins. Vilma varð því mjög forvitin, þegar hún fór að skoða böggulinn. í honum var ekki annað en talsaband með messingarkrossi og dagbók Tómasar með hraðritun, sem stendur i fyrra hluta þessar sögu. Hún ias á fremsta blaðinu nafn sitt. Þegar Tómas var sofnaður um kveldið, fór Vilma að lesa í dagbókinni, og hún varð bæði lirædd og forviða þegar hún las hana. Það sló jafnmiklum óhug á hana, af því að lesa hana fyrir það, þó hún héldi að það væri ekki annað en hugarburður, sem þar var skrifað. Henni fór að detta í hug, að Draculitz greifi og Székély barón mundi vera sami maður. Tómas var lasiun næstu daga; hann gat reyndar gegnt störfum sínum, en var mjög ut- an við Big. Á nóttunni talaði hann upp úr svefninum, og mátti þá heyra á orðum hans, að hann dreymdi um vistina hjá greifanum. Raddir almennings. [Þetta blað lieíir áður haft meðferðÍB greinir frá almenn- ingi undir þessari fyrirsögn, og ber ritstjórinn enga ábyrgð á slíkum greinum nema lagalega, ef svo ber undir]. Gjöld bænda o. fl. Eftir Breiðfirðing. Nú eru þá kosningarnar fyrir nokkru um garð gengnar, og var „róstu samt í Rifi“ víða um þær mundir. Mjög hefir fjölgað á þingi af hinum vasklegu sýslumönnum okkar. Vonandi er að þessir nýju þingmenn, sem hafa sumir Iagt mikið kapp á það að komast á þing, sýni nú í orði og verki, að þeir h&fi einlægan liug á að efla hag almenniugs, eada eigum við heimtingu á, að þeir séu trúir og duglegir verkamenn okkar. Eg efast t. d. ekki um, að Björn sýslumaður Dalamanna muni af fremsta megni reyua að koma því fram, er hann álítur að almenningi sé til heilla eftir framkomu hans í héraði að dæma, euda er hann virtur og elskaður af sýslubúum sínum. Á Lárus sýslu- mann Snæfellinga skyldum við einDÍg setja öfluga von, eftir því að dæma, er hann hafði haldið fram í ræðu, er hann hafði flutt í Stykkis- hólmi kosningardaginn í haust, enda mun hann hafa marga góða þingmanns hæfileika, ef hann vantar ekki viljann til að efla hag alþýðu, sem eg skal ímynda mér að ekki sé. Það er eink- um landbúskapurinn, sem þarf að fá góða að- hlynningu, ef hann á ekki alveg að fara í hundana. Það sem einkum þjáir bændur nú er fyrst hin mikla vinnufólksekla, einkum vinnu- mauna, sem stafar af hinum sívaxandi þilskipa- fjölda og þarafleiðandi eftirsókn útgerðarmanna eftir sjómönnum, og það er sú atvinnugrein er greiðir lasdsbúskapnum það högg, er einkum dregur úr honum máttinn, enda er mátturinn lítill. Bændur hafa engin efni á að keppa við útgerðarmenn með að bjóða vinnumönnum jafn- hátt kaup, og verða þeir því að standa uppi einir, og geta ekki framleitt það sem þeir þarfn- ast. Mér virðist því alt stefna að því, að land- búskapurinn eyðileggist og að allur þorri bænda verði verkamenu hjá stórríkum útgerðarmönn- um, ogef tilyill verksmiðjueigendum, og leiðir tíroinn í Ijós, hvort það verður heppilegra fyrir fjöldann. Eg hafði bugsað, að heppiiegast mnndi að þessar tvær atvinnugreinir, landbúskapurinn og sjávarútvegurinn, hefðu haldið nokkurnveginn jafnvægi, en hver eru ráðin ef öðruvísi fer? Þau eru nú sjálfsagt mörg, en við verðum að velja þau álitlegustu. G-óður faðir hlífir veiku barni sínu við þungum byrðum, en leggur þær held- ur á þau, sem hraustari eru, til þess að flýta fyrir bata. Ef landsstjórnin vill því ekki að landbúskapurinn fári alveg um koll, virðist mér því sjálfsagt, &ð hún, meðal annars, styrki hann með því að létta á honum sköttum, og er þá fyrst að afnema alveg lausafjárskattinn; mér finst ekki sanngjarnara, að bændur borgi af kindum sínum skatt, heldur en sjómenn á fiskiskipum borgi skatt af þeim fiski er þeir draga. Ábúðarskattinn ætti helzt að afnema líka; hann er mjög tilfinnanlegur fyrir fátæka bændur á stórum jörðum, og þó einkum eyja- jörðum, sem venjulega eru hundraða margar. — Þennan tekjumissi ætti að bæta Iandssjóði með tolli á ýmislegri óþarfa vöru, svo sem sumri álnavöru, glysvarningi, tóbaki, gosdrykkjum, súkkulaði, kaffibrauði og ef til vill kaffl og ýmsu fleiru. Annað er það, er orðið er mjög tilfinnanlegt á bændum, það eru hin voðalegu sveitarþyngsli, sem víða eru í sveitum, og mér virðist stafa að nokkru leyti, af óheppileg- um lögum, þurfamannalögunum, sem þyrftu að breytast í þá átt, að letingjarnir hefðu ekki, eins og nú, greiðan aðgang að vasa þeirra, er reyna að bjarga sér með súrum sveita. Lögfræðiugar okkar ættu að vera fær- astir um að breyta þeim lögum á heppilegan hátt. Mér viíðist að helzt ættu ekki aðrir að eiga greiðan aðgang að sveitarsjóði en börn og ósjálfbjarga gamalmenni, og þeir sem í raun og veru eru veikir (ekki af leti). Það hefir mjög spillandi áhrif á hugsunarháttinn og vekur gremju, að verða að taka þá á hrygginn, er auð- sjáanlega hafa íarið á sveitina fyrir leti og ómensku, og svo lifa þessir menn oft í óhófi eftir það þeir eru komnir á sveitina. Það virðist í fljótu bragði kynlegt, að sumir kom- ast ekki af án styrks hér á landi, þó þeir eigi ekki nema 1 eða 2 börn, en þegar þeir koma til Ameríku þá geta þeir unnið fyrir 4 eða 5 börnum. Ameriku vinir munu nú segja, að þetta sýni bezt gæða mun landanna, en eg álít að þetta stafi eins mikið, ef ekki meira, af því, að þar er ekki eins greiður aðgangur að almenuum styrk. Eg hefi þekt einn bónda hér, er bjó hér fyrst nokkur ár, átti eitt barn og lá hér við syeit, fór svo til Ameríku og komst það tæplega án sveitarstyrks, en síðan hann kom þangað hefir hann átt 4 börn, og hefir þó efnast það síðan, að hann á nú nálægt 20 naut- gripi, en svo hefir hann lagt hart á sig, að hann hefir t. d. sótt heyskap átta mílur veg- ar [líklega enskar?], og orðið að draga það heim á sleðum á veturna, og mundi sumum þurfamönnum okkar þykja slíkt ókleift hér. Eg hefi heyrt getið um einn sveitarliminn, að hann hafi á sínum fyrstu búskaparárum oft ekki far- ið á fætur á morguana fyrr en eftir dagmál og þá var hann búinn að borða morgunmat í rúmi sínu, og ekki nenti hann að leggja hrogn- kelsanet, enda þótt hrognkelsi gengju nær því upp undir túnið hjá honum. Túnið var hann venjulega ekki búinn að slá fyrr en eftir rétt- ir, og stundum var töðuheyið torflaust yfir veturinn, en venjulega hafði hann þó nógar af- sakanir til fyrir sjálfan sig; hefði hann nú ekki átt vísan sveitarstyrk, þegar hann vildi, mundi hann hafa unnið dálítið betur heldur en að svelta. Það er vonandi, að Iöggjafar okk- ar breyti nú á næsta þingi þurfamannalögun- um á þann hátt, að letingjarnir eigi ekki vís-

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.