Fjallkonan


Fjallkonan - 15.03.1901, Side 2

Fjallkonan - 15.03.1901, Side 2
2 FJALLKONAN. rætt um það, hvort harðyrðum bankastjórais í ofannefudri Þjóðólfsgrein er stefnt. Og að öðru leytinu finst mér þessi harðyrði í garð hlutað- eigandi merkismanna vera svo fráleitlega ómak- leg og ósanngjörn, on að hinu leytinu alt efni bankastjóragreinarinnar svo vanhngsað og vill- andi, að engin mynd sé á því, sð henni sé ekki mótmælt. Eg gong að því vísu, að þeir, sem fyrir árásinni hafa orðið, muni ekki hafa lund tii þess, og eg veit ekki, hvort öðrum verður þ&ð að vegi. Þess vegna er það, að eg vii ekki láta málið afskiftalaust. Hið fyrsta, sem bankastjórinn ber kaup- mönnum þessum á brýn, er það, að þeir vilji ekki styðja viðleitni hans við að koma hér upp skipakví. í þessari þurru skipakví hugsar bankastjórinn sér að geyma öll þilskipin að vetrinum, með fram til að verja þau þar sjó- maðki, sem ekki verði varist hér í Faxaflóa á annan hátt. Tvisvar kveðst hann hafa borið þett.a mál fram á aiþingi, og'hafði „þá tii sýnis trjábúta úr uppskipunarbryggjunum hér í Rvík, sem eftir nokkur ár var engin heil brú í, aliir holgrafnir að innan af maðki“. Eu honum tókst ekki að koma málinu áfram á þingi, mest fyrir það, eftir því, sem hann sjálfur seg- ir, að þá var það til foráttn fundið, að það væri óundirbúið, sem bankastjóranum þykir ver- ið hafa óhæfileg viðbára. Samt kannast hann við það, að hann hafi enga áætlun haft til um kostnaðinn. Mér er nú ekki ljóst, á hvern hátt bankastjóiinn hefir ætlast til, að þeir 0. Z. og Th. styddu þetta mál. Eg veit ekki til þess, að það hafi neitt til þeirra kasta komið. En þótt aldrei nema svo væri, að meunirnir hafi ekki verið fljótir á sér í þessu áhugamáli bankastjórans, þá er þeim það varlega láandi. Til þess geta verið ýmsar góðar og gildar á- stæður. Ein þeirra er sú, að þeir líta sjálfsagt öðru- vísi á maðkhættuna en bankastjórinn. Hér virðist sem sé fengin full reynsia íyrir því, að hættan við sjómaðk í skipum sé engin, ef þau eru svo vel smurð, að sjór nær ekki að ganga inu í þau. Eugin dæmi munu vera til þess hér, að sjómaðkur hafi komið í skip, sem hirt hefir verið nógu vandlega að þessu leyti. Og það virðist vera fyliilega sannað, að maðkur þessi drepist, þó að hann sé kominn í skip, ef farið er að hirða það á þennan hátt. Hér hafa sem sé verið gerðar tilraunir með maðkinn, og hann hefir drepist innan þriggja daga, ef hann hefir ekki náð í næringu úr sjónum. Að fróðieikur bankastjórans í þessu máli sé ekki óyggjandi - sem ekki er heldur von — má meðal annars sjá á því, að hann hefir ver- ið að sýna þinginu maðksmogna trjábúta úr bryggjum nér. Sannleikurinn er sá, eftir rann- sóknum, sem hér hafa verið gerðar, að „maðk- urinn“ í bryggjunum er alt önnur tegund kvik- inda en maðkurinn, sem hér hefir komið í skip, og kemur því ekki málinu vitund við. Þá væri þeim ö. Z. og Th. og naumast lá- andi, þó að þeir kynnu betur við að sjá ein- hverja áætlun um koatnaðinn við þessa þurru skipakví, sem fyrir bankastjóranum vakir. Þótt ekki væri fyrir annara hluta sakir, þá samt sf þeirri ástæðu, að meira en lítill vsfi er á því, hvort slík skipakví, sem sú, er hér er um að ræða, er nokkurstaðar til í veröldinni. Víst er um það, að ekki er hún til á Engiandi né í Danmörku. Þær þurru skipakvíar, sem þar eru til, eru eingöngu ætlaðar til viðgerðar skipuro. Þau kornast þar fyrir svo sem þrjú í einu, og fara þaðan þegar viðgerðinni er lok- ið. Eg skal láta ósagt, hvort hugsanlegt er, að geyma á þann hátt allan skipaflotann hér við Faxaflóa. En örðugt híyti það að vera. Skipseigendur mundu ekki allir vilja leggja skipum sínum í kvína á sama tíma, né heldur taka þau þaðan samtímis. — í hvert skifti, sem skip kæmi inn eða færi út, yrði að hleypa vatninu inn, og þá er hætt við að skorður skipanna færi heldur en eigi að raskast. Og hvað kostar svo slíkt fyrirtæki sem þetts, er að líkindum yrði eins dæmi í veröldinni? Áætl- uniu er enn ókomin. Áður en eg svo skilst við þetta skipakviarmál, skal eg leyfa mér að leiðrétta eitt ranghermi hjá bankastjóranum í þeim greinarkaflanum, sem er urn skipakvína. „Fyrir fám árum“, segir hann, „var farið héðan frá Reykjavík með skip til Færeyja, til að gera við parta í því, sem maðkurinn á fára árum var búinn að eyðileggja“. Til Færeyja hefir að eins eitt skip verið flutt héðan til við- gerðar, „Margrethe“, eign Th. Thorsteinssons. í því var enginn maðkur, heldur var alt ann- að að því. Það var sent til „Færeyja", af því sð tilfæringar vantar hér til þess, að koma skipum á land. Vitanloga ættu slíkar tilfær- ingar að vera hér til. Eu það kemnr ekkert við þeirri þurru skipakví, sem bankastjórinn er að halda fram. Og eg þori að fuilyrða, að því fer mjög fjarri, að þeir 0. Z. og Th. séu því mótfallnir, að þeirra tiifæringa verði aflað. Þá kem eg að annari umkvörtuninni banka- 8tjórans í garð þeirra 0. Z. og Th. Hún er sú, að þessir menn, sem eru kaupmenn, skuli ekki láta sér nægja að stunda sina verzlun og láta „þá menn í friði með sín skip, sem hafá þá lífestöðu að lifa af sjónum“. Eg veit ekki, hvort öðrum er eins farið og mér. En mér finst þessi umkvörtun i meira lagi kátleg, þegar hún kemur úr þessari átt. Margt er bankastjóranum vel gefið og í ýmsu getur hann vandað um við aðra. En að sjá hann verða til þess að bera í alvöru þær sakir á aðra, að þeir einskorði sig ekki við sinn eig- inlega verkahring, það er broslegt í mínum augum — hann, sem meðal svo margs annars hefir ejálfur gerst útgerðarmaður! öetur hon- um verið það alvara, að halda því fram, að þilskipaútgerð sé lakar samrýmanleg við kaup- mensku en banbastjórastörf? Reynslan hefir nú einmitt orðið hin sama í ölium löndum eins og hjá oss, að það eru kaupmenn, sem lang- mest hafa hrundið áfram sjávarútvegi í nokk- uð stórum stíl. Þeir gera það öllu öðru frem- ur til þess að útvega sjálfurn sér vöru til að verzla með. Og þeir standa að jafnaði betur að vígi en aðrir; þeir hafa meira fjármagn með höndum, og þeim veitir auðveidara að fá með góðn verði vörur þær, er til útgerðarinnar heyra. Hvaðer það nú, sem bankastjórinn finnur útgerð þess- ara manna til foráttn? Á hvern hátt hefir hún orðið að maðki í sjávarútveginum hér? Ferst þeesum mönnum ver við verkamenn sína? Reyuast þeir óskilvísari? Gjalda þeir lægra kaup? Er verri aðbúnaðar á þeirra skipum en annara? — Umkvöitun bankastjórans er nokk- uð loðiu. — En víft er um það, að hann ber mönn- unum ekkert af þessu á brýn. Það sem hann finnur að kaupmaunaútgerðiuni, er, að því er mér skilst, þetta: að kaupmenn standa betur að vígi en aðrir útgerðarmenn, betur að vígi með að láta útgerðina borga sig, þó að háset- um sé goldið gott kaup. Þess vegna mega þeir, eftir skoðun bankastjórans, ekkert við út- gerðina eiga. Er nú ekki þetta nokkuð kynleg krafa? Er sanngjarnt að ætlast til þess, að menn hætti við atvinnurekstur af því að þeir geta öðrum framar farið vel með verkamenn sína? Eg legg það mál undir frekari umhugsun banka- stjórans og dóm allra sanngjarnra manna. En annars skýrir bankastjórinn alls ekki rétt frá, þegar hann er að sýna, að hverju ieyti ksupmenn standi betur að vígi en aðrir útgerð- aimenn hér. Haun kemst svo að orði: „Þeg- ar þeir (kaupmenn) greiða heloaing kaupsins eða 2/8*í vörum með búðarverði, þá kostar þá sú vara ekki meira en t. d. 30—33 kr., er þeir reikna hásetum sinum 45 krónur í kaupið. Þar ámóti verða hinir, sem enga verzlun reka, að taka vöruna hjá kaupmönnum fyrir 45 króu- ur — og eðlilega láta hana til háseta siuna með sama verði“. Sjálfsagt er nú ágóðinn af vöruborguninni settur alt of hátt hér, ekki sízt þegar þeEs er gætt, sð sumir hásetarnir fá vörurnar samkvæmt samningi með peningavexði. Eq hvað sem því líður, þá stiugnr bankastjórinn þvi alveg undir stól, að þeir útgerðarmenn, sem ekki eru knup- menn, fá 6—10°/o af þeim vörum, er þeirávísa hásetum sínum í búðunum, og 2 kr. fyrir hvert skippund, sem hásetar þeirra leggja inn hjá kaupmöunum. Þetta hefir bankastjórinn sjálfur fengið, eins og aðrir útgerðarmenn. Og þegar nú þess er jafnframt gætt, hve peningaborgun er farin að aukast einmitt hjá þeim kaupmönn- nm, sem bankastjórinn er farinn að kvarta und- an, þá liggur það í augum uppi, að raunurinn er ekki nærri eins mikill og bankastjórinn vjll Játa mönnum skiijast að hann sé. Þann mun sem er, sýnir bankastjórinn sjálf- ur, hvernig eigi að afnema. „Alt þetta mundi lagast“, segir hann, „ef hálfdrættingum og þeim, sem mánaðarkaup fá, væri einungis borg- að í peningum, því að þá stæðu allir skipseig- endur jafnt að vígi“. Þess skal getið. að „hálídiætti“ er samn- ingur um, að helmingur þesssem hásetinn dreg: ur borgist með venjulegu verði á fiskinum ár hvert, ýmist í peningum eða vörum eftir sam- komulagi, og getur hér því enginn ágreiningur orðið. Yel getur verið, að eins gott væri að hásetinn tæki einn hlut, og að svo væri um samið. Þessi ásökun bankastjórans snertir alla útgerðarmenn hér við land, þó hann beinist að eins að tveimur. Útgerðarmenn mnndu ekkert hafa á móti því að borga hásetum hlut sinn í peningum, ef bankinn gæti aðstoðað þá. En sjálfur gefnr backa^tjórinn í skyn, að til þeBs vanti peninga. Mundi þá ekki vera viðkunnanlegra og heillavænlegraj að leggja alt kapp á að útvega þetta skiiyrði fyrir lagfæringunni, peningana, en að amast við mönnum fyrir það, að þeir geti látið atvinnuna eina borga sig og gert sómasamlega við verka- menn sína?— Eg kem þá að síðustu og víðtæk- ustu ásökun bankastjóraus á hendur þeim 0 Z. og Th., sem í stuttn máli er sú, að þeir séu ekki „framförum hlyntir“. Fyrir þennan fram- fara fjandskap á útgerð þeirra að vera maðkur í sjávarútveginum. Af G. Z. er nú það að segja, eins og öllum íslendingum er kunnugt, að honum er það fremur að þakka en nokkrum öðrum manni, að nokkur þilskipaútvegur er hér til. Hann ríður á vaðið, leggur út í þennan atvinnurekstur fyrstur ailra, og fyrir hans reynslu er það, að aðrir fara að fást við hann. Hann er fyrstur frumkvöðull þess, að faiið er að kenna stýri- mannafræði hér á landi. Hann kemur fyrstur upp með að kaupa kugga þá frá Englandi, sem mestu skriði hafa hleypt á sjávarútvegiim hin síðari ár. Líklegast hefir enginn íslenzkur maður hrundið atvinnumálum þjóðarinn&r lengra áfram en hann, enda sjálfar einhver mesti at- vinnuveitandi allra íslenzkra manna. Sé hann eða starf hans maðkur, þá hefi eg ekki ann&ð um það að segja, en það, að óskandi væri, að sem mest yrði um slíkan maðk með þjóð vorri. Engu ókynlegra er, að Thorsteinsson skuli nú fá þeunan vitnisburð hjá bankastjóranum. Því að Th. hefir verið manna fúsastur til að styðja einmitt þau mál, sem bankastjórinn hefir sér- staklega borið fyrir brjósti. Hanu er í íshúsfélaginu, Reknetafélaginu, Þilskipaábyrgðarfélaginu. Og hvenær sem ræða hefir verið um bættan útbúnað á skipunum, börkun segla, síldarbeitu, betri vatnsílát, betri rúm í skipunum, þá hefir hann verið fremstur í flokki roeð umbæturnar. Fiskverkuuar svæði hans áKirkjusandi, sem breiða mááum 100,000 fisks í einu, er eitt &f mestu myndarfyrirtækj- um útgerðarinnar við Faxaflóa. Ótrauðari framfaramaður í útgerðinni er mér óhætt að segja, að hér er ekki til. Hvernig stendur þá á því, að aðrir eins menn skuli sæta þessum gífurlegu ámælum hjá banka-

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.