Fjallkonan


Fjallkonan - 01.05.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 01.05.1901, Blaðsíða 1
Kemur út oinu sinni i viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis ð kr. eðs V/t doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram) Uppsögn (skriflag)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda íyrir 1. októ- ber, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Atgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVIII. árg. Reykjavik, 1. maí 1901. Xr. 17. Landsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landebankahúsinu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókegpis lækning á spítalanum á þriðjudögum og íöstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Á aldamótunum. Ræða, sem haldin var við háskólann í Kaupmannahöfn í fyrirlestralok fyrir jólin 1900. Eftir Harald Höífding. (Framh.). Pað var að vísu ekki alveg nýtt, að menn leituðu að sonnunum reynslunn- ar fyrir áliti sínu í náttúrufræðilegum efnum. En hitt er nýtt, að farið er eftir nákvæmum reglum að tryggja og leiðrétta munnmæii og tilgátur. Sögurannsóknin hefir sett eér regl- ur og aðferðir, og gagarýnt merkustu tímabilin í sögu mannkynsins. Menn hafa þannig fengið sér nýtt vopn í hendur í hinu andlega stríði, sem að miklu leyti er háð um það, hvert gildi hugsjónir hins fyrra tíma hafi nú á dögum. Ef vér eigum að treysta erfikenningunni, varðar það mestu, hvort hún er áreiðanleg. Söguleg- ar rannsókir og gagurýni hafa rutt sér svo tii rúms á þessari öld, að húa má heita sagnfræða- öidin. Engin dæmi eru til þess áður, að menn hafi rannsakað og íitsð söguatriði án þess 8ð kveða sjálfir upp dóm ura þau. Petta söguiega skynbragð er einu dýrmætasti ávöxt- ur 19. aidarinnar. Með því hefir heimurinn fengið ný auðæfi. Fortíðin er komin nær oss, og heldur þó öllum einkennum sínum. Og »11- ir þeir kappsmunir sem lagðir eru á það &ð finua sannleik þann sem fólginn er að baki exfikcnningum og frásögnum eru alveg sam- kvæmir viðleitni náttúruvísindanna að staðfesta sannindi sin. Sögulega aðferðin gerir meira enn að rann- saka sambandið milli erfikenninga eða frásagna og sannra viðburða, hún Ieggur líka stund á að kanna upptök allra hugsana og skoðana og söguleg skilyrði þeirra. Það er orðið Ijóst, að hver sú hugsjón, sem annaðhvort auðgar þekkinguna eða verður leiðarstjarna í manniíf- inu eða hvorttveggja, hún fæðist ekki nema á- kvoðin menningarsöguleg skilyrði séu fyrir hendi. Sú hugsun, sem á að geta fleytt mann- lífinu-, verður að vera sprottin af m&nnlífiau, og oðli hennar og þroski fara eftir þeim sögu- legu skiiyrðum, sem áttu sér stað þegar hún skap- aðist. Hin sálfræðilega og eögulega aðferð er nú komin til sögunnar í stað hinnar dogmati- serandi (guðfræðnu) ritdómaaðferðar fyrri tíma. Hegel, Comte og Spencer eru þeir þrir mestu niðurskiparar í heimspeki 19. aldarinnar, og hafa þeir allir, hver á sinn hátt, tekið skírt fram þessi sögulegu skilyrði allra hugsjóna og fyrirmynda. Þessi sögulega skoðun hefir dreifst út írá svæði mannlífsins og tekur yfir alt nátt- úrulífið, því lífiræðin hefir reynt að sanna, að lífsmyndirnar skapast í bardaga hinnar lifandi veru fyrir tilverunni, og eru þvi háðar ákveðn- um lífsskilyrðum, sem eiga sér stað á þeim Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiöjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. W%T Fæst hjá kaupmönnunum. tíma. Með hinni snildarlegu tilgátu Darwins er lögð brú milli náttúruvísindanna og sögunn- ar; má telja hana meðal fremstu árangra 19. aldarinnar, og hún er enn íremur vitnisburður um hin sögulegu einkenni hennar. Gætum vér nú aftur að því, að álitaskiftin bæði á svæði hugsjónanna og svæði lífsskoð- anna hafa orðið skarpari en áður á þessari öid, þá getum vér betur skilið, hvernig á stend- ur. Menn fundu þörf til að hafa fótfestu virki- leikans og mistu traustið á hugsanir „upplýs- iegar“ tímans og hugsjónir „rómantíkurinnar“. „Upplýsingin11 og „rómantikin“ sáu báðar, að þær vóru að þrotum komnar. Hagsunin hafði orðið á undan lífinu; af þvi leiddi misvægi á milii þeirra og af því kom aftur svartsýni. Auðvitað eru það missýaingar er hugsunin þyk- ist vera á undaa lífinu. Þyí nýjar iífsbreyt- ingar verða að hafa í för með sér nýjar hugs- anir; hugsanir þess lífsstigs, sem á undaa er farið, nægja þá ekki. Gamlar hugsanir og hug- sjónir verðu að umsk&past til þess að geta haldið nokkuru af gildi sínu á hinum nýja tíma, og meðan þe3si umskapnaður stendur yfir, getur sýnst svo, að hin gömlu ljós séu slökt og hin nýju ókveikt. En 19. öldin hefir ekki einungis treyst hið innra samband milli hugsunarinnar og Iífsins, heidur hefir hún þroskað skilninginn á því að færa sér hugsanirnar í nyt í daglegu lífi. Hún hefir komist að raun nm, að hægt er að leika sér að hugsjónum, og að það er erfiðara að sýna kenningar sínar í verkinu. Hún hefir fundið upp meginreglu hins persónulega sann- leika, sem einkum hefir verið haldið fram hér á Norðurlöndum. Við metum það ekki mikils, þó einhver sýni fram á hinar fegurstu lífsskoð- anir, en gætum að eins að þvi, hvernig hann notar sér þær í lífinu, hvort hann þarf sjálfur á þeim að halda og hvernig hann fer með þær. Hér kemur aftur til greina staðfestingin (veri- fikationin), sem við höfum lært að færa oss I nyt. Það var undarleg hjátrú á almanakið, sem varð að tízku fyrir nokkrumárum. Mennhélduað öldin væri orðin gömul og veik, og að menn aldarinnar (einkum hinir ungu, þó kynlegt sé) hefði ekki dug í sér til að lifa. Þessi tízka er nú dottin niður, sem betur fer, og hressari loftblær líður nú yfir heim hinna ungu. Og hvar ætti æskan og fjörið að eiga haima of ekki þar? Það væri undarlegt, ef hin merkilega öld, sem nú er liðin, leyfði dóttur sinni ekki annan arf en hin ytri þægindi. Það getur verið þægilegt aö vér höfum nú rafljós og telefóna og aðrar gersemar. En hinar stærstu hugsanir eru húgsaðar við kertaljós eða önnur slík, og djúp- sæustu kenningar eru ekki sagðar í telefón. Þá er það hlutverk vort, að sjá um, að hinn innri kjarni lífsius samsvari nokkurnveginn hinni ytri prýði og þægindum. Emhættispróf í heimspeki (magisterconfor- ense) við háskólann hafa tveir landar tekið 12 þ. m.: Ágúst Bjarnason (Hákonarson heit. kaupra. frá Bíldudal) og Guðmundur Finnbogason, báð- ir með lofseinkunn. Þeir munu báðir ætla að sækja um ferða- styrk af sjóði Hannesa? Árnasonar. Um ísafjarðar lækniahérað sækja læknarnir Davíð Sch. Thorsteinsson, Guðm. Guðmundsson fyrv. héraðal. (frá Laugardælum), Guðrn. Sche- ving, Jón Jónsson á Vopnafirði, Jón Þorvalds- son aðstoðarlæknir á ísaf., Júlíus Halldórsson og Magnús Ásgeirsson. Dáinn 24. marz síra Tbmas Rallgrímsson prestur á Völlum í Svarfaðardal á 54. ári, fæddur 23. okt. 1847, útskrifaður úr skóla 1873, vígður prestur að Stærrárskógi 1875, og bjó þar framan af en síðan á Völlum eftir er þau brauð vóru sameinuð. Faðir hans var Hall- grímur hreppstjóri Tómasson írá Steinsstöðum mikill merkisbóndi, systurson Jónasar skálds Hallgrímssonar. Síra Tómas var vinsæll mað- ur og hafði góða hæfileika; var talsvert skáld- mæltur og hefir líka ritað stuttar skáldsögar, sem eru prentaðar. Kona hans var Valgerður Jónsdóttir piófasts í Steinnesi. Brú á Bangá ytri er í ráði að gera. Var samþykt á síðasta sýslufundi Rangæinga, að sýslusjóður Rangárvallasýslu legði til 1 /5 af kostnaðinum, en ekki mun enn vera full- athugað, hversu mikill hann muni verða. Stokkseyrarhöfn. Á síðasta sýslufundi var samþykt að veita fé af sýslusjóði Rang- árvallasýslu til þess að bæta Stokkseyrarhöfn. Kostnaðinn hefir verkfræðingur talið 24,000; auðvitað getur það ekki orðið nema nokkur umbót að sinni, en engin hafnargerð, og verður umbótin falin í því að bæta innsigl- inguna og sprengja burtu sker á ytri höfninni,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.