Fjallkonan


Fjallkonan - 07.05.1901, Síða 1

Fjallkonan - 07.05.1901, Síða 1
Kemur út einu sinni í viku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l1/* doll.) borgist fyrir 1. jfllí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bimd- in við áramót, ógild nema komin sé til öt- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holts8trœti 18. XVIII. árg. Reykjavík, 7. maí 1901. Xr. 18. Landsbarikinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengnr til kl. 3 md., mvd. og ld. til fltlána. Forngripasafnið er i Landsbankahflsinu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshflsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og löstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Á aldamótunum. Ræða, Bem haldin var við háskólann í Kaupmannahöfn í fyrirlestralok fyrir jólin 1900. Eftir Harald Höffding. (Endir). ii. Yið höfum séð hvernig farið hefir um þann hugsjónaheim, sem Schiller hafði athvarf i. Hann stendur enn. Mönnunum er ekki meinað að kornast að honum, en hann er nú í fastara sambandi við virkileik&nn og sifelt verður að starfa að því að halda honum í gildi. Hvernig hefir þá farið fyrir hinu óþrosk- aða veslings mannkyni, sem Schiller vildi láta eiga sig ? Það hefir látið sér orð hans að kenningu verða og hugsað um sig. Það er ef til vill það sem mest er um vert í sögu 19. aldar- arinnar. Slík mannfélagshreyfing, sem 19. öldin hefir haft í för með sér, hefir ekki átt sér Btað fyrri i sögunnni. Áður hafði sagan farið fram hjá öllum þorra mannanna. Það vóru hinar hærri stéttir, sem áttust við, og múgurinn tók engan þátt í því af sjálfum sér. Frelsi og félagsskapur verkmannalýðs- ins kom hægt og hægt til sögunnar, og varð meira og meira stórstígara, og verkmanna- lýðurinn hefir orðið fær um að taka þátt í umræðum um almenningsmál og löggjöfina. Hið óþroskaða mannkyn hefir ekki beðið eftir hugsjónunum; það hefir þroskast svo sjálft, að það hefir getað handsamað þær og fært sér þær í nyt. — Helztu menn 18. aldar gátu ekki trúað því, að upplýsingin gæti fest ræt- ur i almennings múgnum, en þetta hefir orð- ið fyrir eðlilegan þroska. Aldrei fyrr hefir menningin náð jafnmikilli útbreiðslu meðal mannkynsins sem nú. Ágætustu verkin munu enn sem fyrri fæðast í einrúmi, og þau munu fyrst um sinn og ef til vill æfinlega verða við fárra hæfi, en fyrir ýmsa milligöngu og með ýmsum breytingum munu fleiri og fleiri smámsaman geta haft not af þeim. Þó margt sé enn örðugt í þessum efnum, er það víst, að tími blindninnar og sljóleikans er nú liðinn. Þessi framför hefir kostað baráttu og svo mun enn verða. — Stríðið milli stéttanna er eitt af einkennum 19. aldarinnar. — En þörf allra til að taka þátt í samvinnu mannkyns- ins að verklegri og andlegri menningu felst þar á bak við. 0g það eru að miklu leyti menn af hinum hærri stéttum, sem kallaðar eru, sem hafa staðið fyrir mannfélags hreyf- ingunni og hugsað þær hugsanir, sem hafa vakið hana og lýst henni áleiðis. cs in s •sH fl •fH O U :o 1 c—. O* ciq íslenzk umboðsverzlun á Skotlandi. Góðar vörur. -f+- -+-f Gott verð. -§»+- Undirritaður annast kawp og sölu á útlendum og inn- lendum vörum. Hverri pöntun verður að fylgja áœtluð borgun (í pening- um, vörum, víxlum eða ávísunum). Fyrirspurnum flj'ott og nákvœmlega svarað, og upplysingar, viðvíkjandi vörum og verðlagi, göðfúslega gefnar. X-jítll ómaltslmin. Qatdaz Qvs'tason. 2 Croall Fl., Leith Wálk, Edinburgh. Biðjið ætíð um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjtígt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. III. Ógleði Schillers um aldamótin 1800 stafaði af því, að stórþjóðirnar vóru þá að berjast og vildu skifta með sér heiminum. Þvi lét hann friðinn, frelsið og fegurðina ekki eiga heima annarstaðar en í draumalandinu. Seinna á öldinni, eftir Napoleons ófriðinn, kom friðar- tímabil, en síðari helming aldirinnar hefir verið ófriðsamt, og afleiðingin hefir orðið, að fáeinar þjóðir hafa náð þeirri einingu, sem þær hefir lengi dreymt um. En þessar skær- ur hafa lika vakið þjóðahatur, sem annars mætti halda að gæti ekki átt sér stað lengur. Styrjaldirnar hafa styrkt samband sumra þjóða, en þær hafa aftur sundrað sumum þjóðum. Forlög Slésvikinga og Frakka í Lothringen standa nú sem óhrekjandi mót- mæli gegn þeim sem sjá eintóma speki í gangi sögunnar. Nú sem stendur eru stór- þjóðirnar á ránferð í Kína, en þessi samtök þeirra verða að líkindum tilefni til nýs á- greinings og ófriðar. Eigi að síður hafa stórum aukist öll við- skifti og samhugi milli hinna ýmsu þjóða á þessari öld. Aldrei hefir átt sér stað slík samvinna í öllum greinum milli margra þjóða sem nú, ekki einu sinni í hinum stóru rikjum fornaldarinnar. Heimsýningarnar eru ljósast- ur vottur um það, að samhuginn vex í and- legum efnum. Fyrir skömmu hefir verið gerð tilraun til sambands og samvinnu milli vís- indafélaga í ýmsum löndum. Yerið getur að það sé forboði þess tima, er hægra verður að halda uppi þjóðerni og sérleik einstakra þjóða ásamt samvinnu í störfum menningarinnar. Að min8ta kosti ætti frelsið og fegurðin ekki að búa einungis í landi draumanna, hvernig sem fer með friðinn. Frelsið og feg- urðin eiga sér friðast bú i því landi, en að því á að vinna alvarlega, að flytja þau þaðan út í mannlífið; þau eiga að lesa sig inn í það, göfga það og samræma, leysa buudna krafta og boygja hina óstýrilátu krafta undir hin andlegu lög. Þessi öld, sem nú er liðin, hefir fundið það betur en allar aldir, að öll tilvera er i sambandi sin á milii, og að þetta samband er milli hins minsta og stærsta jafnt í náttúrunni sem í andans heimi. Röð áhrifanna getur náð frá óverulegustu upptökum yfir ó- endanlegt svæði. Barnið veitir því eftirtekt, þegar það fleygir steini í vatn, að bárurnar af steinkastinu breiðast út, og mörg stærstu dæmin sanna hið sama. Oldin sem leið hefir lokið upp augum vorum fyrir því, hve mikils er vert um smáu sporin, og þá vinnu og viðleitni sem ekki ber á, og hið innra sam- band þessara hiuta við viðburði heimsins. Yér Danir getum ekki litið aftur yfir 19. öldina án þess að vér finnum til hrygðar. Á þessari öld hefir danska þjóðin tvisvar ver- ið lögð við velli, svo að legið hefir við sjálft, að hún mundi máð úr tölu þjóðanna. En í bæði skiftin hefir hún reist sig við aftur. Þetta sýnir heilbrigði og rétt þjóðlífs vors, og eins það, að þó þjóðin sé lítil stendur hún með heiðri i röð mentaþj óðanna. Þið, tilheyrendur minir, munuð fá að sjá stærri hluta af nýju öldinni en eg, sem hefi lifað meir en helming aldarinnar sem leið. Og þið munuð geta séð viðburði hins nýja

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.