Fjallkonan


Fjallkonan - 23.05.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 23.05.1901, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4kr. (erlendis 6 kr. eða l1/, doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendÍB fyrir- fram). UppBögn (akrifleg)bund in| við • áramót, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstræti 18. Reykjavík, 23. maí 1901. Xr. 20. Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alyeg eins notadrjtígt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. XVIII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2,Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundu lengur til kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsinu, opið á mánu- dögnm miðvikndögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á snnnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á epítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jðns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Mentunarmál. Barnamentun þjóðar vorrar er málefni, sem nú er mjög á dagskrá, og margir merkismenn hugsa mikið um endurbætur í því efni, en aðrir hafa ritað um það og ber alt í rauninni að einum brunni með það, að núveranda fyrir- komulag sé alveg óhæfilegt. Einn meðal þeirra er allmikið hafa hugsað og ritað um mál þetta er óg sjálfur. En enginn hefir enn komið fram með neinar ákveðnar lagatillögur i því; eg hefi verið all-lengi að bíða eftir að ein- hverir áhugamenn málsins og þá eigi sízt einhver af nýju aiþingismönnunum léti frá sér koma frumvaip, sem koma skyldi fram á næsta þingi, og bjóst eg þá við að það yrði í biöðin sent, svo að þjóðinni gæfist kostur á hugleiða það áður en á þing er gengið, og ræða með sór á undirbúningsfundum í vor. Eu af því nú að enginn hefir gert þetta og með fram til að sýna glögt, hvernig hug- leiðingar þær, er eg hefi í Þjóðólf sett um þetta mál, kæmi út í framkvæmdinni, þá hefi eg ráðið af að semja eftirfarandi frumvarp. Eg veit, að á því muni einhverir gallar vera, en hinu mun enginn geta mótmælt, að stefna þess er hið eina rótta ef nokkuð á að hugsa um endurbót á alþýðumentun vorri, sem i öllu er orðin á eftir því, sem á sér stað hjá frænd- þjóðum vorum á Norðurlöndum. Eg hefi von um að fá frumvarp þetta flutt á næsta þingi. Hér geta menn þá sóð hugsun mína og umbætt hana eftir föngum, en þess vil eg að eins geta, að eg geri ráð fyrir sem sjálf- sögðum hlut, að góður kennaraskóli fyrir alt landið sé til og búi menn undir kennarastöð- una, og hvað snertir kenslugreinir í barna- skólum, þá má engin þeirra, er hór verður nefnd, missast, og eigi heldur búskaparfræði. Eg álít t. d. mjög æskilegt í alþýðuskólum, að ýmsir valdir kaflar úr Búnaðarriti Her- manns væri lærðár, því þar eru margar rit- gerðir, er vakið geta brennandi framfara-áhuga unglinga í verklegum efnum og glætt heita ættjarðarást. Útlend mál eiga ekki að kenn- ast í neinum barnaskólum. Það er annað þarfara að gera við tímann, enda er enginn sá maður ómentaður, sem lesið hefir alt hið helzta, sem til er á íslenzku í hinum ýmsu vísindum. Þetta eykst líka með ári hverju, og svo verða jafnóðum samdar kenslubækur við hæfi skólanna, þar sem þær eru eigi þeg- ar til. Frumv. til laga um barnaskóla á öllu Islandi. 1. gr. Landinu öllu skal skift sundur í skóla- hóruð, þannig að minst 500 til 1000 manns sóu í hverju, þar sem því verður á nokkurn hátt við komið landslagsins vegna. Sýslu- nefhdir skulu skifta sýslunum niður í skóla- héruð en landshöfðingi samþykkja; Tvær sýslunefndir geta komið sór saman um að landamerkjahreppar þeirra myndi eitt skóla- hérað. Það er einnig verk sýslunefndanna að tiltaka, hvar skólar skulu standa og útvega á kostnað sýslusjóðs lóð undir skólahúsið með góðu garðstæði eða jörð, þar sem það þykir hentugra. Innan 10 ára frá þvi lög þessi öðlast gildi eiga skólahús með góðum kenslu- áhöldum að vera komin upp í öllum skóla- hóruðum, en landshöfðingi ræður, hverir skól- ar verði fyrst bygðir, þar sem skólahús eru eigi þegar fyrir hendi. 2. gr. Landstjórnin lætur á kostnað lands- sjóðs rannsaka, hvernig ódýrast verði að koma skólunum, upp og skal láta gera fyrirmyndar- uppdrátt, er haga skal byggingunum eftir, með hliðsjón af fjölda nemendanna, er verða muni á hverjum stað. Skal jafnframt taka til greina hvort heimavist fyrir kennara og nemendur þarf að vera í húsinu eða eigi. Hálfan kostn- að við byggingu húsanna og áhaldakaup legg- ur landssjóður fram. En hinn helminginn leggur skólahéraðið til. Þó á það heimtingu á að fá lán úr landssjóði að nokkru eða öllu leyti til að standast þann kostnað, en endur- borga verður lán á 28 árum með 6°/0 á ári. Skólahérað heldur húsi og kensluáhöldum við á sinn kostnað. Skólanefndin skal hafa eftirlit með alla meðferð á munum skólans en sýslunefndin yfirumsjón. 3. gr. í skólahóraði hverju skal vera skóla- nefnd, er hafi stjórn skólans og mentamálanna í því hóraði á hendi. í hana eru sóknarprestar skólasvæðisins sjálfkjörnir, en þar að auki eiga sæti í henni menn þeir, er hreppsnefndir í skólahóraðinu kjósa til þess, einn fyrir hvern hrepp, ef fleiri eru, en tvo ef einn hreppur er. Kosning þessi gildir til 5 ára. Endurkjósa má sama mann, ef hann vill taka við kosningu og einnig eftir að 5 ár eru liðin þá, því hann var í nefndinni. Nefnd þessi kýs sér odda- mann, er stjórnar gjörðum nefndarinnar og kaliar saman fundi. Sóu jöfn atkvæði í nefnd- inni með og móti einhverju máli, ræður at- kvæði oddamanns úrslitum. 4. gr. Við hvern skóla skulu vera tveir fastir kennarar, skólastjóri og undirkennari. Skólastjóri skal hafa borgunarlaust fæði, hús- næði, eldivið og ljósmat fyrir sig einan um skólatímann, og að auki 200 kr. i kaup. Undirkennari hefir og öll sömu hlunnindi en aukp hans skal vera 100 kr.. Báðir eiga þeir að hafa tekið próf við kennaraskóla landsins. Skólastjóra-embættið veitir biskup landsins, en undirkennara ræður skólastjóri í samráði við skólanefndina. Báðir kennararnir skulu eiga heima í skólahúsinu og leiðbeina börnunum í undirbúningstímunum, sé það heimavistar- skóli. 5. gr. Skólanefndin ræður skólaráðskonu og hjálparstúlkur eftir þörfúm. Ráðskonan hefir á hendi alla matreiðslu handa börnun- um og þjónustu þeirra. Það er einnig verk skólanefndarinnar, að sjá um matfanga-að- drætti skólans, útvega eldivið og ljósmat. Henni ber og að sjá um, að foreldrar láti með börnunum í skólann nægilegan íverufatnað handa þeim og góð rúmföt. 6. gr. Það skal vera almenn regla til sveita, að börnin hafi heimavist í skólanum meðan kenslutíminn stendur yfir, sem vana- lega skal vera frá 1. október til 30. apríl ár hvert. Þar sem heimavistir eru í skólanum skal skólinn annaðhvort eiga eða hafa til ævarandi byggingar jörðina, er hann stendur á, og skal skólanefndin, sem ræður ábúanda á jörðina, sjá um að bóndinn só skyldur að selja skólanum undanrenningu eftir þörfum fyrir ákveðið verð, eða annast um hirðingu á kúm skólans fyrir umsamda borgun, ef mönn- um þykir hentugra að flytja fóður og ala kýr á staðnum til að útvega börnunum mjólk. Eigi skólinn ekki sjálfur jörðina, skal helzt taka landssjóðseign eða kirkjujörð handa skól- anum, og geldur þá sýslusjóður eftir hana. 7. gr. Laun skólakennaranna skulu borg- uð úr landssjóði, en fæði þeirra, kaup ráðs- konunnar og fæði, eldiviður og ljósmatur og sórhver annar kostnaður við skólann skal borgaður af skólasjóði. Til að standast út- gjöld þessi, skulu skólasjóðnum ætlaðar tekj- ur þær er nú skal greina: 1) Tíund sú sem kölluð er fátækratíund og hingað til hefir til- fallið sveitarsjóðunum, skal hér eftir renna f skólasjóð, og vera nefnd „skólatíund". Tíund þeirra manna er minna telja fram, enöhndr. skal þá vera skiftitíund á sama hátt sem hærri tíundir. 2) Meðgjöf foreldra, fósturfor- eldra eða sveitarfélaga með börnum þeim, er í skólann eru látin og eigi má vera minnien 15 kr. á mánuði fyrir hvert. 3) Það sem þá vantar til, til þess að standast útgjöldin, eft- ir áætlun sem gerð skal fyrir fram, skal skóla*

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.