Fjallkonan


Fjallkonan - 23.05.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 23.05.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 En búast má við, að bent verði á ýmsa aðra hentuga staði fyrir klæðaverksmiðjuna. Þingmálafundir eru byrjaðir í sumum hér- uðum. Hefir frózt af þingmálafundum Ár- nesinga og Austur-Skaftfellinga. Á báðum þeim stöðum var meiri hlutinn með þvi að halda áfram stjórnarskrármálinu á sama grund- velli og 1897 og 1899. Sæbjargarskip eða skip til að bjarga skip- um í sjávarháska kom 18. þ. m. til Hafn- arfjarðar og heitir „Helsingör“, kapt. Nic. Mogensen, frá hlutafélagi i Kaupmannahöfn, sem kent er við stórkaupm. Eai. Z. Svitzer og hefir 11 gufuskip í förum sem vinna að því að bjarga skipum úr sjávarháska, veita aðstoð við skipströnd, ná fémætum munum af mararbotni o. s. frv. Á skipinu eru köfunarfæri og tveir köfan- armenn, annar íslenzkur, og smiðir og ýms áhöld til að gera við skip. Próf í stýrimannafræði, hið meira, tóku 3 námsmenn við stýrimannaskólann 6.—9_ maí, allir úr Rsykjavík og fengu þessar eink- unnir: Jón Theodor Hansson 86 stig. Ólafur Ólafsson 81 — Kolbeinn Þorsteinsson 75 — Hæsta einkunn sem getur verið er 112 st., lægsta til að standast prófið 48 stig. Prestvígsla 16. þ. m. (upp3tigningardag) vígði biskup kand. theol. Vigfús Þórðarson prest að Hjaltastað. Veðrátta hefir verið votviðr&söm og köld langan tíma. Heitast í dag um 10°. Afiabrögð á þilskipin haf'a orðið í góða meðal- lagi, líklega þó minni en í fyrra. Aflilítið í syðri veiðistöðunum við Faxaflóa, en nokkur afli á Inn-nesjum. Austanfjalfs hefir verið nokk- ur afli nú um tíma. Bezti afli í Vestmann- eyjum. Botnvcrpingar hafa varla gert vart við sig í Faxaflóa á þessu vori; og er það þakkað „Heimdalli". Þó hefir eitthvað af þeim komið hér á fiskimiðin nýlega og eru þá landsmenn ekki seinir á sér að sækja þá heim eins og vant er. Manntjón. 16.þ. mán., á uppstigningardag siðla dags, fórst skip uudan Eyjafjöllum sem var á leið til Vestmannaeyja og var komið þar á Víkina fyrir utan höfnina. Stormur nokkur mun hafa verið, og úfinn sjór. Á skipinu voru 28 manns, 20 karlmenn og 8 kvenmenn og varð alls einum manni bjargað. Var það flest ungt fólk, ungir og duglegir menn undan Ey- jafjöllum, sem ætluðu til róðra í Eyjarnar, því þar hefir nú um tíma verið góð- ur afli svo og kvenfólk, sem farið hafði sér til skemtunar í land úr Eyjunum, eða ætlaði til vistferla út í Eyjar. Formaðurinn var Björn Sigurðsson frá Skarðshlíð, ungur duglegurmað- ur, en nöfn fæstra hinua hafa frézt. Þó eru tilnefnd tvö systkin, Sigurjón Bjarnason frá Eystriskógum og Guðný systir hans, bæði ó- gift, Þórunn Sigurðardóttir trésmiðs úr Vest- mannaeyjum Sveinssonar og Rannveig mágkona séra Magnúsar Þorsteinssonar á Bergþórshvoli. Líklega hefir flest af fólkinu verið undanAust- urfjöllunum. Skipið fórst fáa faðma undan landi, rétt suður af Yztakletti. Dálasýslu, 11. maí. Tícfin hefir verið mjög votviðrasöm nú um tíma. Tún eru orðin all- mikið græn og er það óvanalegt svo snemma. Skarlatssóttin hefir gengið á Sauðafelli, en hefir enn þá eigi breiðst út, og væri óskandi, að tekist gæti að hefta hana. Smjörgerðarmál þeirra Miðdælinganna hefir strandað, að minsta kosti í bráðina, á tómri sundrung og samtakaleysi. Þó munu fáar sveitir á landinu betur lagaðar fyrir samlags- mjólkurbú, þvi kýr eru margar, bygðin þétt- býl, og bæir standa reglulega og í röðum, svo sem tíðast er í dalasveitum. Þar á ofaa er akvegur nálega eftir endilöngum hreppnum, er fara mætti sumar og vetur með kerru, en á með fossi er í miðri sveit til að knýja mjólkurvélarnar áfram. Þeir ólafur Jóhanns- son, sýslunefndarmaður í Stóra-Skógi og Jó- hannes L. Jóhannsson, prestur á Kvenna- brekku, hafa mest barist fyrir máli þessu sið- an Stefán B. Jónsson á Dunkárbakka vakti hugmyndina um það hér i sýslu, en árangur- inn er því miður enginn orðinn enn þá, sök- um skammsýni vissra efnamanna. Um landsmál er hér litið talað, nema helzt barnakennslumálið, sem þykir þurfa stórra umbóta við, og svo er einnig álitið æskilegt, að launamál presta gæti fengið einhver heppi- leg úrslit á næsta þingi,og hallast menn helzt að frumvarpi fyrrveranda þingmanns héraðs- ins. Löw.n nýju um lambsfóður og dagsverk eru alls eigi vinsæl hér. Tóvélarnar í ólafsdal hafa haft mikið að gera í vetur og hefir mikil ull verið send þangað. Það eykst þó vonandi meira síðar. Stúkan „Mru í Búðardal heldur iðulega fundi og er í henni margt manna. Um kolatollinn enska segja verzlunarfróðir menn útlendir: Þessi tollur er lagður á kola- útflutninginn til þess að styðja enskan iðnað. Hann kemur þyngst niður á námaeigendum og námaverkmönnum, og getur verið að verkmönn- unum takist með almennu verkfalli að hrista hann af sér, enda munu námaeigendur styðja verkmennina til að halda verkfallinu áfram sem lengst. Enska stjórnin mun samt sem áð- ur sitja við sinn keip. Ekki ætla þeir að kol muni hækka í verði að sinni fyrir tollinn af því farmleigur eru nú óvenjulega lágar. En ef þær hækka má búast við að kolin hækki í verði og allra helzt ef verkfall yrði því samfara. En hætt þykir við, að enska stjórnin nemi tollinn ekki úr gildi. Hann er miklu fremur verndartollur til þess að hjálpa Englandi í iðn- aðarsamkepninni við önnur lönd, heldur enn til þess að greiða með honum hernaðarkostnaðinu í Afríku. Járnbrautir framtíðarinnar. Félag eitt i Berlín ætlar í sumar að reyna að búa svo út gufuvagna að þeir geti farið með sem mestum hraða. Til þessara tilrauna hefir verið ákveð- inn og undirbúinn all-langur járnvegur. Hreyflngin á að vera r&fmagn, sem veitt er í vagnana eftir eirþráðum ofanjarðar. Hreyfi- vagnarnir eiga að vera tveir, hafa rúm handa 40 manns og fara um 27 mílur á klukkutiman- um. — Þegar þessir vagnar er komnir til ís- lands, geta Reykvíkingar hæglega farið norður í land og heim aftur á dag. Ný sniö af allskonar kvenfatnaði og barnafatnaði eftir allra nýj- ustu tízku fást nú hjá mór, eins og stöðugt að undan- fórnu, og kosta frá 40—80 aura. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. 32 „Mínu mannorði1*. Ó eg skil ekki í því, hve illkvittinn þú getur verið, frændi. Eg hefi eytt efnum mínum, það er satt, en hafa ekki margir ungir aðalsmenn gert það? Eg hefi fórnað gleð- inni og goldið heimskunni skatt, eins og aðrir, en eg hefi ekki framið neitt verk, sem ekki er sæmilegt aðalsmanni". Majórinn svaraði engu. Hann lauk upp skáp og tók pappírs- miða úr skúffu og brá fyrir augu frænda síns. „Hvað sýnist þér þetta vera?“ sagði hann. Undirforingjanum hnykti við þegar hann leit á blaðið og hann hrökk nokkur fet aftur á bak og bliknaði upp. „Þessi víxiil — þessi víxill er ekki fallinn ígjalddaga“, sagði hann. „Nei, en hann verður það eftir nokkura daga, og þú hefir lík- lega komið í þeim erindum til mín í dag, að fá hjá mér peninga til þess að borga hann. Veslings ræfillinn, eg Iengi verið hrædd- urum, að þú mundir hafast eitthvað ilt að, en ekki kom mér þó til hugar, að þú mundir fremja svik. Eg komst að því af hend- ingu, að þetta pappírsblað var til og eg flýtti mér til að leysa það inn, svo að ókunnir menn hefði ekkiþásönnun íhöndum fyrir óráðvendni þinni". Þessi snoppungur gerði nærri út af við undirforingjann. Hann hné niður á stói og gat ekki litið upp, og þó þótti honum í öðru veifinu vænt um, að víxillinn var borgaður og að hana var því úr mestu hættunni. „Að réttu iagi hefði eg átt að draga þig fyrir dómstólana, en af því þú ert bróðursonur mian og enginn annar en eg hefði beðið 29 tígulegur maður ásýndum. En hvernig lízt þér á apótekarami, hann Hellstedt?“ „Mór lízt heldur vel á hann, hann lítur vel út, og er hreinn og beinn í framgöngu. Hann er kátur og skemtilegur, og sagt að hann hafi gaman af smáhrekkjabrögðum, og mér þykir hann ekki verri fyrir það.“ „Jæja, írökeninni lízt þá nógu vel á Hellstedt og stæði lík- lega á sama þótt hann segði upp konuefninn, henni Hildu Vickman." „Nei frændi, það hefi eg ekki sagt“, sagði Emma og var hálf-vandræðaleg í málrómnum. „Þú þarft ekki að afsaka þig barn, eg var að gera að gamni mínu. En þú hefir ekki minst á frænda þinn; finnur hann ekki náð fyrir þínum augum“? „Langt frá, það fara alt af einhver ónot um mig, þegarhann er nálægt mér; eg get ekki einu sinni tekið í hendina á honum svo að eg finni ekki til einhvers hryllings. Eg man að einhver sagði einu sinni við mig að við værum hjónaefni, en eg fann það undir eins á mér, að eg vildi tíu sinnum heldur deyja“. „Vertu nú stilt, barnið mitt. Það dettur engum í hug, að gefa þig honum Gústafi; hann hefir líka augastað á annari. En hver ríður nú hérna i hlaðið? Svei mér ef það er ekki hanu öústaf! Ef maður minnist á hann er hann óðara kominn“. „Eg ætla þá að fara burtu með leyfi frænda", sagði Emma. Það var auðséð á svip hans og framgöngu, að hann var í þungu skapi. Það var eins og hann byggi yfir einhverjum ó- þægilegum ásetiingi, sem hann væri neyddnr tií að framkvæma,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.