Fjallkonan


Fjallkonan - 31.05.1901, Qupperneq 1

Fjallkonan - 31.05.1901, Qupperneq 1
Kemur út einu sinni í viku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða V/t doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendÍB fyrir- fram). Uppsögn (gkriflag)bund in við áramót, ögiid nema komiu sé til út- gefanda fyrir 1. oktú- ber, enda hafl kanpandi þá borgað blaðið. Atgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XYIII. árg. Reykjavík, 31. maí 1901. Nr. 21. Landsbankinn er opinn hvornvirkandagkl.il—2.Banka- Btjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í LandBbankahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinn, opið á Bunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og töstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í húBÍ Jðns SveinsBonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Rússland og Finnland. í tímaritinu For Kirke og Kultur ritar Finn- ur einn þannig um horfur finsku þjóðarinn- ar nú sem stendur: Sumstaðar í Skandinavíu (á Norðurlöndum) virðist svo sem menn skoði land vort sem gertapað. Og þetta gengur meira að segja svo langt, að menn dirfast varla að hyggja á viðnám, ef voðinn færðist yfir skandínavisku löndin. Þvert á mót hyggjast menn, ef til vill, munu fá afstýrt hættunni með vinsam- legum viðtökum. Og þar sem menn á Finn- landi gera sér vonir um bjartari framtíð, þá þykir mörgum það vera líkast ungæðislegu bjartsýni. Að vísu er það mjög svo ójafn leikur, sem Rússland og Finnland eigast við, og afismunur stórkostlegur. En þeir sem sjá hlutina nær sór og ítússlaud vex ekki í augum eins og einhver ókunn heljarstærð, þeir líta öðrum augum á þetta mál. R-úss- land er nefnilega ekki svo voldugt, ekki í svo mikilli einingu, * ekki svo rammeflt eða svo ginandi yfir öllu, sem margir álita það. Innan takmarka þess er mikil óánægja, mikil sundrung og margt sem veikt er fyrir. Hin núverandi rikisstjórn og stefna hennar stafar alls ekki frá þjóðarviljanum, heldur er blátt á- fram einskonar spilagaldur til þess að dylja og kæfa niður það, sem grær eða grefur um sig innan takmarka þessa feiknaríkis. Rússneska þjóðin er ekki yfirgangsöm að upplagi. Hún er góðlynd og gæf. Og hins vegar er i Rúss- landi svo mörg eymdin, svo margt, er aflaga fer, sem fyrst og fremst þyrfti að ráða bót á, að þetta eitt ætti að vera kappnóg starf fyrir þá, sem málið er skyldast. En einmitt af því, að stjórnendurnir kenna vanmáttar síns til að koma þessu í verk, og meðfram af því, að þeir finna, að ef umbætur kæmust á, mundi valdið dragast úr höndum þeirra — af þvi taka þeir til alt annara atgerða. Takist þeim að leiða alment athygli frá innanlands eymdinni að öðrum viðburðum, þá eru þeir hólpnir um stund. Þar að auki er Finnland með sínu rýmra frjálsræði hættulegt dæmi, sem gæti læst sig lengra. Fyrir þá sök er öllum hundum sigað á Finnland. • En á hinn bóginn hafa Rússar tilfinningu fyrir dómi Evrópu, og þó nóg séu vólræðin, þá eru þeir smeykir við að ganga í berhögg og eiga í erjum og skortir úthald og elju. Rólega mótstöðu, sem þolir og þumbast, geta þeir ekki átt við. Gæti menn þess svo líka, að ekkert er eilítt, stofnsetningar steypast, stjórnskipanir breytast — þá getur mönnum ef til vill skilist bjartsýni vort og þrákelkni. Það sem oss ríður lífið á er; aldrei að víkja Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alyeg eins notadrjtígt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. og standa fast á rótti vorum. Sá sem vinn- ur tíma vinnur alt. Og skyldi nú sú mikla ógæfa fyrir koma, að rússnesk lög og rússneskar stofnsetningar yrðu innleiddar á Finnlandi um nokkurn tíma þá skoðum vór oss samt ekki gertapiða fyr- ir það. Slíkur ófögnuður mundi að vísu eigi að eins hamla framþróun vorri, heldur væri það og stórt skref aftur á bak í siðferðilegu og menningarlegu tilliti. Eu þar sem vér þekkjum rússnesku þjóðina og hversu henni er varnað að tillíkja sór annarleg þjóðerni,þá megum vór vera góðrar vonar um, að vér fá- um haldið þjóðerni voru þrátt fyrir alt og komist alveg óskaddir í gegnum slíka raun. Hægt er að leiða rök al því, að rússneska þjóðin, með sinu beygjanlega og lipra skap- lyndi, er alls ekki fær um að setja sitt mót á aðrar þjóðir, en sjálf hinsvegar mjög svo móttækileg fyrir óhrif frá öðrum. Vór þurf- um ekki annað en að renna augum yfir hin- ar þýzku, sænsku og finsku borgir, sem eru á víð og dreif innan takmarka Rússaríkis. í- búar þeirra lifa sínu eigin lifi, hafa haldið sínum gömlu háttum og siðvenjum, tala móð- urmál sitt, eru Rússum, sem kringum þá eru, fremri að mentun og velmegun, og skoða sig sem útlendinga, en alls ekki sem Rússa, — og það enda þó nokkur hundruð ára séu lið- in síðan þeir fluttu inn í Rússland. Þe3S konar dæmi eru uppörvandi og vel löguð til að brýna kjarkinn. Þvi lengra sem vór komumst í almennri mentun, þess vissari getum vér verið um það, að vór munum sig- ursælir ganga úr baráttunni fyrir sjálfstæði- legri tilveru vorri. Því þótt nú syrti að, þá verður samt ekki voninni slept um það, að það verði ekki náttúrlega aflið, heldur hið sið- ferðilega, sem i sambandi við réttlætið á í vændum að ríkja yfir heiminum. Sólskins-stef. jxjér ligg ég í grasinu. Drottinn minn dýr! Hvað dýrlegt er loftið! Hvað sólin er hýr! í forsælu tuttugu’ og tvö stig er hitinn, þó teiga’ eg i lungu mín Qallgolu-þytinn. Þetta’ er það loft, sem lifandi’ er i; væri líHð til svona æ og sí á íslandi, þá vildi’ eg aldrei vera aunarstaðar — það veit mia trú! — en hór á landinu forna frera. Fósturjörð mín, þetta til átt þú! Þeir hrósa hér vetrinum; eg samt ekki, sem annað svo langt um betra þekki. 0 nei! Hér er auðvitað enginn vetur, hér er eilíf rigning og snjóbleyta’ og for; hér er ekkert, sein vekur þol eða þor og þrótt eða stæling í vöðvana setur. Hér er allra krafta endalaus digning, eilíf helvítis bleytu-rigning. Vond eru suddans og vætunnar hót, og verst, hvað þau setja’ á fóikið mót! Það er hressandi’ og styrkjandi’ að hafa vetwr, sem heiti sitt með réttu ber. Mig gleður kólgan og frost og frer; það frýs eitt í hel, sem ei lifað getur. En svo vil ég einnig fá sumar í lag með sólar-glóð eins og nú í dag. Og þó hef ég lengst af lifað hér, heíi lifað og hlegið og grátið með þér, landið mitt ástkæra’. Eg lasta þig ekki, landið mitt fagra’, ef þú bærir ei hlekki. Þeir útlendu’ að vísu’ eru af þér að mestu, en eins ertu þó sem sá rakki’, er sinn skamt fékk daglega, hlektur við hundbyrgið sarut, og heldur svo trygð við járnanna festu. Þú lífróður aðrar við þjóðir átt þreyta, svo þú mátt gefa’ upp eða betur þín neyta. Þœr hafa’ annað og betra áralag; Þitt er úrelt. Við svo búið má ekki þreyja; það er annaðhvort, að taka’ upp þeirra’ aðferð í dag — það er of seint á morgun! — eða farast og deyja. Úr deyfðvanans huudbyrgi horfðu’ út, mín þjóð, þig hlekkjar ei neitt nema smásálar-geigur. Láttu sjá, hvort enn þá er í þér veigur. Þér blasir við lífið, ef brestur ei móð. Hér ligg ég í grasinu. Drottinn minn dýr! Hvað dýrlegt er loftið! Hvað sólin er hýr! Gott boðar sumar ið sólrika vor, sólarylurinn vonirnar glæðir, græðir hvert sár, sem í brjósti blæðir, þvi gróður í sólar sprettur spor. Sólin er gullnáma, uppspretta’ alls auðs, uppspretta lífsins og daglegs brauðs. Þótt yiirráð hennar þú ei hafir hjá þér, viltu’ útilykja samt geislana frá þér? Hræðstu eigi, land mitt, ljós og yl, þótt til láns það fáir hjá öðrum hnetti; það er gróðursins magn hverjum moldar bletti — og moldin sólunni gerir skil. Þvi leigufó, sem hún i ljósgeislum tómum til láns hefir feugið sólunni hjá,

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.