Fjallkonan


Fjallkonan - 21.06.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 21.06.1901, Blaðsíða 2
2 fja[llk;on AN. hafa þó ekki komið þessu á hjá sór, fyrri en í vetur sem leið (lög 7. febrúar 1901). Áður en neitt fréttist hingað um þetta hafði Tíma* riti Bókmentafélagsins borist grein um þetta efni, eftir „Alþingismann“, og var hún prent- uð og sórprentun tekin af honni í marzmán- uði síðastl. Grein þessi mun hafa verið send víðsvegar um land eftir því sem til hefir spurst. I henni er birt fullgert frumvarp til laga um breyting á 7—40 gr. núgildandi kosningarlaga (14. sept. 1877). Þetta frumvarp hefi eg nákvæmlega lesið og borið það saman við helztu útlend lög um þetta efni, einnig við nýu kosningarlögin dönsku, sem oss hafa borist í hendur. Svo virðist sem höfundurinn hafi vandlega vinsað úr hinum útlendu lögum öll hin hagfeldustu og tryggilegustu ákvæði, en lagað þó alt eftir því sem til hagar hór á landi, og gert aðferðina svo óbrotna og einfalda sem frekast er auðið, án þess að sleppa þó neinu því sem nauðsynlegt var til þess að tilgangur laganna næðist. Af því eg hefi heyrt að sumum mönnum vex í augum greinafjöldi laganna, svo að þeir hugsa að þau hljóti að vera ákaflega flókin, og framkvæmd þeirra vandasöm, þá vil eg taka fram að þau munu í framkvæmdinni reynast svo auðveld að engum meðalgreind- um bónda eða vinnumanni, sem læs er og skrifandi, mun vera ofvaxið að hagnýta þau. Höfundur frumvarpsins hefir látið standa óhaggaðar fyrstu 6 greinar gömlu kosningar- laganna (um kosningarrétt, kjörgengi, o. s. frv.); þetta þarf ekki að koma af því að höf- undurinn só vel ánægður með þessi ákvæði, svo ábótavant sem þeim i sumu er, heldur af því að þessi ákvæði eru tekin upp úr stjórn- arskránni, svo að þeim verður ekki breytt með einföldum lögum. Hitt furðaði mig meir í fljótu bragði, að frumvarpið nemur úr gildi ákvæði hinna eldri laga um kjördæma-skipun án þess að setja þar nein önnur ákvæði í staðinn; en þegar eg hugsaði betur um, fór eg að geta mér til að höf undurinn muni ætia að koma fram með stutt frumvarp sórstakt nm kjördæmaskipun, því að það er vel til f'allið, að sérstök lög sóu um það efni. Eftir því sem fólki fjöigar í landinu, getur af og til orðið tilefni til að gera breytingar ákjör- dæma-skipuniuni; eu lögin um kosningar-að- ferðina er líklegt að lengi geti staðið óhögg- uð. En betur hefði eg þó kunnað við að höfundurinn hefði sagt þetta berum orðum, þótt það auðvitað standi ekki á miklu. Einn galla vil eg nefna á frumvarpi þessu, en hann er sá, að sama hugmynd er stund- um táknuð á fleiri vegu en einn, sitt á hverj- um stað. Þannig er formaður kjörstjórnar ýmist kallaður kjörstóri (26. og 28. grein), en ýmist oddviti (8. og 25. grein). Auðvitað snerta þessi smíðalýti ekki efnið sjáift, en sjálfsagt ætti þó að laga þau. TTín dönskulög um þetta efni virðast mór fremur standa að baki þessu íslenzka frum- varpi. í þeim er að eins ein ákvörðun sem nokkurt umhugsunarefni gæti verið hvort á- stæða só til að taka upp eftir Dönum eða ekki, — það er sú ákvörðun, að þegar ekki er nema eitt þingmannsefni í boði skulu kjósendur geta gengið til atkvæða um hvort þeir vilja hafa hann eða eigi. Yerði fleiri atkvæði móti honum en með, skal kjósa á ný eftir viku, og só þá en eigi nema einn i boði verður hann sjálfkjörinn án atkvæða. Aðferð íslenzka frumvarpsins er hór miklu óbrotnari enda er hún samkvæm aöferð annara landa í þessu efni. Frumvarp þetta er annars svo þörf og sið- ferðisleg róttarbót, að ólíklegt er að nokkur þingmaður vilji láta það ffóttast af sér að hann spyrni móti henni. Ollum ráðvöndum mönnum virðist mór hún hljóti að verða kær- komin, hverra skoðana sem þeir annars kunna að vera um önnur máL * F y r i r m y nda r l) ó ndi. Eggert Briem, sonur Eiríks prestaskólakenn- ara BrÍ9m, reisti í vor bú í Viðey, sem hann hafði keypt fyrir 30 þús kr. Ætlar hann þegar að hafa þar stórbú, milli 20—30 kýr, og selja mjólk og smjör til B.eykjavíkur og L'Uigarness spítalans. Mjólkin er seld 4 15 aura potturiun. Jafuskjótt og hann hafði fengið kýrnar, lót hann sækja dýralækninn til þess að rannsaka hvort þær væru berkla- veikar, eða hætta væri að mjólkin væri sótt- næm; læknirinn faan enga berkla, en var hræddur um að ein þeirra væri ekki vel hraust, og lét Eggert bóndi slátra henni. Þessu dæmi ættu aðrir bændur að fylgja, og er það allra brýnust skylda þeirra sem selja mjólk, því só mjólkin óheilnæm, þá breiða þeir sjúkdómsefnið miklu meira út en þeir sem einungis hafa hana til heimilisneyzlu. Þetta er sórstaklega bending tii mjólkursal- anna hór í bænum. Dýralækairinn er við hendina. í kjöri um Laufás eru: séra Árni prófast- ur Jónsson á Skútustöðum, sóra Eyjóifur K. Eyjólfsson á Staðarbakka ogsóra BjörnBjörns- son aðstoðarprestur í Laufási. Auk þeirra sóttu séra Árni Jóhannesson í Grenivík og séra Ásmundur Gíslason á Bergstöðum. TJm Velli í SvarfarJardal eru í kjöri: sóra Páll H. Jónsson á Svalbarði, séra Sveinn Guðmundsson í Goðdölum og kand. theol. Stefán Kristinsson á Akureyri. Aðrir sóttu ekki. Próf í forspjallsvísindum tóku þossir stú- dentar 17. þ. m. Jón Jóhannessen .... dável Jón Jónsson...............dável + Lárus Halldórsson .... vel Rögnvaldur Ólafssos . . . ágætlega Stefán Björnsson .... dável + Sama prófi lauk stucl. tbeol. Ásgeir Ásgeirs- son 6. þ. m. og hlaut einkuuina: dável. „Laura“ fór héðan áleiðis til Hafnar 18. . m. Áuk Ameríkufsra sigldu hóðan með henni Boilleau baron frá Hvítárvöllum til Eaglands og frk. Ingibjörg Bjarnason til Þýzkalands og Sviss. Yesturfarir. Á ancað hundrað rnanns fór með síðustu ferð póstskipsins á leið tíl Ameríku hóðan úr nærsveitunnm og úr bæn- um, flest úr Mýrasýslu. Einn af þessum mönnum var efnaður bóndi af Mýrunum, Pótur Pótursson frá Langárfossi. Hafði áður dvalið lítinn tíma í Ameríku og síðan geng- ið örugglega fram i því að vekja eirðarleysi meðal samsveitunga sinna og viðar, svo að vesturfarir hafa eíðan orðið óvenjumiklar úr því hóraði. Að sjálfsögðu hefir í þessum hóp verið eitthvað af strokumöanum eða mönn- um, sem hlaupið hafa burtu vegna skulda og eru efnamennirnir alimargir sem vestur fara með þvi marki brendir að svíkjast um að greiða skuldir sínar, enda mun það vera helzti gróðinn sem þessir heiðursmenn hafa á vest- urflutningnum. Stór eldsvoði í Reykjavík. í gær um kl. 3 urðu menn varir við að eldur hafði kvikn- að i stóxum járnskúr, sem er rótt fyrir sunn- an „Batteríið“ og kaupmenn hafa til að geyma í steinolíu. Laust þegar upp báli og reyk svo miklum að dimdi yfir í ölium bænum. Vegna þess að þessi skúr stendur afsíðis og spölkorn frá aðalbænum og sjórinn og Arn- arhólstún er á þrjár hliðar og enn fremur af því að logn var að kalla var ekki mikil hætta á að eldurinn mundi kveykja í bænum. Tókst líka að varðveita hús sem þar voru i grend og sömuleiðis efni í siglutró, sem þar voru úti fyrir. En alt sem inni var brann ger- samlega, og voru það um 150 tunnur af stein- olíu, og lítið eitt af trjávið. Af steinolíunni átti J. P. T. Brydesverzlun um 100 tunnur en verzlunin Edinborg um 50 tunnur. Minna varð af bálinu af því steinolfan ruddi sór fi.rveg ofan í sjóinn sem er rótt fyrir neðan. Steinolían var ekki í eldsvoðaábyrgð. Menn vita ekkert um hvernig elduriun hefir kviknað, en hann hlýtur að stafa af mannavöldum, liklega óvita eða gálausra ung- linga, sem hafi kveikt þar á eldspitu. Hernaðarfárið og uppeldisfræðslan. Ensk- ur vísindamaður hefir komist eftir því hve miklu er eytt til herkostnaðar og til menta- mála í ýmsum löndum. Reikningur hans stendur á áreiðanlegum hagskýrslum. Á hvern mann kemur hernaðarfárið skólar Englaud Kr. 21 00 6 10 Frakkland — 18 00 4 05 Amerika — 17 65 11 55 Þýzkaland — 13 10 4 10 Rússlaud — 6 30 0 70 Noregr — 11 60 4 00 Hollend — 11 45 6 10 Belgía — 5 65 3 50 Ítalía — 10 50 1 40 Spánn — 8 30 1 05 Portúgal — 7 85 0 90 Sviss — 6 40 9 30 Transwaal — — — 10 45 Óraníuríkið — — — 12 60 Enn fremur eyðir Danmörk til herkostnað- ar kr. 8,50 og Grikkland kr. 7,50, en frá báðum þessum löndum vantar skýrslur um ko3tnað til mentamála. Búa-ríkin eru fremst í röðinni að veita fó til alþýðumentunar, og sést á því að það er tóm lygi sem Euglendingar hafa borið út um mentunarleysi Búa. Árið 1890 eyddi Frakkland 15 kr. á hvern mann til herkostnaðar, nú 18 kr., England þá 13 kr. 90 au., nú 20 kr., Þýzkaland þá 8 kr. 90 au., nú 13 kr. 10 au., og er þetta voða- hækkun á 10 árum. Árið 1900 eyddu lönd þau sem hór eru taiin þessu til herkostnaðar, í miljónum króna; þar með eru þó ekki talin lán Englendinga til hernaðar þeirra í Afríku (Búastríðið): England miljónir 810 Frakkland — 700 Þýzkaland 684 Ítalía — 330 Austurríki — 320 Spánn 145 Tyrkland — 127 Holland — 58 Portúgal 81 Belgía 38 Svíþjóð — 35 Noregur — 22 Sviss 20 Danmörk — 18 Grikkland — 18 Rumenía 36 Serbía — 11 miljónir 4303 Yextir af hernaðarlánum í Evrópu eru 3250 milj. kr. á ári. Öil byrðin er því 7553 milj. eða 7^/a miljarðar á ári. Göng undir Miðjarðarhafið. Það er eins og þjóðsmiðum og verkfræðingum þessarar ald- ar sé nú allir hlutir færir. Menn verða ekki íengur hissa þó gerð séu önnur eins stórvirki eins og brúin milli Brooklyn og New-York, Suez-skurðurinn, St. Gotthards-göngin og 30 þús. tonna gufuskip. Það eru 20 ár síðan farið var að tala um göng uadir Bretlands suud, en það hefir eiugöngu farist fyrir af því að Englendingar hafa verið hræddir um, að franskir rauðbuxar (hermenn) kæmu þegar minst varði út úr göngunum og réðust á Eng- land. í þess stað á nú að byggja göng undir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.