Fjallkonan


Fjallkonan - 21.06.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 21.06.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 Miðjarðarhafið (öibraltar-sundið) frá Spáni til Marokko. Það er franskur verkfræðingur, Berlier að nafni, sem hefir verið upphafsmaður þessa fyr- irtækis, sami maður, sem bygt hefir Alexanders- brúna í París, sem þykir einhver merkilegasta brú í heimi. Göngin undir Miðjarðarhafið eiga að verða 25 enskar mílur á lengd og verða þá 20 míiur undir sjávarbotninum. Þessi göng er gert ráð fyrir að verði bygð á 5 árum og muni kosta 23 miljónir sterlings punda, eða 414 miljónir króna. Það er því minna en sum jarðgöng hafa kostað. Yerði byrjað á báðum endum undir eins, verðnr öllu verkinu lokið 1907. Helztu örðugleikarnir eru að íá nægi- legt loft ofau i göngin og að koma burtu vatni sem þar kæmi upp.En rnesti örðugieikinn er þó mótspyrna Englendinga enn sem komið er. t Sigurður Ólafsson, realstudent. Druknaði 7. apríl 1901. I. g sé í anda, úti á reginhafi, er alt er stilt og bl'essuð sólin skín, k seglin brún bún bjarta fellir stafi, en blærinn létti’ í rám og stögum hvin, og uppi’ á þiljum fengsæll fiskimaður við færið stendur hugrakkur og glaður. Og þar eg sé þig einn með öðrum standa, sem eg vil dánum helga þessi ljóð; með sæg af vonum, þrótt í armi’ og anda, á ægis fram þú mænir breiða slóð, — og hugur finnur hafnir vonar sinnar í huldri þrá við brjóstin móður þinnar. Það breýtist sjón min: aftur úti’ á hafi er ofsarok og nóttin dimm og köld, og boði rís upp himin-hátt úr kafi óg höfuð ber við dimmblá næturtjöld. En djúpt í öldudalinn skipið fellur og dimmur holsjár yfir þiljur skellur. Eg sé þig koma fyrstan upp og falla, — — já, fyrstur löngum varstu’ i margriþraut. og dáinn þér að hjarta guðs þíns halla og horfa fram á ljóssins sigurbraut, — og bróður þinn und stýri’ í svipan stökkva og storkin tár af þrútnum augum hrökkva. En ekki’ er tími til að kveina’ og harma: hann tekur stjórnvöl, kallar snjalt og hátt; á annan horfir hníga í dauðans arma; á hafi’ er stundum úti’ um kveðjur fátt. Og mönnum, skipi er borgið: léttur boði það ber er ljómar páska-morgunroði. II. • Svo kynlega á jörðu’ er sköpum skift, svo skjótt ber að harminn þunga, er ástvinum beztu’ á burt er kippt. og brotin er greinin unga! Og dagsljósið breytist í dauðans nótt með dimmustu skelfing og voða. En bótin er sú, að hún breytist skjótt í bjartasta morgunroða. Og hafið, sem flytur oss arð og auð, þar árstjarnan speglast skærast, það færir oss harminn og napra nauð og nemur það burt sem er kærast. Já, svo ertu, vinur minn, lagður lágt und leiðið á Víkur sandi! en minningu ljúfa þú eftir átt og ástvini í föðurlandi. Þitt hjarta var gott, þú varst gull í raun og gætinn og stiltur maður; þó heimurinn gyldi þér lítil laun þú lifðir af þínu glaður. Nú grætur móðir soninn sinn og systkinin góðan bróður; því öllum varstu þeim ástfólginn, en einkum þó kærri móður. Þú elskaðir hana’ af hjarta og sál og hennar þú léttir sporin, og því er von henni þyngi’ um mál er þú ert til grafar borinn. Eg kveð þig, vinur, í síðsta sinn: eg sakna þín líka’ af hjarta. — Á himnum finnur þú föður þinn í friðarins salnum bjarta. Eg get ekki lagt á þitt leiði rós því langt er eg gröfinni fjærri; en bliki þar himinsins leiftur-ljós með ljómanum öllu skærri! Ouðm. Guðmundsson. Miltisbrandur hefir komið upp hér í bæu- um hjá Jóni söðlasmið Ásmundasyni á Laugá- veg og drápust hjá honum 2 kýr og 3 annars- staðar. Pestin hafði komið upp af því að ó- variega hafði verið farið með útlendar húðir. 7. árgangur, nr. 5, maí- blaðið, er fyrir nokkru * útkomið og sent út um alt land með póstum. Efni: Bréf frá París- borg eftir frk. Þóru Friðriksson. — Skulda- dagarnir (þýdd saga). — Til íslands, alda- mótakvæði eftir Þorstein Erlingsson á nbtum, bæði kvæðið og lagið fallegt. Nr. 6 af sama ári, júní-blaðið, er líka kom- ið út, og sent út um land með póstum. Efni: íslenzkar konur í Kaupmannahöfn með myndum af þeim systrum landshöfðiugja- frú Elinborgu Thorberg og doktorsfrú Þóru Thoroddsen. — Norræna kvenfélagið. —Með- al nútíðarkvenna. — Útsala Thorvaldsensfé- lagsins. — Rósin (kvæði, G. Gf.). Kurteisar reglur í góðu félagslífi. — Að merkja föt og dúka. — Hugvitskonur. — KveniiaMaðÍð er í sinni röð bezta blaðið á landinu, og ætti kvenfólkið að hlynna bet- ur að þvi en það gerir. Það kostar 1 kr. 50 aura, um árið eða lítið meira en 2 kaffipund og má allvíða borga það í verzlunarreikninga til kaupmanna. Fjallkonan- frá l.júlí næstkomandi tilársloka. Blaðið kemur út í hverri viku. ú»ar með fylgja í kaupbæti þrenn sögusöfn blaðsins, I II, og III, yflr 200 bls. af agætum skcuiti- söguni. Kaupbætinn geta menn ekki fengið nema þeir hafi greitt borgunina. Áskrift að þessum árgangi er einnig bindandi fyrir næsta árgang 1902. Nýir kaupendur gefi sig fram sem allra fyrst. g™--. ________ . . . ___a r Samúel Olafsson Laug-avegr 63, Reykjavík. paatar nafnstÍUipla af alls- koaar gerð. Þeir sem vilja gerast útsölumeun skrifi mér. Verða þeim þá seud sýnishorn aí stimplunum. 48 45 gæði lífsins. Mér leiðist aldrei, og þó á eg ekki neitt, en verð að vera npp á föðurbróðir minn komin í öllu“. „Sjáðu nú Hermína11, aagði Amaada hlæjandi, „þig vantar bara einhvern göfugan, gamlan karlmana til að stjana víð í stað- ian fyrir kerlingarvarg eins og mig. Ea á sjúkdóminum verður að ráða bót. Þarna er nú ráðsmaðurinn niðri í garðinum. Ættum við að taka hann fyrir ráðgjafa?“ „En Amanda, — þú vilt þó ekki-------------“ „Yertu róleg. — Eg skal ekki fara oflangt. En kaffisopa finst mér þessi ungi maður geta fengið, og þú telur hann þó lík- lega ekki eftir honnm. — Herra Wilner!“ kallaði hún niður í garðinn „gerið þér svo vel og drekkið einu kaffibolla með þrem- ur uugum dömum, sem leiðist að hafa ekkert snyrtimenni hjá sér!“ Ráðsmaðurinn kom að vörmu spori upp til þeirra Hann var hár og vel vaxian, heilsaði þeim mjög kurteislega og tók við boll- anum, sem frökeu Adlerkranz rétti honum. „Hér sitjum við þrjár og látum tímann líða; en eiuni okkarað minsta kosti þykir hann heldur hægfara. Getið þér, Wilner, ekki gefið nein ráð við leiðindum og ólund?w „Jú, eg þekki eitt ósvikið meðal, en eg held það sé of sterkt handa öðrum eins sjúklingnm og þið eruð. — Eg þori ekki að ráða til þess“. „Hvers vegna ekki?“ spurði frú von Dahn. „Þið þekkið það ef til vill; nafnið á því byrjarsvona: „Yinn- an gerir lífið létt . . . “ 4. Ápiamsjö. Langur og fagur trjágangur liggur heim að höfuðbólinu Dam- sjö; eru stórvaxin lauftré báðum megin vegarins og fléttast grein- irnar þétt saman yfir veginn, svo að þar myndast græn laufhvelfing. Þegar komið er inn úr ganginum, blasir við framhlið aðalhússins með stórum tvísettum giuggaröðum, en tvær minui álmur ganga út úr húsinu, og er milli þeirra grasgarður með sandgöngnm. Graníttröppur liggja upp að forsalnum, og er þar alsett blómker- um, er svo fyrir komið, að milli þeirra eru útskot hér og hvar, og eru þar settir setubekkir fyrir tvo. En fætur blórakeranna eru huldir algrænu jurtaskrauti, svo kerin sýnast hanga í lausu lofti. í þessum einkennilega aldingarði undi barónessa Hermína von Dahn sér bezt. Þó að Hermína sýndist vera fædd til að drottna, þeg- ar hún var eins og drottning í allri sinni dýrð, var hún hvers manns hugljúfi á heimilinu. Fylgdarmær hennar, fimtug fröken, Amanda Adlerkranz að nafni, var ein af þessum öldruðu ógiftu meyjum, sem lét í veðri vaka, að hún væri ekki upp á karlmenn- ina komin, og brá gleðiblæ yfir heimilið með fjöri sínu, þó hún stundum raulaði ein fyrir munni sér vísuna, sem frú Lenngren kvað: „Berðu’ í hljóði harminn þinn, hjartans barnið góða, þó þér ætli örlögin afarkosti að bjóða.“ Að sönnn var ungi ráðsmaðurinn gáfaður og skemtilegur maður, en bæði var það, að hann hafði mikið að vinna, að sjá um

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.