Fjallkonan


Fjallkonan - 08.07.1901, Qupperneq 2

Fjallkonan - 08.07.1901, Qupperneq 2
8 PJAfLLKONAN. 7. gr. (1. liður 25. gr. stj.skr.) Fyrir hvert reglulegt alþingi, ui.chr eins og það er saman komið, skal leggja íV nvarp til fjárlaga fyrir ísland, fyrir tveg. ja ára fjárhagatímabilið, sem í hönd fer. M ð tekj- unum skal telja tillag það, sem sa. ikvæmt lögum um hina stjórnarlegu stöðu 1 lands í rikinu 2. jan. 1871, 5. gr., sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkíssjóði til hinna sórstak- legu gjalda íslands, þó þannig, r.ð greiða skuli fyrir fram af tillagi þessu útgjöldin til hinnar seðstu innlendu stjórnar íslands, eins og þau verða ákveðin af konunginum. 8. gr. (28. gr. stj.skr.) Þegar lagafrumvarp er samþykt í annari- hvorri þingdeildinni, skal það lagt fyrir hina þingdeildina í þvi formi, sem það er samþykt, Verði þar breytingar á gjörðar, gengur það aftur tii fyrri þingdeildarinnar. Verði hér aftur gjörðar breytingar fer frumvarpið af nýju til hinnar deildarinnar. Gangi þá enn eigi saman, ganga báðar deildirnar saman í eina málstofu, og leiðir þingið þá málið til lykta eftir eina umræðu. Þegar alþingi þann- ig myndar eina málstofu, þarf til þess að gjörð verði fullnaðarályktun á máli, að meir en helmingur þingmaana úr hvorri deildinni Tim sig só á fundi og eigi þátt í atkvæða- greiðslunni; ræður þá atkvæðafjöldi úrslitum um hin einstöku málsatriði, en tii þess að lagafrumvarp, að undanskildnm frumvörpum til fjárlaga og fjáraukalaga, verði samþykt í heild sinni, þarf aftur á móti að minsta kosti að tveir þriðjungar atkvæða þeirra, sem greidd eru, sóu með frumvarpinu. 9. gr. (34. gr. stj.skr.). Báðgjafinn fyrir ísland á samkvæmt em- bættisstöðu sinni sæti á alþingi, og á hann rótt á að taka þátt í umræðunum eins oft og hann vill, en gæta verður hann þingskapa. í forföllum ráðgjafa má hann veita öðrum manni umboð til þess, að mæta á alþingi fyrir sína hönd, en að öðrum kosti mætir lands- höfðingi fyrir hönd ráðgjafa. Atkvæðisrótt hefir ráðgjafinn eða sá, sem kemur i hans stað því að eins, að þeir sóu jafnframt alþingis- menn. 10. gr. (36. gr. stj.skr.). Hvorug þingdeildin má gjöra ályktun um neitt, nema meir en helmingur þingmanna só á fundi og greiði þar atkvæði. 11. gr. (2. ákv. um stundarsakir). Þangað til lög þau, er getið er um í 2. gr. ’(B. gr. stj.skr.),; koma út, skal hæstiréttur rikisins dæma mái þau, er alþingi höfðar á hendur ráðgjafanum fyrir ísland út af em- bættisrekstri hans, eftir þeim máifærslureglum, sem gilda við téðan rétt. í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar 1902 — 1903 eru þessar nýjnngar helztar: Hækkun útgjalda við Laugarnesspítalann um 1332 kr. ári, til n.álunar á húsum spítal- ans 2400 kr. (1902), og fyrir byggingu útihúss fyrir koi, olíu og vistir o. fl. 4000 kr., hækk- un á launum póstafgreiðslumanna utan Reykja- víkur um 400 kr., til bréfaburðar (á Akureyri) 100 kr., til að kaupa 4 eldtrausta járnskápa handa póstafgreiðslumönnum 500 kr., 1000 kr. hækkun á ári til gufubátsferða í Sunnlendinga- fjórðungi og á Faxaflóa, hækkun á launum vita- varðar á Beykjanesi úr 1200 kr. upp í 1500 kr., bráðabirgðar-uppbót handa fátækum brauð- um hækkuð úr 1700 kr. upp í 2500 kr., til að stækka kirkjugarðinn í Reykjavík alt að 6200 kr., til þóknunar fyrir tímakenslu í efnafræði við læknaskólann 200 kr., til að byggja girð- ing úr steini um lóð lærða skólans 1800 kr., og til að útvega lesborð o. fl. í 2 kenslustof- um 600 kr., hækkun á launum aðstoðarkennar- ans við stýrimannaskólann úr 1000 kr. upp í 1200 kr., til bókaskápakaupa fyrir landsskjala- safnið 1330 kr. fyrra árið og 1475 kr. til ann- ara útgjalda við safnið, styrkur til kand. Boga Melsteð til að rita sögu íslands 600 kr. hvort árið, til hins íslenzka biblíufélags: hiuttaka i kostnaði við að gera nýja þýðicgu á gaiula testamentinu 1500 kr. hvort árið, til að fá að- stoð fróðs manns við ráðstafanir gegn fjárkláða í Norðnr- og Austurömtunum á fjárhagstíma- bilinu 6000 kr., til kenslu í heimilisiðnaði og hannyrðum fyrir konur 1000 kr. hvort árið. 1. umræða um stjórnarskrármálið er um gaið gengin og nefnd kosin. Þar vék þingm. Suður-Þingeyinga, Pétur Jónsson, þeirri spurn- ingu að landshöfðingja, að hve mikiu leyti hann áliti það víst eða líklegt að stjórnin gengi að þossu frumvarpi, sem nú hefir verið lagt fram. Landshöfðingi vísaði til boðskapar konungs, en bætti því við, að tvö ákvæði í frumvarpinu og vöntun eins ákvæðis gerði það „næsta ólíklegt" að stjórnin mundi samþykkja þetta frumvarp. Stjórnarmálsnefndin var síðan kosin. í hana voru kosnir. 7 menn, og voru þeir af stjórnarbótarmönnum: dr. Valtýr, Guðlaugur, Skúli og Ólafur Briem og hinum flokknum: Björn í Gröf, Lárus sýslumaður og Hannes Hafstein. Felt eitt frumvarp, um aðstoðarprest í Reylcja- vík. 2. umrœða í málinu um rétt veðhafa fór fram 6. júlí. Frv. gerir ráð fyrir því að ef vext ir af skuld, sem fasteignarveð er fyrir eru látnir standa inni hjá skuldunaut eftir að þeir eru komnir í gjalddaga, þá haldist ekki for- gangsréttur til veðsins fyrir vöxtum þessum lengur en eitt ár frá því er þeir komu í gjald- daga. Björn Kristjánsson vildi fá þessu tak- marki breytt í 2 ár og kom með breytingartil- Iögu um það af þeim ástæðum: 1. að innheimta á voðsknldum þeirra manna sem ekki hefðu rétt til að innheimta skuld- irnar án undanfarandi dóms eða sáttar, væri svo örðug og kostnaðarsöm, að veðhafi mundi fremur kjósa að missa vextina en að vera knúður til að innheimta þá á fyrsta ári með lögsókn hvar sem skuldu- nautur ætti heima á landinu. Reynslan væri sú, þegar innheimta þyrfti skuldir hjá mönnum í fjarlægum héruðum með lög- sókn, þá biðu menn þess tækifæris, að ein- hver málfærslumaður hefði eitt eða fleiri önnur erindi þangað sem sknldunautur væri sem 8amrýmaníeg væri skuldar innheimt- unni; þessa bið þyrftu menn að þola vegna þess að málshöfðandi gæti aldrei átt víst að fá sér tiidæmdan þanu kostnað, sem málið kostaði hann. Reynslan væri feng- inn fyrir því að hér á landi væri máls- kostnaður aldrei tildæmdur nema að litlu leyti á móts við kostnaðinn sem málshöfð- andi þyrfti til að kosta. 2. Sem aðal ástæðu tók hann fram, að gjald- dagi landsbankans væri fyrsti dagurinn í lánsárinu, og ef frumvarpið yrði þannig samþykt óbreytt, þá væri bankiun neydd- ur til að taka fasteignarveðin fjárnámi síðasta daginn í lánsárinu, ef vextir þá eigi væru greiddir fyrir fram, eða sama daginn og vextir annara sjóða hér á landi falla í gjalddaga. Þetta tjáði B. K. óvið- unandi, því misæri væri hér oft, svo að menn ættu oft hægara með að borga tveggja ára vexti annað árið en enga vexti hitt árið. Þrátt fyrir þessar ástæður var til- lagan feld með 11 : 8. atkv. eftir að Dr. V. Guðmundsson hafði tekið í sama streng- inn og B. K. Það er auðséð að þetta frumvarp er sér- stakl. sniðið eftir þörfum bankans, til þess að hann eigí sem hægast með að heimta vextina fyrir fram. Og frumvarpið beint knýr bankann tii að láta gera íjárnám í fasteign að veðunum síðasta daginn íláns- árinu. Þar með eru öll sund lokuð fyrir bankanum að veita nokkurn frekari frest á greiðslum vaxta vegna þess að þann dag missir haun trygginguna fyrir síðari vöxt- um, en hins ekki gætt nægilega hvernig peninga ástandið er er yfir leitt. Og þar með er líka alt ómakið tekið af bankastjórninni að hugsa um ástæður hvers einstaks lántakanda. Hólar rákust á sker úti fyrir Breiðdalsvík 2. þ. m. í þoku og brotnaði gat á skipið. Komst það þó inn á Djúpavog. Sent í stað þess norskt línuveiðaskip af Seyðisfirði til að flytja póst og faiþega hingað. Bjargráðaskipið „Helsingör“ fór héðan til hjálpar; gert ráð fyrir að skipinu yrði brátt komið til Euglands til fullrar við- gerðar, og mun geta farið næsta ferð. Búfræðiagafundur. Á búfræðiagafuudi, sem haldinn var 29. júní hér í bænum, vóru það helztu tillögurnar að alþingi veitti styrk til að verðlauna langa og góða hjúaþjónustu (sem Kveunablaðið hefir fyrst lagt til og síðan hald- ið fram), og að ráðstöfun væri gerð til að fá verkamenn frá öðrum Norðurlöndum til að flytja til íslands og setjast þar að, sem Fjallk. einnig hefir haldið fram árum saman). l)áin hér í bænum aðfaranótt 4. þ. m. frú Sólrún Eiriksdóttir, húsfreyja Beaedikts kaupm. Þórarinssonar, góð kona og með beztu hæfileik- um. Hún var fædd að Svínafelli í Nesjum 27. júlí 1858 og var íaðir hennar Eiríkur Eiríks- son frá Hoffelli (af Hoffellsætt, sem margt merk- isfólk er af komið). — Jarðarförin ferfram 10. þ. m. ísafjarðarlæknishérað er veitt Dav. Sch. Thorsteinsson Iækni í Stykkishólmi. Styrkur af styrktarsjóði Hannesar Árna- sonar prestaskóiakennara, 2000 kr. á ári í 4 ár tii að stunda heimspeki, er veittur kand. mag. Ágúst Bjarnason frá Bíldudal. Um þenna styrk sótti einnig kand. mag. Guðmuudur Finnboga- son. Báðir hafa þeir mjög góðan vitnisburð frá Kaupmanuahafnarháskóla, en sá er einn munurinn, að Guðm. Finnbogason hefir lokið námi sínu á skemmri tíma og hann hefir gert það að stöðugri námsgrein síðan hann gekk á háskóiann, en Ágúst byrjaði fyrst á öðru námi. Hann hefir með því sýnt að hann hefir haft öilu meiri áhuga á þessari greiu en Ágúst og því reynst ráðsett&ri maður, og hefði f'yrir þá sök átt &ð fá styrkinn frernur en Ágúst, en þar við bætist, að Ágúst vantar aðalskilyrðið fyrir að geta fengið þennan styrk, sem sam- kvæmt tilætlnn sjóðstofnandans er eingöngu ætlaður íslenzkuui stúdentum, þar sem ætlast er til að rektor lærða skóians gefi umsækjend- um meðmæli sín, en Ágúst hefir lært allan skólalærdóm í Kaupmannahöfn. Af þessu leið- ir, að hver danskur stúdent, sem stundað hefir neimspekileg fræði og tekið próf í þeim með 1. einkunn í Kaupmannahöfn, eins og gjafabréfið gerir ráð fyrir, getur fengið styrkinn, og ætti þá landshöfðinginn að auglýsa það í Berlisga- tíðindunum svo að Danir nytu þessa styrks eigi síður en íslendingar, og er auðséð, að þessi styrkveiting muni koma þeim rekspöl á, enda er ekkert á móti því ef eingöngu á að fara eftir bókstaf gjafabréfsinseins og nú hefir verið gert. Fjárlaganefnd: Tr. Gunnarsson, SkúliThor- oddsen, Yaltýr Guðmundsson, Pótur Jónsson, Hermann Jónasson, Stefán Stefánsson kennari, Einar Jónsson. Beikningslaganefnd: Ólafur Briem, Guðl. Guðmundsson, Þórður Thoroddsen. Tollnefnd: Hannes Hafstein, Björn Krist- jánsson, Þórður Thoroddsen, Ólafur Briem, Björn Bjarnarson búfr. Fjárldáði o. fl.\ Jósafat Jónatansson, Pótur Jónsson, Stefán Stefánsson þm. Eyf., Lárus H. Bjarnason, Björn Bjarnarson búfr. Póstlög: Sigurður Jensson, Júl. Havsteen, Magnús Andrésson.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.