Fjallkonan


Fjallkonan - 20.07.1901, Side 1

Fjallkonan - 20.07.1901, Side 1
Kernur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 6 kr. eða l’/s doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppaögn (akrifleg)bund- in við áramót, ógild nema"komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda bafl kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðala: Þing- holtsstrœti 18. XYIII. árg. Reykjavík, 20. júlí 1901. Xr. 28. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið bvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsinu, opið á mánu dögum miðvikudögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m Náttúrugri'pasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á priðjudögum og föstu dögum ki. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jóns Sveinsaonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. M vL’ t -sl- -vL- nL. -H- »^L- .•ix' Útlendar fréttir. Búastríðið. Porsetar beggja Búaríkjanna, Barger og Steyn, hafa gert kunna þá yfirlýsing, sem hór fer á eftir og víruð (telegraferuð) er frá Kitchener lávarði í Pretoríu 2. júlí til her- stjórnarráðaneytisins í London: „Með því að hans Sómi ríkisforseti Krúger og sendimenn vorir í Evrópu hafa engar fregnir fengið beina leið frá stjórn vorri síð- an þeir Botha yfirherahöfðingi og Kitchener iávarður áttu fund með sér í Middelburg, og með því að stjórn Suður-Afríku þjóðveldaáleit það ráðlegt, að þeir fengju að vita, hvernig högum vorum líður, höfum vér að beiðni yfir- hershöfðingja vors og með „ijúfu samþykki“ (við þessi orð setur „Daily Maii“ spurnar- merki) Kitcheners lávarðar sent þeim einka- vírskeyti, þar sem vór skýrðum frá öllum hög- um vorum og létum af ásettu ráði sem verst af þeim til þess að gera fregnirnar áhrifa- meiri. Þessu svaraði hans Sómi á þá leið, aðbæði hann og sendinefnd vor hefði enn góðarvon- ir um að þessi langi ófriður fengi viðunan- leg lok, og að vér skyldum halda áfram bar- áttunni, þótt vór hefðum orðið fyrir slíku efnatjóni og manntjóni, en þeir mundu hins vegar gera það sem í þeirra valdi stæði til að rótta herteknum konum og börnum hjálp- arhönd, og þeim sem sætu í varðhöldum. Fundur var haldinn til þess að ræða og í- huga þetta svar hans Sóma, og vóru þar við- staddir stjórnendur beggja þjóðveldanna og að auki höfuðherstjóri Kr. de AVet, yfirhers- höfðingi L. Botha og aðstoðarhersliöfðingi Rey. Þá er mál þetta var gagnskoðað af þessum hershofðingjum og hernaðarhagir vorir yfir- leitt, og að athuguðum skilríkjum frá hans Sóma Krúger ríkisforseta og sendinefnd vorri í útlöndum, og að því íhuguðu, hversu máli voru miðar áfram í nýlendunum, þar sem bræður vorir berjast gegn grimmasta raaglæti, sem beitt er meira og meira gegn þessum þjóðveldum með því að svifta þau sjálfstæði sínu, lítandi enn fremur á það ómetanlega manntjón og stórfó, sem þeir hafa lagt i söl- urnar fyrir málefni sitt, sem alt væri einkis vert og til ónýtis, ef gengið væri að friði, sem hefði í för með sór uppgjöf sjálfstæðis vors, og enn fremur gætandi að því, að það væri áreiðanlegt, að missir sjálfstæðis vors, eftir þá landauðn og stórtjón sem á undan er farið, hlyti að hafa í för með sér þjóðlega og efna- lega fortíming allrar þjóðarinnar, og sórstak- lega ef gætt er að því að mikill hluti lands- Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem or alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. aor Fæst hjá kaupmönnunum. lýðsins, menn og konur og börn, hafa enn þá stöðugan og ósveigjanlegan kjark, sem vér þökkum almáttugum guði — höfum vór af- ráðið, að semja engan frið og ganga ekki að neinum friðarskilmálum, sem koma í bágavið sjálfstæði vort eða þjóðlega tilveru eða hags- muni bræðra vorra í nýlendunum, og að ófrið- inum mun verða haldið harðlega áfram og allar nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til þess að verja sjálfstæði vort og heill. S. Burger og Steynu. Svo er að sjá af síðustu fróttum, sem ná til 11. júlí, sem sama þófið só enn milli Búa og Breta og Búum takist þó heldur betur í á- hlaupunum. — Scheeper Búa foringi hefir tek- ið Murraysborg og gert þar mikinn usla, brent bæði hús einstakra manna og opinberar eign- ir. Víðar hafa orðið smábardagar, og segja Englendingar að smásigrar þeir sem Búar hafa nú unnið sé einkis verðir, en þeir sýna þó að brezki herinn er ekki vel við búinn. Mannfall hjá Bretum kenna þeir sjálfirþví, að Búar skjóti með skaðræðiskúlum, sem þenjast út þegar þær eru komnar í líkamann. Kíh;:. Nú er verið að búast við komu keis- arans og hirðarinnar til Peking aftur. Meiri hluti vetrarhallarinnar brann og höfðu a.iir lausir munir verið fluttir þaðan. Sumarböll- ina hafa ítalir og Englendingar enn i sínum vörzlum. Sendiherrarnir eru að tínast burtu og fara með herinn. — Franski sendiherrann heldur, að öllum ágreiningi stórveldanna við Kína sé nú lokið um langan tíma, en aðrir spá hinu versta. * Finnland. Bússakeisari hefir ákveðið, að konur skulu hafa jafnan aðgöngurétt sem karl- menn að háskólanum í Hels ngfors. Bendir það og fleira á, að rússneska stjórn- in ætli að fara að verða betri í garð Finna. Frakkland. Tveir amerískir auðmenn, Rockefeller, „steinolíukóngurinnu, og Morgan, sem nú á járnbrautir og gufuskipalínur, sem ganga kringum hnöttinn, hafa ákveðið að stofna banka í París með 10 milj. punda stofn- fó. Þessi banki á að takast á hendur hvers- konar bankastörf, en sórstaklega styðja &ð lagningu rafmagnsbrauta á Frakklandi og öðr- um stórfyrirtækjum. Frönskum fjármálamönnum er ekkert um það gefið, að þessir amerísku gullkóngar taki sór bækistöð á Frakklandi. Ameríkumenn hafa heimtað bætur af Tyrkjasoldáni fyrir tjón það, sem Tyrkir hafa gert amerískum mönnum í ofsóknum í Ar- meníu og til skyldmenua amerísks hjólreiðar- nianns, sem drepínn var í Armeníu, alls 95000 dollara, sem soldán hefir orðið að borga. Qitinn í Ameríku hefir verið voðalegur að undanförnu. Vikuna fyrir 6. júlí dóu 989 manns úr hita í New-York. Hitinn var alt að 112° á Fahrenheit (44—46 á C, 35—36 á R.) i skugganum. Rosebery iávarður er sagt að ætli að ganga að eiga hertogaekkjuna af Albany (en hann var bróðir Játvarðar konungs, dáinn 1884). Hún er fædd 1861, en lávarðurinn 1847. Þykja það stórtíðindi á Englandi, og ekki fyrir að synja að þessi ráðahagur gæti haft áhrif á enska politik, því Rosebery hefir jafnan ver- ið fremstur í flokki hinna frjálslyndari manna. Hann misti konu sína 1890 og var fyrir nokkru trúlofaður hertogafrúnni, en Victoríu drctning var það í móti skapi, af því hún vildi ekki að nokkur giftist oftar en einu sinni. Hohenlohe fyrverandi ríkiskansiari Þýzka- iands dó 6. júlí, f. 1819. Þýzkalandskeísari er í Björgvin. Filippseyjar hafa enn ekki gefist upp fyr- ir Ameríkumönnum. Foringi þmrra, sem nú er, heitir Malvar, en búist er við að hann verði bráðlega að gefa it upp. Kýlapest eða svartidauði hefir enn stungið sér niður í Evxópu bæði í Konstantínópel og Marseilie á Fraaklandi. Ameríkumenn eru að gera tilraunir með þráðlausar fréttasendingar, sem eru með alt öðru móti en Marconi hefir fundið, og að sögn fullkomnari, og eru þeir góðrar vonar um að þær takist vel.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.