Fjallkonan - 29.07.1901, Blaðsíða 1
Keraur út einu sinni
í viku. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr. eða V/a
doll.) borgist fyrir 1.
júlí (erlendis fyrir-
fram).
Uppsögn (ekrifleg)bund-
in við áramðt, ðgild
uama'komin sé tii út-
gefanda fyrir 1. oktð-
ber, enda hafl kaupandi
þá borgað blaðið.
Afgreiðsla: Þing-
holts&trœti 18.
XYIII. árg.
Reykjavík, 29. júlí 1901.
Nr. 29.
Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka-
stjðrnin við kl. 12—1.
Landsbbkaaafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og
einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána.
Biðjið ætíð um:
OTTO MONSTEDS
danska smjörliki,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott
og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
Forngripasafnið er I Landsbankahúsinu, opið á ménu-
dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m.
Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu-
dögum kl. 2—3 e. m.
ÓkeypÍ8 lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu
dögum kl. 11—1.
Ókeypi8 tannlœkning í húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni
1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1.
Tollfrumvarp neðri deildar.
Gjöld landssjóðs fara æ vaxandi og hljóta
að gera það og eiga að gera það um sinn,
þar sem svo mörgum þörfum er úr að bæta
og margra alda vanrækslu í ýmsum greinum.
Um það er ekki að fast. En hvernig farið
verður að auka tekjurnar aftur á móti, það
er það vandamál, sem auðsjáanlega hefir orðið
neðri deild alþingis ofjari í ár.
Eitt af því einkennilegasta í þessu efni er
það, að hversu miklu sem varið hefir verið til
eflingar atvinnuvegum landsins, þá lítur út
fyrir, að þeim fari því meira hnignandi, sem
meiru er til þeirra varið úr landssjóði — ef
dæma skai eftir þeirri eilífu barlómstrumbu,
sem margir bændur sífelt eru að berja bæði í
blöðunum og á þingi. Svo fjarri fer, að land-
bændum vaxi gjaldþol til landssjóðs með því
ærna fé — þeim hundruðum þúsunda — sem
varið hefir verið tii eflingar atvinnu þeirra,
að árangurinn hefir þvert á móti orðið sífeit
ríkari og ríkari tilhneiging þeirra til að varpa
byrðunum af sér yfir á aðra landsmenn.
Kaffitollur og sykurtollur er álaga, sem að
miklu leyti iendir á sjómönnum og kaup-
staðarbúum, sem ekki hafa mjólk. Nú á að
fara að tolla tegras (með 60 au. á pd.), og er
það einvörðungu toliur á kaupstaðarbúa.
Hingað til hefir þó mátt fá hér gott te (t.
d. ævinlega fáanlegt í Thomsens verzlun), en
afleiðingin af þessum tolii verður, að enginn
kaupmaður mun sjá sór fært að fiytja ef'tir-
leiðis annað en lóiegt og iit tegras. Nú á að
toiia súkkulaði og kakaó-duft með 15 au. á
pundið. Látum súkkulaðið verða toliað; það
er sök sór; en kakaó-duftið er hollasta og
heilsusamlegasta drykkjarefni, einkum þeim
sem ekki hafa mjólk og vilja forðast að spilla
heilsu sinni á kaffi.
Þá er loks farið fram á að fyrirbjóða al-
gerlega aðflutning á niðursoðnu kjöti og fisk-
meti. Að vísu er það ekki orðað sem forboð
i orði kveðnu, heldur sem 20 au. tollur á
pundi hverju. En það kemur alveg í sama
stað niður. Tollur þessi er ekki ætlaður tii
að útvega iandssjóði tekjur, því að engum
lifandi manni mun detta í hug að flytja svo
ódýra vöru ínn, þegar búið er að leggja 20
au. toll á pundið af henni. Tilgangurinn
getur enginn annar verið en forboð. Ef til
þess kæmi, að nokkuð yrði flutt inn af þessu,
mundi toiiurinn ienda eingöngu á kaupstaða-
búum og ferðamönnum, því að niðursoðin
matvæli eru hentugasta ferðanesti þeirra
manna, sem verða að nesta sig sjálfir á sjó
eða landi. Þessi tollur virðist því eingöngu
á lagður í kvairæðis skyni við kaupstaðabúa
og ferðamenn. Það er einhver sú einfaldleg-
asta eða illrnanulegasta toll-álaga, semhugsast
getur. Á það kannske að vera til að sprengja enn
hærra upp verðið á því moldþurra, næringar-
litla, rándýra graðneyta- og belju-kjöti, sem er
eina kjötmetið annars, sem kostur er á af og
til á sumrin að fá hór í Eeykjavík?
Til þess samt að stuðla til, að það verði
helzt fátækara fólkið, embættislausir menn,
sem fult eiga í fangi með að lifa og engan
munað mega veita sér — sem tollur þessi
þjaki harðast, þá er embættismönnum og
hinum auðugri kaupstaðabúum bættur hann
upp með því að færa niður tollinn á borð-
vínum. Þeir sem drekka hversdagslega vín
með mat, þeir eru mennirnir, sem mest ástæða
er til að hlífa í tollálögum !! Eða eru borð-
' vín (þar með talin eigi að eins Rínarvín og
þessl. vín, heldur líkl. einnig hvítt portvín,
kampavín o. s. frv.) sú nauðsynjavara, að
heldur só nauðsyn að hlífa henni, heldur en
matvöru eins og fiskmeti og kjötmeti?
Svo kemur brauðtoilurinn. Af því að verið
er að byggja hór í bænum bökunarhús, sem
á auk annars að baka skonrok, skipskex og
alls konar kextegundir og kökur, þá á að
tolla allan brauðinnfiutning til iandsins:
skonrok og skipskex með 3 aurum á punaið
(sem auðvitað verður á næ3ta þingi fært upp
í 5 aura) og alt annað br&uð með 10 au. á
pd. Nú sem stendur má flytja hingað inn
gott „morgunverðarkex" (sem e k k i verður
taiið skipskex) fyrir 25 au. pd. og er gott
brauð í samanburði við önnur brauðkaup. 10
aura tollur á því hlýtur að auka verð punds-
ins um 15 au., svo að það mundi kosta 40
au. og þá ekki borga sig að keupa það.
Flestöll nýmæli frumvarps þessa virðast
mér bygð á stakri skammsýni, að svo miklu
leyti sem eiging rni einstakra oaai.na á ekki
þátt í þeim, sem ekki sýnist alls óliklegt að
sumu leyti, án þess eg vilji neitt um það
fullyrða. En skiljanlegt væri, þótt fólk eign-
aði sýslumannavaldinu i þinginu (þótt án efa
ranglega) það, að þeir hefðu ekki á móti að
auka toll-tekjur sínar á ýmsan hátt. Þettaer
þó sjálfsagt ástæðulaust, því að þ e i r hljóta
manna bezt að sjá, að þeim væri arðvænlegra
að auka toiltekjur sínar og landssjóðs með t.
d. hækkun á tóbakstollinum, sem auðveldara
er að hafa eftirlit með og er miklu réttlátari.
Þessi vegur, sem nú er farið að byrja, að
tolla margvíslegar vörutegundir, sem alls ekki
er auðið að hafa neitt eftirlit með (í þetta
sinn hefir þingið gleymt öllum dúkvarningi
og prjónlesi!) — hann h 1 ý t u r óhjákvæmi-
lega innan ö r f á r r a ára að leiða til þess,
að alla tollheimtu verður að taka af sýslu-
mönnum og skipa heila hersingu af toll-
embættismönnum til eftirlits. Það mun kosta
landssjóð að allra minsta kosti 80,000—100,000
kr. í árleg laun handa nýrri embættisstétt [
landinu, sem auðvitað eykst fljótt, er eftir
launabyrði bætist ofan á.
Og þá er vel að verið!
J. Ó.
Umræðurnar um stjórnarskrármálið.
Við 1. og 2. umræðu málsins hafa orðið
nokkrar umræður um það, en þó miklu styttri
en vonja hefir verið áður i því máli, og haía
báðir flokkar auðsjáanlega gert sér far um að
forðast þær málalengingar, sem þingmönnum
hefir oft áður verið brugðið um.
Við 1. umræðu málsins reyndi mótflokkurinn
að mæla E.eð frumvarpi sínu, og vóru þeir þar
frenmtir til sóknar aem vita mátti sýslumenn-
irnir að vestan Lárus Bjarnason og Hannes
Hafstein. Er Lárus sýslumaður auðsjáanlega
mikið fyrir þassum flokki, og hefir furðanlega
orð íyrir sér með ekki betri málstað — hjarta-
lagið er ekki að efa — en Hannes Hafstein er
þó þeirra málsnjaliari. — Þeir létu sem þeim
væri mjög ant um að fá alinnlenda stjórn og
væri hún fengin með frumvarpi þeirra, sem
þeir reyndar gátu ekki fært minstu líkur til
að nokkurn tíma yrði staðfest. Þeir vildu gera
það sennilegt, að hver sú vinstri manna stjórn,
sem kæmi til valda í Danmörku, mundi sam-
þykkja frumvsrp þeirra. en enga hugmynd gátu
þeir haft um það sem von var hvenær hún
kæmist að völdum og hverir yrðu í þeirri stjórn.
Þoir kyáðu það físinnu, að samþykkja frv.
meira tlutana, sem ekki yrði fremur samþykt
en hitt, og héldu því fram að sitt frumvarp
færi ekki út fyrir hinn afmarkaða grundvöll,
en laudshöfðingi tók það samt fram, að frum-
varp þeirra væri enn óliklegra til staðfestingar
en frumvarp meira hlutans. Eigi að síður var
svo að sjá sem landshöfðingi hlustaði með
mikilli ánægju á ræður þeirra, en liti hornauga
til meira hlutans, og hann stóð meira að segja
upp úr sæti sínu til að benda þeim á ástæður