Fjallkonan


Fjallkonan - 29.07.1901, Síða 3

Fjallkonan - 29.07.1901, Síða 3
FJALLKONAN. 3 hafa tekið þá trú hér á laadi, þá þarf ekki j að óttast Amerikuferðir, því trúin hefir þá frelsað oss. — En með leyfi: það þarf þó að vera skynsemistrú, en jafnframt tröllatrú. Svo framarl ega sem ísland er það kostaland, það hæfileikal md, sem nauðsynlega útheimt- ist til þess að vert sé s,ð byggja það lengur, °g ég efa ekki að það sé það, ef því er sómi sýndur, — þá er áríðandi að leggja nú alvar- legt kapp á að sýna það og sanna, verklega og á allan hátt. — Ekki með því að lasta Ameríku, heldur með þvi, meðal annars, að sýna með réttum samanburði, bygðum á ó- rækum tölum, hvaða framleiðsluhæfileika ís- iand hefir að bjóða móts við t. d. Manitoba í Canada eða önnur lönd. Hór í er fólgið eitt af skilyrðunum fyrir því að takmarka Amerikuferðirnar. Ef ísland stenzt þann samanburð í verulegustu atriðun- um, þá er vissa fengin fyrir því, að ísland só gott land, þvi að allir vita að Ameríka er gott land. Eg geri nú ráð fyrir, að flestum muni virð- ast að þetta só ekki að eins djörf hugsun, heldur fjarstæða, því enginn mun hafa hing- að til imyndað sér að ísland gæti staðist sam- anburð við Ameríku í þessu efni. Menn hér eru vanastir við að hugsa og tala um aum- ingja ísland sem óbyggilegan útkjálka eða „hala veraldarinnaru, sem einstakt harðinda- og hörmungaland, enda fátt gert hér, verk- lega eða á annan hátt, til að mynda hjá fólkinu aðra fegurri skoðun á því, nema þá sjaldan að skáldin okkar lyfta sér til flugs með sumarfugiunum, til þess að syngja land- inu okkar lof. En allur þorrinn les ekkiljóð þeirra, meðfram af því að þau kosta peninga. Eg vil ekki segja, að ísland só eins frjósamt og t. d. Manitoba í Canada. En þó er ís- land svo frjósamt, að það býður fram meiri arð í töðu og garðávöxtum af hverri vel rækt- aðri tún-dagsláttu, en fæst. að meðaitali í hveiti af jafnstórum bletti í Manitoba; og hefir þó farið orð af þvi, að hveitiræktin væri þar arðsöm í meira lagi. En hór á landi kaupa menn garðávexti og gripafóður frá út- löndum upp á tugi þúsunda króna, árlega, al- veg eins og hér borgi sig ekki að rækta garð- ávexti, — eins og menn kaupa reyndar flesta hluti frá útlöndum, æta og óæta, unna og ó- unna, eins og ekki borgi sig að gera hér neitt, nema að verða embættismaður. — En nú geta ekki allir orðið embættismenn, og endalaust er ekki hægt að kaupa alla hluti frá útlöndum, nema að auk-a tekjurnar jafn- framt heima fyrir; hvað er þá næst? Hvað sýnir reynsian? — Það að fara tii Ameriku, af því að hór só ekki hægt að lifa. — Hór borgi sig ekki neitt að gera. — Þetta þarf að lagast, og það sem fyrst. 1. Það þarf að veita verðiaun fyrir alia framúrskarandi framtakssemi í því að auka framieiðslu auðsins af jörðinni. Það þarf að veita styrk, eða ián með góð- nm kjörum, framtakssömum mönnum til stofn- ana þarflegum iðnaðarfyrirtækjum í landinu, til þess að iðnaðurinn geti jafnast við sams- konar iðnað í útlöndum að vöndun og verði. 2. Það þarf að veita fé til þess að safna skýrslum um land ait, um það sem gert hefir verið af einstökum möanum til nytsemdar, um fram það sem alment gerist, öðrum til gagnlegrar fyrirmyndar. Þær skýrslur þarf svo að gefa út á prenti, heizt með myndum, og ítarlegum skýringum um tilkostnað og á- vinning, og alia þýðingu slíkra framkvæmda, og jafnframt veita hlutaðeigandi höfundum verðskuldaða opinberlega viðurkenningu fyrir framtakssemina. Svo þarf að útbýta þessum ritiingi ókeyp- is um alt land í hvert skifti, og heiztættiað endursemja slíkan ritiing á svo sem 3—6 ára fresti að minsta kosti. Þessu samfara þarf svo að halda fyrirlestra víðsvegar um iandið meðal almennings, til þess að glæða hjá hon- um lífsvon og starfsfjör, og til að sýna með samanburði og órækum töium hvers virði gamla landið er, sé því sómi sýndur og til samanburðar við önnur lönd. Eða í þessstað að gefa út tímarit í sama tilg&ngi, með ríf- iegum styrk af opinberu fé, eða hvorttveggja. — Eg heid að nauðsynlegur kostnaður við þetta verk þyrfti ekki að verða meiri en svo sem 8—6 þúsund krónur annaðhvort ár, og er mörgum 8—5 þúsundunum sannarlega eytt árlega aí almannafó fyrir ekki meiri gagnsmuni þjóðfólaginu til handa. 3. Það þarf að taka með alúð og gleði á móti hverjum nýtum „landa, sem heilsar aft- ur vorri fósturjörð11 í þeim tilgangi, að verja kröftum sínum henni til gagns og sóma, og ekki sízt þeim sem aftur koma frá Ameríku. Að veita vestur-íslendingum ferðastyrk til að koma heim aftur, eða verðlaun fyrir að koma heim, getur verið heppilegt ráð, sé það gert með viðeigandi skilyrðum, og sjálfsagt mundi það hvetja einhverja til að koma, er annars kæmu ekki. En þó tel eg hitt meira vert, að frambjóða trygga atvinnu, eða peningalán með góðum kjörum, til stofaunar þarflegum fyrir- tækjum hór, en auðvitað gegn nægri trygg- ingu þeim sem aftur vildu koma tii að gera hór gagn sjálfum sér og öðrum, með því að það mundu velja að eins nýtustu mennirnir, að öllnm líkindum. Það er eg held heppilegra ráð gegn Ame- rikuferðum en útflutningstollur eða útflutn- ingsbann, að glæða hjá landsfólkinu starfsfjör og lífsvon og trú á landið, með ritum og ræðum, og jafnframt, og umfram alt, með því að sýna verklega, hvað her að gera og hvernig á aðfara að því, til þess að bæta efnabaginn, svo að fólkinu geti liðið svo vel, að það geti verið ánægt með lífið og landið. Samkvæmt framanskrifuðum tillögum ætti alþing nú að taka málið til meðferðar, og jafn- framt að veita alt það fó sem útheimtist til þess að koma þessum tillögum til fram- kvæmda nú þegar. Auk þess sem það að sjálfsögðu veitir allar þær fjárupphæðir, með nauðsynlegum skilyrðum auðvitað, sem um kann að verða sótt til stofnunar ogstuðnings þörfum verklegum fyrirtækjum í landinu. „Þjóðólfur11 getur þess, að séra Einar Jbns- son „hljóti að finna þungt til þeirrar ábyrgðar", sem hann hafi bakað sér með atkvæðagreiðslu sinni í stjórnarskrármáiinu. Það væri fróðlegt að vit8, að hverju leyti hann ber þyngri ábyrgð í þessu máli eu ritstj. Þjóðólfs og aðrir þingmenn yfirleitt, og vænt- anlega verðar það skýrt nánara í „Þjóðólfi". Söngkenslubók Jónasar Helgasonar. í þessu blaði eiu auglýst síðustu heftin af „Söngkenslu- bðk“ Jðnasar Helgasonar 7. og 8. hefti, sem nú eru ný- lega komin á markaðinn. Þau vðru að vísu prentuð í hanst eð var og eru því orðin nokkuð kuun, enda munu hafa verið höfð við söngkenslu í vetur sem leið í mörg- um skólum landsins. Þessi hefti ern raddsett fyrir þrjár samkynja raddir, og ern því ætluð til sðngkenslu í skðl- um og á heimilum og fyrir söngfélög, hvort sem þau eru samansett af börnum, kvenfðlki eða karlmönnum. í þessi 2 síðustn hefti ern tekin allmörg iög úr hinum eldri söngheftum Jónasar, sem heita „Söngvar og kvæði“, og er það vel gert, því þau eru fyrir löngu orðin ófáanleg (að undanteknu 6. hefti, sem lítið eitt er að sögn ðselt af), en eftirspurnin eftir þeim heflr á síðari árum verið mjög mikil bæði hér á landi og vestan hafs. Þessi 2 síðustu hefti eru jafnstór og hin fyrri hefti af Söngkenslu- bókinni og kosta jafnmikið, 60 au. heftið innbundið. Úr því minst er á þessa alkunnu Söngkenslnbók Jónas- ar Helgasonar, sem hvert barn þekkir eða ætti að þekkja, er rétt að minnast þess, að honum eru manna mest að þakka þær framfarir, sem orðið hafa í söng hér á landi síðasta mannsaldur. Það eru þessi aiþýðlegu sönghefti hans, sem hafa breitt sönginn út um landið; hann hefir látið sér mjög ant um, að fá íslenzka texta við Iögin og hefir yfirkennari Stgr. Thorsteinsson átt mikinn þátt i því með honum. Því með öðru móti en islenzkum kvæðum verður söngurinn ekki eign þjóðarinnar. Því er það óhafandi, sem viðgengst í samsöngum hér i bæn- um, að sungið sé á útlendum málum, sem söngvararnir jafnvel kunna ekki að bera fram lýtalaust, En þetta hefir lengi viðgengist, og mun stafa af því, að söngmenn- irnir unna ekki almenningi að njóta söngsins og vilja að eins hafa hann fyrir sjálfa sig. Það vantar þó ekki, að íslenzkan mun fuit svo vel sönghæf, sem mörg önnur mál. Vonandi er að þetta lagist, og að menn styðji frem- ur en hindri Jónas Helgason í því að gera sönginn þjóð- legan hér á landi. Skáldin ættu að leggja stnnd á að yrkja þau kvæði sem syngja skal undir fógrum lögurn og lögum sem við eiga. Með því móti gefa þeir kvæðum sinum vængi, gera þau áhrifameiri, og vinna jafnframt að útbreiðslu söngs- ins. Einkennileg sakamálshöfdun. Það hefir gengið hálfilla fyrir norðan að birta hæstaréttardóm- inn í barsmiðismálinu,sem höfðað var gegn bróður mínum. síra Halldóri Bjarnarsyni. í vor þegar ég kom norður var ekki búið að birta þennan dóm. Ég átti þá tal við annan stefnuvottinn, Stefán á Skinnalóni, um það, hvernig á þvi stæði, að dómurinn væri óbirtur, og sagði bann mér að það stæði á því, að hann fengi sér ekki greiddan birt- ingarkostnaðinn; hann kvaðst hafa sagt Þorsteini hrepp- stjóra, að ef hann vildi borga sér hann, þá skyldi hann birta, en Þorsteinn kvaðst eigi skifta sér af því, og svo varð ekkert af birtingunni. Nú nýlega hefir annar stefnu- vottur verið skipaður, Jón kaupm. Einarsson á Raufar- höfn, til að birta dóminn, en sakamálshöfðun hafin gegn Stefáni fyrir að hafa ekki birt. Því er nú þetta haft til svona? Því tilkynnir ekki Þorsteinn hlutaðeigandi yfirvaldi áBtæðuna til þess, að Stefán dregur birtinguna, svo yfirvaldið gæti Ieiðbeint Stefáni. ef hann hefir ekki rétt íyrir sér í því, að honnm beri borgun fyrir fram fyrir hana? Mundi það ekki hafa orðið afarasælla og kostnaðarminna holdur en sakamálsrekstur útaf öðrn eins lítilræði? Stefán á Skinnalóni er að allra dómi, sem hann þekkja, mjög vandaður maður, hæglátur og vel skynsamur; það hefði því verið auðgert að sannfæra hann, ef hann hefði rangt fyrir sér. Hann er gamall stefnu- vottur og vanur því að fá borgunina um leið og stefn- urnar til að birta, og því er honum vorkunn þó hann álíti, að við þetta tækifærí gildi sama venja, enda bafa menn átt að venjast því, að ekki hefir verið sparað svo fé landsins þarna fyrir norðan, að með töngnm þyrfti að toga annað eins lítilræði sem þetta gjald. Reykjavík, 25. júlí 1901. Guörún Bjarnardóttir. Söngkenslubók Jónasar Helgasonar. Af þes8ari góðkunnu söngbók eru nýprentuð: 7.-8. hefti. Þau eru jafnstór og hin fyrri og kosta jafn- mikið og þau: 60 au. heftið innbundið. Þessi lög eru í þeim: 7. heftl. 1. Vor blessaða sól. 2. Sjáiö hvar sólin nú hnigur. 2. Sem berglindin bunar að hafi. 4. Fanna skautar faldi háum. 6. Djúpt und hafgeim. 6. Heyrið vella’ á heiðum hveri. 7. Fósturjörðin fyrsta sumardegi. 8. Við hafið ég sat fram á sævarbergsstall. 9. Heyrið morgunsöng á sænum. 10. Vorið er komið og grundirnar gróa. 11. Ó, fógur er vor fóstur jörð. 12. Þið þekkið fold með blíðri brá. 13. Sá ég spóa suðrí flóa. 14. Eg elska yður þér íslandsfjöll. 15. Þá eik í stormi hrynur háa. 16. Eldgamla ísafold. 17. Lóan í flokkum flýgur. 18. Ólafnr reið með björgum fram. 19. Táp og fjör og frískir menn, 20. í lægð undan hamrinum háa. 8. hefti. 1. Á stað á stað og upp í sveit. 2. Lýsti sól stjörnu stól. 3. ísland þig elskum vér. 4. Þú stóðst á tindi Heklu hám. 5. Sólu særinn skýlir. 6. Þú bíáfjalla geimur með heiðjökla hring. 7. Þar bernskunnar vorblðm vér bárnm um hár. 8. Hinn litli fugl frá hlýjum heim. 9. Lðan við ský. 10. Æðstur drottinn hárra heima. 11. Tindafjöll Bkjálfa, en titrar jörð. 12. Sæll með söngva hreim. 13. Dana grund með grænan baðm. 14. Gnð þú sem vorri ættjörð skýldir áður. 15. Hið blíða vor sig býr í skrúð. 16. Og blindni’ og hatur héidu ráð. 17. Hvert svífið þér svanir at ströndu. 18. Þú vorgyðja svífur úr suðrænum geim. 19. Látum af hárri heiðar brún. 9. hefti er verið að prenta, og er það radd- sett fyrir fjórar ósamkynja raddir.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.