Fjallkonan


Fjallkonan - 09.09.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 09.09.1901, Blaðsíða 1
Kemnr út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 6 kr. eða ll/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (8krifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda bafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. Reykjavík, 9. september 1901. Xr. 84. i ' Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiöjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. XVIII. árg. Landsbanhinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbóhasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Óheypis lœhning á spítalanum á priðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. óheypis tannlæhning í húsi Jðns Sveinssonar hjá kirkjnnni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Samkomulag. Enginn efi er á því að eins og stjórnarskrár- málinu nú er komið vill allur þorri landslýðs- ins og gerir sér vonir um, að hinir tveir and- stæðu flokkar á þinginu komi sér saman í því máli. Að undanförnn hefir ekki verið nærri því komandi, en það hafði þó unnist framan af þinginu í sumar, að heyra mátti á ræðum sumra þingmanna úr minna hlutanum, einkum Péturs Jónssonar, að ekki var vonlaust um, að samkomulag gæti komist á. En eftir er fregnin kom um ráðaneytis- skiftin kom fát á þingheiminn. — Þá scóðu fiokkarnir fjarr hvor öðrum en áður. Minna hluta menn sögðu, að nú fengi ís- lendingar alt sem þeir vildu, þar sem vinstri menn væri komnir að völdum. Meira hluta menn kváðu mjög óvíst að meira fengist en farið er fram á í frumvarpi því sem samþykt var á þinginu. Auðvitað eru allir enn sem komið er jafn- ófróðir um það, hvernig svör hin nýja stjórn veitir stjórnarskrármálinu. Fullyrðingar minna hlutans í því efni eru einkis virði. Allir óska þess jafnt, að vér getum fengið svo innlenda stjórn sem unt er. Dr. Valtý er alt af brugðið um það, að hann vilji draga stjórnina út úr Iandinu. Þetta er auðvitað til- hæfulaust. Hann tók það lika sjálfur fram á þinginu, með skírum orðum, að hann vildi hafa stjórnina alinnlenda, eða innlendan ráðgjafa, ef þess væri að eins kostur. Gætu þingmenn verið lausir við þá öfund og metnað, sem mest hefir komið fram í stjórnar- skrármálinu, mnndu allir verða á eitt sáttir. Vér verðum að álíta það óþinglegt bragð og óvænt til samkomulags, sem minni hlutinn gerði í þinglok — að senda nefnd manna á fund stjórnarinnar til að semja við hana um þetta mál í nafni þings og þjóðar, án þess hún hafi nokkurt umboð til þess frá meiri hluta þings- ins. En svo getur þó farið, að hugir manna spek- ist og að flokkarnir geti komið sér saman, þeg- ar svarið er fengið frá stjórninni, hvað sem gerðum þessarar sendinefndar líður. Báðir flokkar munu gera sig ánægða með stjórnarbót í líka átt og farið var fram á af Benedikt Sveinssyni og fylgismönnum hans, ef hún fæst og verðnr ekki of dýr; þeir munu líka á sama hátt gera sig ánægða með miðlunina frá 1889, og loks munu þeir gera sig ánægða með frum- varp síðasta alþingis, ef annað or ekki fáan- legt. Þess getur því ekki verið langt að bíða, að samkomulagið fáist. Afstaða þingflokkanna. Herra ritstjóri! — í síðasta blaði „Fjallk.“ gefið þór yfirlit yfir afstöðu þingmanna til stjórnarskrárbreytingar þeirrar, er alþingi samþykti í sumar, og teljið þór þar Árna landfógeta Thorsteinsson með mótstöðumönn- um stjórnbreytingarinnar. Þetta er án efa vangá yðar. Árni Thorsteinsson hefir a 1 d r e i neinstaðar látið á neinn hátt í ljós, að hann væri málinu andstæður, en við kosning- arnar í fyrra haust greiddi hann þvert á mót Jóni Jenssyni atkvæði, og virðist það næg sönnun fyrir því, að hann fýlli flokk fylgis- manna stjórnarskrárbreytingarinnar, og verða þá rótt taldir 18 vinir hennar á þingi, en 16 mótstöðumenn og 1 hálfdrættingur í hvorum flokki, sem greiddi atkvæði með og mót báð- um flokkum á víxl. Svo það mætti, ef til vill, reikna la1/^ gegn lö1/^. Þetta finst mér róttlátt að benda á. Yðar Kjósandi í Beykjavík. * * * Það getur verið rótt, sem þessi kjósandi segir, að róttara só að telja Árna landfógeta Thorsteinsson með stjórnbreytingarmönnum, og það var hann talinn í „Fjallk.“ í vetur (3. tbl. 1901, 25. jan.). Og sé svo, þá eru stjórnbreytingarmenn 18 á þingi, en mót- stöðumennirnir 16, auk þess eina, sem hvor- ugum flokkinum fylgir sem stendur. En landfógetinn var í síðasta blaði talinn með mótstöðumönnum stjórnbreytingarinnar fyrir þá sök, að það þótti líklegra, að hann, sem er elztur þingmanna, mundi fremur fylla flokk íhaldsmanna en breytingarmanna, þó hann hafi ætíð verið þjóðhollur og frjálslyndur þingmaður. Það er ekki tiltökumál, þótt gamlir menn, ekki sízt ef þeir eru í hinum æðstu embættum, láti sér ekki ant um stjórnbreytingar, sem venjulega breyta afstöðu þeirra í embættinu og geta ef til vill gert þeim hana örðugri. Það er bæði eðlilegt, að sá flokkur á þing- inu só íhaldssamur, og alment talið nauðsyn- legt, að monn úr þeim flokki sitji á löggjafar- þingum. Hitt er óeðlilegra, að hinir yngri menn fylgi íhaldsmönnum að máli, eins og að nokkru leyti hefir átt sór stað í stjórnar- skrármálinu, en til þess eru orsakir, sem síðar mun verða vikið á. í síðasta blaði var öllum þingmönnum skip- að í flokkana og þar með forsetunum, sem ekki greiða atkvæði, en af þingmönnum, sem atkvæði greiða, eru 17 með stjórnarbótar- flokknum, en 15 á móti, og verður þar líka tveggja atkvæða munur. Bankamálið. Sem kunnugt er samþykti þingið bankafrum- varpið eins og það kom frá efri deild, en óvíst er að það verði staðfest, enda þarf það að lík- indum mikilla umbóta við enn, og er því lík- lega æskilegast að það væri enn undirbúið af stjórninni og rætt á næsta þingi. Fjallkonan hefir ekki rúm fyrir að prenta nema örfá lög frá þinginu. Þykir þó rétt að prenta hér þessi bankalög. Lög um heimild til að stofna hlutafé- lagsbanka á íslandi. Ráðaneytinu fyrir ísland heimilast að veita hlutaféiagi, sem þeir hæstaréttarmálafærslumað- ur Ludvíg Arntzen, B. af D., og stórkaupmað- ur Alexander Warburg, báðir í Kaupmanna- höfn, standa fyrlr, Ieyfi til að stofna hlutafé- lagsbanka á íslandi, er nefnist „íslandsbanki11, og hað einkarétt um 30 ára timabil til að gefa út seðla, er greiðist handhafa með mótuðu gulli, þegar krafist er. Skal það vera tilgang- ur íslandsbanka, að efla og greiða fyrir fram- förum íslands í verzlun, búnaði, fiskiveiðum og iðnaði, og yfir höfuð bæta úr peningahögum landsins svo sem lög 18. sept. 1885 hafa að augnamiði. Nánari skilyrði fyrir einkarétti þessum eru þau, sem hér segir: 1. gr. fslendingar, hvort sem eru einstakir menn, sjóðir eða stofnanir, skulu látnir sitja fyrir í 6 mánuði frá því að lög þessi öðlast gildi, að skrifa sig fyrir hlutum i bankanum, annað- hvort með þvi, að borga hlutaupphæðina í pen- ingum með ákvæðisverði, eða með því, að gefa út skuldabréf fyrir hinni sömu upphæð með 1. veðrétti í fasteiguum á íslandi, or þó nemi ekki meiru en 20°/0 af virðingarverði fasteign-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.