Fjallkonan


Fjallkonan - 09.09.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 09.09.1901, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. anna. Af skuldabréfum þessum greiðast 4% í ársyexti, og skal greiðslan á þeim vöxtum trygð bankanum af landssjóði. Skuldabréfiu mega að eins nema heilum hundruðum. Útgefendur þeirra og seinni eigendur fasteigna þelrra, sem ræða er um, mega eftir vild, hve nær sem þeir vilja, borga lánið með peningum með sex mánaða uppsögn í 11. júní og 11. desember gjald- daga. Landssjóður hefir heimild til að gerast hluthafi í baukanum fyrir alt að */6 hlutafjár- ins. 2. gr. Hlutafé bankans skal eigi nema minna en 2 miljónum króna, og eigi vera meira en 3 milj. króna. Stofnendur bankans skulu skyldir að útvega með ákvæðisverði þá hlutaupphæð, er íslendingar hafa ekki skrif- að sig fyrir samkvæmt 1. gr. 3. gr. Bankanum skal heimilt að gefa út banka- skuldabréf, er nemi jafnmikilli upphæð og veð- skuldabréf þau, er hann fær gegn hlutabréfum, samkv. 1. gr., og skulu þá veðskuldabréfin vera trygging bankaskuldabréfanna. Nú eru veðskuldabréf þau, sem 1. gr. ræðir um, inn- leyst, og skal þá jafnmikil upphæð af þessum bankaskuldabréfum einnig leyst inn, að undan- gengnu hlutkesti, með peningum eftir ákvæðis- verði. 4. gr. íslandsbanka skal heimilt, eftir því, sem viðskiftaþörfin krefur, að gefa út seðla, er nemi alt að 2J/2 roiljón króna, og greiðist hand- hafa með gullmynt, þegar krafist er, gegn því að bankinn 1) hafi f vörzlum sínum málmforða, er ekki nemur minna verði en helming af þeirri seðla- upphæð, sem í hvert skifti er úti; 2) hafi vissa og auðselda eign til tryggingar þeim hluta seðlafúlgunnar, sem ekki er trygð- ar með málmforðanum, svo og öðrum kröfum, er á bankanum hvíia, er nemi jafnmiklu verði. 5. gr. Til málmforða má teljast: a) lögleg gjaldgeng mynt eftir því verði, sem myntin til segir; b) ómyntað gull og erlend gullmynt, sem nemi 2480 kr. fyrir hvert kílógram af skíru gulli; c.) kröfur, er greiddar verða þegar heimtað er, hjá Þjóðbankanum i Kaupmannahöfn, Nor- egs banka og Englands banka (eða Skotlands), gegn því, að kröfur þær, er nefndir bankar hafa með sama skilorði gega íslands banka, séu dregnar frá verði málmforðans; d) seðlar gefnir út af Þjóðbankanum í Kaupmannahöfn, Noregsbanka, Ríkisbanka Svía, Englandsbanka, Skotlandsbanka, Frakklandsbanka, og hinum þýzka ríkisbanka. Þeir hlutar málmforðans, sem taldir eru undir tölulið c. og d., mega ekki fara fram úr V* alls málmforðans. 6. gr. Sá hluti málmforðans, sem er fyrir hendi í banbanum i Iöglegri, gjaldgengri mynt, skal jafnan nema minst */4 af seðlaupphæð þeirri, sem úti er, og skal helmingur þess vera gull- mynt Norðurlanda. Þessi hluti málmforðans skal jafnan vera á íslandi. Þó má til þess hluta málmforðans telja það gull, sem sann- að eru um, að er á leiðinni frá útlöndum til íslands, en sem þó má eigi meiru nema en 200 þús. krónur í einu. Óslegið gull, sem íslands banki kynni að hafa afhent til mynt- unar hinni konunglegu peningasmiðju í Kaup- mannahöfn, má telja til myntforða bankans. 7. gr. Til þeirrar eignar, sem tryggja skal seðla- upphæð þá, er málmforðinn nægir ekki til, svo og aðrar kröfur, er hvíla á bankanum, teljast einkum: Skuldabróf gefin út fyrir lánum gegn hand- veði. Yíxlar, hvort heldur þeir skulu greiðast innanlands eða erlendis. Kröfur á hendur útlendum víðskiftamönn- um, er gjaldast skulu þegar er heimtað er. Opinber verðbróf eftir gangverði og banka- skuldabróf þau, sem fyrir hendi eru samkvæmt 3. grein. 8. gr. íslands banki skal, á meðan lög þessi eru í gildi, vera eina stofnunin á íslandi, er rótt hafi til að gefa út gjaldmiðil, er komið geti í stað mótaðra peninga, og er það ábveðið til tryggingar íslands banka og handhöfum seðla hans, að ekki skuli, svo lengi sem lög þessi eru í gildi, gefa út eða leyfa að gefa út nokk- urn slíban gjaldmiðil. Seðlar þeir, sem út gefnir eru afstjórninni fyrir hönd landssjóðs, sknlu þó vera í fullu gildi, en ekki má auka þá fram yfir það sem nú er; þeir og seðlar íslands banka skulu vera hinir einu seðlar, er gilt geti manna á milli og sem tekið skuli við í opinbera sjóði sem reiðu gull væri. 9. gr. Vegna réttar þess, er bankinn nýtur til seðlaútgáfu, skal hann háður eftirliti landstjórn- arinnar samkvæmt nánari ákvörðunum í reglu- gerð bankans, sem staðfest skal af ráðaneyt- inu fyrir Island. Ráðaneytið samþykkir lög- un seðlanna og krónutölu hvers þeirra. 10. gr. Hver sem býr til eftirmynd seðla, sem út- gefnir eru af íslandsbanka eða falsar þá, skal sæta sömu hegning sem hin almennu hegn- ingarlög 25. júní 1869, 266. gr., ákveða fyrir að búa til eftirmynd af eða falsa danska mynt eða seðla Þjóðbankans. (Uæpurinn er drýgð- ur undir eins og búið er að búa til eða falsa seðilinn, þó ekki só búið að láta hann úti. 11. gr. Islands banki skal skyldur að greiða lands- sjóði gjald á ári hverju, ernemi 10 °/0af árleg- um arði bankans, þegar búið er að úthluta hluthöfum 4°/0 af hlutafó þeirra. 12. gr. Aldrei má íþyngja íslands banka með nokkru gjaldi eða skatti, öðrum en þeim, sem nefnd- ur er í 11. grein, meðan hann hefir heimild til seðlaútgáfu samkvæmt lögum þessum. 13. gr. Mynt sú, sem gjaldgeng er í Danmörk á hverjum tíma sem er, skal vera sú, sem bank- inn notar til viðskifta og í bókfærslu sinni. 14. gr. Jafnvel þótt stimpilgjald verði leitt í lög á Islandi, má ekkert slíkt gjald leggja á seðla bankans, bækur hans, ávísanir né skuldbind- ingar, sem útgefast af honum og í nafni hans, heldur ekki á skuldbindingar, sem veita bankanum handveðsrétt, hlutabróf bankans eða yfirfærslur á þau, né á yfirfærslur á banka- skuldabréf þau, sem nefnd eru í 3. grein. 15. gr. Bankinn skal sem handveðshafi hafa rétt til þess, ef ekki er öðru vísi um samið, að selja veðið við opinbert uppboð, þá er hanu hefir gert þeim, er veðíð hefir sett, aðvart um það með vottum, með 30 daga fyrirvara, eða þá ef veðsetjandi þekkist ekki, eða ef ókunn- ugt er um heimili hans, eftir að hafa inn- kallað hlutaðeigandi með 60 daga fyrirvara til þess að leysa út veðið, með opinberri auglýsingu í blöðum þeim, sem ætluð eru til að flytja aðrar lögbirtingar. 16. gr. Bankinn skal hafa heimili sitt, aðalskrif- stofu og varnarþing i Reykjavík, og útibú i hinum stærri kauptúnum íslands, einkum á Seyðisfirði, ísafirði og Akureyri. 17. gr. I fulltrúaráði bankans skulu sitja 7 menn, og kýs alþingi 3 þeirra, en hluthafar aðra 3. Ráðgjafi íslands er sjálfkjörinn formaður full- trúaráðsins, en landshöfðingi varamaður, og gengur hann að öilu leyti í ráðgjafans stað, þegar hann er eigi viðstaddur. Fulltrúráðið heldur fundi sína í Reykjavík. Aðalfundir bankans skulu haldnir í Reykja- vík. Þó getur bankaráðið ákveðið, að halda skuli aðalfund annarsstaðar, þegar því þykir nauðsyn til bera. Á aðalfundum ræður afl atkvæða, þannig, að hver fundarmaður hefir atkvæði í hlutfalli við þá hlutabró faupphæð, sem hann á eða sýnir umboð fyrir. Nú þykir ráðgjafanum fyrir ísland einhver ályktun aðalfundar koma í bága við tilgang bankans eftir inngangsorðum þessara laga og getur hann þá felt þá ákvörðun úr gildi. Alþingi kýs á hverju þingi 2 menn til tveggja ára, er mæta skuli á aðalfundi fyrir Jandssjóðs hönd, og hafa þeir hvor um sig á fundinum jafnt afl atkvæða. 18. gr. Svo framarlega sem skyldum þeim, sem að framan eru greindar, ekki verður fullnægt af nefndum stofnendum innan 12 mánaða ffá því, er lög þessi öðlast gildi, er ráðaneytinu fyrir ísland heimilt að fela stofnun bankans öðru félagi, sem kynni að vera fært um að fullnægja hinum ákveðnu skilyrðum. Merkisbændur. Eins og Fjallkonan hefir lofað, færlr hún framvegis inyndirog æviágrip ýmissa merk- isbænda, einkum þairra sem á lífi eru. Henni er því mikil þökk á, að kunnugir menu víðs- vegar um land Bendi henni æviágrip eða aðr- ar frásagnir um merka bændur, eða aðra menn innlenda, sem skara fram úr öðrum mönnum í einhverri grein og láti fylgja ljós- mynd af þeim. Bezt er að myndirnar séu ný- jar, því annars er hætt við að miður takist að smíða eftir þeim. Þórður Guðmundsson alþingismaður. Bændur eru og verða ætíð sómi þjóðar- innar á þingi, ef þeir eru færir um að standa í þeirri stöðu, því að þeir eru Ijósasti vottur- inn um það, að þjóðin sé fær um að stjórna sér sjálf. Margir góðir bændur hafa setið á alþiugi, og einum bónda hefir hlotnast sá belð- ur, að sitja í forsetasæti þingum saman, en það er meiri virðingarstaða en nokkur önnur í lýðfrjálsu landi. Hérað það sem í fornöld hafði mesta mann- valinu á að skipa á alþingi, sem sendi þá „Gizur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njál“ á þing, hefir nú líka í mörg ár haft merkis- bændur á þingi, þó það hafi að eins einn nú, eftir síðustu kosningar. Það er Þórður alþing- ismaður Guðmundsson í Hala, 1. þingmaður Rangárvallasýslu. Hann var fyrst kosinn á þing 1892, og hefir því setið á sex þingum. — Hann hefir gegnt því starfi með sæmd, eins og hinum mörgu öðram störfum, sem honum hafa verið falin á hendur. Hann hefir jafnan verið hinn ötulasti fulltrúi til að koma fram málum héraðs síns, en þó með skynsemi og óhiutdrægni og með þeirri gætni, sem honum er sérstaklega lagin. — Hann er enginn /ákafamaður og frá- bitinn ílokkasýsli og undirróðri öllum, og því varð hann heidur ekki fyrri til að ganga í flokk þann á þingi, sem kendur hefir verið við dr. Valtý, en hann sá að málefni hans var komið í nokkurn veginn vænlegt horf. Kunnugur maður segir svo frá Þórði: „Alþingismaður Þórður Guðmundsson á Hala í Ásahreppi er fæddur í Kvíarholti í Holtum 28. október 1844. Faðir hans var: Guð- mundur Einarsson bóndi á Kvíarholti, Jóns sonar bónda á Hofi á Rangárvöllum, en móðir hans var Sigríður Þórðardóttir, Jónssonar

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.