Fjallkonan


Fjallkonan - 12.10.1901, Page 1

Fjallkonan - 12.10.1901, Page 1
Kemur út einu sinni i viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða V/t doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ Uppsögn (skrifleg)bnnd- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktö- ber, enda hafi kanpandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsatrœti 18. Reykjavík, 12. október 1801. Xr. 38. Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjtígt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu 1 samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. XVIII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka. stjórnin við ki. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stnndn lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning & spítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í húsi Jöns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. ófarir íslenzka afturhaldsliðsins. ílit dunsks stjórnarblaðs. Aðalatriðið í frv. afturhaldsmanna dæmt óhafandi. Danska blaðið „Politikou“, sem nú er blað stjórnarflokksins síðan vinstri menn komust að völdum, hafði, er síðast fréttist, flutt að eins eina grein um stjórnarskrármálið íslenzka sem teljandi sé, 13. f. m. Hún er ritstjórn- argrein, og þá líklega eftir Edv. Brandes, sem nú er ritstjóri blaðsins, en sem við er að búast er hún ekki rituð af nægum kunn- ugleik, og getur ekki verið rituð eftir inn- blæstri ráðaneytisins, bæði af þvi, að ráðaneytið hafði þá ekki tekið neina ákveðna stefnu í málinu, og af því að greinin sýnir nokkurn skort á stjórnlagalegri þekkingu, sem ekki gæti átt sér stað, ef greinin væri samin að tilhlutun ráðaneytisins eða undir handarjaðri þess. drein þessi er annars skrifuð af hlýjum hug til íslands og hlutdrægnislaus. Höf. skýrir frá pólitísku flokkaskiftingunni á íslandi og þar kemur ókummgleikinn í ljós. Þar fer höf. auðsjáanlega eftir frá- sögnum þeirra Hannesar Hafsteins og félaga hans. Hann segir, að þeir próf. Finnur Jóns- son séu foringjar frjálslynda flokksins á ís- landi. Yér getum fullyrt, að próf. Finnur Jónsson er ekki foringl neins pólitiks flokks. Hann hefir ekki ritað eitt einasta orð, ekki talað neitt opinberlega um íslenzka pólitík svo kunnugt sé. Hvernig getur hann þá verið foringi? Getur vel verið að hr. Hannes Hafstein hafi sjálfur sagst vera foringi. Eftir innblæstri frá sendinefndinni frægu kallar höf. afturhaldsliðið umbótamenn eða frjálslyndan flokk, þennan flokk, sem nú hef- ir ekkert „prógramw, flokkinn sem á þingi skipar þriðjung liðs síns mönnum á sjötugt og áttræðis aldri. — Þetta kemur auðvitað af ókunnugleik. Hann talar um að dr. Valtýr hafi orðað þá frumvarpsgrein, er hljóðar um það, að ráðgjaf- inn mæti á þingi, á þá leið, að hann hefði heimild til þess, en ekki að honum væri skylt að mæta á þingi. Þetta lýsir stjórnlagalegri vauþekkingu höfundarins, því á sama hátt eru stjórnarlög Dana og fleiri stjórnarlög orðuð, og hefir það hvergi orðið að meini svo kunnugt sé. Viðkunnanlegast er, að það sé orðað eins og gert er í frumvarpi því sem samþykt var á þinginu i sumar. Höfundurinn segir að aðalatriðið i 10 manna frumvarpinu (frumvarpi and-Yaltýinga á þinginu), ákv®ðið um tvo ráðgjafa, sé bæði óhentugt og örðugt ef það á að framkvæma stjórnskipulega. — Hann er því á sama máli og flokkur dr. Val- týs á þinginu, að frumvarp þeirra 10 sé með öllu óhafandi. Eins og kunnugt er hafa mótstöðumenn stjórnarbreytingarinnar ekki haft annað frum- varp fyrir sig að bera. Þeir sögðu á þingi í sumar, að þeim hefði verið brugðið um það, að þeir hefðu ekkert „prógram“, en þarna væri nú prógrammið. En prógrammið þeirra það í sumar er nú dottið úr sögunni. Það virðist hafa verið andvana fætt, og ekkert lífsmark fanst með þvi eftir það að „fulltrúinn“ hr. Hafstein var kominn til Kaupmannahafhar. Hann sagði þá sjálfur að því mundi ekki verða hreyft framar. Lakari útreið gat pólitík minna hlutans á þingi í sumar ekki fengið. Hvað er þá til ráða fyrir þá? Ekkert annað en að sætta sig við það sem hin nýkomna vinstri manna stjóm vill frekast veita. Geti menn komið þvi svo fyrir, að ráðgjafinn eða æðsta stjórnin sé bú- sett í landinu sjálfu, mun enginn flokkadrátt- ur verða út af því og sjálfsagt á þá líka að flytja hæstarétt inn í landið. En ekki verður komist hjá því, að sú breyt- ing baki landssjóði allmikil útgjöld. En verði ekki unt að ráða málinu þannig til lykta nú þegar, mun þjóðin kjósa að láta sér lynda stjórnarbót þá sem fólgin er i frumvarpi síðasta þings, heldur en að ráðast í nýja stjórnarbaráttu, sem getur orðið tvísýn, þvi þótt vinstri menn geri að líkindum meira að óskum íslendinga en hægri menn, er alls óvíst hve lengi þeir sitja að völdum í bráð. Dráttur á málinu getur því verið hættu- legur. Öldungaráðið á þingi. Það hefir flogið fyrir, að einhverir véfengi það sem stóð í Fjallk. 3. f. m. um að þriðj- ungur af mótflokki stjórnarskrárbreytingarinn- ar á síðasta þingi væri menn á sjötugs og áttræðis aldri Liðsmennirnir vilja fyrir hvern mun yngja þá upp. Því til sönnunar að Fjallkonan hafi þar haft rétt fyrir sér, eru hér sett nöfn og ald* ur þeirra þingmanna, sem þeim flokki fylgja og komnir eru á þennan aldur, ásamt lands- höfðingja: Arnljótur ólafsson . . . . 77 ára Árni Thorsteinsson . . . . 73 — Tryggvi Gunnarsson ... 66 — Landshöfðingi..................65 — Julius Havsteen................62 — Jónassen landlæknir . . . 61 — Árna Thorsteinsson má að líkindum frem- ur telja þeim megin; séra Arnljótur ólafsson kom ekkl á þing, en Hannes Hafstein tekur það skírt fram í „Politiken, að hann sé einn af „de Radikale". — Fyrir fáum árum hélt séra Arnljótur þvi þó fram, að bezt væri fyrir okkur að hafa stjórnina sem lengst frá okkur. Nú er hann „heimastjórnarmaður“ og hefir enn af nýju öðlast æðri og betri þekkingu. Af framanrituðu öldungatali má sjá, að þriðjungur afþinglegum mótstöðumönnum stjórnarskrárfrumvarpsins 1901 er á sjö- tug8 og áttræðis aldri. Þráðlaus telegrafí. Franska blaðið „Le Figarow hefir nú fyrir skömmu flutt all-langa fréttagrein, sem send var utan af sjó af Atlantshafskipinu „Gas- oogne", sem fengið hafði verið að færa fregn- ir af komu Rússakeisara til Frakklands. Það er í fyrsta sinni, sem blöð hafa nofcað þessa nýju uppfundningu svo teljandi sé. Einn af verkamönnum „Figaros“ sendi hon- um fréttir (um 2000 orð) í loftinu á skrifstofu blaðsins í París. Þessar fréttir fóru í gegn- um móttökufæri, sem sett var á stólpa á ströndinni skamt frá Dunkerque, og þaðan beint á skrifstofu „Figaros". „Þessi mikla, nýja uppfundning er svo einföld sem hugsast getur“, segir fregnriti blaðsins. „Eg fór inn i herbergi þar sem vélin var. Þar var ekki annað að sjá en kassa og dálitla pípu“. — „Þetta afreksverk vísindanna er Marconi að þakka, rúmlega tvítugum manni ítölskum, en með honum var síðar í verki Parísarmaður, sem aldrel er getið, líklega af því hann er samlandi vor. Hann hefir unnið að útbúnaði pípunnar, sem hefir fullkomnað verkið“.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.