Fjallkonan


Fjallkonan - 12.10.1901, Page 2

Fjallkonan - 12.10.1901, Page 2
3 FJALLKONAN. Skipið var 3 kílómetra frá Dunkerque. En þaðan er langur vegur til Parisar. Danir eru nú þegar tarnir að nota þráð- lausa telegrafinn milli vitaskips við vestur- strönd Jótlands og vitans á Blávatnshyrnu (Blaavandshuk). Þar eru 3 danskar milur á milli. Gert ráð fyrir að lengja leiðina næsta ár til vitaskipsins við Hornsrif, sem er 6 míl- ur uudan landi. Þessi tilraun hefir tekist ágætlega. Um þetta segir danska blaðið „National- tidende“: „Jafnskjótt og orðsending er send úr vól- inni f vftanum fara gneistar úr henni, og á sömu sekúndu er orðsendingin komin á vita- skipið. Það er ekki vert að brjóta heilann um það, hvað fram fer inni í vólinni, það er ekki við annara hæfi en sérstaklega fróðra manna í þeirri grein. Frá vitatoppinum og ofan að telegrafstöð- inni, sem er 70 álna hátt upp i vitanum, er fest virnet. sem styður að því að hrinda burtu rafmagnsbylgjunum (orðsendingunni) og til þess að taka á móti þeim frá vitaskipinu og beina þeim að viðtökufærinu. Þar mæta þær rafmagnsstraumi, sem þegar hreyfir bjöllur til að kalla á vitafólkið, og svo vel er frá þessu gengið, að vélin skrifar orðsendinguna sam- stundis á pappírsræmu, og orðsendingin ligg- ur alskrifuð þegar að er komið. Barnaskólar og barnakensla í Reykjavík, Þess hefir verið getið fyrir löngu 1 Fjallk., að katólsku trúboðamir i Landakoti hóldu þar skóla fyrir börn á ýmsum aldri, og að ýmsir embættismenn og efnaðri bæjarbúar kæmu bömum sinum í hann til kenslu. Ný- lega hefir komið grein um þetta sama efni bæði í ísafold og Verði Ijós. Mörgum mun nú finnast kynlegt, að hið eina kirkjublað þjóðkirkjunnar á íslandi skuli ekki fyrrihafa fundið köllun hjá sér til að gefa gaum að skólanum i Landakoti. Eugum mun vera á- litið skyldara og að líkindum ljúfara að standa á verði fyrir íslenzku þjóðkirkjuna, heldur enn kennurum prestaskólans og útgefendum kirkjublaðsins. Það er sannarlega eftirtektarvert, að sjá em- bættismennina, með landshöfðingjann íbroddi fylkingar, riða á vaðið með að nota þenna katólska skóla handa ófermdum dætrum sín- nm. Betri meðmæli er ekki unt að gefa skól- anum, enda er auðvitað að katólsku prestarn- ir og nunnumar kunna að meta það og draga af þvi ályktanir sínar um áhuga íslenzku þjóðarinnar fyrir trú sinni og kirkju. Það er alveg þýðingarlaust að prédika um að sama sé hvort skólinn sé katólskur eða ekki, það hafi engin áhrif á barnið. Tilgangurinn er eins og allir vita með skólum katólska trúboðsins að ná áhrifum og valdi yfir sál og sannfær- ingu manna, og þaðmá kaþólska kirkjaneiga, að hún kann að velja meðul sín, og færa sér þau fyllilega i nyt. Mörgum mun finnast kynlegt að bæjar- menn, og þó einkum embættismennimir, skuli ekki fremur vilja hlynna að barnaskóla bæj- arins, sem nú er nýbygður, og að öllu leyti vandað tiL Hvers vegna leitast þeir ekki við að gera hann svo úr garði, að allir megi vel við una? Nei — hann er ekki nógu „flmr‘. í honum verður kenslan fyrst og fremst öll að fara fram á islenzku, og það er auðvitað stór ókostur í augum þeirra, sem telja dönsk- unaöllufremurómissandioglátahana sitja hvar- vetna fyrir. En svo er annar stór aðalgalli við barnaskóla bæjarins. í hann ganga fá- tœku börnin líka. Það er ekki enn þá út- dauður sá hugsunarháttur, að ekki skuli am- báttar sonurinn taka arf með ísak. Þótt sá arfur sé andlegur, og verði því ekkert rýrari, þó margir séu um hann, þá gerir það ekkert til. í margra augum er það frágangssök frá barnaskólanum að þar séu börnin svo upp og ofan. Það er fundið til foráttu, að sum börn séu svo illa hirt, að vandræði hljcti t af að koma nálægt þeim, og til eru jafavel kenu- arar við skólann, sem blygðastsín ekki fyrir að vara „betri manna börn“ við því að koma nálægt ýmsum börnum hinna lítilfjörlegu „minni manna“. Sumar mæður eru líka hræddar um, að eftirdæmi ýmsra skólabarn- anna séu þannig löguð að þau sóu sínum bömum óholl. Ef þetta væri nú aðalástæðan, þá mætti taka hana til greina. En þó er hún næsta léttvæg. í skólanum eru börnin alt af undir umsjóu kennaranna, bæði í kenslu- stundunum og frímínútunum. En fyrst svo er, þá er það kennaranna sök, ef nokkurum af börnunum líðst að láta svo illa, að það valdi hneyksli. Og þó kynlegt kunni að virðast, þá eru það ekki ætíð börn fátæklinganna sem verst láta og ósiðlegast bæði á götum bæjarins og í skól- anum. Þar eiga fleiri börn hlut að máli, og efnaðri manua börnin standa ekki öll þar í sakleysisins hvíta skrúða. Aðalagnúinn er í raun og veru sá, í aug um og áliti margra, ef hreinskilnislega og samvizkusamlega væri skýrt frá, að menn vilja fá skóla handa börnum sínum, sem taki að eins „betri manna börnin“ ein. Þetta er ástæðan, og hún er víðar fyrir hendi en hér. Víðast i borgum utanlands bryddir á þessu sama, en þar eru þessi börn þá látin ganga í „prívat“-skóla, sem eiga að vera „finir" og kenna fleira, einkum tungumál. En flestum skólamönnum og uppeldisfræðingum ber sam- an um, að einmitt þessir svo kölluðu „fínu“ skólar sóu i flestu tilliti lakari en alþýðuskól- arnir. í Danmörku, sem hér er mest höfð til eftirdæmis í þessu, hefir verið ritað mikið um þessa eftirsókn heldra fólksins eftir því, að láta börn sín í prívat-skóla, og hefir þar ver- ið sýnt fram á með ljósum rökum, aðeinmitt þessir alþýðuskólar væru í öllu tilliti lang- beztir. Þeir eru bygðir af opinberu fé og ekkert til þeirra sparað, hvorki að byggingu, útbúnaði, kensluáhöldum, eða kennurum. Við þá fær enginn kenslu, nema hann hafi tekið kennara próf. En þó ýmsir „prívat“-menn og konur sem „halda skóla“ geti verið vel mentir, og vel til þess hæfir, þá vantar þá oft margt til þess að þeir skólar geti orðið jafngóðir. Auk þess er ekkert eftirlit við þessa skóla af hálfu hins opinbera, en al- þýðuskólarnir eru háðir umsjón þess; kenn- ararnir eru launaðir af opinberu fó og hafa því enga ástæðu til að hylma yfir, ef börnin haga sór öðruvísi en vera ber. Hór í fteykjavik hafa ýmsir menn haldið smáskóla í heimahúsum, og reynslan hefir hór sýnt alla þessa sömu agnúa á þeim, og það auðvitað í enn þá fyllra mæli, þar sem þar hefir sjaldnast verið að ræða um vel hæfa kennara að neinu leyti. En hvað er svo eiginlega unnið við þessa skifting á börnunum fyrir sjálf efnaðri manna börnin? Munu ekki flestir skynsamir foreldr- ar óska, að börn þeirra verði að nýtum og dugandi mönnum í þjóðfélaginu? Munu ekki þessar sömu mæður, sem ekki geta felt sig við, að börn þeirra komi saman við al- þýðuna, geta þegið, að synir þeirra síðar meir fái einhverjum störfum eða embættum að gegna í þarfir þjóðarinnar? Og skyldu þeir þá ekki geta hirt laun sín, þó þau værutekin úr landssjóði, eða af almannafó? Og efmenn eiga að geta unnið nokkuð, sem þjóðinni í heild sinni á að verða að verulegum notum, þá munu þeir ekki standa lakara að vígi, sem hafa alist upp innanum þjóðarinnar börn, sem frá barnæsku hafa þekt kjör alþýðunnar og fundið til með henni, hvar skórinn krepti að. Skyldu þeir menn, sem mest ættu að fjalla um mentamál og uppeldismál þjóðanna, ekki geta það fult svo vel, ef þeir væru al- þýðunnar eigin börn, eða hefðu að minsta kosti kynst henni og þekt hennar daglegu kjör og kosti, heldur enn ef þeir hefðu frá fæðingu staðið langt fyrir ofan hana og utan og hefðu aldrei kynst henni nema álengdar Það má segja, að þessi munureigihér á landi ekki heima. En hann er það, sem ýmsum þykir svo æskilegur fyrir sig og sína. Og hór er lika, þó i smáum stíl só, reynt að innræta börnunum þetta. Ekki þarf annað en að taka eftir leikjum barnanna á götunum. Þar kemur þessi stóttaskifting oft greinilega í Ijós, og mönnum getur stundum komið ó- sjálfrátt til hugar, að það væri betra, að þess- ir ungu „aristókratar“, sem ekki geta gert svo lítið úr sór að leyfa „kotakrökkunum“ að leika með sór, yrðu alla æfi jafnvandir að virðingu sinni í öllum greinum. Nýja Carlsbergs-sjóðurinn. Oarlsbergs- sjóðurinn, sem á ölbruggunarstofnunina „Gamla Carlsberg“ í Kaupmannahöfn hélt, 25 ára afmæli sitt 25. sept. í haust. Á þeim degi stofnaði Oarl Jacobsen yngri, eigandi brugghússins „Nýja Carlsberg“ og kona hans sjóð, sem á að styðja listir í Danmörku, og ákváðu jafnframt að gefa Oarlsbergs-sjóðnum bruggstofnnnina „Nýja Carlsberg“, og vinna þessar tvær stofnanir þá saman framvegis. Tveir þriðju hlutar af tekjum „Nýja Carls- bergs“, sem álitið er að nemi að minsta kosti 400 þúsundum króna árlega, skulu um 50 ár, eða þangað til 1951, renna í hinn nýja sjóð og eftir þann tíma eignast sjóður þessi allar tekjurnar af stofnuninni. Þessi gjöf nemur um 20 miljónum króna á næstu 50 árum. — Slikar gjafir eru óvenju- legar meðal stórþjóðanna og sæta auðvitað undrum meðal Dana. Kolanámarnar í Færeyjum. Nú er farið að vinna kolanámurnar i Færeyjum, á Suður- ey. Þangað er kominn verkfræðingur frá Stokkhólmi, Hans von Post að nafni, og með honum hópur af sænskum námaverkmönnum, og mun þegar vera byrjað á að brjóta upp kolin. Fólagið, sem fengið hefir rétt að vinna námurnar, er franskt og nefnist „La sooiótó miniere des iles de Fóroé“, en formaður fé- lagsins er d’ Ornado greifi frá París. Fólag- ið hefir og fengið sér rétt til að vinna kopar og járnstein og eldfastan leir og á að nota til þess færeysku kolin, jafnvel lökustu tegund- irnar. Færeysku kolin munu vera lík íslenzkum kolum, en þó er búist við að hinar betri tegundir megi selja þar á staðnum bæði eyjabúum og skipum, og að eítthvað af þeim geti orðið útflutningsvara. Af járnsteini og eldföstum leir mun líka vera gnægð á íslandi, en hvenær verður farið að vinna það? Peary, norðurfarinn alkunni frá Ameríku, hefir nú að sögn siglt i kringum Grænland Lengst hafði hann komist norður 83° 60'. Kona hans og dóttir vóru komnar til Nýja Skotlands í miðjum sept., en hann ætlaði að halda áfram rannsóknum sínum og komast norður í heimskautið á næsta vori. Langur málsrekstur. 29. júlí í sumar var dæmt í yfirrétti á Frið- riksbergi mál það er dr. Valtýr Guðmundsson bjó til 1893 gegn dr. Jóni Þorkelssyni yngra (nú í Reykjavík) eftir skipun stjórnarinnar. Málið er út af meiðyrðum prentuðum í „Sunn- anfara“ 1893, í maíblaðinu. Þetta meiðyrðamál hefir staðið yfir í 8 ár, og segja dönsk blöð það eins dæmi um þess konar mál i réttarfarssögu Danmerkur.— Ver- jandinn hefir að líkindum teygt svona úr mál- inu. Við undirréttinn var málið loks dæmt í fyrra

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.