Fjallkonan


Fjallkonan - 13.12.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 13.12.1901, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. cða l*/» doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafikaupandi þáborgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVIII. árg. Reykjavík, 13. desember 1901. Xr. 47. ■ / á Pétri Hjaltested fást ýmsir skrautjripir, dýrir og ódýrir, hentugir til jólagjafa. Gullúr og fleiri dýrir munir seldir fyrir neðan ákvæðisverð fyrir jólin. Stærsta úrval af ýmsum gullliriugum, slifsisnælum, hljóðfærum o. fl. sem nú mun vera til á íslandi. Alt selt fyrir peninga út í liönd. Biöjiö ætíö um: OTTO M0NSTEDS danska smjörllki, sem er alveg eins notadrjtígt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. W0T Fæst hjá kaupmönnunum. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur tii kl. 3 md., mvd. og ld. til útiáua. Forngripasafnið er i Laadsbankahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. Ókegpis lœkning á spítalanum á Jmðjudögum og töstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkningí húsi Jðns Sveinssonar hjá kirkjunn 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Foringjar afturhaMsflokksins. Það er ef tií vill ekki fullkunnugt almeun- ingi út um iandið, hverir voru foringjar aftur- haldsflokksins á þingi í sumar, þessa flokks, sem kallaði sig „heimastjórnar“-flokkinn og frjáislynda flokkinn, þessa flokks, sem lands- höfðinginn saeri alt af að hvítasunnuandlitiuu þó hann hefði ekki annað en hverndagsaudlitið að bjóða hins vegar. Foringi sfturhaldsflokksias (höfuðpauriun) var Lárus H. Bjarnason, sýslumaður, fyrverandi skrifstofuþjónn landshöfðingja, og honum næst- ur Hannes Hafstein sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði, sem sömuleiðis hefir veríð mjög hand- genginn landshöfðingja, með því hann líka hefir verið landritari. Báðir þessir virðulegu valdsmenn eru orðnir þjóðræmdir fyrir embættisröggsemi sína. Lárus H. Bjarnason fyrir Skúla-málið, sem öilum er kunnugt hvernig h&nn fór með og hvern orð- stír hann gat sér oglandstjórninni fyrir. Hann- es Hafstein hefir og þegar gert sig þjóðkuan- an með því, hvernig hann heflr komið fr&m gegn fátækum kaupm&ani á ísafirði, Samsoa Eyjólfs- syni, sem hann hefir borið giæpi á brýn, en þó ekki veriðhöfðað sakamálá hendur honum, og hefir Samaon verið neitað um gjafsóku til að hrinda af sér þessum sakargiftum bæjarfóget- ans. Báðir hafa þessir menn sýnt það á yngri ár- um sínum, og áður en þeir komust í embætti, að þeir eru alls ekki þjóðlegir í anda, og er þvi eðiilegt að þeir vilji báðir &f fremsta megni draga taum þeirrar óþjóðlegu stjóruar, sem ís- lendingar verða nú að búa undir, skrifstofu- stjóruarinnar í Kaupmannahöfn og landshöfð- ingjavaldsins hér. Mörgum er enn minnistæður sá fyrirlestur, sem Hannes Hafstein hélt í Reykjavik 1888. Þar þóttist haan líka tala í nafni frelsisins. Hann sagði, að hér á iandi væri þjóðar og þjóðeruis tilbeiðsla og það væri afturkippur (reaktion). „Þjóðfrelsi“ og „þjóðmenning“ væru „dauðar hugmyudir,“ o. s. frv., og gerði mikið gys að öilu, sem þjóðlegt er kailað. Hann kanuaðist þá þegar við það, að hann væri afturh&ldsmaður, þó ekki í þeim skilningi að hann héldi fram frelsinu, því hann sagði: „Hér kallast afturkippurinn frelsi, þjóðfrelsi og framfarir, og þeir sem á móti honum standa afturlialdsmenn.“ Þá var eins, og kunnugt er, benedikzkan i blóma. — Ea afturhaldsmennirnú eru samir enn í dag. Lárus H. Bjarnason lét að vísu lítið á sér bera á yngri árum, eða áður en hann varð sendill stjórnarinnar á hendur Skúla Thorodd- sen. En snemma mun þó krókurinn hafa beygst til þess sem verða vildi, því sagt var, að hann hefði átt þátt í því þjóðlega og drengiiega bragði 1888, að bera söguna í Dani um Rasks hneykslið, sem kall&ð var, en með því vildi sögumaðurina ófrægja sína eigin ianda, þar á meðal dr. Finn Jónsson, af eintómum sleikju- skap við Dani. Þjóðlega innrætið er víst iíkt hjá báðum for- ingjunum. Báðir eru þessír menn gæddir góðum hæfi- leikum. En mein er þeim sem í myrkur rafa. __________ Þórgnyr. Taugaveiklun. i. Hvarvetna í mentuðum löndum er kvartað yfir því, að taugaveiklun fari stórum í vöxt alment, og með því mönnum eru ekki nægi- lega kunnar orsakirnar, geta menn því síður komið í veg fyrir þeuna heilsubrest. Frægur taugalæknir í Berlín, H. Oppenheim prófessor, hélt í fyrra fyrirlestur um tauga- veikluu og kemur hór ágrip af honum. Mun ekki vanþörf á þvi fyrir íslendinga síður en aðrar þjóðir að gefa gaum að þessu, því ekki fara þeir vanhluta af taugaveiklun. Læknar hljóta að veita því eftirtekt, eink- um taugalækuar, að arfgengir eiginleikar ráða að miklu leyti andlegu og líkamlegu heilsu- fari manna. Því verður heldur ekki neitað, að börnin erfa fyrst og fremst eiginleika for- eldranna. Mun mega fullyrða, að þessir erfða- eiginleikar séu meira verðir en öll þau áhrif, sem b&rnið verður fyrir eftir að það er fætt. Þótt náttúru-eiginleikar og uppeldi sé tvent ólíkt, er þó skyldleiki þar á milii. Börnin líkjast foreldrunnm og það kemur framíupp- eldi þeirra. Einkum á þetta sór stað um sið- farið, og foreldrarnir hafa einkum áhrit á bðrnin með því. Arfgengir eiginleikar og uppeldið eiga jafnvel samhliða þátt í myndun taugakerfis barnanaa. Uppeldið hefir áhrif á taugakerfið bæði til góðs og ilis. Þannig getur uppeldið þroskað þá eiginleika, sem börnin hafa fengið að erfð- um og breytt þeim. Getur þá uppeldið bætt úr þeirri tauga- veiklun, sem börnin eru fædd með? Og getur uppeldið gert barnið taugaveiklað^ ef það er það ekki af náttúrunni ? Um fæðu ungbarna hefir verið ritað svo margt í vísindalegum og alþýðlegum ritum, að eg þarf ekki að tala um það efni. Kjöt- matur er yfirleitt ekki við hæfi barna, en eink- um verður að forðast að taugaveikluð börn eða börn, sem ætla má að taugaveiklun búi í, | fái ofmikið af kjöti. Hæfilega blönduð kjöt- ; fæða og piöntufæða er bezt, og á þá mjólk eða plöntufæða að vera aðalefnið. Mjóik á að vera aðalfæð&n á öllum barnsaldrinum, eu kaffi, te og kryddmeti á að forðast; áfengir drykkir eru eitur fyrir taugakerfið, að minsta kosti fram að fermingaraldri. Öllum ber saman um það, að herðing lík- amans og tamning líkamlegra krafta só mjög holl fyrir heilsuna og einkum taugakerfið. Að vísu hefir það oft mistekist; þannig hafa margir gert skaða með köldu vatni. Eigi að síður er það líkamanum holt, að venjast snemma hita og kulda og veðrabrigðum; því við það verður líkaminn betri til varnar, og margir ágallar hverfa, sem hefðu getað orðið upptök veikinda; sömuleiðis verða menn við það hressari í lund. Það bakar mönnum

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.