Fjallkonan - 12.02.1902, Blaðsíða 3
FJALLKONAN.
3
verið er að ríða til kirkjunnar. Það man eftir
fjallabrekkunum með mörgu smáu blómunum,
þar sem búsmalinn er á beit.
Flestar endurminningar um sveitalíflð eru frá
sumartímanum. Með nýju vori byrjar nýtt lif;
þá syngja allir:
„Vorið er komið og grundirnar gróa“.
Þessara umskifta, frá vetri til sumars, gætir
minna í kaupstöðunuin.
Þótt nú sveitalíflð só unaðsamt á sumrin, þá
vsit.a þó einnig veturnir marga glaða og ánægju-
lega stund. Menn gleðjast þá af svo litlu, við það,
að gest ber að garði, og við að íinua kunningja
við kirkjuna og á öðrum samkomum, sem haidn-
ar eru ýmist til gagns eða gamans. Slíkar sam-
komur eru alls ekki ótíðar í sumum sreitum
hér á landi um vetrartímann, og víða eru sveita-
blöð skrifuð, sem ganga manna á milii.
Eyfiiðingar hafa haldið uppi fundafélagi í mörg
ár. Á þeim fundum er rætt um ýms þjóðmál
og héraðsmál.
Fundahöid við og við um vetrartímann, til
skemtunar og fróðleiks, ættu að komast á í
hverri sveit á öllu landinu. Þessa fundi eiga
að sækja bæði húsbændur og hjú, karlmenn og
kvenmenn. Fað segir sig sjálft, að allir geta
ekki komist burtu af heimiiinu í senn, og verð-
ur því að skiftast á um það. Á sumum þess-
um fundum mundu verða haidnir fyrirlestrar um
ýms fræðandi efni, sungin ýms vel valin, islenzk
kvæði o. s. frv.
Þessar samkomur mundu miða að því, að vekja
hjá manni löngun um „störf til þarfa og þörf til
starfa“.
Fyrir tveim árum birtist í blaði kvæði eftir
Björnson í íslenzkri þýðingu. Þetta oru þrjú
erindi úr þvi:
„Eg vil efla mitt land,
eg vil elska mitt land,
og að unna því barn mitt og Guð minn eg bið.
Eg vil bæta þess nauð,
eg vil auka þess auð
bæði inst inn í dali og fremst út á mið.
Okkar óðal er nóg
fyrir öngul og plóg,
ef vér ætturv af kærleika, kærleika nóg.
Heyr hin voldugu ljóð,
þetta er vakandi þjóð,
ef vér vinnum í eining að jörð og að sjó.
Þetta land eigum vér,
alt vort líf það er hér.
Þctta land verður elskað og var það og er.
Og sem hjartnanna fræ
dafna’ um bygðír og bæ.
skulu blóm spretta’ af ást vorri er framtíðin sér“.
Fræðandi og skemtandi samkomur undir
stjórn góðra og mentaðra. manna, með sungn-
um kvaéðum líku og þessu, mundu hafa heilla-
vænleg áhrif á sveitalíf vort og þjóðlíf.
E.
-------o~o++------
Yeðrlð. Síðan veðrið spiltist fyrir mánaða-
mótin heflr vorið norðanrok og all-frosthart.
Frost.ið alt að 13° C. — Hafís hafði sést við
Strandir, bæði austanmegin og vestanmegin, að
sögn, seint i janúar, þó ekki mikill.
Eftir síðustu fréttum (með Laura) er stangi
af haíísjökum alt suður á Breiðafjörð.
Botuverpinga-yfirgangur. 4. febr. kom
varðskipið danska, er síðast hefir verið við
Færeyjar til þess að hafa gætur á útlendum
botnvörpuskipum þar við eyjarnar, og heitir
„Beskytteren" („Verndarinn"), í opna skjöldu
hóp af botnvörpuskipum, sem voru að veiðum í
landhelgi við Grindavík. Skipin voru alls 14 og
með því varðskipið «r ekki óáþekt því sem
botnvörpuskip eru, nema að því leyti að á því
eru engin segl, — vöruðu sökudólgarnir sig
ekki á því fyrri en það var komið inn í rniðjan
hópinn. Botnvörpuskipin biðu þá ekki boðanna
og fóru sitt í hverja áttina, en 3 skipin náðust.
Nöfn einhverra hinna urðu þó upp vís, og
eit.t skipið elti varðskipið 5 mílur. Þessi 3
botnvörpuskip fór varðskipið með til Reykjavíkur.
Eitt þeirra strandaði hér á höfninni í allmiklu
roki aðfaranótt 6. þ. m., rak upp í klettana
fyrir neðan Sölvhól, og annað þeirra er strokið
héðan af höfninni án þess það tæki skipsskjölin.
Tvö af skipunum höfðu allmikinn farm af fiski,
annað fullfermi, það sem strauk héðan. í öll-
um þremur skipurmm var einn maður af hálfu
lögreglustjórnarinnar, og hafa þeir átt að vei-a
til tryggingar þvi að skipin færu ekki á brott.
En ekki er það einhlitt, enda fór það skip sem
undan komst með þann íslending sem í það var
settur, og skaut honum upp á Kjalarnes áður en
það lagði af stað til Englands.
Sökudólgarnir hafa verið dæmdir í 5b pd.
sterl. sektir hver, og allur afli upptækur og
veiðarfæri.
Skipströnd. Auk botnvörpuskipsins sem
strandaði hér aðfaianótt 6. þ. m., og heitir
„Princess Melon“, strandaði þá einnig hér á
höfninni gufuskipið „Modesta“, sem getið var í
síðasta blaði, og rak það upp við Skanzinn
(Batteríið).
19. des. í vetur rakst gufuskipið „Inga“, eign
Thor E. Tuliniuss í Kaupmannahöfn, á hafísspöng
norðvestur af Melrakkasléttu og biotnaði skipið.
Það var rúmar 6 vikur undan landi, Skips-
höfninni var þó borgið til lands.
Skipið varð algert strand og ailmiklu af farm-
inum varð ekki bjargað. Það var síld (135 tn.)
og eitthvað af salti.
„Inga' var gott skip, bygt úr eik og að eins
11 ára gamalt.
íslands-telegmffinii. Norsk blöð segja, að
ónefndur íslendingur (Fr. B. Anderson?) hafi
haft bréfskifti við Marconi um að koma á
þráðlausum ritskeytum milli íslands, Færeyja
og Hjaltláhds annars vegar, og Grænlands og
Kanada hins vegar, og er talið líklegt i blöðun-
um að þess sé skamt að bíða.
UllarvinnuYélar. Úr Árnessýslu er skrifað:
„Nokkrir Ölfusmenn hafa gengið í fólag til að
setja upp tóvinnuvélar við Reykjafoss í Yarmá.
Vélahúsið er að sögn í smíðum á Eyrarbakka.
— Komist það í gang — sem vonandi er —
að farið verði að nota foss þenna, sem er svo
nærri veginum, þá er ekki óhugsandi, að hann
verði einnig látinn framleiða rafmagn handa
vögnum er fari um veginn."
Isleiidingasögur, sem nú um mörg ár hafa
verið gefnar út á kostnað Sigurðar Kristjánsson-
ar í Reykjavík, er ætlast til að verði komnar út
á næsta hausti og þar með allir þættirnir, nema
Sturlunga saga ein, og er ætlast til að hún verði
gefin út að síðustu. Sögurnar verða alls í tólf
hæfilegum bindum, auk Sturiungu, álíka slórum
og svarar þvi sem út hefir verið gefið á hverju ári.
Þættirnir munu verða eitt stórt bindi og verða
þeir um 40 talsins.
Báinii hér í bænum 8. þ. m. kand. fíl.
Vilhjálmur Jónsson (Borgfirðings). póstassisten
(afgreiðslum.) á'pósthúsinu. Hann var rúmlega þrí-
tugur að aldri, fæddui 30. ág. 1870. Hann var
efnismaður og vei að sér og fróður í hiuum
nýjari bókmentum Norðurianda. Hafði hann rit-
að ritgerðir bókmentalegs efnis í erlend tímarit
og blöð.
Honum varð lungnasjúkdómur að bana.
Að honum er mannskaði.
176
„Ja-ja, það getur verið rétt gert, eg hefi líka signetið mitt
við úrfestina.*
„Fröken Ankarstrále felst á það, að alt, sem ekki þarf á að
halda í bili, sé innsiglað.*
Það var komið með lakk og Ijós, og farið að innsigla með inn-
sigli majórsins.
Rusensköld undirforingi varð bæði gramur og reiður.
„Hvað eruð þér að hafast að?“ sagði hann.
„Eg ætla að setja signetið mitt við hliðina á hinu,* sagði
Hellstedt.
„Til hvers þá?“
„Þér getið skiiið það. Þessar innsiglanir yðar eru tortrygni
gegn frk. Ankarstrále, og eg álít mér skylt að greiða yður hana
í sömu mynt fyrirhennar hönd. Annaðhvort tvö innsigli eða ekkert*.
Undirforinginn þagði og beit á jaxlinn og hélt áfram innsiglun-
um sínum. — Hellstedt setti alstaðar signetið sitt hjá signeti majórsins.
Undirforinginn var í illu skapi, þótt hann léti ekki bera á því.
Eftir viku var jarðarför majórsins.
Þegar líkfylgdin skildist, sagði assessor Martell:
„Mér hefir verið falið á hendur að lesa upp á morgun í Hring-
nesi á hádegi erfðaskrá majórsins sáluga, sem Stenlund kaupmaður
hefir afhent. mér í iokuðu bréfi. Eg leyfi mér því að skora á skyld-
menni og vandamenn að mæta þar, ásamt erfðaskrárvitnunum
Stenlund kaupmanni og Andrési Péturssyni lögréttumanni, enn frem-
173
Brúðhjónin komu sitt um hvorar dyr. Majór Riisensköld
ieiddi brúðina, en Martell assessor leiddi brúðgumann.
Þegar veizlunni var lokið komu gestirnir að óska nýju hjónun-
um til hamingju.
Að þvi búnu settust brúðhjónin í sæti sitt. Þá gekk majórinn
til brúðhjónanna og óskaði þeim innilega tii hamingju og bað guð
að blessa þau.
Þau tóku bæði eftir því hve fölur hann var.
Hann kvaðst ekki vera hress, enda hefði mátt kveða að því
ef hann hefði ekki sótt brúðkaup þeirra.
Hann og fólk hans fór fyrst á staS úr veizlunni.
Nýgiftu hjónin sátu í legubekk i hliðarherbergi við veizlusalinn.
„Á ég þá að trúa því að þú sért orðin konan mín, Hermína?
„Mér finst það vera eins og draumur."
„Já héðan af verðum við eins og ein sál, einn viiji,“ sagði hún.
Majórinn á Hringnesi var nýkominn heim með systurdóttur
sinni og sat i hvilstól sínum. Emma sat á stól við hliðina á honum.
„Segðu mér barnið mit.t," sagði hann, „er það sem mér sýnist,
hefir þér þótt vænt um — — ?“
„í guðanna bænum, við skulum ekki tala um það,“ sagði
Emrna.
„Því skyldi ég ekki mega tala um það víð þig,“ sagði hann.
„Það er óhætt, að eg tali við þig um alt sem þú ber fyrir brjósti.
— Eg hefi komist í kynni við þenna unga mann, og eg virði hann