Fjallkonan


Fjallkonan - 25.03.1902, Síða 2

Fjallkonan - 25.03.1902, Síða 2
2 F J A L L’K 0 N A'N . og garðrækt, þá er bezt að fá þau burt numin úr tölu hinna lifandi laga. En geti þau unnið gagn, þó í smáum stíl sé, þá á að hafa þau í heiðri, því „kornið fyllir mælinn“ og „margt smátt gerir eitt stórt“ — það er að rækta land- ið. — En —sínum augum lítur hver á silfrið “. Gamalíel á Mel. Sauðfénaður. Uppruni hans, meðferð og kynbætur. Eftir Pál Stefánsson frá Þverá. —:o:— (Niðurl.). Fyrst má viðurkenna, að sauðfjárkyn vort er mjög mismunandi að kostum, eins og eðlilegt er, því staðhættir eru mjög mismunandi og lifsskil- yrði öll. Fað er fleira, sem skapar staðhættina og lífs- skilyrðin heldur en landið og tíðarfarið, því víða skapa mennirnir nú orðið fult eins mikið fyrir meðferðina — hirðinguna, húsvistina og fóðrun þess. — Það er einmitt hirðing, húsvist þess og fóðurtilhögunin, sem nú orðið að miklu leyti skapar kosti og ókosti fjárkyns vors, eða leggur undirstöðuna og myndar lífs skilyrði þess. Eins og stendur er sumt fjárkyn vort svo rýrt til allra afurða, að góð fóðrun og hirðing sýnir sig aldrei í því, þannig að það verði fyrir hana vænt eða vænna, því öfug fóðrun og ófullkomin hirðing, og ill húsvist, er um fleiri liðu búin að drepa alla dáð úr því og veikla það. Fað er ekki ósjaldan, að menn taki sig til og fari að ala þetta fé (einkum ef vei heyast) eitt ár, en verða svo alveg forviða yflr því, að þeir sjá engan mun á þvi, þó það hafl átt svo gott, en menn gæta þess ekki að skepnurnar eru svo kosta rýrar til allra afurða, og hafa svo tak- markmarkaða framleiðslu kosti, að þeiin er ó- mögulegt að leggja nokkuð af sér, en svo fara menn gjarnast til og kenna sumarhögunum um j það; þeir séu svo rýrir og lélegir, „magrir", að féð geti engum bata á þeim tekið, sé það vel | íóðrað. Eins getur verið um tilhögun fóðrunar- innar, og alt sem lýtur að hirðingu og meðferð j sauðfjárins, vegna vankunnáttu og mismunandi j skoðunar í tilliti til fóðrunar tilhögunar- innar. Fóðruninni er víðast hagað þannig til, eins og fyrr er á vikið, að fyrri hluta fóðrunartímans fram á góu og einmánuð, eftir fóðurbirgðum nokkuð, og jarðlagi nokkuð, er fénu gefið inni, en svo þegar því ríður mest á hjúkruninni, og tekur bezt inni-fóðrun samkvæmt eðlistilvísun þess og samkvæmt því sem náttúran sjálf bend- ir til, sem er seinni partur fóðrunartímans,1 vorið, þá er það látið ganga á blásinni jörðiilni, og lifa á sinunni sem er því ófullkomið fóður, og afieið- ingin verður: það horast, en vorhorinn er því skaðlegur og eyðileggur það til allra afurða. Misjafnt fóður sauðfjárins er ekki einungis eyði- leggjandi fyrir féð á hverjum tíma sern er, held- ; ur mjög skaðlegt fyrir fjárræktina, hefir fóður- eyðslu í för með sér, 'og gerir því bæði beinan og óbeinan skaða. Jöfn fóðrun, sem fer heldur batnandi eftir því sem á fóðurtímann líður, er sú fóður tilhögun, sem fénu kemur langbezt, og eitt af undirstöðu a.triðum sauðfjárræktarinnar, og all- ar kynbætur‘ómögulegar á meðan vorhorinn á sér stað; verður því að sjá um, ekki einungis að það leggi ekki af á vorin, áður en það fær sumarbatann, heldur ætti að bæta það síðari part fóðrunartímans, og þann bata skal maður láta ná saman við sumarbatann, en alls ekki láta það leggja af á vorin, því alt það fóður, sem eytt er til þess að halda fónu við í ákveðnum holdum til ákvéðins tíma að ^vorinu, t. d. sum- armála eða seinna, en það missir þau eftir þann tíma fram að þeim tíma, að það fær gróður og fer að batna — því er til ónýtis eytt. Þessi regla gildir jafnt fyrir eldra og yngra fé sem beitar og innigjafar fé, og tryggir manni mestar afurðir af því. Skaðinn við það að fóð leggi af á vorin er ekki eingöngu innifalinn í fóðureyðslu þeirri seín er fram yflr það sem þurft heflr til þess að féð hafi gengið fi'am í þeim holdum sem það hafði orðið síðast, þá það fór að geta tekið á móti sumarbat.anum, heldur einnig, og það miklu fremur i því, hve vor-afleggingin er því óeðlileg; sauðkindin er náttúrunnar barn, og eðli hennar krefst þess, að lifa með náttúrunni. í Búalögum er gert ráð fyrir auka fóðri sauð- fjár á útmánuðum, og Magnús Ketilsson gerir ráð íyrir þvi sama (bls. 86—87.) Hirðing sauðfjárins heflr mikið að segja bæði úti og inni i tilliti til allra afurða þess. Þa.ð er því einkar skaðlegt, að það liggi í blautum og heitum húsum; það hefir ekki einungis spill- andi áhrif á þrif þess og heilsu (bleytan og hit- j inn út af fyrir sig), heldur mjög svo spillandi á- j hrif á loftið, sem ér eins nauðsynlegt fyrir sauð- j féð sem gott fóður, og að því leyti nauðsynlegra, að án þess getur þvi ekki gagnast gott fóður, og miklu lengur liflr það án fóðurs en lofts einn- ig á vondu fóðri; á góðu hreinu lofti lifir það lengur, heldur en að það hafl gott fóður en vanti nægilegt, gott loft. Vanti loftið, dugar hvorki gott fóður né rnikil gjöf, því heilsan þverrar, hæfileikinn til afurða-framleiðslu eyðiiegst, hversu góður sem hann heflr verið af náttúrunnar hendi, og afurða töpun verður afleiðingin fyrir skepnuna. Héi um bii */5 partur andrúmsloftsins er súr- efni, en fyrir utan súrefni loftsins getur ekkerf lif þróast. á jörðinni. Loftið berst i gegnum lung- un moð andardrættinum, og í lungunum tekur blóðið það í sig, sem flytur það ásamt næringar efnum sínum út um allan líkama skepnunnar. í „ cellum" líkamans sameinast súrefnið næring- | arefnum líkamans, og þessi efna sameining fram- leiðir hita likamans, eða bruna, en við þenna : bruna verður efnabreyting í honum; lifsefnin j skiljast frá hinum óþörfu efnum, eða efnum þeim er likamanum ekki koma að haldi, og j fjarlægja þau líkamanum á ýmsan hátt. Meðal þeirra efna er líkaminn þarf nauðsyn- lega að losast við er lofttegund sú er kolsýra nefnist, og flytja lungun hana með útönduninni, því um leið og þau flytja blóðinu hið hiæina loft með innandaninni, mett af súrefni, taka þau við frá blóðinu hinu eitraða kolsýi-ulofti, og fjar- lægja það líkamanum með útönduninni, og mega það teljast nokkurskonar vöruskifti. í húsi þar sem margt sauðfé er inni minkar súrefni loftsins brátt, því það eyðíst víð það að féð dregur það til sín með innandaninni, en við það verður loftið i húsinu æ þrungnara af kol- sýru(lofti), og þarf því nauðsynlega að hafa út- búnað á hverju húsi, sem leiðir alla jafna nýtt og ferskt loft utan að inn í húsin og færir hið spilta út. En hvernig er þessu nú varið hjá oss; látum vér sauðfé vort haía í hinum löngu vetrarinni- stöðum nægilegt af hreinu og góðu lofti í húsun- ! um? í fljótu bragði virðist, mega ætla að svo sé, því ekkert kostar loftið — svo ekki er hægt ; að bera það fyrir sig að maður þurfi að halda í j það kostnaðarins vegna, því það sé svo dýrt að kaupa það, en þó hika eg alls ekki við að svara þessari spurningu neitandi. Komi maður til bæja, og fari að athuga fjár- húsin er ekki ótítt, að fyrir manni verði lágir, litlir, dimmir kofar, ýmist með einu gati á mæni ®ða engu, og í mörgum sveitum er það siður að hafa það slétt við þekjuna — engan stromp — svo að þegar hríðar eru fennir inn um það nema það sé tilbyrgt. Einnig er svo mörgu fé troðið inn í þessa litlu kofa, að hverjum einstakling er ekki ætlað nema sem svarar 4—5 □ f. á gólfi, svo það enga hæð eða hreyfingu getur haft nó feng- ið, nema troða hvað ofan á öðru, og hvað af öðru ullina. Fað lítur helzt út fyrir að almenningi hafi aldrei orðið kunn tilskipun frá 1776 sem segir svo um fjárhúsbyggingu, „20 sauðahússkal vera 10 ál. á lengd, og 6 ál. á br.; 40 sauða hús 20 ál. 1. 6 ál. b. br. veggir 2x/2—3 ál. (1 rd. sekt ef útaf sé brugðið.) Petta gólfrúm ger- ir 9 □ f. pr. kind. Inn í þessu verður fóð svo að dúsa við ilt og spilt loft í baðhita tímann íít. Það eina sem bjargar því frá bráðri köfnun, er — eða hefrr verið alt að þessu — að vanalegast er gisinn og lólegur allur frágangur dyra og hurða, sem þó er byrgt eftir því sein hægt er, vegna inn- fennis og kuldans, sem menn eru svo afar hrædd- ir við. Það er ekki ótítt að kvartað sé um lungnaveiki i sauðfé og er vist lítill vandi oft og einatt að rekja orsakir hennar til hins spilta lofts sem féð verður að lifa við í fjárhús- anum, og er víst óhætt að teija hana sem afleið- ingu spilts lofts og húshita, og ber einkum á henni í öliu því fé, sem mikið er fóðrað inni eða alveg. Athugavert virðist það að nú á seinni tímum síðan húsabygging hefir farið stórum fram, þau er bygð hærri og rúmmeiri, og öll stærri, einnig bjartari, þá hefir samt, að því er virðist, lungnaveiki sauðfjársins mjög farið í vöxt, og það enda svo, að í sumum sveitum er hún talin vera eins skæð og bráðafárið, og er það einkum í þeim sveitum, sem fóðrunartími sauðfjársins er orðinn lengstur og það mest fóðrað inni. En eitt vantar í hina betri bygg- ingu til að hún sé fullkomin, og það er að œtla loftinu frían gang til að streyma út og inn, hinu hreina lofti inn og hinu spilta út, því hér er oft eins og á hinum minni húsum, ekki nema einn strompur, og það jafnvel á hinum stóru fleirstæðu húsum sem margir tugir sauðfjár eru í — og jafnvel hundruð — en hér er aftur kuldinn sem menn eru að fyrirbyggja, því það er eins og það sé alt. af að verða ríkari og ríkari sú skoðun hjá almenningi, að það só svo mikill fóðursparnaður í því að heitt sé á fénu, en gæta þess ekki jafuframt, að húshitinn ei' einkum beitarfé skaðlegur, bæði vegna loftsins, sem við það spiliist, og ekki síður vegna hina sífeldu snöggu umskifta, sem verða á því, þá það fer út úr þessum heitu húsum, stundum blautt frá deginum áður, og út í kalt veður, og verður að standa á beit allan daginn. Einnig er húshit- inn skaðlegur fyrir féð í tilliti til sumarbeitar- innar að öllu leyti, og skal eg leítast við að skýra það. Fyrst er það að i öllum hinum kaldari hór- uðum landsins, og til fjalla og dala, er ekki hægt að hafa hita í húsum, þá kalt er í tíðinni, minsta kosti kaldasta tíma vetrarins, nema því að eins að loftið spillist fyrir útönduninni, og hitinn fraraleiðist i gegnum útöndunina íyrir líkamshita fjársins, en þar sem hiti er fram- leiddur i húsi með líkamshita fénaðar þess sem hýstur er, er ætíð samfara spilt loft, sem svo sljófgar, deyfir og veiklar sauðíéð, gerir það næmt fyrir öllum veðrabreytingum, og eyðilegg- ur þrif þess fyrir sumarið. Einnig er meiri innifóðrun og takmörkuð beit þess ekki óvíða farin að hafa áhrif á það, og með lengri húsvist og mikilli innifóðrun er hætta á að maður geri það kveifarlegt og veiklað, fjarlægi það náttúr- inni, og því meir sem heitara er haft á því, og það svo mjög, að það verði ófært til að nota sér og hagnýta sumarbeitina, og vér með því eyðileggjum fyrir oss öll not af hinum viðáttu- miklu heiðarlöndum vorum og fjalllendum, og einmitt vegna húsvista og húshita er hætt- ast við því. í eldri ritum, sem út hafa komið um fjárrækt, er því haldið fram, að nauðsynlegt só að hafa ‘kalt á öllu fé, eða svalt. En í siðari ritgjörðum, sem út hafa komið um fóður og með- ferð búpenings, er aftur hitanum haldið fram sem nauðsynlegum, vegna fóðursparnaðar — minni bruna — og mun sú kenning aðallega vera miðað við kýr, en við sauðfé hjá oss á hún alls ekki. Vér verðum að gæta þess, að vér búum í norðlægu landi roeð köldu loftslagi mjög svo breytilegu, og vér verðum að búa sauðfén- að vorn þannig , út bæði með kynbótum, og meðferð (húsvist, hirðingu og fóðrun) að hann þoli þær snöggu breytingar, sem sífelt vænta má af tiðarfari voru, bæði vetur,

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.