Fjallkonan - 25.03.1902, Qupperneq 3
F J A L L ít 0 N A tf .
3
sumar vor og haust, og að hanu geti hagnýtt
sér hinn vilta gróður fjallenda vorra og afrótta.
Hvað eigum vér að gera með hinar víðáttu-
miklu heiðar vorar, afrétti og fjallendi, ef vór
getum ekki í gegnum sauðfjárræktina hagnýtt
oss gróður þeirra, og gert oss peninga úr hon-
um? Hver er orsökin til þess, að á sama tíma,
t. d. á vorin, sem útigangsfénaður tekur bata,
þá helzt óveiklaður, útbeitarfénaður við, og jafn-
vel batnar, en sá fénaður, sem fóðraður hefir
verið inni, horast alment á beitinni?
Þennan mismun þurfum við að jafna, og með
öðru en svala, hreina ioftinu í húsunum gerum
við það ekki. Fað örvar blóðrásina, eykur efna-
skifti líkamans, og kemur að mestu leyti fyrir
hreyfinguna, sem því er nauðsynleg, og gerir það
sama. Gerir sauðféð hraustara og þolnara, svo
það verður ekki eins næmt fyrir áhrifum af á-
föllum, sem oft hljóta á því að skella, vegna
hinna snöggu veðrabrigða, sem eru svo tíð hjá
oss og það á sumrin, þá er féð er á afrétt og þyí
ómögulegt að taka þau áföli af því.
Eg enda svo þessar iínur með þeirri ósk og
þeirri von, að menn fari framvegis að hugsa
meira um kvikfjárræktina, eins og iandbúnaðinn
yfir höfuð. Yér megum til með að gera það, ef
vér viljum ekki iáta vantrú þá, sem nú virðist
vera að spenna landið og þjóðina heljargreipum,
biinda o.ss — þessa makalausu vantrú á landinu
og gæðum þess, vantrú á sjálfum oss og kröft- j
um vorum til að berjast fyrir tilverunni, hér á
landi, og mór liggur við að segja vantrú á for-
sjóninni, — því menn hljóta að finna til þess
hversu mikla þýðingu landbúnaðurinn hefir fyrir
oss, sem aðallega hefir bygst og hlýtur að
byggjast framvegis á sauðfjárrækt og kvikfjár-
rækt yfir höfuð. Einnig óska eg að landbúnaður-
inn allur í sambandi við grasræktina og kvik-
fjárræktina eflist og aukist, og stundist með
meiri kostgæfni en hingað til, og að menn viður-
kennandi landið og gæði þess láti hlýrri tilfinn- j
ingar til landsins ráða öllum sínum gerðum á-
hrærandi landið og framtíð þess, heldur en
mér finst að hafi átt sér stað nú á síðari árum,
þar sem hver þykist mestur, sem mest getur
nítt landið og smánað, að eg ekki tala um á-
býiin. Fað er hreinasta undantekning, að heyra
ábúendur jarða nokkurn tíma viðurkenna, eða
tala hlýlega um ábýli sín eða sveit, heldur
gjarnasti telj þeim alt til ógildis. Þetta er
svo ríkt hjá þjóðinni, að það þykir ekki heyia
til annað og það komi af óhreinum hvötum eða
monti, ef menn tala vel um ábýli sín eða þykir
vænt um sveitina sina. Oss verður að skiljast
það, að iandið er gott sé það réttilega notað, og
gæði þess ekki fótum troðin og forsmáð. Fað
ei' að vísu satt, að „það agar oss strangt með
sínuísköidu él, enásamt með blíðu — það meinar alt
vel“. Oss verður að skiljast það einnig, að hér
á þessu landi er framtíðarvon vor og afkomenda
vorra, og ef oss þykir vænt um landið, mun
gróður þess og afrakstur blessast oss, og uss
verður að skiljast það líka, að það er fleiri gróð-
ur til, sem hefir gildi, heldur en hveitigróður
hinna amerisku hreiti akra; vér skulum láta
Ameríku eiga sig ineð sína hveitiakra — okkur
koma. þeir ekkert við — en gera oss heldur
ánægða með vorn vilta fjalla og heiða gróður,
tún vor og engjar — græðum heldur út tún vor
og engjar í sambandi við notkun fjallenda og
afrótta vorra, eins og forfeður vorir gerðu. Og j
upp af þeini notkun spratt þjóðmenning sú er j
þeir stofnuðu hér á Jandi, en nú virðist veia að {
fara öli í mola, sú þjóðmenning sem vér verð-
um að byggja framtíð vora á, og byggja eða
mynda nýja þjóðminningu upp af rústum þeim j
sem nú eru, ef vór viijum haida áfram að vera
taldir sem sérstakur þjóðflokkur og meðal hinna
mentuðu þjóða.
---——<~o*o-------
..Ceí>es-: komst á Vestfjörðu, þó ís væri þar nokk-
j ur, og „Vesta‘! ætlar þangað aðra ferð með morgni.
Búaófriðurinn (eftir blöðum til 13. þ. m.) Bretar
hafa náð mjög mikln af hergögnum og vistum, sem
mælt var að de Wet réði fyrir og geymt var í hellum.
Þaðéer stórtjón fyrir Bua. Auk þess hafa þeir handtekið
nýlega nokkur hundruð Búa og þar á meðal son de
Wets og skrifara hans. Aftur hafa Búar unnið sigrir
á um 1200 Bretum (900 riddaraliðs og um 300 fót-
gönguliðs). Fyrir Bretum réð Methuen, einna helztur
hershöfðingi Breta, næstur Kitchener, sem hefir stöðugt
haftsömu völd frá upphafi ófriðarins og var hann hand-
tekinn ásamt fjölda manna. Búar höfðu um 1500
manna. Delarey hershöfðingi réð fyrir Búum, og hefir
hann reynst vel áður, og verið óþarfur Bretum við Mafe-
king og Kimberley og víðar. Aðstoðarforingi Methuens,
París majór, komst undan, en Methuen er í haldi.
Þar fellu nær 40 manns af Bretum, þar af 3 herfor-
ingjar, og særðust um 70, hinir flýðu eða voru hand-
teknir. Af Búum varð ekkert mannfall. Búar höfðu
að eins tvær stórskota-byssur, en Bretar fimm, og náðu
Búar þeim öllum. Bardaginn var háður í tungu, ár
á báðar síður. Delai'ey hefir jafnan verið í miklum
metum meðal Búa, og verður það ekki síður nú. Son-
ur hans, 12 ára drengur, var með honum í orustunni;
annar féll í ófriðnum og hefir faðir hans ekki verið
samur síðan. Hann hefst jafnan við í Vestur-Trans-
waal og kemur aldrei til hugar að flýja.
Sendimenn fóru á fund Rooswelts Bandaríkjaforseta,
að leita Búum hjálpar, en hann lézt ekki geta skift
sér af ófriðinum. Kriiger gamli lýsti undrun sinni
yfir því, en sagði að Búar væru einráðnir að berjast
sem áður fyrir frelsi sínu, þó öll ríki yfirgæfu þá.
Eftir einni af síðustu fregnum höfðu höfðingjar Búa,
De Wet, Steyn og Botlia, ætlað að færa í tal vopnahlé
eða frið við þá Kitchener eða Millner, höfðingja Eng-
lendinga.
Marconi hefir nýlega sagt á fundi í New-York, að
hann mundi verða kominn svo áleiðis að þrem mán-
uðum liðnum, að hann gæti sent þráðlausar orðsend-
iugar yfir Atlantshaf.
Arnessýslu 16- marz. Það er nú orðið nálægt
mánuði sem aldrei hefir verið öðru hærra að kalla má;
hafátt og þíða að jafnaði; stöku sinnum frosið litið
eitt og svo sem tvisvar. snjóað nokkuð, en óðara aftur
tekið af. Þrátt íýrir haíattina hefir iðulega verið róið
hér í veiðistöðum, því að logn hafa ,verið. En mjög
hefir lítið aflast. í gær rar fiskur með líflegasta móti,
og þó misjafn afli að sögn. Hingað til hefir ekki þótt
tafea því, að tilgreina hlutarupphíéðir. Fáir eða engir
munu hafa náð hundraði enn á vertíðinni. — Heilbrigði
manna og skepna nú með bezta móti.
MeS póstskipinu „Laura“ fóru þessir farþegar:
Sigurður Magnússon læknir, Jón Þói-ðarson kaupm.,
Einar Arnason fyrv. verzlunarstj óri, H. Andersen skradd-
ari, Guðjón Grniðlaugsson frá Ljúfustöðum o. fl.
t Halldór Kr. Friðriksson, fy’rrum vflrkenn-
ari við lærða skólann, lézt sunnudaginn 23. þ.
m. 82 ára að aldri. Þess inerkismanns verður
minst i næsta blaði.
Ég hefi nú þjáðst á annað ár af
sárum brjóstþyngslum og taugaveikl-
un og hefi ég allan þennan tíma tekið
mestu kynstur af meðulum en alt á-
rangurslaust. Ég fór því að reyna
Kína-lifs-elixír frá Waldemar Petersen
og þegar ég hafði tekið inn úr 1 x/2
glasi fór mér að batna til muna, og
get ég engu öðru þakkað það en þessu
heilsulyfi.
Arnarholti á Islandi.
Guðbjörg Jónsdóttir.
Kína-lífs-elixíriiin fæst hjá flest-
um kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaup
endur beðnir að líta vel eftir því, að
,Y-p-. standi á flöskunum í grænu
iakki, og eins eftir hinu ski'ásetta
vörumerki á flöskumiðanum: Kín-
verji með glas í hendi, og firmanafn-
ið Waldemar Petersen.
-03
Q
o i m b
< J ^
Q f £PC0
CQ ö
^ b . CD
<c
Q
Z
<c
Li_
UJ
O
00
200
Þegar erfðaskrármálið var tekið fyrir, var fjöldi áheyrenda við-
staddur, svo þingsalurinn varð fullur.
Rúsensköid undirforingi hafði tekið sér sæti á einhverjum fremsta
bekknum og var hann keikur og uppréttur þangað til honum varð
litið á Hellstedt; við það varð hann niðurlútari. Hann 'nafði um
morguninn heimsótt festarmey sína í Hringnesi og sagt henni frá
rannsóknum sínum í málinu, og að síðustu sagði hann við hana:
„Ef eg vinn málið og Hringnes handa þér, þá er þér frjálst að vera
laus ahra mála við mig“.
„Því segii'ðu þetta'? — Þá þykii þér ekki vænt um mig“.
„Jú, það eina er sönn ást, sem leggur eitthvað í sölurnar".
„Vinn þu málið“, sagði hún, „síðan getum við talast við“, sagði
hún og kysti hann og faðmaði hann að sér.
Vitnin fóru nú að koma, Stenlund og Linder, og Andrés Pét-
ursson lét sig ekki vanta á lögréttumanns bekkinn.
Assessorinn settist í dómara sætið, og kallaði málsaðila fyrir sig.
Hellstedt sýndi umboðskja.l sitt og lagði fram kæru sína. Hann
tók það fram, að eitt af vitnunum hefði verið á baðmn áttum að
kannast við nafn sitt undir erfðaskránni, og að það væri ótrúlegt,
að majórinn hefði gert systurdóttir sína svo að segja arflausa, sem
honum hafði þó þótt allra vænst urn, og að hann leyfði sér því að
gera nánari athugasemdir um það.
Nú sneri dómarinn sér að undirforingjánum og spurði hverju
hann hefði að svara.
„Eg hefl engu öðru að svara en því, að erfðaskráin er í alla
staði rétt, og að vitnin eru hér viðstödd til frekari sannindamerkis".
197
„Það er ágætt“ en getið þór líka sjálfur sagt það sarna um
yður?
„Því skyldi eg ekki geta það?"
„Af þvi þór munduð þá bera lygi. Hvað ætluðuð þór að gera
með innsigli majórsins, sem þér fenguð undirforingjanum?"
„En veit ekki hvað þér eigið við.“
„Engar vífilengjur. Þér vitið að maður heyrði á viðtal ykkar
undirforingjans, þegar þér fenguð honum signetið. Nú vil eg fá að
vita til hvcrs hann ætlað að hafa það.“
„Nú fyrst þér vitið um þetta, þá get eg sagt eins og er, að
hann kvaðst ætla að láta giafa eftir annað þvi signet handa sér, og
þetta átti að vera fyrirrnyndin."
„Og því trúðu þér?“
„Já, eg gat ekki séð neitt -á móti því.“
„Nei — En úr því þér trúðuð honum, því færðust þér þá und-
an að taka við peningunum og kölluðuð þú Júdasar-peninga?"
Við þessi orð brá Linder; hann varð niðurlútur og hengdi nið-
ur handleggina.
„Eg hefi breytt illa við húsbónda minn, en það get eg svat'ið,
að undirforinginn sagði mér aldrei annað um innsiglið, en það sem
eg hefi sagt.“
„En yður grunaði samt annað?“
„Pví get eg ekki neitað."
„Hann hefir þá haft undirtökin á yður. Þér eruð að vísu ekki
gerspiltur, og um yður getur verið bjargarvon. Munið eftir því, hve